Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LEITIN AÐ MS GENIÁ ÍSLANDI HVERNIG skyldi það vera að þjást af taugasjúkdómi sem valdið getur skemmd- um á sjón, heyrn og hreyfigetu? Hvernig ætli sjúklingum líði sem losna við einkenni í hægri hendi en lam- ast svo í hægra fæti níu mánuðum síðar? Hvernig ætli það sé að búa við óvissu um hvort eða hvenær næsta áfall ríði yfir, hvort maður verði bundinn við hjólastól? Sem taugasérfræð- ingur hef ég kynnst sveiflukenndum einkennum sjúk- dómsins hjá einstaklingum sem haldnir eru MS. Þeir verða mjög kvíðnir þegar þeir eru greindir, en öðlast svo von þegar langt líður á milli kasta. Það er þeim hvatning að vita að þrátt fyrir allt eru marg- ir einstaklingar með MS lítt eða ekki fatlaðir. Flestir fyllast þó ótta við næsta kast, kvíða því að það verði þungbærara en síðast. MS einstaklingar eru hóflega bjart- sýnir þegar þeir eru settir á nýtt lyf sem vonir eru bundnar við að geti komið í veg fyrir köstin. í hvert sinn sem sjúkdómurinn blossar upp þrátt fyrir þetta nýja lyf, upplifi ég vonbrigði þeirra, þá tilfinningu að ekkert geti hjálpað þeim, og maður á þá ósk heitasta að lyfjaiðnaðurinn geti lagt meii'a af mörkum og uppgötvi eitthvert undralyf sem stöðvi framgang sjúkdómsins. En lyfjaiðnaðurinn þarfnast Ieiðsagnar. Það sem lyfja- framleiðendur þurfa til að finna undralyfið er meiri vitneskja um orsakir MS. Er Islaiul of lítið? Setjum okkur nú í spor þeirra sem gefa blóð úr sér og fjölskyldu sinni, til að hægt sé að rannsaka MS sjúkdóminn sem þeir ganga með, í þeirri von að það stuðli að uppgötvun á orsökum hans. Hvemig er að vera MS sjúklingur og vita að hjá íslenskri erfðagrein- ingu vinna 15 vísindamenn stöðugt að því að leita uppi þau gen, sem valda þessum sjúkdómi - mundum við ekki vona að rann- sóknarstofan væri að nálgast að minnsta kosti eitt þeirra? En hvernig ætli MS sjúklingum hafi fundist að lesa grein dr. AI- freðs Arnasonar í Morgunblaðinu föstu- daginn 12/3 1999 þar sem hann heldur því fram að leit að mein- genum í erfðaefni MS sjúklinga á Islandi sé tímasóun? Til þess sé sjúkdómurinn augljós- lega of flókinn og Islendingar of fáir tO að árangur náist. Hann full- yrðir jafnframt að þar sem hópi breskra vísindamanna hafi alger- lega mistekist að finna vísbending- ar um eitt gen sem gegni lykilhlut- verki í þessum flókna sjúkdómi, sé tilraun okkar hér á Islandi dæmd til að mistakast. Við eigum sem- sagt öll að gefa upp vonina, að hans dómi, vegna þess að tilrauna- stofa á Bretlandi, þessu fornfræga heimsveldi, hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé neitt „að- algen“ sem valdi MS. Sannleikur- inn er sá, að ensku vísindamenn- irnii- byggja leit sína á tiltölulega litlu magni upplýsinga eða 190.000 arfgerðum, brugðið á þann sund- urleita hóp sem byggir Bretland. Til samanburðar má nefna að þetta er sá fjöldi arfgerða sem greindur er á þremur dögum hjá Islenskri erfðagreiningu. Sem Bandaríkjamanni er mér jafn vel ljóst og Islendingum að Bretar eru ekki óskeikulir. Öllum er ljóst að Bretar samanstanda af fleiri þjóðabrotum en flestar nor- rænar þjóðir, þar