Morgunblaðið - 11.04.1999, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 11.04.1999, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HANSINA BJARNADÓTTIR + Hansína Bjarna- dóttir fæddíst í Stykkishólmi 15. október 1923. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík að morgni páskadags 4. april síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Bjarni Júlíus Krist- jánsson og Eh'sabet Hildur Gísladóttir. Hansína var næst yngst m'u systkina sem öll eru látin. Hansína fluttist til Reykjavíkur árið 1944 ásamt eiginmanni sínum Einari Guðmundi Sturlaugssyni, f. 23. desember 1916, d. 1. janúar 1973. Böm þeirra em: 1) Stur- laugur Jón, f. 28. ágúst 1943, kvæntur Valgerði Þómnni Guð- bjartsdóttur, f. 19. mars 1943. 2) Gunnar, f. 19. október 1945, d. 10. janúar 1970. Gunnar var giftur Elsku Hansa amma eða amma pæja eins og við systkinin kölluðum þig. Þú hélst þér alltaf svo vel til og þér virtist ekki líða vel nema þú værir vel snyrt og fín. Við systkinin vorum ósköp stolt af að láta sjá okk- ur með ömmu pæju í litla þorpinu okkar, Stöðvaríirði. Þú sýndir alltaf mikið þakklæti ef ég lagaði þig til, t.d. þegar ég setti í þig permanent eða klippti þig. Mér er minnisstæðast þegar ég var að setja í þig permanemt og þú hættir að tala. Eg fór að athuga hvort þú andaðir og værir með púls. Mér til mildllar skelfingar fann ég ekkert lífsmark með þér. Gummi minn rauk til og hringdi eftir sjúkrabíl sem kom mjög fljótt með lækni og tilheyrandi. Á leiðinni í sjúkrabíln- um sátum ég og læknirinn og tínd- um úr þér permanentspólurnar. Ég þakkaði fyrir að ég hafði ekki verið búin að setja í þig permanentvökvann því þá held ég að spólurnar með meiru hefðu farið sjálfkrafa af höfðinu á þér. Permóið endurtókum við svo þegar þú komst aftur heim. Það var alltaf svo notalegt og af- slappandi að koma til þín, amma mín. Sérstaklega þegar ég kom yfír mig þreytt eftir mikla aukavinnu á Skálatúni. Þá kom ég til þín með allan minn farangur og í hverri flíkinni utan yfir aðra eins og þú sagðir alltaf. Síðan skreið ég upp í rúm til þín og lá svo að mér skildist þversum í rúminu og með lappirn- ar yfír þig. Þú hefur þá sennilega ekki sofið eins vel og ég. En þú lést þig hafa það og kvartaði ekki. Hafðir bara gaman af að segja mér frá hvað ég var ókyrr í svefni, og hlóst. Það var líka svo notalegt að koma til þín og læra íyrir próf. Al- gjör friður og ró og þú með alla þína þjónustulund færðir mér kaffí og góðgæti. Þú varst einn sá færasti matar- gerðarmaður sem ég hef kynnst. Þú Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Jóhönnu Sigurbjörgu Kristinsdóttur, f. 16. ágúst 1946. 3) Elísa- bet Sigrún, f. 2. sept- ember 1950, gift Agústi Olafssyni, f. 28. mars 1945, d. 15. ágúst 1996. 4) Bjarni Júlíus, f. 22. aprfl 1953, i' sanibúð með Margréti Sigurðar- dóttur, f. 10. febrúar 1952. 