Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 59

Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 59 mm 7 L-j f \ L.* J j, \ i ] , \ ALVÖRUBfÓ! mpoiby '■ — —=. STAFRÆIMT stærsis tjalðib með ===£=== = HLJÓÐKERFI í luv = ~ = =—= ÖLLUM SÚLUIVI! /DD/I „Ómótstæðilega drepfyndin“. Thomas-LOS ANGELES TIMES illll Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Nö MORE MR.NICE GUY.I ★ ★ ★ Al Mbl 0 ★ ★ ★ ÁS DV MELGiBSON PAYBACK Sýnd kl. 9 og 11 . B.i. 16. MIGHTY JOE Sýnd kl. 2.55. m* n m msm r „Hún er þrælskemmtileg. Hundurínn er algjört krútt | t Cindy Peariman/ CHICAGO SUN TIMES Sýnd kl. 4.45, 6.45, 9 og 11.15. I Sýnd kl. 5, 7, 9og11.B. i. 16. SUM LEYNDARMAL MUNU ASÆKJA ÞIG ALLA ÆVI fy ..1KKOW !' LAS’l" ^LAÍMhR } mynd frábær fyrir alla krakka." Shep Morgan/JEANNE kWOLF'S HOLLYWOOJ ' Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. www.biastmovie.com luat Dog IL Sýnd kl. 3, 5 og 7. Kr. 500. TVÆR gamlar konur á gangi í Vilníus. Önnur er svo hjólbeinótt að dönsur- unum þótti með ólíkindum að hún gæti gengið. En þær stauluðust áfram við stafínn og tóku sér bara sinn tíma. www.stjornubio.is Islenski dansflokkurinn í Litháen Stóðust kraftaverkalækninu snúning og fylltu húsið ÍSLENSKA dansflokknum var boðið til Litháen á dögunuin til að opna danshátíð í Vilníus þann 15. mars síðastliðinn. Sýndi hóp- urinn fjögur verk á hátíðinni, en tvö þeirra hafa verið sýnd í Borgarleikhúsinu að undan- förnu, þau Diving og Flat Space Moving eftir Rui Horta, en auk þeirra voru sýnd verkin Minha Maria Bonita eftir Láru Stefáns- dóttur og Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, en þau voru bæði frumsýnd á Dans- höfundasamkeppni Islenska dansflokksins sem haldin var í október. Guðmundur Helgason, dansari í íslenska dansflokknum, segir að þegar dansflokkurinn hafí komið til Litháen liafí skipu- leggjendur hátíðarinnar, þeir Victoras Schtutze og Adronis Imbrasas, tekið á móti hópnum. „Við vorum þarna í fyrra og þeir voru svo hrifnir af dansflokkn- um að þeir vildu endilega fá okk- ur aftur. Þeir eru mjög metnað- argjarnir og vinna ótrúlega gott starf þarna þótt aðstæður séu ekki upp á sitt besta og fjármun- ir af skornum skammti.“ - Hvernig er að dansa i Lit- háen? „Aðstaðan þar er kannski ekki jafn góð og við eigum að venjast hér heima og maður komst að því að Borgarleikhúsið er í hæsta gæðaflokki leikhúsa. En áhorfendurnir eru mjög þakklát- ir og það er alltaf gaman að dansa fyrir þannig áhorfendur. f Vilníus fannst okkur eins og fólk næði þræðinum í dansverkunum strax og það var alltaf hlegið á réttum stöðum. Okkur fannst eins og skilningur á nútímadansi væri mikill þarna.“ Daginn eftir sýninguna í Vilní- us fór dansflokkurinn til bæjar- ins Klaipeda og héldu aðra sýn- ingu. „Þar var rosalega mikil að- sókn og sögðu heimamenn okkur að hún hefði ekki verið meiri í tvö ár en þá hafði víst krafta- verkalæknir nokkur fyllt húsið,“ segir Guðmundur hlæjandi. „En sviðið var minna en við áttum von á og það var talsvert annar andi í þessum bæ heldur en í Vilníus. Þegar við hófum sýning- una lá við að það heyrðust and- köf í salnum og við fundum að áhorfendur voru ekki vanir að sjá nútímadans og höfðu eflaust búist við einhverju klassískara. En í austantjaldslöndum er nú- timadans oft það sem við köllum neóklassískan ballett í vestrænni Iöndum." Aðspurður um hvernig upplif- un það sé að koma til Litháen segir Guðmundur að dansflokk- urinn hafi greint svolitla breyt- ingu frá því árinu áður. „Þróun- in er í átt, að vestrænu samfélagi þótt hægt fari. Við fengum smá- vegis sjokk í fyrra þegar við komum af því margt var svo ólíkt því sem við áttum að venj- ast. Til dæmis er ískalt í leikhús- unum og það hafði reyndar ekk- ert breyst. Við fundum illilega fyrir því þegar við dönsuðum Di- ving eftir Rui Horta en þar kem- ur vatn talsvert við sögu. Vatnið sem við fengum á okkur í leik- húsunum í Litháen var svo ískalt að ég er viss um að það hafi ver- ið fsklakar í því.“ - Það hefur enginn kvefast? „Nei, ég held nú ekki. En þetta er ólíkt því sem maður á að venj- ast í leikhúsi. Samt fannst okkur mai-gar aðrar aðstæður hafa breyst til hins betra á þessu ári og þarna er mjög fallegt um- hverfi og vingjarnlegt fólk og mikil upplifun að sækja Litháa heim.“ íslenski dansflokkurinn er með sýningu í Borgarleikhús- inu í kvöld klukkan 20 og verða þar þrjú verk sýnd: Div- ing og Flat Space Moving eft- ir Rui Horta og Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur. Þetta er næstsíðasta sýning flokksins á þessum dans- verkum því lokasýningin er um næstu helgi, 18. apríl. Því ' fer hver að verða síðastur að sjá þessa sýningu flokksins sem hef- ur hlotið afar lofsamlega dóma. JULIA Gold við veggspjaldið sem kynnti Is- lenska dansflokk- inn í Klaipeda. HILDUR Ótt- arsdóttir, Chad Adam Bantner og Júlía Gold í miðborg Vilmus. KATRÍN Ingvadóttic og Katrín Johnson mála sig fyr-. ir sýninguna í Vilníns'.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.