á meðal Islend- ingar. Það er mjög hagstætt að vinna að erfðarannsóknum á Is- landi, um það þurfa menn ekki að efast. Þetta ætti dr. Alfreð að vera betur ljóst en flestum öðrum, enda starfaði hann með einum af braut- ryðjendum erfðafræðinnar á Is- landi, Ólafi heitnum Jenssyni. Ólafur sýndi fram á forfeðraáhrif (þegar stór hluti sjúklinga hefur sömu stökkbreytinguna í sama geninu) fyrir nokkra sjúkdóma á Islandi, til dæmis íyrir dreyrasýki A, WOsonssjúkdóm og arfgenga heilablæðingu. Rannsóknarhópar á meinafræðideild Landspítalans og hjá Krabbameinsfélaginu áttu þátt í að uppgötva eitthvert besta dæmi sem fundist hefur um for- feðraáhrif, stökkbreytingu í BRCA2 geninu, sem fannst í ís- lenskum einstaklingum með brjóstakrabbamein. En skýrasta dæmið er fjölskyldulægur hand- skjálfti, sem einkennist af skjálfta í höndum og stundum í höfði og rödd. Stór breskur rannsóknar- hópur vann að því um árabil að leita erfðafræðOegra orsaka sjúk- dómsins en tókst ekki að staðsetja hann á litningi. Með góðu sam- starfi við sjúklingana og lækna þeirra, tókst okkur að staðsetja fyrsta skjálftagenið á litningakorti, aðeins fáeinum mánuðum eftir að rannsóknin hófst. Þetta sýnir að stærra þýði þarf ekki endilega að vera betra til slíkra rannsókna, og að sennilegt má tejja að erfða- fræðilegur grandvöllur sjúkdóma sé einfaldari á Islandi en víðast annars staðar. Sem dæmi má nefna að ef tO viH era aðeins tvær eða þrjár orsakir MS eða sykur- sýki á Islandi en gætu verið tíu á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Þetta atriði skiptir máli þegar fengist er við flókinn sjúkdóm á borð við MS sem hleypur oft yfir kynslóðir. Leitin að MS geni á íslandi Fyrir fimm áram hófum við Kári Stefánsson samstarf við John Benedikz, MS félagið, sjúklinga og ættingja þeirra, um að rannsaka orsakir þessa illvíga sjúkdóms. Við byrjuðum rannsóknina í lítilli rannsóknarstofu í Boston en fyrir um það bil tveimur árum fluttum við verkefnið til íslands. Kári hafði sannfært mig um að Island væri einstakur staður til að rannsaka ekki aðeins þennan sjúkdóm held- ur einnig ýmsa aðra. Undanfarin tvö ár hafa fimmtán frábærir vís- indamenn unnið að rannsókn á Jeff Gulcher „í meistara höndum" Graham Johnson píanóleikari í SALNUM Píanóleikarinn heimskunni Graham Johnson heldur nómskeið í SALNUM í Tónlistarhúsi Kópavogs laugardaginn 24. apríl næstkomandi. Nómskeiðið er öllum opið en hann mun leiðbeina söngvurum og píanóleikurum um flutning sönglaga helstu meistara tónlistarsögunnar t.d. Schubert, Brahms, Schumann Wolf o.fl. Nómskeiðið í SALNUM 24. apríl stendur fró kl. 10-13 og 14-17. Væntanlegir þótttakendur (plóss fyrir 12 pör þ.e. söngvara og píanóleikara) hafi samband við SALINN sími 570 0400 eða Jónas Ingimundarson sími 554-6409 fyrir 16. apríl. Þótttökugjald er 5.000 kr. fyrir pariS (söngvara og píanóleikara). Áheyrn kostar 1.500 kr. fyrir allan daginn og 1.000 kr. fyrir hólfan daginn. Valiö verður úr umsóknum um þótttöku. sjúkdómnum hjá íslenski'i erfða- greiningu, og hefur hundraðum milljóna króna verið varið til verk- efnisins. Við höfum verið svo hepp- in