Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ >34 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 Lionsmenn á Norðurlöndum sameinast um Rauða fjöður til bættra lífskjara eldri borgara Við stöndum Morgunblaðið/Sverrir AKVEÐIÐ hefur verið að 20% af því fé sem safnast renni í sameig- inlegan noiTænan sjóð sem veita mun styrki til vísindarannsókna innan mála- flokksins. A því eru eðlilegir fyrir- varar, en stefnt er að því og vonir standa til að alls safnist milljarður á Norðurlöndunum. Náist það, er- um við að tala um sjóð upp á 200 . milljónir og með slíka fjármuni má gera margt nytsamlegt og þarft,“ segir Ilalldór Kristjánsson fjölum- dæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á Islandi. Hin ýmsu Lionsfélög um land allt hafa að sögn Halldórs lengi unnið með öldruðum, m.a. farið inn á elliheimili og staðið fyrir skemmtidagskrám, vist og bingói svo dæmi séu tekin. Félögin hefðu enn fremur komið að og stutt ýmis brýn mál. „Þeir aðilar sem starfa með öldruðum á þessu félagslega sviði geta allir sótt um styrki úr söfnuninni, enda stuðla þeir að því að rjúfa þá einangrun sem margir aldraðir búa við. Það er kannski ljótt að segja það, en það er allt of mikið um að aldrað fólk sé sett á stofnanir þar sem það vill síðan gleymast. Það er vel hugsað um fólkið, en það er hætta á því að það einangrist. Þessu fylgir einnig að peningar úr sjóðnum geta nýst til að bæta aðstæður aldraðra til al- mennrar líkamsþjálfunar og til framfara í umönnun aldraðra. Síð- an eru ekki síður mikilvæg mark- mið, að leggja fram fé til rann- sókna og heilsueflingar aldraðra," segir Halldór. Þegar Halldór talar um rann- sóknir á hann við framlög til rann- sókna á öldrunarsjúkdómum. „Efst á blaði er að leggja lið baráttunni gegn Alzheimer-sjúkdómnum. Þar hefur ýmislegt verið að gerast, markverður árangur náðst sem lof- ar góðu um framhaldið. Halda .verður starfínu áfram, en slíkt kostar peninga. Lionshreyfingin á íslandi nýtur þeirrar virðingar á Norðurlöndum að einn Islendingur situr í stjórn þessa sameiginlega átaks og hefur jöfn áhrif á við aðra varðandi áhrif á úthlutanir. Við væntum því þess að þeir sem era að vinna góð verk geti sótt um styrki í þennan sjóð og fengið myndarlega svöran. Þá má geta þess, að þetta er skoðað sem lang- tímaverkefni og Lionshreyfingin mun fylgjast náið með þeim ár- angri sem næst fyrir tilstilii styi-kt- arfjái'ins," bætti Halldór við. Þakkarskuld Þjóðhöfðingjar Norðurlandanna era verndarar söfnunarinnar, Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti ís- lands, Haraldur Noregskonungur, Karl Gústaf Svíakonungur, Hinrik Danaprins og Matti Ahtisaari for- seti Finnlands. Á íslandi hefur Lionshreyfingin gert samstarfs- samning við heilbrigðisráðuneytið, Félag aðstandenda Alzheimer- sjúklinga, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Lands- samband eldri borgara. Þessar stofnanir og hópar munu m.a. að- stoða við kynningu á söfnuninni og dreifmgu á Rauðu íjöðrinni og kynningarefni, sem m.a. inniheldur happdrættismiða, sem landsmenn fá sér að kostnaðarlausu. Söfnunarátakið hófst formlega í gær, laugardaginn 10. apríl, og nær hámarki föstudaginn 16. apríl með útvarps- og sjónvarpssöfnun. Rás 2 mun verja drjúgum hluta dagskrártíma síns þann dag' í kynningu á málefninu og um kvöld- ið verður tveggja stunda skemmti- og söfnunarþáttur í Sjónvarpinu. Þeir sem vilja styrkja átakið geta hringt í síma 750 5050 þar sem tekið verður við framlögum allan fóstudaginn. Þá geta menn snúið sér til Islandsbanka, sem er fjár- . Arið 1999 er alþjóðlegt ár