Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Gísli Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari, hefur séð um s þáttinn Islenskt mál í Morgunblaðinu síðan vorið 1979. Skapti Hallgrímsson átti orðastað við Gísla í tilefni 1000. þáttarins, sem birtist í blaðinu í gær. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt VIÐ skulum hafa þetta lítið og látlaust," segir Gísli Jónsson þegar hann sest niður með blaðamanni í Smugunni - Cubiculum Magisti-orum - her- berginu sem þeir Sigurður Davíðs- son hafa til umráða á Amtsbóka- safninu á Akureyri. Gísli er látlaus maður; vill ekki vera í sviðsljósinu og ekki tala um sjálfan sig. En hann féllst á að ræða um þætti sína í blaðinu og tungumálið. Latneskt heiti herbergisins, Cu- biculum Magistrorum, þýðir í raun klefi kennaranna; Gísli hætti kennslu fyrir rúmum áratug en Sigurður er kennari við Brekku- skóla. Herbergið er ekki stórt en þröngt mega sáttir sitja og þar eru þeir gjaman báðir að grúski. Úr Smugunni hafa meira að segja ann- að veifið borist greinar um eitt og annað sem á döfinni er í þjóðfélag- inu, og m.a. birst hér í Morgun- blaðinu, og hafa þeir kumpánar þá verið kynntir til sögunnar á eftir- farandi hátt: Höfundar hafa fengist við kennslu. Líklega er ekki hægt að hugsa sér hógværari kynningu á höfundi greinar, því Gísh hefur sannarlega fengist við kennslu. Og lengi hefur hann grúskað á Amts- bókasafninu, segist raunar hafa verið löngu byrjaður á því áður en hann hætti kennslu og kveðst „endilega vilja koma á framfæri þökkum mínum við Amtsbókasafn- ið fyrir að leyfa mér að hafa hér að- stöðu til að sinna áhugamálum mínum - áratugum saman“. Þeirri ósk er hér með komið á framfæri. Tilraun Fyrsti þáttur Gísla Jónssonar um íslenskt mál hér í blaðinu birt- ist 20. maí 1979. Hann segir að svo hafi talast til á milli þeirra Matthí- asar Johannessen ritstjóra „að ég gerði tilraun með þessa þætti einu sinni í viku. Þetta kom fyrst á sunnudögum, þættimir voru fram- an af mjög misjafnir, voru misstór- ir og ólíkir hver öðrum innbyrðis; ég hafði svo mikið að gera að þetta var oft samið hálfpartinn á hlaup- um en þetta hefur alltaf verið skemmtilegt - það er aðalatriðið, og þess vegna hef ég einhvern veg- inn ósjálfrátt haldið þessu áfram. Já, ég held að þetta sé löngu orðið ósjálfrátt", segir Gísli. Hann kenndi enn við Mennta- skólann á Akm-eyri þegar þetta var, en kemst svo að orði að það hafi bjargað sér við gerð þáttarins hversu margir höfðu samband við hann. „Og margir hafa reyndar samband enn; skrifa mér bréf og hringja í mig.“ Gísli orðar það svo að á fyrstu árunum sem hann sá um þáttinn hafi hann verið svolítið úti á meðal manna og hafi þá oft verið tekinn tali um þáttinn. „Það vildu fáir tala við mig um annað. Þá kom í ljós að áhugi manna á íslensku máli var miklu meiri en áhugi á öðru.“ Það kom Gísla ekki á óvart. „Nei, nei. Mér fannst það mjög gaman hve menn höfðu mikinn áhuga á móðurmálinu og varð- veislu þess.