5) Einar, f. 18. júlí 1962, kvæntur Guðbjörgu Lilju Guð- mundsdóttur, f. 4. maí 1962. Barnaböm Hansínu em þrettán og bama- baraabörnin fimm. Hansína stundaði ýmis störf um ævina en starfaði Iengst af hjá Pósti og síma. Utför Hansínu fer fram frá Neskirkju á morgun, mánudag- inn 12. aprfl, og hefst athöfnin klukkan 15. gast gert Ijúffengan mat úr hvaða hráefni sem var. Og þú virtist fylgj- ast mjög vel með nýjungum í mat- argerð. Mér finnst að þú hafir haft einstakt skopskyn. Það læddist oft út úr þér kímni sem hitti oftast beint mark. Ég man þegar ég var unglingur og dvaldi hjá þér í Reykjavík í nokkrar vikur. Þú hafði áhyggjur af því hvað ég var alvörugefin. Þú tal- aðir um að mér stykki aldrei bros á vör. Þar til einn daginn að þú varst að þvo gluggana að utan hjá þér og tengdir slöngu í kranann á baðinu og dróst svo slönguna í gegnum íbúðina og settir hana út um stofu- gluggann. Ég sat í sófanum þögul og alvarleg meðan þú varst á fullu að undirbúa gluggaþvottinn. Síðan skrúfaðir þú frá krananum og slangan kom á fullri ferð inn um gluggann og dansaði um stofuna, vatnið sprautaðist í allar áttir. Ég sat og orgaði af hlátri. Þú komst þjótandi inn og sagðir við mig að nú gæti ég hlegið. Þér var þó létt því sonardóttirin virtist eðlileg. Þetta vorum við oft búnar að rifja upp og gátum alltaf hlegið að þessari uppá- komu. Þó oft hafí verið langar vegalend- ir á milli okkar þá hefur hugurinn náð yfír höf og lönd. Eins og þegar ég bjó í Noregi og var nær gráti yfir því að geta ekki hlustað á Ave Mar- íu með þér um jólin eins og við vor- um vanar að gera. Eftir nokkrar mínútur hringdir þú í mig og sagðir mér að þú hefðir setið í eldhúsinu þínu og verið að hugsa hvað það væri dapurlegt að við gætum ekki hlustað saman á Ave Maríu. Ég held áfram að hlusta á Ave Maríu og ég veit að hún kemur alltaf til með að minna mig á þig. Ég og fjölskylda mín eigum eftir að sakna þín mikið og allra þeirra stunda sem við áttum saman. Elsku amma, megi allar góðar vættir vera með þér. Þín Jóhanna. Elsku amma, nú er komið að því að kveðja. Þó að erfítt sé að ímynda sér heiminn án þín, þá getum við verið þakklát fyrir allar þær dásam- legu minningar sem við eigum um þig- Allar þær indælu stundir sem við áttum með þér og öll þau ævintýri sem við lentum í saman. Það var ósjaldan sem þú bauðst okkur að koma með á flæking, sem var yfirleitt ferð eitthvert i bæinn. Þessar ferðir breyttust oft í bráð- skemmtileg ævintýri sem talað var um lengi á eftir. Að fá að gista hjá þér var alltaf jafn spennandi og var alltaf hægt að fá þig með í einhverja leiki, og lauk svo kvöldinu með því að við fengum að kúra uppi í ömmurúmi og hlusta á þig lesa. Til þín var alltaf gott að koma, og við vissum að við vorum alltaf vel- komin. Elsku amma, við kveðjum þig hrygg í hjarta en þó afar þakklát fyrir allt sem þú gafst okkur, þína ótakmörkuðu ást og blíðu, fyrir alla þá góðu hluti sem þú kenndir okk- ur, og þó fyrst og fremst getum við KJARTAN BALDURSSON + Kjartan Baldursson fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1951. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæj- arkirkju 30. mars. Ég kveð þig, kæri bróðir, og það er svo sárt, augun fyllast tárum, ég syrgi. Ég sé þig, stóri bróðir, að hjálpa okkur systkinunum, pabba og mömmu, frændum og frænkum. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur varstu tilbúinn að ljá okkur hlut- deild í. Hógvær, lítillátur drengur góður sem mat gleðina mikils ekki síst gleðina í tónlist, sem var þitt leiðar- ljós, heillastjarna. Og þú spilaðir úti um allt, fyrir dansi, undir borðhaldi, fjöldasöng eða'hvað eina. Þú spilað- ir á bassa, gítar, hljómborð, í tríó, sextekt eða stórsveit. Það var eng- inn vandi, bara æfa sig vel. Ég þakka þér, kæri bróðir, fyrir að hafa leiðbeint mér í lífinu, hjálp- að í erfiðleikum, stýrt mér þegar þurfti, kennt mér að meta tónlist, að hlusta, njóta og spila og að vera óþreytandi að glamra með mér. Þegar ástin birtist haustið ‘97 bar ég þá von að þið Ásta ættuð langa leið framundan. Það var svo undur- samlegt að sjá ástina grípa þig og sjá umhyggjuna og gleðina sem streymdi til Ástu og Snorra. Því er svo sárt hve stuttan tíma þið feng- uð, rétt rúmlega ár. Það er svo erfítt að sætta sig við það. Því renna tár. Ég þakka starfsfólki sjúkrahúss Reykjavíkur, sérstaklega á deild 7a á Landspítalanum, svo og hjúkrun- arþjónustunni Karitas fyrir frábæra umönnun. Ég bið góðan Guð að blessa og vernda Ástu, Snorra og barnið sem er rétt ófætt. Guð blessi mömmu og pabba og okkur systkinin. Vertu sæll, Kjartan. Guðmundur. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem með margvíslegum hætti heiðruðu minningu föður okkar, JAKOBSTRYGGVASONAR organleikara, Byggðavegi 101a, Akureyri, og sýndu ættingjum hans hlýhug og vinsemd. Soffía Jakobsdóttir og Tryggvi Jakobsson. verið ævinlega þakklát fyrir að eiga þig fyrir ömmu. Sem sjálfur Drottinn mildum lofum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Karen, Hanna Rún og Arnar. Mágkona okkar bræðra, Hansína Bjarnadóttir, eða Hansa, eins og hún var jafnan kölluð meðal skyldmenna og vina, andaðist á heimili sínu hér í borg að morgni páskadags. Hún hafði undanfarin misseri háð erfiða baráttu við krabbamein og sýnt ein- stakt æðruleysi og þolgæði, en þess- ir eðliskostir einkenndu svo mjög allt hennar líf. Við minnumst enn dagsins þegar Einar bróðir kom í fyrsta skipti á heimili foreldra okkar með unnustu sína vestan frá Stykkishólmi. Glæsi- leg var hún þessi væntanlega mág- kona okkar og bauð af sér góðan þokka og ekki átti þetta álit okkar á henni eftir að breytast við frekari kynni. Hún vann hug og hjörtu allra með glaðværð sinni, sem var svo rík í framkomu hennar. Einar stundaði sjómennsku nán- ast alla sína starfsævi og það varð því hlutskipti Hönsu, eins og sjó- mannskvenna fyrr og síðar, að sjá að mestu ein um uppeldi barnanna, sem urðu fímm að tölu. Móðurhlut- verkinu skilaði hún eins og best varð á kosið, og hún naut þess líka síðar á ævinni, hversu vel hún hafði hlúð að börnum sínum. I þeim, tengdabömum og síðar bamabörn- um; var auður hennar og hamingja. Á heimili Hönsu var gott að koma, en gestrisni hennar og alúð- legt viðmót við alla var henni eðli- legt og laðaði að gesti og gangandi. Móður okkar reyndist hún nær- gætin og góð og með þeim var alla tíð mjög kært. Éyrir það viljum við nú þakka. Hansa fór ekki varhluta af sorg og erfiðleikum um dagana. Næ- stelsti sonur þeirra hjóna, Gunnar, fórst í sjóslysi í ársbyrjun 1970, á 25. aldursári, mikill efnispiltur og öllum harmdauði. Hann hafði þá verið í hjónabandi á annað ár. Réttum þrem árum síðar féll Ein- ar frá eftir langvarandi, erfið veik- indi, sem gerðu hann óvinnufæran. Þessi ár voru Hönsu mjög erfíð, en aldrei var kvartað. Æðruleysi henn- ar og óbilandi trú á handleiðslu guðs, sem hún átti í ríkum mæli, hefur eflaust reynst henni vel á þessum ámm. Nú er komið að kveðjustund og margs enn að minnast, sem ekki er hægt að tíunda í stuttri minningar- grein. Elskulegri mágkonu þökkum við