Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 37 I áratug á móti vindi Barátta móður leiddi í Ijós að frjálslega var farið með staðreyndir við rannsókn harmleiksins á Hillsborougk. Var kægt að bjarga drengnum kennar?„Kerfið“kvikar kvergi frá sínum „staðreyndum. “ Sólin er hátt á lofti, það er heiðskírt, logn og hlýtt. Dæmigert vor- veður eins og það ger- ist fallegast á Englandi. Laugardagur 15. apríl 1989; tvö góð knattspyrnulið hefja leik, þar sem keppt er um sæti í árlegum stórleik ensku knattspyrnunnar; úrslitaleik bik- arkeppninnar á Wembley. Marg- ir höfðu lengi verið spenntir, meðal annars Kevin Williams, 15 ára piltur. Daginn áður gekk Kevin þessi á fund móður sinnar, Anne Willi- ams, og upplýsti, frá sér numinn af hamingju, að hann væri búinn að útvega sér VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson miða til að sjá goðin sín í Li- verpool spila í undanúrslitun- um daginn eftir. Henni h'st ekki á blikuna og bendu- unglingnum á að hann sé of ungur til að fara á leik á útivelli án fylgdar fullorð- ins. Hann bregst ekki vel við og strunsar upp í herbergi sitt. Eig- inmaðurinn á heimilinu, fóstur- faðir Kevins, kennir í brjósti um piltinn: „Strákgreyið; hann gerir aldrei neitt annað en að læra. Leyfðu honum að fara.“ Og móð- irin skiptir um skoðun. Gefur Kevin fararleyfí, en með því skil- yrði að hann ferðist í þeim hópi sem fer undir lögregluvernd. Sonurinn fagnar innilega. Áður en hann leggur f ann næsta morgun kemur Kevin við hjá móður sinni, sem starfar í verslun, til að kveðja og ná sér í snarl og drykki fyrir ferðalagið. Sonurinn segir móður sinni að bíða ekki með matinn, hann fái sér eitthvað á leiðinni heim. Hún klappar honum á kollinn og er ánægð að sjá hve hamingjusam- ur Kevin er: „Eg vona að þeir vinni, þín vegna,“ segir hún í kveðjuskyni. „Ekkert mál, mamma. Þrjú núll.“ Og svo fer hann - að eilífu. Kevin Williams var einn þeirra 96 sem létust í hrylhlegu slysi á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield þegar Liverpool og Nottingham Forest mættust þennan laugardag; þegar ský dró fyrir sólu í óeiginlegi-i merkingu, þó svo vorsólin lýsti upp sviðið þar sem harmleikmánn átti sér stað. Mér finnst nánast eins og þetta hafi gerst í gær, þótt tíu ár verði liðin á fimmtudaginn kem- ur. Tíu löng ár fyrir suma, t.d. móður Kevins, sem nýlega sendi frá sér bók um baráttu sína - baráttu fyrir því að grafa upp sannleikann um dauða sonar síns; hvenær hann dó nákvæm- lega og hvernig. Hún komst nefnilega að því, þótt yfirvöld hafi aldrei viðurkennt það, að drengurinn hennar Ufði 45 mín- útum lengur en henni var tjáð og opinberlega hefur verið viður- kennt. Og Kevin kallaði á móður sína áður en hann lést. Sá yngsti sem kramdist til dauða í áhorfendastúkunni þenn- an dag var 10 ára, sá elsti 67. Meðalaldur hinna látnu var 24 ár. Helsti söngur stuðningsmanna Liverpool síðustu áratugi er lag- ið kunna You’ll Never Walk Alone. Anne Williams notar upp- hafslínu þess sem nafn á bók sína; When You Walk Through A Storm - Með vindinn í fangið. Það sem fyrir henni vakti var að upplýsingarnar á dánarvottorði sonar síns yrðu jafn réttar og fæðingarvottorðið. En það virð- ist ekki hafa hentað yfirvöldum að hið sanna kæmi í ljós; Anne fékk fýrst þær upplýsingar, skömmu eftir slysið, að Kevin hefði verið látinn kl. 15.15 eins og hinir 95; um stundarfjórðungi eftir að flautað var til leiks. Hún komst hins vegar að því að sam- kvæmt vitnisburði lögreglu- manns var hann