Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LOFTÁRÁSIR Atlants- hafsbandalagsins á Serbíu hafa vakið upp marga gamla drauga þessar vikur sem þær hafa staðið yfir. Einn þeirra er gamalkunnur kaldastríðstalsmáti sem einkum hefur komið fram í orðsendingum Rússa til Vestur- veldanna. Upp á síðkastið hafa rússneskir leiðtogar hvað eftir ann- að látið í Ijós fulla andstöðu við að- gerðir NATO. Þó að þeir hafi tekið fram að Rússar hyggist ekki grípa til neinna óyndisúrræða til að stöðva árásimar þá hafa þeir einnig fullyrt að herferðin kunni að valda meiriháttar hemaðarátökum í Evrópu. Tvær spumingar vakna við að fylgjast með viðbrögðum Rússa. I fyrsta lagi er spurningin sú hvers vegna það virðist vera svo algeng skoðun meðal almennings í Rúss- landi að það sé heilög skylda að styðja Serba. I öðm lagi hvað átt sé við með þeim spádómi að sprengjuárásir NATO kunni að leiða til alvarlegra hemaðarátaka í Evrópu. Ekki víst að stefna stjórnarinnar sé heilsteypt Svo reynt sé að svara síðari spumingunni fyrst þá hljóta menn að velta fyrir sér hvort Rússar kunni að dragast inn í átökin og taka að veita Serbum hernaðarleg- an stuðning. Bandarískir sérfræð- ingar og ráðamenn virðast ekki hafa teljandi áhyggjur af því. Bandaríkjamenn hafa sýnt afstöðu Rússa skilning að vissu marki þó að sá skilningur nái ekki svo langt að tillit sé tekið til sjónarmiða þeirra og tilraunum til að stuðla að einhvers konar samkomulagi. Leið- togar Atlantshafsbandalagsins hafa ekki á nokkurn hátt látið and- stöðu Rússa við hvers kyns árásir á Serbíu hafa áhrif á sig. Fulltrúar rússnesku ríkisstjóm- arinnar hafa þvertekið fyrir það að Rússar muni senda Serbum her- gögn þó að áberandi leiðtogar stjómarandstöðunnar krefjist þess ákaft. Utanríkisráðherrann Igor Ivanov hefur sagt slíkar kröfur ábyrgðarlausar og Masljúkov að- stoðarforsætisráðherra sagði í Dúmunni fyrir nokkram dögum að hann teldi hreinasta brjálæði að senda herskip úr Norðurhafsflota Rússa suður til Adríahafs til að ögra NATO. En það er ekki ljóst hversu heil- steypt stefna stjórnarinnar er í þessum efnum. Sergejev, varnar- málaráðherra Rússa, ákvað að senda njósnaskip úr Svartahafs- flotanum inn á Adríahaf til að fylgj- ast með framvindu mála, eftir um- mæli Masljúkovs í Dúmunni. Þó að utanríkisráðherrann flýtti sér að gefa yfirlýsingar um eftirlitshlut- verk skipanna þá var alls ekki ljóst hver samstaðan var innan ríkis- stjómarinnar um þá aðgerð. Borís Jeltsín hefur að venju gef- ið þversagnakenndar yfirlýsingar og virðist samband forsetans við raunveraleikanr. fara stöðugt minnkandi. I rauninni ----------- era yfirlýsingar rúss- neökra stjórnmála- manna helst til marks um ótta þeirra sjálfra við að missa tökin á framvindu mála. Eiga bágt með að trúa vestrænum skýringum Ef einhver þráður er í afstöðu stjórnmálaleiðtoga og háttsettra embættismanna þá má segja að hann sé sá að draga allar skýringar Vesturveldanna og túlkun þeirra á því sem nú er að gerast í Serbíu í efa. Lavrov, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði skýr- ingar NATO á fyrirætlunum sínum ógildar, það væri ekki nokkur leið að sjá mannverndarsjónarmið á bakvið loftárásimar. Rússar draga ennfremur mjög í efa frásagnir af voðaverkum serbneska hersins í BANDARÍSKI fáninn rifinn er efnt var til mótmæla fyrir framan bandaríska sendiráðið í Moskvu. Árásir NATO á Júgóslavíu hafa kynt undir hatri á vestrænum ríkjum og þær geta orðið vatn á myllu herskárra afla. Reuters Ófriðurinn í Serbíu skapar óvissu í Rússlandi ÞÓTT Rússar vilji forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin milli NATO og Serba þá hafa þau kynt undir vaxandi óvild í garð vestrænna ríkja segir í grein Jóns Olafssonar. Telur hann hættu á, að ástandið geti kynt undir pólitískum óróa í Rússlandi sjálfu og orðið til að efla herská öfl í kosningunum í haust Getur veitt herskáum öfi- um byr undir báða vængi Kosovo eftir að loftárásirnar hófust. Stjórnarandstaðan hefur reynt -------- að notfæra sér almenna andstöðu Rússa við að aðgerðir NATO til að æsa upp hatur á Vest- urlöndum. Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði að stríðið í Serbíu væri að vekja rússneska þjóðarsál af svefni. Nú væru menn farnir að sjá hvernig Bandaríkjamenn ætl- uðu sér að tryggja völd sín. Alex- ander Lebed, fylkisstjóri í Kra- snojarsk, og Júríj Lúzhkov, borg- arstjóri í Moskvu, hafa báðir gefið herskáar yfirlýsingar um stuðning við Serba. Vladimír Zhírinovskíj lætur ekki sitt eftir liggja og segir flokk sinn hafa skráð tugi þúsunda sjálfboðaliða sem vilji berjast við hlið Serba. Ef marka má umfjöllun fjölmiðla í Rússlandi og skoðanakannanir þá er sú skoðun almenn að raunveru- legar ástæður Vesturveldanna fyr- ir því að beita Serba hörðu séu allt aðrar en þær sem gefnar era upp. Almenningur í Rússlandi virðist í auknum mæli telja fréttaflutning af ófriðnum á Vesturlöndum áróð- ur einn. Það sem hlýtur að valda mestum áhyggjum um hugsanleg áhrif ófriðarins í Rússlandi er fremur pólitískt umrót innanlands heldur en hugsanlegar aðgerðir Rússa. Tök rússnesku stjómarinnar á fyrram Sovétlýðveldum hafa farið minnkandi upp á síðkastið einkum eftir hrun rúblunnar og stjómar- skiptin síðstliðið haust. Þeirri skoð- un hefur mjög vaxið fylgi að Atl- antshafsbandalagið hyggi á póli- tíska landvinninga langt umfram ríkin þrjú sem gengu í bandalagið á árinu. Það er auðveldara nú en það var fyrir einu ári að ala á óvinarímynd Vesturlanda. Þegar Atlantshafsbandalagið ákvað að bjóða Pólverjum, Ungverjum og Tékkum að gerast aðilar að banda- laginu í fyrra mætti það almennum skilningi í Rússlandi þó að stjórn- völd hafi mótmælt stækkuninni og talið hana óheppilega. Rússneskur almenningur leit ekki svo á að í henni fælist nein ógnun við Rúss- land ef marka má skoðanakananir sem þá vora gerðar. En þetta hef- ur breyst á skömmum tíma. Hagsmunir Rússlands lítilsvlrtir Stuðningur Rússa við Serba á sér í raun tvær skýringar. Annars vegar sögulega skýringu sem er sú að Rússar og Serbar telji sig nátt- úralega bandamenn vegna menn- ingarlegs skyldleika og fomar vin- áttu þjóðanna, hins vegar þá að með því að hunsa vilja Rússa séu Vesturveldin í raun að sýna að þau virði ekki hagsmuni þeirra. Það er út af fyrir sig -------- merkilegt að miklu meiri eining virðist vera um að Rússum beri að styðja Serba heldur en um stefnuna gagnvart þeim ___________ löndum sem áður til- heyrðu Sovétríkjunum. Það er til dæmis enginn einhugur um hvert hlutverk Rússa eigi að vera í Norð- ur- og Suður-Kákasus. Stór hluti Rússa sér ekki neitt athugavert við að Tsjetsjenar fái sjálfstæði, svo dæmi sé tekið og það er einnig al- geng skoðun að Rússar eigi að draga sig út úr deilum Georgíu- manna og Abkhaza, Armena og Az- era og fleiri þjóða sem ekki hafa jafnað deilumál sín. En Serbar njóta sérstöðu. Jafn- vel þó að raunsæir stjómmálamenn sjái að ekki tjói að eiga við ofureflið þegar Vesturveldin era annars veg- Auðveldara nú að ala á óvild í garð vestur- landa ar, þá era eiginlega engir tilbúnir til að lýsa stuðningi við aðgerðimar nú. Eini þekkti stjómmálamaðm'inn sem hefur talað máli Vesturlanda eftir að árásimar hófust er Andrei Kozyrev, fyrrverandi utanríkisráð- herra. En hann er nú óbreyttur þingmaður og næsta áhrifalítill. Skýrari skil Rússlands og Vesturlanda Þó að ólíklegt megi telja að Rússar muni stuðla að því að hern- aðarátökin dragist á langinn eða breiðist út þá hefur ófriðurinn aug- ljóslega orðið til þess að línan er dregin skýrar á milli Vesttirveld- anna annars vegar og Rússlands hins vegar. Þetta getur í besta falli orðið til þess að Prímakov forsætisráðherra eigi auðveldara með en ella að fá Vesturlönd til að veita Rússum þá efnahagsaðstoð sem þeir þurfa svo mjög á að halda um þessar mundir. Með því að hafa hemil á ófriðaröfl- um í landinu og halda Rússum fyr- ir utan stríðið við Serba getur Prímakov vissulega áunnið sér traust á Vesturlöndum, en til þessa hafa vestrænir leiðtogar verið mjög á varðbergi gagnvart honum. f versta falli getur sá póhtíski glundroði sem ófriðurinn veldur veitt herskáum öflum byr undir báða vængi og breytt valdahlutfóll- um í Rússlandi til hins verra. Þing- kosningar verða haldnar í Rúss- landi í haust og horfir ekki byrlega fyrir þeim flokkum og hreyfingum sem hallar eru undir Vesturlönd. Hins vegai' hefur Föðurlandsflokki Lúzhkovs borgarstjóra í Moskvu vaxið ásmegin og sömu- leiðis róttækari öflum. Vestuiveldin geta þó enn gert margt til að auka hlut Rússa í þeim samningum sem óhjákvæmilegir eru eftir að árásunum linnir. Þegar samningafundir Serba og Albana voru haldnir í Frakklandi fyrr á ár- inu var nánast full samstaða með Rússum og öðram Evrópuþjóðum um efnisatriði samninganna. En ófriðurinn hefur skapað alveg nýtt ástand í öryggismálum Evrópu. Það er óvissu og óöryggisástand sem Rússar skynja kannski sterk- ar en aðrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.