Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 25 STÓRÁTAK Zonta nú er að hindra limlestingu á kynfærum 2 miiljóna stúikubarna á ári í heiminum. stofnaður 1941, með þeim fyrstu utan Amer- íku. Og 1949 ýtti hann úr vör og stofnaði fyrsta Zonta-klúbbinn á Bret- landseyjum undir for- ystu Ellenar Sighvats- son, sem fór með fleiri félögum til London. Pykir þetta ekki svo lítið frumkvæði. Frá þeim elsta klúbbi afhenti ég til upplýsingar í enskri þýðingu nýlega grein Erlings Þorsteinssonar, fyrrv. yfirlæknis Heym- ar- og talmeinastöðvar Islands, þar sem hann segir frá því hvemig Zonta-konur keyptu tæk- in svo hægt væri að hefja á Islandi talmeinastöð í Heilsuvemd- arstöðinni, veittu starfsmönnum námsstyrki og studdu síðar tækja- kaup fyrir nýja heyrnardeild í Borg- arspítala og er greinin tillegg til sögu Zonta-hreyfingarinnar, sem er verið að skrifa. Hinir klúbbarnir sex, í Reykjavík, Selfossi, Akureyri og Isafirði, hafa líka allir verið með merk sérverkefni á Islandi. Auk þess hafa íslensku konurnar lika í nær hálfa öld tekið þátt í og lagt til al- þjóðastarfsins, sem litlar sögur fara af hér heima. Enda ekki lögð áhersla á eigin vegsemd. Janet Halstead upplýsti um helstu verkefnin sem Zonta Intemational vinnur að, þar sem verður auðvitað að stikla á stóru og halda sig við nú- tímann. Að bæta stöðu kvenna Alþjóðastarfið hefur frá upphafi beinst að því að bæta stöðu kvenna í heiminum og flest átaksverkefnin tengst því á einhvern hátt. Hefur 700.000 konum og telpum verið kom- ið til aðstoðar á undanfómum 10 ár- um. Til dæmis var snemma stofnað- ur minningarsjóður Amelíu Earhart eftir að flugkonan og Zonta-konan fórst með flugvél sinni í hnattflugi. Hann hefur veitt 843 konum í fram- haldsnámi í stærðfræði eða flug- tengdu verkfræðinámi styrki, enda hafa konur heims átt þar erfitt upp- dráttar og verið fáar í slíkri æðri menntun. Enn era t.d. ekki nema 15% verkfræðinema við Háskóla Is- lands konur. Hafa íslenskar konur hlotið slíkan styrk í framhaldsnámi. í Zonta-húsinu er minningarher- bergi um Amelíu Earhart þar sem veggi þekja myndir af henni, afreki hennar og af starfsemi Zonta og Zonta-konum á þessum fyrstu árum félagsins. Og víðar í húsinu era minjagripir og myndir frá fyrri tím- um, sem sýna tíðarandann, klæðnað kvenna úr fyrstu skrúðgöngunum og fyrstu þingunum o.fl., sem gefur lýsandi myndir af starfseminni í 80 ár. Tveir þriðju ólæsra í heiminum era konur og augljóst að læsi er und- irstaða þess að auka megi framgang kvenna. Því var stórt átak Zonta undanfarin ár aðstoð við stúlkur í Suður-Afríku til að komast í skóla eftir að kynþáttaaðskilnaðinum lauk. Og þar áður brannar á Sri Lanka. Nú beinist athyglin að öðra verk- efni og ekki síður mikilvægu, að koma í veg fyrir að stúlkubörn séu limlest á kynfæram með umskurði, eins og tíðkast og líðst víða um lönd, og erfitt er að stöðva. Er talið að 2 milljónir stúlkubarna sé árlega sködduð á þennan hátt. Þetta verk- efni er tengt langtímaverkefni sem hófst með stórráðstefnu í Washing- NYKJORINN forseti Zonta International, Val Sarah frá Ástralíu, ton um baráttu Zonta til að útrýma ofbeldi gegn konum og börnum í heiminum, svonefndu ZISVAW-átaki. Því verð- ur fram haldið inn í 21. öldina, bæði með sameig- inlegu átaki við laga- breytingar og viðhorfs- breytingar, m.a. með því að leita uppi og fá ábend- ingar frá klúbbunum um fyrirlesara með sérþekk- ingu á þessu sviði. Hafa verið veittir allt upp í 25 þúsund dala styrkir til Zonta-klúbba til ráð- stefnuhalds í samvinnu við sérfræðiaðila í heimalöndunum. Á lista má sjá að flestir klúbbar hafa tekið á málinu á hverjum stað. Á Islandi efndu Zonta-klúbbarnir tveir á Akureyri til málþings um of- beldi gegn konum og létu ágóðann ganga til neyðarmóttöku fyrir slíkar konur á sjúkrahúsinu. Og í aðal- stöðvunum var verið að vinna að prógrammi til að kenna börnum að leysa deilur án ofbeldis, til að senda út á Netinu. Stúlkubörn í Afríkuríki Frá 1998 og fram yfir aldamót árið 2000 hafa alþjóðasamtök Zonta sam- þykkt átak til að koma í veg fyrir umskurð á stúlkubömum í Afríku- ríkinu Burkina Faso og er markið sett við að afla 