Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 21 ar hafa því ekkert breyst, en verk- efni innan þessa ramma hafa marg- faldast, svo starfið er orðið svo miklu víðtækara en áður. Umfang alþjóðasamninga er nú miklu meira en áður og þeir snerta öll svið ís- lensks þjóðlífs. Nægir að nefna EES-samninginn og Alþjóða við- skiptastofnunina, ásamt fjölda frí- verslunarsamninga á vegum EFTA. A viðskiptasviðinu hefm- átt sér stað gífurleg alþjóðavæðing hjá ís- lenskum útflytjendum, einkum hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og svo hjá hugbúnaðarfyrirtækjum, sem er nýtt afl í íslensku atvinnulífí. Auk þekktra íslenskra fyrirtækja í Bandaríkjunum og Bretlandi starfa íslensk fyrirtæki nú í Chile, Kanada, Mexíkó, Namibíu, Rússlandi, Þýska- landi, Spáni, Italíu, Brasilíu, Japan og Noregi, en uppgangur hefur ekki síst verið mikill í Frakklandi. Þegar ég var sendiráðsritari í París 1971-1974 fóru innan við 0,5 prósent af heildarútflutningi Islend- inga til Frakklands. Nú er þessi tala á bilinu 7-9 prósent, til Spánar fara 5 prósent, 4 prósent til Portúgals og tæp 2 prósent til Ítalíu, svo alls er um að ræða 18 prósent til landa, sem sendiráðið í París nær til. Islensku sjávarútvegsfyrirtækin SIF og Islenskar sjávarafurðir hafa gert strandhögg hér. Heildarstarfs- mannafjöldi íslenskra fyrh’tækja í Frakklandi er um 900 manns, svo vægi íslenskra fyrirtækja hér nálg- ast vægi íslenskra fyrirtækja í Bandaríkjunum. I Boulogne-sur- Mer, aðalfiskibæ Frakklands, starfa um tíu prósent starfsmanna í sjávar- útvegsfyrmtækjum í eigu íslenski-a aðila. Og þau vinna ekki aðeins ís- lenskan fisk, heldur fisk alls staðar að. Þetta er gjörbylting frá því sem áður var. Alþjóðavæðing í markaðsmálum, ekki síst í sjávarútvegi, hefur gert það að verkum að utanríkisþjónust- an hefur orðið að teygja arma sína víðar. Einkafyrirtæki eru að færa út kvíarnar erlendis, en íslenska utan- ríkisþjónustan verður að vera til staðar ef snurða hleypur á þráðinn og sýna stuðning við íslenska fram- takið eftir því sem óskað er eftir og aðstæður leyfa. Þá skiptir miklu máli að hafa góð samskipti við er- lend stjómvöld. Eins getum við stutt dyggilega við fyrirtækin, þegar þau kynna sig fyrir stjórnvöldum. I París er viðskiptafulltrúi við sendiráðið, er sinnir daglega fyrir- spurnum frá minni íslenskum fyrir- tækjum um markaði og fleira. Sam- starf um menningarmál hefur einnig stóraukist, þó oft sé erfitt að fá til þess fé. Þetta er í grófum dráttum það sem hlutverk utanríkisþjónust- unnai- snýst um.“ „íslendingar eru stórir aðilar í sjávarútvegi heimsins“ Megnið af þeim aðilum, sem sinna viðskiptum nú á dögum eru ekki rík- isfyrirtæki, eins og áður var, heldur einkafyi’h'tæki. Hefur þetta haft í för með sér breytingar á aðstoð ut- anríkisþjónustunnar við viðskiptalíf- ið? „Yið í utanríkisþjónustunni erum að sjálfsögðu ekki leiðandi aðili í við- skiptakynningum. Frumkvæðið kemur frá fyi’irtækjunum, en við er- um til taks með okkar viðskiptaþjón- ustu, þegar óskað er eftir aðstoð. Þetta eru auðvitað viðbrigði