að njóta áfram öflugs stuðnings frá MS sjúklingum og fjölskyldum þeirra, svo og frá MS félaginu. An þess mikla stuðnings hefði enginn árangur náðst. En hvaða árangri höfum við náð? Andstætt því sem dr. Alfreð segir, þá höfum við aldrei sagst hafa leyst gátuna um MS eða fund- ið gen sem sannanlega veldur MS, jafnvel þótt umfjöllun blaðamanna innanlands sem utan hafi stundum gefið það til kynna. Blaðamönnum má segja til afsökunar að erfða- ft-æði er ekki einföld vísindagrein, en mönnum má vera ljóst að þegar og ef orsakir MS finnast svo óyggjandi sé, þá verða það stórtíð- indi. Það sem við höfum sagt opin- berlega og með eins skýrum hætti Það er mjög hagstætt að vinna að erfðarann- sóknum á Islandi, segir Jeff Gulcher. Um það þurfa menn ekki að efast. og okkur var unnt er eftirfarandi: (1) Við höfum skilgreint lítið svæði á ákveðnum litningi sem geymir mikilvægt gen sem tengist MS á Islandi og að líkindum einnig hjá öðrum Norður-Evrópubúum. (2) A þessu svæði hafa nú fundist um 5 gen (fleiri gen kunna að vera á svæðinu). Því getum við sagt að við höfum fundið 5 hugsanleg MS meingen. (3) Eitt þessara gena virðist öðram líklegra til að vera helsti orsakavaldur sjúkdómsins vegna þess að í því finnast breyt- ingar í mörgum sjúklinganna. Þrátt fyrir þetta getum við ekki fullyrt að um MS genið sé að ræða vegna þess að sumir úr saman- burðarhópi, sem ekki hafa sjúk- dóminn, hafa einnig þessa breyt- ingu. Því kjósum við á þessu stigi að halda áfram leitinni. Verði hún til lykta leidd hefur afgerandi áfangi náðst í leitinni að orsökum MS. Alfreð Ai-nason hefur spurt hvers vegna við höfum ekki birt neinar af niðurstöðum okkar. Við nútíma erfðafræðirannsóknir tíðkast ekki að birta ái’angur rann- sókna ef þær era á því stigi að eftir er að færa sönnur á stökkbreyt- ingu. Þessi nákvæma samanburð- arleit er hluti af lokaáfanga erfða- fræðilegra rannsókna af þessu tagi. Ef við birtum þessar niður- stöður, væri það eins og að rétta einhverjum veiðistöngina loksins þegar fiskur hefur bitið á. Auk þess kjósum við að svara ýtrastu kröfum við staðfestingu niður- staðna áður en við tilkynnum að við höfum fundið fyrsta genið sem veldur flóknum sjúkdómi. Sjúkdómar á borð við MS, syk- ursýki, legslímuflakk, lungna- þembu, psóríasis, hjartadrep og heilablóðfall sleppa oft úr einni eða fleiri kynslóðum. Yfirgnæfandi lík- ur eru á því að í hverjum þessara algengu sjúkdóma sé arfgengur áhættuþáttur, enda þótt umhverf- isþættii’ komi einnig við sögu. En þar sem þessir sjúkdómar koma ekki endilega fram í hverri kynslóð eins og einfaldir erfðasjúkdómar, era þeir nefndir „flóknir erfða- sjúkdómar". Engum rannsóknar- hópi hefur enn tekist að finna mbl.is stökkbreytingai’ sem valda algeng- ustu formum þessara sjúkdóma. Ekki hefur verið hægt að sýna fram á tilvist eins aðalmeingens með því að beita hefðbundnum erfðafræðilegum aðferðum á sund- urleit þýði. Því hafa tölfræðingar og aðrir vísindamenn ályktað að hver sjúklingur kunni að hafa stökkbreytingar í 5 til 10 „minni háttar genum“. En þar sem spurn- ingum um virkni þessara gena hef- ur ekki verið svarað, er