Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNB LAÐIÐ VILL HELST ATAST í VERKSMIÐJUNNI Eflir Hildi Friíriksdótlur VIÐSKQTIAIVINNUUF ÁSUNNUDEGI ►Eyjólfur Axelsson fæddist 20.11. 1940 á Akranesi, þar sem hann ólst upp og faðir hans, Axel Eyjólfsson, rak húsgagna- verkstæðið Axis. Hann var ungur að árum þegar hann fór að hjálpa föður sínum á verkstæðinu. Leið hans lá síðan í iðnnám og hann lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði árið 1960 frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Eftir að hafa starfað sem húsgagna- smiður hjá Axis tók hann árið 1973 við framkvæmdasijóra- stöðu af föður sínum, sem gerðist þá forsljóri fyrirtækisins en er nú látinn. Hjá Axis starfa nú um 30 manns. Eyjólfur er kvæntur Sólveigu Gunnarsdóttur og eiga þau fimm börn. Tvö þeirra starfa hjá fyrirtækinu, Elísabet, sem er fjármálastjóri, og Gunnar, sem er framleiðslustjóri. Morgunblaðið/Golli AÐALFRAMLEIÐSLA Axis eru fataskápar, eldhúsinnréttingar og skrifstofuhúsgögn. Um þessar mundir er verið að bæta við vélakosti fyrir á annan tug milljóna króna. AXIS var stofnað fyrir 64 árum, eða árið 1935, í litlum bflskúr á Akra- nesi af Axel Eyjólfs- syni. Þegar fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1947 fékk fyrirtækið aðsetur í Selásnum þar sem einkum voru framleidd dagstofu- og borðstofuhúsgögn. Húsnæðið brann tveimur árum síðar og fékk Axel þá úthlutað lóð við Skipholt 7, þar sem hann byggði stórhýsi. Það þótti hins veg- ar ekki nógu hentugt, enda var það á þremur hæðum og árið 1972-73 var ráðist í byggingu húsnæðisins að Smiðjuvegi 9, þar sem Axis hef- ur verið undanfarin 26 ár. Húsnæð- ið, sem er 4.000 fermetrar, var byggt í þremur áfóngum, allt eftir þörfum hverju sinni. „Aður en við fluttum í Kópavog- inn höfðum við hafið framleiðslu á stöðluðum fataskápaeiningum og vorum fyrstir tfl þess hér á landi. Við sérhæfðum okkur í því og það var nánast eina framleiðslan fyrstu árin okkar hér. Síðan fórum við að framleiða eldhúsinnréttingar fyrir verktaka, auk fataskápanna, og því fylgdi þátttaka í útboðum. Stærsti kaupandinn öll árin var Verka- mannabústaðirnir eða Húsnæðis- nefnd Reykjavíkur eins og það hét nú síðast,“ segir Eyjólfur. Hann tekur fram, að hörð sam- keppni ríki í verktakastarfseminni, enda hafi mörg fyrirtækið komið og farið í gegnum tíðina, sem hafi tekist að undirbjóða Axis. „Aí'tur á móti er svolítið merkilegt, að flest þessara fyrirtækja hafa hætt starf- semi eða skipt um nafn. Islenski útboðsmarkaðurinn, og þar með taldar útboðsreglur hins opinbera, er undarlegur að því leyti að menn horfa mun meira í krónurnar en hvort fyrirtækið sé traust og ábyrgt,“ segir Eyjólfur. „í hvert skipti sem eitt fyrirtæki varð gjaldþrota og við héldum að nú væri einum keppinautnum færra þá spratt upp annað. Og alltaf er boðið lágt verð, sem er ekki raunhæft," heldur hann áfram. Velgengni í barna- og unglingahúsgögnum Arið 1983-84 var uppgangur í þjóðfélaginu og reksturinn gekk það vel, að kominn var tími til að stækka húsnæðið að Smiðjuvegi. Um sama leyti tók Axis upp sam- starf við Pétur B. Lúthersson hús- gagnahönnuð og er það samstarf enn við lýði. „Pétur hannaði barna- og unglingahúsgögnin Maxis, sem við framleiddum. A fyrstu sýning- unni erlendis, sem við tókum þátt í, kynntum við hrá húsgögnin eða prótótýpur. Síðan aðlöguðum við þær að markaðnum og náðum geysilega góðum árangri 1987, einkum í Bretlandi og Bandaríkj- unum en einnig nokkuð í Hollandi og Belgíu." Þegar Eyjólfur rifjar upp þenn- an tíma segir hann að það sé hreint ekki skárri tilfinning að geta ekki framleitt nægilegt magn miðað við eftirspurn heldur en að framleiða of mikið og geta ekki selt. „Hús- gögnin slógu hreinlega í gegn á sýningunni og segja má að við höf- um kafnað í pöntunum. Þær voru upp á fjölmarga 40 feta gáma, en við lentum í vandræðum, því við vorum ekki búnir að aðlaga hús- gögnin nógu vel að fjöldafram- leiðslu. A sama tíma var verið að byggja Kringluna og Flugstöðina, þannig að slegist var um