Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 27

Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Akstursgjald hækkað þrisvar á tæpu ári Viðmiðun- argrunni breytt PERÐAKOSTNAÐARNEFND hefur á tæpu ári hækkað aksturs- gjald, oft nefnt kílómetragjald, ríkis- starfsmanna og ríkisstofnana um 5,5%. Að sögn Sigríðar Vilhjálms- dóttur, ritara ferðakostnaðarnefnd- ar, er hækkunin tilkomin vegna end- urskoðunar nefndarinnar á viðmið- unargrunni gjaldsins. Akstursgjaldið, skiptist í þrjá flokka, almennt-, sérstakt- og tor- færugjald og fer það lækkandi eftir því sem meira er ekið. Prá því í maí á síðasta ári hefur gjaldið hækkað þrisvar, þ.e. hinn 1. júní og 1. nóvember í fyrra og svo 1. mars á þessu ári og nemur hækkun- in um 5,5%, eins og áður kom fram. Almennt gjald, sem miðast við akst- ur á malbikuðum vegum, er nú 38,20 krónur á kílómetrann fyrir akstur upp að 10.000 kílómetrum á ári, fyrir akstur frá 10.000 upp í 20.000 km er það 34,40 krónur á kílómetrann og fyrir akstur umfram 20.000 km er gjaldið 30,55 krónur á kílómetrann. Við útreikning á sérstöku gjaldi, sem á við akstur á malarvegum utan- bæjar, skal bæta við 15% álagi á al- menna gjaldið og við útreikning á tor- færugjaldi, sem miðast við sérstak- lega erfíðar akstursaðstæður, skal bæta við 45% álagi á almenna gjaldið. ------------------ Minkur áberandi í Meðallandi Hnausum í Meðallandi. Morgunblaðið. NÚ ERU páskarnir liðnir og kom hér ekkert páskahret. Það var messað í kirkjunum og ferða- mennskan í líku formi og venju- lega á páskum. I hlýindunum undanfarna daga liefur snjórinn horfíð að mestu en vegir eru víða blautir og illa famir. Er nú svo komið að langir kaflar eru orðnir ófærir fólksbílum vegna foræðis. Ef ekki breytir um veður gæti þetta ástand orðið langvar- andi og nú líður að kosningum. Minkur hefur verið all áberandi í vetur og tók toll af hænunum hjá Þóri bónda á Efri-Ey. Skildi eftir fjórar þær elstu og líklega talið verra í þeim blóðið. Er heimilið nú ekki eins vel varið og áður því Döddi, gamli, stóri, flekkótti fresskötturinn er nú genginn á vit forfeðranna. Hann drap mink þar á hlaðinu og birtist mynd af hon- um í Morgunblaðinu af því tilefni. Nokkuð er komið af farfuglum, álftir, gæsir, lómar, tjaldar, skóg- arþrestir og mýrispýtur og þeirra vegna væri gott að ekki yrði mik- ið úr hrafnahretinu sem verður meira að segja samkvæmt spá veðurstofunnar. En samkvæmt þjóðtrúnni á hrafninn að verpa níu nóttum fyrir sumar. -------------- Hugleiðingar um uppruna ís- lenzkra r-stofna DR. GUÐRÚN Þórhallsdóttir, dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Is- lands, flytur fyrirlestur í boði íslenska málfræðifélagsins mánudaginn 12. aprfl kl. 17:15 í stofu 423 í Amagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Alfóðr og aðr- ir feður: Hugleiðingar um uppruna og sögu íslenzkra r-stofna“. Guðrún Þórhallsdóttir lauk BA- prófi í almennum málvísindum og ís- lensku frá Háskóla íslands árið 1984. Hún stundaði framhaldsnám við Cornell-háskóla í Bandai-íkjunum og kenndi forníslensku samhliða námi. Guðrún lauk þaðan MA-prófi (1988) og doktorsprófi (1993) í málvísindum með indóevrópska og germanska samanburðarmálfræði sem sérsvið. Doktorsritgerð hennar fjallaði um þróun hálfsérhljóðsins *j í frumger- mönsku og forngermönskum málum, einkum í stöðunni á milli sérhljóða. SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 27 Reiki- námsheið Hópheilun og kvnning verður í Norræna húsinu miðvikudaginn 14- apríl nk. kl. 19.30. Aðgangseyrir kr. 500. Reiki I Og II verður 17. og 18. apríl frá kl. 13.00 til 19.00. Verð kr. 20.000. Karuna-Reiki I op II verður 24. apríl. Verð kr. 10.000. Karuna-Reiki er yfirbygging á hefðbundið Usui-Reiki. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa áður tekið Reiki II. Kerfið er með 9 frábærum táknum og vígslum. Mörgum finnst Karuna-Reiki kröftugra en Usui-Reiki. Reikimeistaranámskeið verður 25. apríl, frá kl. 10.00 til 18.00. Verð kr. 30.000. Eins og í Karuna er nauðsynlegt að hafa áður tekið Reiki II hjá einhverjum reikimeistara. Með táknum og vígslu reikimeistara færðu aðgang að orku á hæstri ttðni og lærir að vígja aðra. Bergur Bjömsson, reikimeistari, hefur unnið með Reiki t 10 ár. Hann hefur kennt meirihluta núverandi reikimeisturum hér á landi, sem og í Danmörku og Noregi. Bergur er ekki meðlimur t' Reikisamtökum Islands. Hann er því óháður með tilhögun og verðlagríingu kennslu. Upplýsingar í síma 898 0277 • ..........1.1111—1. ■ i.i ■ BOURJOIS -- P A R I S - Kymihiv á myj u vom og Snyrtifræðingur veitir faglega ráðgjöf. mánudag kl. 13-11 LYFJA Lágmúla þriðjui & LYFJA 13-18 miðvikudag kl. 13-18 Hafnarfírði LYFJA Kópavogi ■■■■ Glæsilegur varalitapensill fylgir kaupum á tveimur hlutum í línunni. imperial ctvgzjo Nicam stereo, ísl. textavarp, Black Matrix myndlampi, 2 Euro Scattengi, S-VHS inngangur, Fullkomin fjarstýring, Sjálfvirk stöðvaleitun, Stórir hljómmiklir hátalarar að framan, Allar aðgerðir á skjá, Heyrnatólatengi. egt tæki á góðu verði jvið emm ^lmúiomeap flrmúía 38- Sími 5531133 UMÐOÐSMENN UM LAND ALLT:Reykjavík: Heimskringlan-Hcrfnoiflörður: Rofbúð Skúla-Grindavik: Rafborg hf.-Keflavik: Sónar-Akranes: Hljómsýn-Borgames: Kaupfélog Dorgfirðinga Hellissandur: Ðlómsturvellir-Slykkishólmur: Skipavlk-Blönduós: Kaupfélog HúnvetningaHvamsfangi: RafelndaþjónusraOddsSlgurðssonar-Sauðáikiókur: Skagfiröingabúð Búðardalur: Verslun Einars 5refánssonar - ísafjörður: Frummynd -Siglufjörður: Rafbær-Akureyri: Bókval/Ljósgiafinn-Húsavik: ÓmurVopnafjöröur: Vetslunin Kauptún-Egilsstaðlr: Raféind Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjörður: Rafvitkinn-Seyðlsljörður: Tumbræður-Hella: Gilsá -SeHbss: Radíórás-Portákshöfn: Rás-Vestmonnoeyjor: Eyjarodió

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.