Morgunblaðið - 11.04.1999, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðmundur Ás-
geirsson pípu-
lagningameistari
fæddist á Höfn í
Homafirði 15. júlí
1919. Hann lést á
Landspitalanum að
morgni skírdags
sfðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ásgeir Guðmunds-
son, byggingameist-
ari, söðlasmiður og
skósmiður, f. 25.4.
1894, d. 20.7. 1986,
og Soffía Ragnhild-
ur Guðmundsdóttir, f. 6.6. 1888,
d. 23.7. 1971, sem vora búsett á
Höfn í Hornafirði. Guðmundur
átti eina systur, Katrínu, d. f.
21.6. 1918, d. 30.6. 1993 . Katrín
var gift Sigurði Lárussyni, f.
1918, og bjuggu þau á Höfn í
Hornafirði.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
mundar er Ingibjörg Jóna Jóns-
dóttir fædd, á Vatneyri við Pat-
reksfjörð 15. júlí 1919. Þau giftu
sig 15. júlí 1944. Börn þeirra eru
1) Ásgeir, f. 10.1. 1947 tækni-
fræðingur, kvæntur Guðrúnu
Ulfhildi Örnólfsdóttur og er
sonur þeirra Guðmundur, f.
1978. 2) Jóna Ingibjörg, f. 18.1.
1948 hjúkrunarfræðingur, var
gift Kristjáni Ingvarssyni verk-
fræðingi og börn þeirra eru
Trausti Þór, f. 1970, Araar
Helgi, f. 1972 og Bergíind Sól-
veig, f. 1983. 3) Soffía Ragnhild-
ur, f. 17.9. 1949 hjúkrunarfræð-
ingur, gift Ólafi Jónssyni, við-
skiptafræðingi og ráðgjafa,
Guðmundur Ásgeirsson pípu-
lagningameistari ólst upp í Guð-
mundarhúsinu á Höfn í Homafirði
ásamt Katrínu, einkasystur sinni,
en hún Iést 30. júní 1993. Guðmund-
ur hefði orðið áttræður í sumar ef
honum hefði enst líf.
Þá var Höfn í Hornafirði að slíta
barnskónum ef svo mætti segja, og
leiða má að því líkur að Guðmundur
hafi verið sextugasti íbúinn á Höfn,
en samkvæmt heimildum úr Sögu
Hafnar í Hornafirði bjuggu 60
manns á Höfn árið 1919 og þá voru
íbúðarhús staðarins aðeins sjö tals-
ins.
Sá er þetta ritar vill með þessum
fátæklegu orðum kveðja Mumma
frænda eins og hann var jafnan
kallaður og þakka fyrir þá samleið
sem ég og fjölskylda mín höfum átt
með honum og Ingu og allan góðan
greiða sem þau hafa gert okkur.
Við skulum nú hverfa aftur í tím-
ann og nemum staðar á stéttinni
fyrir framan Guðmundarhúsið á
Höfn í Hornafirði. Þar er vor í lofti
og sólin skín, undurfagtu- fjalla-
hringurinn umvefur litla þorpið,
sem baðar sig í lognkyrrðinni, á
hólnum fyrir aftan okkur trónir
vindrellan, en hún bærist ekki í
logninu. Á stéttinni er margmenni
og greinilegt er að eitthvað stendur
tíL
Eg legg við hlustirnar og athuga
hverjir eru þar og greinilega er þar
allt heimilisfólkið í Guðmundarhús-
inu samankomið, þau Guðmundur
Sigurðsson langafi, Sigríður Jóns-
dóttir langamma, Ásgeir Guð-
mundsson afi, og Soffía Guðmunds-
dóttir amma, Aldís Sveinsdóttir
vinnukona, Katrín mamma og
Mummi frændi, hann er prúðbúinn
og augsýnilega að fara í ferðalag,
en það voru tíðindi í þá daga þegar
ungir menn hleyptu heimdragan-
um. Þarna voru allir samankomnir
að kveðja Mumma, sem nú var að
leggja upp í eina sína fyrstu ferð að
heima. Ferðinni var heitið um borð
í strandferðaskip og þaðan til
Akureyrar, þar sem Mummi ætlaði
sér að nema trésmíði, en ekki tókst
að útvega honum meistara í þeirri
iðngrein svo hann varð að láta sér
lynda að hefja nám í pípulögnum,
sem svo varð hans ævistarf. I þá
daga gátu skip ekki lagst að
böra þeirra eru
Margrét, f. 1974,
Jón Þór, f. 1977,
Björg, f. 1979 og
Ólafur Ragnar, f.