350 þúsund dollara í því skyni. í þessu ríki voru 1996 sett lög sem banna slíka limlestingu á telpum að viðlagðri fangelsisvist eða sekt, og mun verða unnið með stjórnvöldum þar og Zonta-klúbbn- um í Ougadougou. Markmiðið er vel skilgreint, að draga úr þessu um 30% í sjö sveitum fyrir árið 2000. Er það í samhengi við allsherjarátak Barnahjálparsjóðsins til útrýmingar á þessum Ola sið, sem felst oftast í að sarga snípinn af telpum innan við 7 ára og í Burkina Faso oftast einnig af barma kynfæranna. Þetta er gert af ófaglærðu fólki og stofnar lífi og heilsu telpnanna í hættu, því oft fylgja mOdar blæðingar, alvarlegar sýkingar, viðvarandi blóðleysi, þvag- sýkingar og jafnvel alnæmisveira- sýking. I gegn um þetta ganga 66,36% telpna í Burkina Faso. Það hvflir eins og í öðram Afríkuríkjum á félagslegum hefðum. Þótt tilmæli um slíkt finnist ekki 1 neinum trúar- brögðum er meira um það í múslíma- samfélögum eins og þessu. Komst meira að segja upp nýlega að í slíku innflytjendasamfélagi í París fór fram umskurður á telpunum. Sam- kvæmt tölum SÞ lenda 2 milljónir kvenna í þessu á hverju ári og hafa kvennasamtök í heiminum reynt að beita sér gegn því sem mannrétt- indabroti. Aðgerð Zonta mun beint að leiðtogum, höfðingjum, kvenna- samtökum, foreldram, kennuram og nemendafélögum í sjö verstu sveita- héraðunum. Þá að skoðanamyndandi aðilum, foreldram, öfum og ömmum o.s.frv. og að því að halda telpum í skóla og loks að lögsókn gegn þeim sem fremja brotið. Verður áróðurinn rekinn gegnum fundi, útvarpsþætti, sveitahátíðir og jafnvel efnt til sér- stakt dags gegn þessu. Markmiðið er að hafa áhrif á alla og gera þá ábyrga. Til þessa verður að endur- hæfa og sérhæfa sérfræðinga bæði menningarlega og fjárhagslega og mennta nýtt fólk. Zonta-konur á íslandi hafa þegar haldið kynningarfund og fjölluðu um málið á landsfundi sínum á Selfossi vanrækslu aldraða, sem oft bitnar á konum, þegar samfélagið ætti einmitt að nýta reynslu þeirra og visku mannkyninu og kynslóðunum til góðs fram á nýja öld. Hafa sumir klúbbarnir tekið verkefni á því sviði í sínu landi. Dögg Pálsdóttir, umdæm- isstjóri 13. svæðis, sem í era klúbb- arnir í Noregi, Danmörku og Islandi, lét hvatningu ganga til íslensku klúbbanna. En stefnumark SÞ er „til samfélags allra aldurshópa“. Al- þjóðasamtökin hafa ráðgefandi full- trúa í mótun átaksins hjá Sameinuðu þjóðunum. Með því að staldra við og skoða þau afrek sem Zonta-klúbbamir hafa unnið um víða veröld verður Ijóst hverju þeir hafa og geta áorkað mannkyninu tO góðs. Um leið hve drjúgt getur verið framlag tæplega 200 kvenna í fámennu landi sem Is- landi tO málefna sem skipta máli í heiminum. nýlega. Munu íslenskar Zonta-konur taka sinn þátt í þessu. Þá hefur nýkosinn formaður sam- takanna, Val Sarah frá Ástralíu, minnt alla klúbbana á að Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna hafi lýst árið 1999 alþjóðaár aldraðra og að einn liðurinn í að bæta stöðu kvenna sé að hver hafi á sínu svæði auga með ellitengdu ofbeldi, fátækt og í ÁRATUGI hafa Amelíu Earhart-styrkir Zonta stutt konur til æðra verkfræðináms. Enn eru ekki nema 15% verkfræðinema í HÍ konur. í ANDDYRINU er reitur sem minnir á þá miklu fjöl- breytni sem býr með ólík- um þjóðum og menningar- svæðum Zonta- klúbbanna og er gjöf frá japönskum Zonta-konum. Vinnur þú VWGOLF? Þeir farþegar sem staöfesta sumarleyfisferð með leiguflugi SL (þ.m.t. til Kempervennen í Hollandi) fyrir 16. apríl fá afhentan þátttökumiða þar sem vinningurinn er glæsilegur VW Golf. Ef þú fullgreiðir ferðina þína fyrir 16. apríl færðu þrjá þátttökumiða og þrefaldar þar með vinningsmöguleikana þína! Allir þátttökumiðar þurfa að hafa borist til Heklu í síðasta lagi 16.apríl. Dregið verður úr þátttökumiðum á ferða- og bíiakynningu í Hekluhúsinu 18. apríl kl. 13.00 -17.00. Staðfestu fyrir 16. apríl! Austurstræti 12: 569 1010 Hótel Saga viö Hagatorg: 562 2277 Hafnarfjörður: 565 1155 Keflavík: 421 3400 Akranes: 431 3386 Akureyri: 462 7200 Vestmannaeyjar: 4811271 ísafjöröur: 456 5390 Einnig umboösmenn um land allt. Samvinnuferðir Landsýn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.