“ Og helsta áhugamál manna varð- andi íslenskuna var þetta: ,Að tungumálið breyttist ekki of hratt. NY VERSLUN Sigurstjarnan Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) Frá Pakistan: Handunnin húsgögn, ekta pelsar, leðurfatnaður, ullarmottur og ýmsar gjafavörur iga frá kl. 12-18 ug laugard. fr: ISLEJVSKT MAL Þúsund er bœði til í kvenkyni og hvorugkyni, þær þúsundirnar | og þau þúsundin. Þetta er einnig ! til í gerðinni þúshund, og berast þá senn böndin að orðinu hund- rað, eins og okkur hefur líklega i grunað. Þúsund á sér svipuð frændyrði í Qölda mála, þó ekki i grísku og latínu. Ásgeir Blöndal | Magnússon segir að forliðurinn ! þús- eigi skylt við þjós = kjöt- flikki og sögnina að þusa tala hratt og mikið. Þús- er sem sagt áhersluforskeyti, og þúsund merkir þá „stóra talan“ eða „ljöl- hundruð“. Og Á.B.M. bætir við: ; „Orðið þúsund sýnist vera sam- \ eiginlegt Germönum, Böltum og Slövum." Þúsund á latínu er mille og þaðan fáum við orðið | milljón. Hundrað er á latínu ; centrum, og nú fer allt að líkum : samkvæmt lögmálunum. Það ! getur í máli okkar bæði táknað Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1000. þáttur valda Júlíussyni þul fyrir að breyta í tilkynningalestri Jdrkj- an“ opnar í kirkjan verður opn- uð. Birgir Þórðarson á Önguls- stöðum hefur komið að máli við mig og beðið mig að ítreka þetta efni. Honum leiðist ákaflega hversu oft er ranglega farið með sögnina að opna. Umsjónarmað- ur tekur þessu fúslega. Sögnin að opna er áhrifssögn, það er stýrir falli. Dæmi: Eg opna munninn. Hann opnaði dymar (ekki hurðina). Dyrnar, til að mynda, kunna hins vegar ekki að opna neitt, né aðrir dauð- ir hlutir. Hús kunna ekki þá list að opna. En ef við notum mið- mynd í þolmyndarmerkingum, þá getur húsið opnast, eða þá dymar opnast. Og svo verða þessi fyrirbrigði þrásinnis opn- uð. Þá grípum við til þolmyndar, eins og þulurinn, og segjum: lenskt mál í Morgunblaðinu. Blaðið hefur undir núverandi stjóm lengi verið eitt helsta brjóstvígi íslenskrar tungu, og; hefur verið gott með okkur Matthíasi allar götur frá við kynntumst nemendur í íslensk- um fræðum við Háskóla íslands. . Ég þakka Matthíasi allt það sem að mér snýr varðandi þenn- an þátt og blaðinu fyrir vakandi varðstöðu um mál okkar. Starfsmenn blaðsins, margir hverjin viðtakendur, setjarar, umbrjótendur og prófarkalesar- ar eiga ekki síður mikið lof skilið. Vandvirkni þessa fólks hefur lengi verið stök. Má heita að ár- um saman hafi prentvillur heyrt til algjörra undantekninga í pistlunum. Eru þó handritin oft vandsett mjög og misjafnlega vel úr garði gerð af hendi umsjónar- manns. Og þá eru það allir, sem hafa í Að samhengið í málinu héldist og að fólk tæki ekki upp einhvers kon- ar ambögur og gætti þess að fara rétt með orðtök og orðatiltæki. Það fór ákaflega mikið í taugarnar á fólki ef það heyrði málinu misboðið á einhvern hátt.“ Gísli segir eðli- legt að málið breytist, en snemma hafi komið í ljós að mönnum hafi fundist hann fullumburðarlyndur hvað það varðar, „og ég þyki það kannski enn. En það er auðvitað misjafnt. En til eru þeir menn sem finnst að ég ætti að vera grimmari, eins og þeir segja. Það hefur hver sinn smekk í því eins og öðru, og ekki nema gott; það væri vont ef allir hefðu sama smekk“. Snjóskafl sem bráðnar Gísli nefnir sem dæmi um breytingar á málinu ýmis orð sem komist í tísku en hverfi síðan aftur og geri því ekki mein - allt gangi í sveiflum í þessum heimi. „Það koma oft upp einhver tískuorð, bæði íslensk og erlend, sérstak- lega sem tákna mikið af einhverju, jafnvel lastyrði eða blótsyrði, en lifa ekki lengi. Verða fljótt of slit- in. Mörg blótsyrði sem menn not- uðu áður fyrr eru nú týnd og svo voru menn náttúrlega að veigra sér við að nefna andskotann og djöfulinn fullum stöfum og þá komu fram alls konar tilbrigði af þessu. Menn sögðu fyrir nokkrum áratugum glás af einhverju, gomma af einhverju, gras af seðl- um og svona, en það er held ég að hverfa aftur. Þetta gerir ekkert til. Þetta er bara eins og snjóskafl sem bráðnar með vorinu.