Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 4/4 -10/4 ►MIKIÐ eignatjón varð er íbúðarhús að Heyklifi á Kambanesi við sunnanverð- an Stöðvarfjörð brann til kaldra kola í vikunni. Húsið var alelda þegar tilkynnt var um eldinn og nánast brunnið til kaldra kola þegar slökkvi- liðið kom á vettvang. ►UM 20 starfsmönnum Loð- skinns hf. á Sauðárkróki var sagt upp um páskana. Fram- leiðsla Loðskinns verður stöðvuð í júní í ljósi þess að aðalmarkaðir fyrirtækisins lokuðust. ÖIlu fastráðnu starfsfólki var sagt upp en reynt verður að afgreiða pantanir og halda fyrirtæk- inu opnu fram á haust. ►HILLARY Clinton, forseta- frú Bandaríkjanna, og Björn Bjarnason menntamálaráð- herra kynntu sýninguna Vík- ingar - saga Norður-Atlants- hafs í Bandarfkjunum í vik- unni. Sýningin verður opnuð 29. apríl árið 2000 og sett upp í sex borgum til ársins 2002. Frú Clinton sagði á kynningunni í Smithsonian- safninu að Islendingasögurn- ar væru merkileg heimild um stöðu kvenna og jafn- framt sagði hún, að víkinga- skipin hefðu í raun verið al- net ársins 1000. Björn Bjarnason sagði að forseta- frúin hefði greinilega kynnt sér sögurnar vel. ►VERÐI af lagningu Sunda- brautar í Reykjavík með brú yfir Kleppsvík er talið nauð- synlegt að kaupa upp eignir á lóðum við Kleppsmýrarveg fyrir um 640 milljónir króna. Er þessi kostnaður kringum 10% af kostnaði við smíði brúarinnar. Fyrsti flóttamanna- hópurinn kominn til landsins 21 flóttamaður frá Kosovo kom hingað til lands með flugvél Landhelgisgæsl- unnar síðdegis á fimmtudag eftir langt ferðalag frá flóttamannabúðum í Ma- kedóníu. Von var á tveimur flóttamönn- um til viðbótar í gær en mæðgur úr hópnum höfðu orðið eftir á Korfú í Grikklandi vegna veikinda. Tugir Kosovo-Albana sem búsettir eru hér á landi, Rauði kross íslands, Halldór Asgrímsson og fleiri tóku á móti hópnum við komuna til Reykjavík- ur. Undirbúningur fyrir komu allt að 80 Kosovo-AIbana til viðbótar stendur nú yfir en ríkisstjómin hefur ákveðið að taka á móti allt að 100 flóttamönnum. Hjartavernd semur við Öldrunarstofnun Bandaríkjanna HJARTAVERND mun á næstunni undirrita samning við Öldrunarstofnun Bandaríkjanna, National Institute of Aging, um viðamiklar rannsóknir á heil- brigði öldrunar sem unnar verða hér á landi á ánmum 2001-2005. Að sögn tals- manna Hjartavemdar er um að ræða stærstu, umfangsmestu og fullkomn- ustu rannsókn á heilbrigði öldrunar sem gerð hefur verið í heiminum. Ottast hungursneyð meðal Kosovo-Albana ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ segir að Serbai- hafi hrakið hátt í milljón íbúa Kosovo-héraðs á flótta og hartnær 450.000 þeirra hafa flúið til nágranna- ríkja Serbíu. Vera- lega dró þó úr flótta- mannastraumnum á miðvikudag þegar serbnesk yfii-völd lokuðu landamærun- um og hvöttu flótta- fólk, sem hafði reynt að komast til ná- grannaríkjanna, að snúa aftur til þorpa sinna í Kosovo. Rík- issjónvarpið í Albaníu sagði á föstudag að Serbar héldu tugþúsundum flótta- manna í herkví í miðhluta Kosovo og varaði við hungui-sneyð á meðal þeirra ef hjálparstofnanir kæmu ekki til þeirra matvælum þegar í stað. Fjöldafólkið væri umkringt fjölmennum hópum serbneskra hermanna og leyniskyttum. Yfirmenn alþjóðlegra hjálparstofnana sögðust hafa miklar áhyggjur af þvf að Serbar hygðust nota flóttamenn í Kosovo sem varnarskjöld til að verjast loftárásum NATO á serbneskar her- sveitir með því að færa þá að hugsan- legum skotmörkum bandalagsins. Um 130.000 Kosovo-búar hafa