frá því sem áður var, þegar íslendingar höfðu miðstýrða viðskiptastefnu og utanríkisþjónustan var til dæmis milliliður í rammasamningum við Sovétríkin og Austur-Evrópu. Hér í Frakklandi hafa fyrst Loft- leiðir og síðan Flugleiðir verið til staðar í 35 ár og milli þeirra og sendiráðsins hefur verið afskaplega gott samstarf. í mars eru Flugleiðir nú loksins að hefja beint flug til Parísar árið um kring. Því ber að fagna, þó það hefði mátt gerast fyrr. Það mun örugglega auka farþega- og vöruflutninga milli landanna. Þegar viðskiptaþátturinn er ræddur má ekki gleyma óeigin- gjörnum þætti ræðismannanna í ríkjunum, sem heyra undir sendi- ráðið í París. Þar eru 25 ræðis- mannsskrifstofur með 35 ræðis- mönnum, sem margir hverjir veita ómetanlega aðstoð við miðlun upp- lýsinga og viðskiptamöguleika. Viðskiptaþátturinn og allt er lýtur að EES-samningnum hefur leitt til margfaldrar aukningai’ á samskipt- um okkar við Evrópuríkin. Fimmta rammaáætlunin um vísindasamstarf er til dæmis að ganga í gildi. Það voru um hríð erfiðleikar varðandi aðgengi íslands að henni sökum deilna um framlag í þróunarsjóði ESB og þar urðum við að beita okk- ur mjög gagnvart Spáni. Sendiráðið í Brussel og París, ásamt utanríkis- ráðuneytinu, unnu mjög náið saman og þátttaka Islendinga í áætluninni er því tryggð. Þegar ég ræddi við Evrópuráð- herra Spánar vegna málsins fyi-ir nokkrum vikum benti ég honum á hve þátttaka okkar í áætluninni væri mikilvæg fyrir samvinnu íslenskra og spánskra fyrirtækja. Um leið og Spánverjar stöðvuðu aðgengi okkar stöðvuðu þeir þátttöku spænskra háskóla og stofnana í verkefnum á sviði sjávarútvegsmála. Þetta er gott dæmi um hve hagsmunir þjóða eru oft á tíðum orðnir samtvinnaðir. Bæði hér og annars staðar skiptir máli að efla persónuleg tengsl, ekki einungis til að koma ákveðnum sjón- armiðum á framfæri, heldur og til að kynnin séu fyrir hendi, þegar eitt- hvað kemur upp á. A síðastliðnu ári hefur sendiráðið í samráði við sjáv- arútvegsráðuneytið skipulagt opin- berar heimsóknir sjávarútvegsráð- herra Spánar og Portúgals til Is- lands til að koma á beinu sambandi við aðila, sem oft þurfa að vinna saman á alþjóðavettvangi. Ég bind miklar vonir við samstarf og tengsl við Spánverja og Portúgala. Við eig- um mikilla hagsmuna að gæta þar, því þessar þjóðir eru áhrifaríkar innan ESB á sviði sjávarútvegsmála. Mikilvægt er að efla tvíhliða sam- skipti við leiðandi þjóðir innan ESB og sjá til þess að skilningur sé þar fyrir hendi á sjónarmiðum okkar. Stjórnvöld þar gera sér nú grein fyi-ir að ekki sé hægt að öðlast fisk- veiðiréttindi á Islandsmiðum. Þegar ég afhenti trúnaðarbréf mitt á Spáni fyrir fimm árum sagði þáverandi sjávarútvegsráðherra Spánar að hann sæktist fyrst og fremst eftir að kaupa íslenskan fisk, ekki veiða hann. Spánverjar, sem veita árlega verulega styrki til sjávarútvegsins, hafa verið að draga fiskiskipaflota sinn saman og hafa því ríkulega þörf fyrir stóraukinn fiskinnflutning. Undanfaiún ár hafa íslensku sölufyr- irtækin þrjú komið sér upp sölu- skrifstofum á