1985. 4) Guðmundur
Karl Benedikt, f.
13.1. 1957 tölvunar-
fræðingur, í sambúð
með Bippe Mork
innanhússarkitekt,
böra þeirra eru
Hulda Fjóla, f. 1983
og Katrín Lilja, f.
1986 _og sonur Bippe
er tílfar Máni, f.
1977. 5) Þórann Björg, f. 13.4.
1959 innanhússarkitekt, gift
Runólfi Smára Steinþórssyni
dósent og börn þeirra era Stein-
þór, f. 1986, Hrafnhildur Anna,
f. 1991 og Valgeir Steinn, f.
1994. Runólfur Smári á einnig
dótturina Helgu Rún, f. 1979.
Guðmundur ólst upp á Höfn í
Hornafirði. Hann stundaði nám
í pipulögnum á Akureyri í fjög-
ur ár, lauk sveinsprófi í grein-
inni og ávann sér meistararétt-
indi. Guðmundur hóf störf hjá
Hitaveitu Reykjavikur 1944. Ár-
ið 1960 flutti hann sig um set og
tók við starfi lagerstjóra hjá
Vatnsveitu Reykjavíkur og
gegndi því starfi þar til hann
fór á eftirlaun 1979. Samhliða
þessum störfum starfaði Guð-
mundur sjálfstætt sem pípu-
lagningameistari.
títför Guðmundar fer fram
frá Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 12. apríl, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
bryggju á Höfn og því þurfti að sel-
flytja fólk og vörur á uppskipunar-
bátum og á vélbátum. Ásgeir afi fór
nú með syninum um borð í bátinn
og fylgdi honum til skips, nærri má
nú geta að hann hafi lagt honum
lífsreglurnar á leiðinni, og vafalaust
gert honum grein fyrir þvi að nú
væri hann orðinn sjálfs sín ráðandi.
Sjálfsagt hefur þá strax vantað hjá
Ásgeiri afa að geta tjáð tilfinningar
sínar og svo mun einnig hafa verið
með Mumma. Þeir áttu það sameig-
inlegt að virka harðir og oft og tíð-
um „töff‘ eins og sagt er í dag, en
mjúkir inni við beinið og það sótti á
eftir því sem aldurinn færðist yfir
þá.
Eftir nokkurra daga siglingu
kom Mummi svo til Akureyrar og
þar tóku á móti honum Snorri og
Adda, systkini Ásgeirs afa, og ef-
laust einnig Guðmundur frændi frá
Þinganesi, svo ekki var nú í kot vís-
að þar nyrðra. Viðbrigðin voru mik-
il að koma frá litlu Höfn í þennan
stóra bæ, sem var með dönsku yfir-
bragði og rétt eins og hann væri
staddur í kóngsins Kaupmanna-
höfn, hellulögð stræti og mikil um-
ferð gangandi og ríðandi fólks og
fjöldi verslana.
Mummi undi sér vel á Akureyri
og lauk þar skólagöngu sinni sem
pípulagningamaður. Fljótlega að
loknu námi hélt hann til Reykjavík-
ur til starfa við iðn sína og starfaði
allt sitt líf í faginu, oft sem verktaki
í stórum og smáum verkum, en
lengst af vann hann sem lagerstjóri
hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Þar
var honum trúað fyrir stórum og
smáum veituframkvæmdum í ört
vaxandi höfuðborg landsins.
Skömmu eftir komuna til
Reykjavíkur fann hann ástina sína,
Ingibjörgu Jónsdóttur, sem ættuð
er frá Patreksfirði, en svo hagar til
að hún er fædd sama dag og ár og
Mummi, þau gengu í hjónaband 15.
júlí 1944 og hafa gengið saman í
gegnum súrt og sætt síðan. Börnin
þeirra eru Ásgeir tæknifræðingur,
Jóna Ingibjörg hjúkrunarfræðing-
ur, Soffía Ragnhildur hjúkrunar-
fræðingur, Guðmundur Karl Bene-
dikt tölvunarfræðingur, og Þórunn
Björg innanhússarkitekt, barna-
börnin eru orðin 11.