aldraðra. Um þessar mundir eru fimmtíu ár síðan Lionshreyfingin tók til starfa á Norð- urlöndum og í tilefni þess fer nú í hönd stórátak sem miðar að því að bæta líf eldri borgara. Rauða fjöðrin fer nú aftur á kreik, en hana hafa Lions menn áður selt, ýmsum góðum málefnum til heilla, en sú breyting verður nú á, að fjöðrin verður borin í öll hús í landinu, hún gefin, en einstaklingar, stofnan- ir og fyrirtæki á móti , hvött til að láta fé af hendi rakna. gæsluaðili söfnunarinnar og er reikningur hennar 515-26-505050. Enn fremur geta menn borgað í gegn um vef Islandsbanka, http://www.isbank.is, eða með því að nota eigin heimabanka og milli- færa inn á reikning söfnunarinnar. „Staðreyndin er sú að við sem yngri eram stöndum í þakkarskuld við þá sem eldri eru. Það er fólkið sem á hvað mestan þáttinn í þeirri velsæld sem við lifum við hér á landi í dag. Þess vegna er ekki spurt um hvað framlagið er stórt heldur allir hvattir til að vera með og sýna lit. Einhverjir spyrja sig kannski hvað þetta kemur þeim við, en staðreyndin er sú, að öll eig- um við eftir að eldast. Raunsæ von um ávinning Lionsmenn hafa lagt á það áherslu að fé verði varið til rann- sókna á Alzheimer. Pálmi V. Jóns- son forstöðulæknir á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur segir það mjög ánægjulegt, enda sé sjúk- dómurinn einn af ýmsum sem dragi úr lífsgæðum eldri borgara. „Aizheimer-sjúkdómurinn er enn í dag ólæknandi, en þekkingu hefur fleygt fram á fimmtán áram og fram hafa komið ákveðnar kenningar um sjúkdóminn, m.a. vitum við nú hvaða efni það era sem falla út í heilanum. Myndin er því að skýrast, en enn vantar lykil- þekkingu og því era áframhaldandi rannsóknir mikilvægar. Það má segja að raunsæ von sé um þann ávinning að geta t.d. greint sjúk- dóminn á forstigum og þá gripið inn í með lyfjagjöfum sem hindra þær próteinútfellingar sem valda heilabiluninni. Þannig myndi ólæknandi sjúkdómur breytast í sjúkdóm sem möguleiki væri á að milda eða jafnvel fyi-irbyggja. Söfnun Lionsmanna hefur því mikla þýðingu,“ segir Pálmi. Pálmi sagði enn fremur, að rann- sóknarumhverfið hér á landi hefði mjög verið að breytast í seinni tíð. „Hér hafa verið unnar ýmsar mik- ilvægar grannrannsóknir, m.a. hjá Krabbameinsfélaginu, en tilkoma íslenskrar erfðagreiningar hefur breytt landslaginu veralega. Við höfum aldrei þurft að afsaka okkur gagnvart öðram þjóðum, við höfum alltaf átt gott fólk, en það sem hef- ur vantað er aðstaðan fyrir þetta fólk til að vinna að rannsóknum í heimalandinu og nú hefur það verið að breytast. Söfnun af þessum toga er þar lóð á vogarskálina," bætir Pálmi við. Pálmi nefndi enn fremur að það væru fleiri mikilvæg svið sem skoða mætti og nefndi þar sem dæmi beinþynningu og fleiri teg- undir heilabilunar en þá sem Alzheimer-sjúkdómurinn veldur. Á þeim sviðum væru menn þó komn- ir skrefinu lengra heldur en gagn- vart Alzheimer, t.d. varðandi áhættuþætti, úrræði og fyrir- byggjandi aðgerðir. Næst væri komið að því að skoða „nýja að- ferðafræði" og „praktískar úr- lausnir" með þá þekkingu sem fyr- ir liggur. „Það er auðvitað af svo ótal- mörgu að taka ef maður fer út í það. En svona almennt um þetta get ég sagt, að það er ýmislegt við ellina sem er alls ekki óumflýjan- legt, þ.e.a.s. það er eitt og annað sem við getum haft áhrif á til þess að bæta lífsgæðin. Það era sóknar- færi fyrir hendi og þau ber að nýta,“ vora lokaorð Pálma V. Jóns- sonar. Morgunblaðið/Ásdís Halldór Krisljánsson Morgunblaðið/Golli Pálmi V. Jónsson í þakkarskuld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.