enn á lífi kl. 16.00. Við tóku níu ár, þar sem hún barðist við að fylla upp í þessa eyðu; þessar síðustu 45 mínútur í lífi Kevins, og nú er því verki lokið. En baráttan var erfið; heilsu Anne og tveggja barna hennar hrakaði og eigin- maðurinn yfirgaf þau. En hún telur sig hafa komist að sann- leikanum og það var fyrir mestu. Lögregluþjónamir tveir sem veitt höfðu upplýsingar, annars vegar um að Kevin hefði ekki látist fyrr en kl. 16 og hins vegar að hann hefði kallað á móður sína áður en hann dó, voru yfir- heyrðir á ný, af einhverjum ástæðum, og í opinberum plögg- um er framburður þeirra annar eftir það. Annar þeirra, kona að nafni Deborah Martin, birtist svo einn góðan veðurdag í febr- úar 1992 á heimili Anne Willi- ams. Og það var stór dagur í lífi móðurinnar. „Hún segist hafa vafið hann örmum eins og ung- barn. Hún kveðst aldrei gleyma þegar hann opnaði augun vegna þess að hann hafði svo löng augnhár. Hann opnaði munninn, sagði mamma, og síðan dó hann. Eg losnaði við þunga byrði þeg- ar hún sagði mér þetta,“ hefur Anne sagt. Hún segir heimsókn Deborah hafa skipt sig sköpum. Loks hafi hún öðlast sálarró. „Loksins fannst mér ég vita sannleikann," segir móðirin. Og svo hélt hún áfram og náði að púsla saman síðustu þremur stundarfjórðungunum í lífi sonar síns. „Kerfíð" situr engu að síður við sinn keip. Kevin var látinn, skv. niðurstöðu réttarrannsókn- ar, kl. 15.15 eins og hin fómar- lömbin. Skv. þeirri rannsókn leið yfir hann vegna súrefnisskorts á aðeins nokkrum sekúndum og hann lést skömmu síðar. Virtur vísindamaður í Englandi hefur hins vegar rannsakað öll gögn málsins og komist að annarri niðurstöðu; hann telur að vegna beinbrota í hálsi hafí Kevin verið fyrirmunað að anda, en einfaldur barkaskurður hefði getað bjarg- að lífi hans. Sjúkraflutninga- menn era þjálfaðir í slíku en að sögn var þeim vísað frá, af lög- reglumönnum! Yfiivöldum er ómögulegt að viðurkenna mistök. Það hefur enginn gert enn, tíu áram eftir hið hörmulega slys. „Kerfið" vinnur stundum fyrir sjálft sig, ekki fólkið sem það á að sinna. Með elju og trú að vopni, að ég tali nú ekki um móðurást, er hins vegar hægt að fá miklu áorkað. HELGI EÐVARÐSSON + Helgi Eðvarðs- son var fæddur á Akureyri 26. apríl 1963. Hann lést 12. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hóla- kirkju 18. mars. Elskulegi bróðir. Ég sit hér við eldhúsborðið og er að horfa á mynd- ina af okkur systkinun- um sem tekin var 17. júní þegar við voram fjögurra, fimm og sex ára. Ég man svo vel þegar við stóðum upp við húsvegg- inn í sparifötunum okkar. Þá rifjast upp fyrir mér æskuminningamar. Við Anna systir og þú, Helgi minn, voram alltaf mjög samrýndur systkinahópur. Það var alltaf gam- an í götunni okkar heima á Akur- eyri. Við fóram í skipulagða leiki og strax eftir áramótin hófust svo æf- ingar fyrir öskudaginn og það var æft mjög reglulega. Svo verð ég að minnast á undirbúning fyrir gamlárskvöldin. Allir krakkarnir í hverfinu söfnuðust saman og hjálp- uðust að við að safna í brennu. Já, Helgi minn, það er svo margs að minnast og ég held að þessi stemmning í götunni heima á Ákur- eyri hafi verið alveg einstök. Á unglingsáram lagðir þú allt kapp á skíðaíþróttina og þið Anna systir eydduð öll- um ykkar frítíma uppi í fjalli og allt snerist um skíði, æfingar og keppni í nokkur ár og það söfnuðust margir verðlaunapeningar. Svo fékk ég gömlu keppnisskíðin ykkar og fannst ég rosalega flott. Síðan kynntist þú Völu og þið bjugguð saman í nokkur