iðnaðarmennina og eftirspumin sprengdi alla launataxta. Við fengum loks fram- leiðendur erlendis sem undirverk- taka til að vinna fyrir okkur. Einn af erfiðleikunum við þessa miklu eftirspurn á svo skömmum tíma var, að upp komu gæðavandamál, sem við reyndum að leysa en það tók tíma. Þegar við mættum á næstu sýn- ingu var þar kominn danskur fram- leiðandi með eftirlíkingar á hús- gögnunum okkar. Hann var með ódýrari vöru en ekki sambærilega að gæðum. Við fórum í mál við Danann en gáfumst upp vegna þess hversu kostnaðarsamt það var. Húsgögnin litu eins út en hann hafði gert örlitlar breytingar, sem gerði okkur erfitt fyrir að reka málið. Það fór þó ekki vel fyrir honum því hann varð gjaldþrota skömmu síðar. Við gerðum aftur á móti samn- ing við bandarískt sölufyrirtæki um markaðssetningu og fram- leiðslu á þessum húsgögnum. Það átti verksmiðju í Belgíu en þar fyr- ir utan hafði það góða markaðs- stöðu í öllum fylkjum Bandaríkj- anna. Þetta var á þeim tíma þegar kreppan skall yfir og í kjölfar sam- dráttar lokaði fjöldi verslana þar eða þær sameinuðust. Við töpuðum Flest fyrirtækjanna hafa hætt starfsemi eða skipt um nafn. íslenski útboðsmarkaður- inn, og þar með taldar útboðsreglur hins opinbera, er undarlegur að því leyti að menn horfa mun meira í krónurnar en hvort fyrirtækið sé traust og ábyrgt. því tugum milljónum króna á send- ingum sem voru famar af stað. Það voru því miklar raunir í kringum þessi viðskipti," segir Eyjólfur. Hann bætir við að svo bregðist krosstré sem önnur tré, því fyrir- tækið sem þeir höfðu fengið upp- lýsingar um að væri mjög traust, varð gjaldþrota. „Á þessum tíma- punkti höfðum við tapað svo miklu fjármagni að við ákváðum að hætta öllum útflutningi og einbeita okkur að heimamarkaði. Reyndar fluttum við út til tveggja verslana um tíma, í París og London.“ Hagræðingin hefst Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin að snúa sér að íslenska mark- aðnum þótti ástæða til að breikka framleiðsluna. Haustið 1989 sam- einaðist Axis EE-húsgögnum, sem framleiddi skrifstofuhúsgögn, og stofnað var hlutafélagið Axis hús- gögn. Ari síðar gengu aðstandend- ur EE-húsgagna úr samstarfinu en Axis hélt eftir skrifstofuhúsgögn- unum. Húsgagna- og innréttingaiðnað- ur er að sögn Eyjólfs hreinn mæli- kvarði á ástandið í þjóðfélaginu. Þegar vel gengur endurnýja menn innréttingar sínar og húsgögnin en þegar harðnar á dalnum halda menn strax að sér höndum og það gamla er látið duga. „Menn endui'- nýja frekar bflinn sinn á samdrátt- artímum en húsgögnin," segir hann og bætir við að uppgangurinn í þjóðfélaginu á undanfórnum árum hafi skilað sér í aukinni sölu hús- gagna og innréttinga. I kringum 1990 var hins vegar mikill samdráttur í húsgagnaiðnaði og mikið var um samruna fyrii'- tækja. Árið 1993 hóf Axis samstarf við GKS, sem hafði ári áður verið myndað úr fyrirtækjunum Gamla kompaníinu og Kristjáni Siggeirs- syni, Bíró hf. og Steinari stálhús- gagnagerð. „Á þessum tíma þurftu þeir að rýma húsnæði sitt á Hest- hálsi og stóðu því á tímamótum. Það varð að samkomulagi, að við stofnuðum sameiginlegt fyrirtæki um rekstur trésmiðjunnar, sem heitir Tréiðjan. Hún var byggð upp á besta vélakosti frá báðum aðilum og verkstæðið fluttist í húsnæði okkar að Smiðjuvegi 9 “ Ágreiningur um stefnu „Þetta var að mínu mati góður kostur og skilaði báðum fyrirtækj- unum góðri arðsemi,“ segir Eyjólf- ur, en bætir við að smám saman hafi orðið ági'einingur um stefnu fyrirtækjanna, sem hafi leitt til þess að upp úr samstarfinu slitn- aði. „Ágreiningurinn fólst í grund- vallaratriðum í því, að við vildum enduraýja vélarnar og byggja upp framleiðsluna, en þeir vildu frekar flytja húsgögnin inn. Við slitum því samstarfinu 1. aprfl síðastliðinn en með 18 mánaða fyrirvara, þannig að það var ekki neitt óvænt að koma upp á núna heldur var þetta samkomulag milli aðila. I fram- haldi af því höfum við ráðist í að endumýja tækin til að standast samkeppnina á markaðnum, sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.