Spáni til að mæta þessari þörf. Undanfarin ár hefur utanríkisráð- herra beitt sér fyrir kynnisferðum að frumkvæði hagsmunaaðila í nánu samstarfi við Útflutningsráð. Það hefur verið farið til allra heims- horna, Suður-Afríku, Suðaustur-As- íu, Kína og Suður-Kóreu. Utanríkis- þjónustan er líka að hluta mark- aðsvædd í París, því fyrir utan að veita almennar upplýsingar tekur viðskiptafulltrúinn hér til dæmis að sér að gera markaðskannanir og sinna annarri sérhæfðri þjónustu fyrir fyi’irtæki. Fyrir þetta er tekið þjónustugjald, sem rennur til ráðu- neytisins. Persónulega er ég hvað hreykn- astur af að sjá hve stór hópur ís- lendinga hefur menntað sig í mark- aðssókn síðustu ár og hve útþenslu- stefna á því sviði hefur borið ríku- legan árangur. Islendingar eru stór- ir aðilar í sjávarútvegi heimsins. Fjárfesting og sérþekking á því sviði mun draga björg í bú fyrir Is- lendinga í framtíðinni. Það færir okkur nær mismunandi löndum og þýðir um leið að þar verður utanrík- isþjónustan að vera til staðar." Viðskiptasviðið er greinilega áherslusvið í utanríkisþjónustunni, en samstarf um menningarmál hef- ur einnig stóraukist. Væri ekki eðli- legt að hafa menningarfulltrúa í fleh’i sendiráðum, Iíkt og nágranna- löndin hafa? „Ég tel ágætt að ráða fólk tíma- bundið til að sjá um ákveðin menn- ingarverkefni. Það væri einfaldlega of kostnaðarsamt nú að hafa menn- ingarfulltrúa í öllum sendiráðunum. Kristinn R. Olafsson fréttamaður ► Vegna gífulegrar eftirspurnar hefur okkur tekist að fá viðbótargistingu í Algarve í Portúgal Albufeira ströndin eð 1 eða bergjum fsf®1 1 1 -S' r 4ilÚ-JÍ. m.v. 4ra manna fjölskyldu, 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára Innifalið: Flug, gisting og allir flugvallarskattar Mjög vel staðsett 2ja og hálfs lykla íbúðahótel alveg við endann á „Laugaveginum". Stendur í hliðargötu við hlíðína á Monte Choro hótelinu. Lítiil en notalegur sundlaugargarður með barnalaug og laug fyrir fullorðna. Góð sólbaðsaðstaða. í garðinum er skemmtilegur snakkbar þar sem oft er grillað á kvöldin. Danmörk/Billund - beimt flug 23. maí-29. ágúst Dammörk/Billumd Innifalið: Flug, bílaleigubíll í A-flokki í eina viku, allir flugvallarskattar m.v. 2 fullorðna og tvö börn 2ja-11 ára Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 568 2277 • Fax 568 2274 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is ; 300 ífPlfÉH Akranes Kirkjubraut 3 S: 431 4884 • Fax: 431 4883 Borgarnes Vesturgarður, Borgarbraut61 S: 437 1040 • Fax: 437 1041 ísafjörður Vesturferðir, Aðalstræti 7 S: 456 5111 • Fax: 456 5185 Sauðárkrókur Skagfirðingabraut 21 S: 453 6262/896 8477 • Fax: 453 5205 HKurvyri Ráðhústorg 3 S: 462 5000 • Fax: 462 7833 Höfn Jöklaferðir, Hafnarbraut S: 4781000 • Fax: 478 1901 Seffoss Suðurgarður hf„ Austurvegi 22 S: 482 1666* Fax: 482 2807 Vestmannaeyjar Eyjabúð, Strandvegi 60 Sími 481 1450 Keflavík Hafnargötu 15 S: 421 1353* Fax: 421 1356 Grindavik Flakkarinn, Víkurbraut 27 S: 426 8060 *Fax: 426 7060 Sími 568 2277

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.