ár og eignuðust saman Edda Þór. Síðan slituð þið samvistum. Elsku bróðir, það er erfitt að áttta sig á að þú sért farinn frá okk- ur. í minningunni man ég þig aldrei nema glaðan og kátan, þú varst svo góður drengur og vildir öllum svo vel. Síðasta stundin okkar var þegar ég hitti þig í Hagkaup. Þá varst þú svo glaður, varst að kaupa þér skó og sagðir að það væri árshátið hjá fyrirtækinu þínu, svo stoltur yfir að vera búinn að eignast þitt eigið verkstæði. Elsku bróðir, það var svo gaman þegar við ferðuðumst saman, fóram hringveginn forðum og áttum ynd- islegar stundir saman og eins þegar við ferðuðumst um Evrópu. Þú varst alltaf svo þakklátur þeg- ar ég bauð þér í mat til mín, alveg sama hvað var á borðum. Þér tókst alltaf að gleðja mig og hrósaðir mér fyrir eldamennskuna mína. Helgi minn, ég man aldrei eftir því að þú segðir nei ef ég bað þig að gera mér greiða. T.d. þegar þú komst síðast í mat til mín talaði ég um það við þig að hann Oli minn þyrfti að fá sér betri vinnu og það liðu bara örfáir dagar þá hringdir þú í mig og sagðist vera búinn að útvega Ola vinnu. Þetta lýsir svo vel hvemig þú varst. Þú vildir alltaf gera svo vel, þú varst líka svo góður pabbi, þér þótti svo vænt um hann Edda Þór þinn og notaðir öll þau tækifæri sem gáfust til að vera með honum og fara með hann í rallý og fjallaferðir. Mér er svo minnisstætt þegar þú komst í heimsókn til mín á stóra dráttarbílnum þínum. Þá var ég að fara í göngutúr með hann Eyjólf minn og Eyjólfur starði á farartæk- ið þitt. Ég spurði hvort þú vildir ekki fara í smá bíltúr með hann og auðvitað var það ekkert mál hjá þér. Eyjólfur var svo ánægður með sig á þessu vígalegu tæki. Svona varstu, Helgi minn, þú varst svo laginn við að gleðja alla, fullur af orku og svo mikið fjör í kringum þig. Elsku Helgi, við kveðjum þig með miklum söknuði og nú hefur þú fengið kvíld. Guð geymi þig. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. (Vilhj. Vilhj.) Ólöf. + Magnúsína Magnúsdóttir fæddist í Bolungar- vík 17. mai 1909. Hún lést í Stykkis- hólmi 18. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Stykkishólmskirkju 27. mars. Við hjónin getum ekki verið viðstödd til að fylgja henni Magn- úsínu síðasta spölinn, en nokkur kveðjuorð langar okkur að senda henni. Hún var bam þeirrar aldar sem nú er senn á enda og eins og svo margir úr þeim hópi, mun hún hafa séð tímana tvenna. Hún ólst upp í Bjameyjum, en þegar ég var ung- lingur var hún búsett í Flatey, lengst af hjá sæmdarhjónunum Ingibjörgu Einarsdóttur og Vigfúsi Stefánssyni. Þegar Vigfús brá búi og fluttist burtu var Sína ekki alveg tilbúin að flytja upp á fastalandið, eins og eyja- fólkið orðaði það. Hún og móðir mín höfðu verið samtíða í Bjameyjum um árabil og munu þær hafa komið sér saman um að Sína kæmi og byggi hjá okk- ur í Svefneyjum um óá- kveðinn tíma. Þetta mun hafa verið sumarið 1969. Þessi tími varð þó nokkuð langur, því hún dvaldist hjá okkur að mestu leyti til haustsins 1978, þegar hún ákvað að setjast að á Dvalar- heimili aldraðra í Stykkishólmi. Magnúsína lifði ógift og bamlaus, en börn þau og unglingar sem nutu umsjónar hennar og umönnunar era stór og mann- vænlegur hópur. Það kom vel í ljós þegar Sínu fýsti að breyta um um- hverfi, tíma og tíma, að alls staðar var hún velkomin. Ekki síst hjá sín- um gömlu vinum, bæði eldri og yngri, úr Bjarneyjum og Flatey sem alla tíð hafa látið sér annt um velferð hennar. Nú hafa hinar velgerðu hleðslur og veggir, sem einkenndu blómlega