“ Gísla hefur alla tíð þótt skemmti- legt að sjá um þáttinn, eins og áður kom fram. „Já; það besta er hvað það er skemmtilegt að fást við þetta. Það eru mikil forréttindi, ef ég má orða það þannig, að fá að skrifa vikulega í jafnstórt blað og Morgunblaðið, þátt um það efni sem mér er hugleiknast. Það er þakkarefni, út af fyrir sig. Og svo er þetta líka þannig að í bréfum og viðtölum þá rifjast eitt og annað upp fyrir mér sem ég er kannski búinn að gleyma eða hef ekki gert mér grein íyrir. Stundum er ég beðinn að rannsaka eitthvað og það er skemmtilegt.“ Gísli segir þætti sína snerta alla þætti málsins, enda beinist áhugi fólks greinilega að þeim öllum. „Já, mér finnst þetta snerta alla þætti málsins: málfræði, bókmennt- ir, ég hef mikið fjallað um manna- nöfn; fólk hefur gríðai’lega mikinn áhuga á mannanöfnum, sem betur fer. Því það er ekkert hégómamál að velja bömum sínum nöfn.“ „Já,“ segir hann svo aðspurður. „Ég hef mjög lengi grúskað í nöfn- um. Það er það helsta sem ég geri núna og hef gert síðustu tíu, tutt- ugu ár. Ég á orðið mikla syrpu af því. Ég er að dunda við það núna að setja þetta inn í tölvu, því spjaldskráin er lítt skiljanleg öðr- um en mér.“ Gísli kenndi við MA í hálfan fjórða áratug og var því lærimeist- ari íjölmargra ungmenna í íslensk- um fræðurn. Skyldi honum finnast málið hafa þróast eðlilega í áranna rás? „Ég er nú varla dómbær á hvað er eðlilegt í þessu sambandi. Ég get þó sagt það með sanni að síðasti ár- gangurinn sem ég kenndi íslensku var einn af þeim allra bestu, svo að á þeim tíma sem ég var að bauka þetta hefur hrömunin ekki orðið miki] eða afturforin mjög áberandi.“ Gísli hóf kennslu við MA í janúar 1951 og fékkst við hana þar tU í júní 1952, en var svo skipaður kennari við menntaskólann 1953 og gegndi því starfí til vors 1987. Málið og bókmenntírnar Áhyggjuraddir um þróun tungumálsins heyrast með reglu- legu millibili. Hefur Gísli sem sagt engar áhyggjur af því að illa fari? „Nei, ég held ekki. Það er alltaf afskaplega mikið að gerast á hinn veginn; það er unnið mjög mikið og gott starf á sviði íslenskrar tungu, orðabókarstarf og rannsóknir. Og núna sérstaklega, það sem er allra nauðsynlegast, það er íslenskun tölvumálsins. Það eru alltaf einver ánægjuleg tíðindi að gerast. Við vitum það náttúrlega að málið hlýt- ur að breytast eins og allt annað, en aðalatriðið er að breytingamar séu ekki svo örar að málið detti í tvennt; að það verði til bæði fom- íslenska og ný-íslenska. Það væri heldur óskemmtilegt ef við yrðum að fara að lesa Njálu í enskri þýð- ingu, eða á ný-íslensku. Það er hlutverk okkar að varð- veita arfinn frá einni kynslóð til annarrar. Mér finnst það hafa tekist bærilega hingað til og ég er ekkert svartsýnn. Ég þykist hafa orðið var við það að sérstaða okkar íslend- inga er viðurkennd víða um lönd, mál okkar og menning, og allt er þetta nú háð því að við eigum góðar bókmenntir; tungumál sem hefur ekki bókmenntir sér til stuðnings það deyr. Og við höfum góðan stuðning, bæði foman og nýjan. Mér finnst eins og umheimurinn viðiu-kenni það. Og ef metnaður okkar er nógu mikill til að halda uppi merkinu þá held ég að þetta takist; að varðveita samhengið í máli okkar og menningu. Því að réttlæting okkar fyrir því að verða sérstök og sjálfstæð þjóð er náttúr- lega málið og bókmenntirnar." m 1 | :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.