Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson Ein vinsælasta sýning leikársins * " ...bráðskemmtiiegt, tragikómík af bestu gerð". S.A.B. Mbl. "...áminning um hvað leikhús er" G.S. Dagur "Guðrún Ásmundsdóttir náði svo fullkomlegu valdi persónunni að hún sendi hroll niður bakið á manni"S.iA, DV. "Stjarna sýningarinnar er Erlinqur Gíslason sem átti sannkallaðan stórleik í hlutverki Wellers" G.S. Dagur. "Ég á von á því að sýningin muni qanga lengi fyrir fullu húsi og fyrir mína parta mæli ég með henni" S.A.B. Mbl. Síðustu sýningar leikársins Tryggðu þér miða i tíma Laugardaginn Laugardaginn Föstudaginn Laugardaginn 17. apríl 24. apríl 30. apríl 8. mars Miðasala 5 30 30 30 - FÓLK í FRÉTTUM ERLBNDAH Vilhelm Anton Jónsson fjallar um nýjustu breiðskífu Metallica TJrr og voff ÞÁ HEF ÉG loksins lokið því að hlusta á og mynda mér skoðun á nýjasta afreki piltanna í Metallica. Reyndist það þungur róður. Eftir því sem mér skilst er þetta diskur sem inniheldur einungis lög eftir aðra en þá sem flytja. Metallica spilar þungarokk og minnir tónlist þeirra oft á malbik. Hljómsveitin er að malbika úr rosa- lega grófri möl með mikilli tjöru. Mann langar helst til að keyra stóran bfl hratt á hörðu mal- biki og vera með sítt hár, heita Taylor Jordan og vera að fá fyrstu skegg- broddana sem seinna eiga eftir að mynda yfir- varaskeggið. Síð- an kemur söngv- arinn, hann James, og syngur eins og hundur. Urr og voff segir hann, urr og voff. Þegar maður hlustar á allt saman er þetta eins og grimmur hundur í stálhunda- kofa með eldþaki. Hundakofinn er reistur á malbikuðu plani og það koma neistar þegar maður horfir á hann. Urr og voff segir Heatfield of- an á þungavinnuvélarnar Ulrich, Hammet og Newsted sem eru hinir hljómsveitarmeðlimimir. Hljóðið er alveg frábært og nægir að nefna hið kjötmikla hljóð sem bassatrommur Danans Ulrichs gefa frá sér. Þetta er hljóð óttans. Gítarinn fer ekki tómhentur heim úr kjötvinnslunni heldur. Kirk Hammet lætur gítarana hljóma eins og tvöhundruðþúsund kfló af gúllasi, safaríkt og matarmik- ið og maður fær það á tilfinninguna að hann hafi sett sand útí gúllasið til að fá meira ískurhljóð þegar tuggið er. Allt þetta kjöt er svo étið af hundinum honum Heatfield. Bassinn verður oft útundan í svona gagnrýni og ætlar undirritaður að halda í þá hefð. Annars er hann alveg ágætur. Að mati þess er þetta ritar er seinni diskurinn, en þeir eru tveir, miklu betri að hinum ólöstuðum. Hann er fínasta partítæki og er ábyggilega frábær eftir klukkan ell- efu á laugardags- og fóstudagseftir- miðdögum. Það er ekkert betra en að skella tveim til þremur lögum með Metallica á fóninn í bjóðinu og tvista sig heimskan. Þó að þessi diskur hljómi vel eftir klukkan ellefu á föstudögum og laug- ardögum er ekki þar með sagt að hann eigi alltaf við. T.d. er ekki til eftirbreytni að hlusta laugardögum og sunnudögum. E.t.v. eitt lag á virkum dögum á leið í vinnu eða í frímínútum í skóla, bara rétt til að vakna. Undirritaður verð- ur að segja að hann getur ekki hlust- að á hann allan í einu, til þess er hann of mikið kjöt, stál og malbik og full einsleitur svo ekki sé minnst á ömurlega gítarsólókafla sem eiga sér það þó til ágætis að þeir eru alla jafnan ekki mjög langir. Það verður að segjast að sá sem þetta ritar á sér ekki langa sögu í að- dáendaklúbbi Metallica. Hér skal það þó staðfest að undirritaðan hefur sjaldan langað jafn mikið til að fljúg- ast á að gömlum góðum sið og eftir að hafa hlustað á hljómsveitina í stereó-græjum og snúið hækka/lækka-takkanum örlítið meira til hægri en gengur og gerist. Platan er mjög „skapháð“ þ.e. hlustandi þarf að gera upp við sig hvort hann sé í réttu skapi til að hlusta á diskinn. Þessi diskur fer létt með að eyðileggja heilan dag og ef- laust meira til ef hlustandi er ekki rétt stemmdur. Hann getur líka gert gott kvöld enn betra. Gwyneth Paltrow og Ben Affleck Eru góðir vinir ►EINS og til að sanna að sam- bandsslit í draumaborginni séu ekki alltaf hatrömm hyggst fyrr- verandi parið Gwyneth Paltrow og Ben Áffleck leika aftur saman í kvikmynd. Miramax-kvik- myndaverið er í lokaviðræðum við Paltrow og Affleck um að ieika aðalhlutverkin í myndinni „Bounce“ sem áætlað er að tekin verði upp í haust undir leikstjórn Dons Roos sem hefur helst unnið sér til frægðar að leikstýra myndinni „The Opposite of Sex“. Affleck myndi leika kvenna- bósa sem eftirlætur manni flug- miða sinn því sá vill ólmur kom- ast heim til eiginkonunnar sem fyrst. Þegar flugvélin ferst fyllist persóna Afflecks samviskubiti og hallar sér að flöskunni. Ári eftir flugslysið ákveður hann að heim- sækja ekkju mannsins sem fórst f slysinu en hana leikur Paltrow. Ekki er að spyrja að því að þeim líst Ijómandi vel hvoru á annað. Paltrow og Affleck hafa haldið PALTROW og Affleck eru kannski ekki alveg jafn náin og á þessari mynd þótt þau séu ennþá vinir. góðu sambandi eftir að þau hættu saman sem þykja undur mikil í Hollywood. Affleck kom meira að segja fram í einum þætti Saturday Night Life sem Paltrow stjórnaði. Þegar Pal- trow hlaut Óskarsverðlaunin fyr- ir hlutverk sitt í Ástföngnum Shakespeare var Ben Affleck einn þeirra sem hún þakkaði í ræðu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.