flúið til Makedóníu og þariend yfirvöld gripu til þess ráðs aðfaranótt miðvikudags að senda her- og lögreglumenn í stærstu flóttamannabúðimar við landamærin að Serbíu til að flytja flóttafólkið burt með valdi. Óljóst var hversu margir flótta- mennimir vom, en um 33.000 þeirra vom fluttir til annarra búða í Makedón- íu og þúsundir til viðbótar til Albaníu. Stjómvöld í Júgóslavíu lýstu yfir vopnahléi í átökunum við albanska að- skilnaðarsinna í Kosovo á þriðjudag en leiðtogar NATO höfnuðu yfirlýsingunni. Bandalagið hélt hemaðaraðgerðunum áfram af miklum þunga og sagði að árásir þess á hersveitir og bækistöðvar Serba í Kosovo hefðu verið mjög árang- ursríkar. ►FJÖRUTÍU manns létu lífíð á Austur-Tímor á þriðjudag þegar skæruliðar hlynntir indónesiskum yfírráðum skutu af handahófí og vörp- uðu handsprengjum á kirkju, þar sem 2.000 flóttamenn höfðu fundið skjól. Xanana Gusmoa, einn af leiðtogum andspyrnuhreyfingarinnar á Austur-Tímor, hvatti til þess daginn áður að landsmenn gripu til vopna gegn stuðn- ingsmönnum Indónesíu- stjórnar. ► PAAVO Lipponen, forsæt- isráðherra Finnlands og leið- togi jafnaðarmanna, fékk á fímmtudag umboð til að mynda nýja ríkisstjórn með aðild sömu flokka og voru í síðustu stjóm. Miðfíokknum tókst því ekki að tryggja sér aðild að næstu stjórn þrátt fyrir sigur hans í siðustu kosningum. ► VAXANDI ólga er í rúss- neskum stjórnmálum vegna spillingar- og hneykslismála, sem varða aðallega tvo menn, auðjöfurinn Borís Ber- ezovskí og Júrí Skúratov rík- issaksóknara. Þeir voru áður í náðinni hjá Bórís Jeltsín forseta, en era það ekki leng- ur og telja margir að þessi mál geti komið sér illa fyrir forsetann og aðra ráðamenn í Moskvu. ► LÍFVERÐIR Ibrahims Bare Mainassara, forseta Af- ríkuríkisins Níger, myrtu hann á fóstudag á flugvellin- um í Niamey, höfuðborg landsins. Ekki var vitað hvort morðið var liður í valdaránstilraun. __________FRÉTTIR________ Stofnun samráðsnefnd- ar könnuð í Borgarfirði BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar hefur boðað sveitarstjórnir sveitar- félaga norðan Skarðsheiðar í Borg- arfirði og hreppsnefndir Eyja- og Miklaholtshrepps og Kolbeinsstaða- hrepps í Snæfellsnessýslu til fundar 19. apríl næstkomandi til að kanna vilja þeirra til stofnunar samráðs- nefndai' sveitarfélaganna. I greinargerð með ályktun bæjar- stjómar Borgarbyggðar er vakin á því athygli að eftir sameiningu sveitarfélaga í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu séu eftir fjögur sveitar- félög norðan Skarðsheiðar. Um er að ræða Borgarbyggð, Hvítársíðu- hrepp, Borgarfjarðarsveit og Skorradalshrepp. „Öllum era þeim lík verkefni á höndum, til dæmis á sviði umhverf- is-, fræðslu-, félags-, atvinnu- og markaðsmála. I mörgum verkefnum gæti verið hagkvæmt að eiga sam- ráð eða samstarf við nágrannasveit- arfélög, enda er slíkt samstarf nú þegar fyrir hendi á sumum sviðum,“ segir í greinargerðinni. Bent er á mikilvægi góðs upplýsingaflæðis milli sveitarfélaganna en ekki sé fyr- ir hendi nein samráðsnefnd þeirra. „Ætla má að slík nefnd renni styrk- ari stoðum undir samvinnu og sam- stöðu sveitarfélaga á svæðinu ...“ Jafnframt er tekið fram að þar sem íbúar Kolbeinsstaðahrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps sæki talsvert verslun og þjónustu í Borg- arnes og eigi samvinnu við sveitar- félög í Borgarfirði sé sjálfsagt að bjóða þeim einnig aðild að nefnd- inni. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, segir markmiðið með fundinum að kanna hvort áhugi sé til sameiningar sveitarfélaganna eða frekara samstarfs og ræða það hvernig standa eigi að samstarfs- verkefnum. Getur hann þess að full- trúar allra framboðslista í Borgar- byggð hafi fyrir síðustu kosningar lýst yfir vilja til frekari sameiningar sveitarfélaga á svæðinu. „Eg tel að það yi'ði heppilegt fyrir héraðið í heild ef við næðum saman í eitt sveitarfélag," segir hann en tekur fram að það verði að ráðast af vilja íbúa allra sveitarfélaganna. Morgunblaðið/Árni Sæberg STARFSFÓLKIÐ í Sólbyrgi er byrjað að sá fyrir blaðlauk sem tekur við af gulrótunum í sumar. Gulrætur í 5.000 fer- metra gróðurhúsum HÆTT hefur verið framleiðslu á gúrkum og tómötum í einni af stærri garðyrkjustöðvum Iands- ins og gróðurhúsin notuð til framleiðslu á gulrótum, blað- lauk og fleiri tegundum sem meira eru ræktaðar í görðum utan húss. Um árabil hefur verið stunduð ræktun á gúrkum, tómötum og papriku í gróðurhúsum Sólbyrg- is á Kleppjárnsreykjum í Borg- arfirði. Nú hafa tvö af helstu af- urðasölufyrirtækjum garðyrkju- bænda, Sölufélag garðyrkju- manna og Agæti hf., keypt garð- yrkjustöðina og leigt Daða Andréssyni frá Deildartungu til ræktunar annarra tegunda. Daði segir að markaður fyrir gúrkur og tómata hafi verið orð- inn mettaður og hugmyndin sé að nota stöðina til annarrar mat- jurtaræktar. Tók hann það verk að sér sem verktaki hjá fyrir- tæki eigendanna, Sólhvörfum ehf. Um miðjan febrúar, eftir að lokið var ákveðnum breytingum, sáði Daði fyrir gulrótum í öllum gróðurhúsunum sem eru alls um 5.000 fermetrar að flatarmáli. Von er á uppskeru í júní og fyrrihluta júlí. Segist Daði stefna að því að koma með af- urðimar á markaðinn þegar far- ið sé að minnka í geymslum bænda frá síðasta sumri og fylla upp í skarðið sem myndast þar til ný uppskera af útiræktuðum DAÐI Andrésson í einu af mörg- um gróðurhúsanna þar sem haf- in er ræktun á gulrótum. gulrótum kemur á markaðinn í sumar. Gulræturnar eru enn litlar en hann segir að ræktunin leggist vel í sig. Eftir að gulrótatíman- um er lokið tekur við ræktun á blaðlauk í helmingi stöðvarinnar og er þegar farið að undirbúa hana. Segist Daði einnig vera að huga að öðrum káltegundum. Daði sáði 800 þúsund gulrót- arfræjum. Ef uppskeran nær 5 kílóum á fermetra nemur lieild- aruppskeran 25 tonnum. Ekki skyldi henda heil- um botn- langa EIRÍKUR Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, lýsti nýju hlutverki sem botnlanganum hefur verið fengið í erindi sínu á skurðlæknaþingi í fyrradag. Snýst það um hvernig nota má botnlangann sem varaþvagi'ás þegar hin eðlilega leið verður ónothæf. Eiríkur sagði ekkert nýtt undir sólinni og þessum mögu- leika hefði fyrst verið lýst árið 1908 en botnlanginn hefur engu sérstöku hlutverki að gegna í mannslíkamanum. Síðustu 15 árin hefur þessi leið verið farin í auknum mæli og er aðferðin kennd við Mitrofanoff. Botnlanginn er losaður frá ristli og hann notað- ur sem ný þvagrás frá þvag- blöðru til kviðveggjar. Þannig geta sjúklingar tappað reglu- bundið af sér þvagi án þess að hafa þvaglegg í kviðarholinu eða utanáliggjandi poka, oft nefnd stomia í daglegu tali. Eiríkur lýsti þremur aðgerð- um sem hann hefur gert til að skapa þvagfæri á ný. Þá hefur hann einnig notað smágirni til að bæta við þvagblöðru til að auka rámmál hennar. Hann sagði því ljóst að botnlanginn væri bráklegur og að menn skyldu ekki henda heilum botn- langa án umhugsunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.