ljúfa samfylgd og alla elsku í okkar garð og biðjum henni blessunar guðs á þeirri vegferð, er bíður hennar. Bömum hennar og fjölskyldum þeirra og ástvinum öllum sendum við og makar okkar hugheilar sam- úðarkveðjur. Sigvaldi og Tómas. Hún Hansa frænka er dáin. Syst- ir mín hringdi til mín á páskadags- morgun'og færði þessa frétt. Ég get ekki sagt að fréttin hafí komið alveg á óvart, því Hansa blessunin hafði átt við mikil veikindi að stríða um hríð. Þó erum við aldrei tilbúin. Með Hönsu frænku minni er gengin góð kona. Hún hafði stórt hjarta og sá ekki eftir því að eyða tíma sínum í að hlusta á þá sem áttu fáa að. Það var alltaf einhver Ella mín eða Gunni minn, sem hún þurfti að hlúa að. Það var alltaf einhver sem þurfti á hennar umhyggju að halda. Þegar ég var að alast upp í Stykkishólmi kom Hansa stundum í stuttar heimsóknir vestur, en hún bjó í Reykjavík. Ég man mjög vel eftir henni og þá aðallega fyrir það hvað mér þótti hún falleg. Hún var glæsileg kona og ekki skemmdi hvað hún var glaðleg og skemmti- leg. Seinna átti ég því láni að fagna að kynnast frænku minni betur. Ég kynntist góðvildinni, glaðværðinni og hve heillandi manneskja hún var. Enda var það sama hvort um unga eða aldna var að ræða, það hrifust allir af henni. Ég veit að lífíð hjá henni Hönsu var ekki alltaf dans á rósum. Hún missti næstelsta son sinn ungan í sjóinn og hún hjúkraði manninum sínum í mörg ár áður en hann dó úr sínum erfiða sjúkdómi. Hún missti líka sonarson sinn á unglingsaldri, en hann var alnafni Einars manns- ins hennar. Hansa tók þessum áföll- um eins og hetja og var sínu fólki alltaf stoð og styrkur. Ég kveð Hönsu fyrir hönd okkar systra með þakklæti fyrir allt. Systkinunum Sturlaugi, Élísabetu, Bjarna og Einari og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur og bið Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Ólöf Markúsdóttir. HJÖRLEIFUR GUÐMUNDSSON + Hjörleifur Guðmundsson fæddist í Haukadal í Dýra- firði 26. júlí 1920. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garða- bæ 31. mars. Nú að leiðarlokum langar mig til að setja á blað örfá kveðjuorð um hann pabba minn. Hann var mér yndislegur faðir, traustur og ljúfur og studdi mig ætíð af alhug. Sem einstæðu foreldri var þetta mér mikils virði og veitti hann mér og syni mínum umhyggju og öryggi sem seint gleymist og aldrei verður fullþakkað. Guð blessi þig. Legg ég nú bæúi líf og önd, ljúfí Jesús, í þina hönd, síðast þegarég sofnafer, sitji Guðs englar yfir mér. Þín dóttir (Hallgr. Pét.) Álfhildur. ERLENDUR ÓSKAR GUÐLA UGSSON + Erlendur Óskar Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1925. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 21. mars síðast- liðinn og fór útfór hans fram frá Lágafellskirkju 30. mars. Hljóð er þín gata, gönguljóðið þitt galdrar ei framar feimið dularstef. Borgin, hún hefur barn til sólar misst, bjarmar af sporum bæn um farinn veg. ÖUum vel vildir, veittir, sjaldan þást; listvís í verki, loforð hvert þitt stóð. Hógvær og prúður heiður vannstu þinn. Utan við fjöldann ortir gönguljóð. Hljóð er nú gatan, gönguljóðið þitt glitrar í huga, geymt á barnsins bók. Gott er að minnast manns er hljóður gekk hógvær um götur, gaf - en h'tið tók. Ólafur Thóroddsen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.