byggð Breiðafjarðareyja, mjög tek- ið að hrynja. Hleðslugrjótið hefur tvístrast og sumum steinunum skol- að aftur niður í fjörana, til upphafs- ins. Við sem munum veg þessarar byggðar sem mestan, vitum að allir eyjamenn áttu sinn þátt í þeirri menningu sem við enn njótum góðs af svo lengi sem við lifum. Handtök Magnúsínu Magnúsdóttur era hluti af þeim arfi. Kæra Sína, hafðu þökk okkar hjónanna fyrir samfylgdina og tryggð þína og trúmennsku við okk- ur, sem og alla Svefneyjafjölskyld- una. Til Breiðaíjarðar bláu stranda berist ljóðs míns vængjatak, þegar hún Sína siglir lengra, við sjáum tryggum vini á bak. Sposk í svörum, spaug í sinni, hún sparn í þétt við róðurinn. Dagsverk hennar dijúg og hljóðlát, þó dræmt sér léti um hróðurinn. I bamsins fóstran breiðfirsk menning byggðist með af hjúafjöld. Hún var ein í hópi þeirra er heiman fjdgdi að nýrri öld. Megi unga íslands börnum auðnast gifta sú í raun, er sjóferð lýkur, sem og finna að sínum hætti verkalaun. (N.J.) Nikulás Jensson, Aðal- heiður Sigurðardóttir. MAGNÚSÍNA MAGNÚSDÓTTIR DANÍEL PÁLMASON + Daníel Pálmason fæddist á Gnúpufelli í Eyjafjarðarsveit 21. júní 1912. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. mars siðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 29. mars. Allt hefur sinn tíma, að lifa hefur sinn tíma, að deyja hefur sinn tíma. Nú er Daníel á Gnúpufelli allur. Ég kynntist Daníel um haustið 1979, er við hjónin komum í heimsókn í Gnúpufell með tengdaföður mín- um. Þeir vora náfrændur. Strax og við komum í hlað og heilsuðum Gnúpufells-fólki var augljóst hvem mann Daníel hafði að geyma. Vin- arþelið og kærleikurinn var áber- andi þáttur í fari hans. Síðan kynntist ég einnig öðrum þáttum í skapferli Daníels, sem vora trú- mennska, seigla og stefnufesta. Glettni var einnig ríkur þáttur í skapferli hans. Mér er t.d. í minni grátbroslegar kímnisögur, sem hann sagði manni grafalvarlegur og lét þess þá getið í leiðinni að Ey- firðingar væra heldur alvarlegt fólk og leiðinlegt. Hugstæðastur er mér þó rækt- unarmaðurinn Daníel Pálmason. Einhvern tíma sagðist hann ekki hafa mikinn áhuga á búskap. Hins vegar hafði hann mikinn áhuga á ræktun og gróðri. Ræktunaráhugi hans varð til þess m.a. að þegar hann varð þess var við fjárskiptin 1949, að birkiteiningar vora famir að teygja sig upp úr sverðinum of- an við NúpárgHið í Sölvadal, þá girti hann um átta hektara land- spildu til friðunar skógarins. Þama er nú vöxtulegur birkiskógur, sem að mestu er sjálfsáinn. I þennan birkiskóg hafa þau hjón plantað nokkram barrtrjám m.a. sitka- greni, í nafni bama sinna. Ánægja Daníels yfir þessum trjágróðri öll- um var mikil og ekki síst yfir þeim lággróðri, sem óx upp í skjóli birki- skógarins. Blágresið og jarðarber- in voru honum kær og fjölbreytnin óx í skjólinu. Oft skrappu þau hjón- in bæði ein og með öðrum til að njóta umhverfisins. Ekki skemmdi hlýleiki Sölvadalsins eða tign Kerl- ingar, sem blasir við í Vesturfjöll- um. Þau hjón létu ekki þar við sitja að friða teiginn í Sölvadalnum, heldur plöntuðu trjám, aðallega heima undir bæ. Auk þess sem allt að 70 ha spilda, sem að mestu er á áreyram milli Möðravalla og Gnúpufells var friðuð fyrir all nokkrum áram, þar vex nú upp ungskógur. Með þakklæti kveðjum við frændann og landbótamanninn Daníel Pálmason. Vinar er saknað. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Ingibjörgu konu hans, bömum og bamabömum. Grétar Guðbergsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.