hæpið að álykta að ekki getið verið til „að- algen" sem veldur sjúkdómnum. Hvað sem því líður, er ljóst að að- stæður era einfaldari á Islandi en víðast annars staðar. Þar með er þó ekki sagt að erfðarannsóknir hér séu einfalt mál. Við getum tek- ið undir með Alfreð Arnasyni þeg- ar hann segir að MS sé flókinn sjúkdómur. En við álítum að ann- ars vegar erfðafræðilega einsleit þjóð og hins vegar nýjar aðferðir í mannerfðafræði auki veralega lík- urnar á árangri. Ættum við að hætta að leita ? Alfreð Árnason telur að við ætt- um að hætta að leita að MS geni á íslandi af því að Island sé of fá- mennt og einhver hafi haldið því fram að rannsaka þurfi 1000 systk- inapör með sjúkdóminn. Frá 1945 hafa verið greind um 400 MS til- felli á Islandi. Við höfum verið svo heppin að því sem næst allir núlif- andi MS sjúklingar og fjölskyldu- meðlimir þeirra hafa reynst fúsh’ til að fórna tíma sínum og gefa blóðsýni. Þessi frábæra samvinna er einstök, meiri en við vitum dæmi til annars staðar í heiminum. Með því að nota ættfræðigagna- grann okkar höfum við tengt sam- an fjölda sjúklinga jafnvel margar kynslóðir aftur í tímann. Við get- um þannig tengt þremenninga og fjórmenninga sem í mörgum tilvik- um þekkjast ekki, hvað þá að þeim sé ljóst að þeir hafi sama sjúkdóm. Þvínæst spyrjum við: hvaða erfða- mörk hafa sömu arfgerð hjá þessu fólki? Hin nýja rannsóknaraðferð, sem beitt er hjá Islenskri erfða- greiningu, felst í því að nota ætt- fræðiupplýsingar í tengslum við mælingar á arfgerðum einleitrar þjóðar, og við trúum því að þróun þessarar aðferðar eigi eftir að valda byltingu í rannsóknum á sjúkdómum. Hún er miklu öflugri en gamla aðferðin, að safna hund- raðum systkinapara með sama sjúkdóm meðal sundurleitra þjóða. Visindamenn sem starfa í öðram löndum eiga erfitt með að beita okkar aðferð vegna þess að þeir hafa ekki eins miklar ættfræðiupp- lýsingar og við. Þess vegna má segja að við sé- um bjartsýn á að geta sýnt mönn- um á borð við Alfreð Arnason, og keppinautum okkar erlendis, að efasemdir þeirra eigi ekki við rök að styðjast. Að sjálfsögðu er ekki gengið að neinum lausnum vísum í erfðarannsóknum, en hefðbundnar aðferðir hafa ekki alltaf staðist væntingar manna. Við viljum ein- faldlega nota nýjar nálganir. En skiljanlega getur verið erfitt fyrir framverði hefðbundinnar erfða- fræði að sætta sig við að nýjar nálganir gagnist þar sem þeirra aðferð brást. En það afsakar ekki hvernig Alfreð Arnason gerir lítið úr bæði kappi íslenskra vísinda- manna og vonum samstarfsfúsra sjúklinga. Við verðum að vona að Alfreð muni í framtíðinni sýna sjúklingum og aðstandendum þeirra meiri nærgætni og hugsi sig tvisvar um áður en hann fullyrðir að rannsóknir hafi lítinn tilgang, einkum þegar orð hans byggjast á ófullnægjandi skilningi á nútíma erfðafræði og rökum rannsóknar- hópa sem hefur ekki tekist að finna staðsetningu MS gens á litn- ingi. Sjúklingar eiga betra skilið frá vísindamönnum. Jeff Gulcher er franikvæmda- stjóri rannsóknasviðs hjá Islenskri erfðagreiningu. Árni Sigurjónsson íslcnskaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.