Þau Mummi og Inga byggðu sér
myndarlegt hús við Sörlaskjól 70 í
Reykjavík og áttu þar glæsilegt og
gott heimili. Þar ræktuðu þau garð-
inn sinn í orðsins fyllstu merkingu.
Garðurinn var þeim yrkisefni öllum
stundum, óhætt er að fullyrða að
Inga hefur „græna fingur“ svo vel
hefur henni tekist til með garðinn
sinn, sem er prýddur ótal skraut-
jurtum, Mummi byggði þar einnig
gróðurskála og þar dunduðu þau
sér við að rækta suðræna ávexti;
svo sem vínber, epli, fíkjur og fl. I
garðinum okkar Guðrúnar er epla-
tré sem Mummi sáði til í húsinu
sínu og færði okkur að gjöf. Það lif-
ir góðu lífi, en hefur engan ávöxt
borið og gerir væntanlega ekki
svona utan dyi-a.
Stundum var eins og tíminn væri
í takt við Mumma, hann virtist ekk-
ert þurfa að flýta sér og átti það til
að gleyma sér bókstaflega í spjalli
um heima og geima, einkum í
spjalli um andleg og óskýranleg
fyrirbæri. Hann vitnaði til dæmis
oft í sjáandann heimskunna Edgar
Cayse, honum fannst ég illa lesinn í
þessum fræðum. Mummi hafði
einnig mjög gaman af ferðalögum
og setti sig gjarnan vel inn í sögu
og náttúru landsins. Hann tók mik-
ið af myndum og eignaðist manna
fyrstur ljósmyndavél, hann var
nefnilega með lúmska tækjadellu.
Flestar þær gömlu myndir sem til
eru í fjölskyldunni eru ættaðar frá
Mumma. Man ég þar einkum eftir
myndum sem teknar voru í Vík í
Lóni, af okkur Ásgeiri syni hans og
Mumma bróður mínum, en við vor-
um þar í sveit sem ungir drengir í
mörg sumur í góðu yfirlæti.
Mummi hafði áhuga á bókmennt-
um og listum og eignaðist nokkurt
heimilisbókasafn. Þegar stund
gafst milli stríða sat hann gjarnan
með bók í hendi og las sér til fróð-
leiks. Ég hygg að þessi bókaáhugi
sé ættaður úr Guðmundarhúsinu,
æskuheimili Mumma, en Guðmund-
ur Sigurðsson langafi stundaði bók-
sölu á heimili sínu allt til ársins
1940.
Síðustu ár ævinnar voru Mumma
erfið. Heilsa og þrek gáfu eftir og
ellikerling tók völdin og sótti í göm-
ul meiðsli og kaun. Nú er Mummi
allur, en minning lifir í hjörtum
okkar hvers um sig. Mummi var
ekki allra en þeim sem hann tók var
hann góður.
Við fjölskylda mín vottum Ingu
og öllum börnunum samúð og hin-
um látna samferðamanni virðingu.
Ég er þess fullviss að þeir ættingj-
ar og vinir Mumma sem kvöddu
hann forðum daga á stéttinni fyrir
framan Guðmundarhúsið á Höfn
taka nú á móti honum opnum örm-
um eftir ferðalagið langa hér á jörð.
Hilmar Sigurðsson.
Mig langar að minnast fáeinum
orðum tengdafóður míns Guðmund-
ar Ásgeirssonar. Leiðir okkar lágu
saman þegar ég kynntist yngstu
dóttur hans, Þórunni Björgu. Það
var fyrir tæpum 16 árum.
Guðmundur birtist mér sem
ósérhlífinn og fómfús maður. Hann
var sterkur, vinnusamur og lagði
kapp á að búa fjölskyldu sinni gott
og vel búið heimili. Hann var metn-
aðarfullur fagmaður, einstaklega
handlaginn og góður smiður. Hann
var vandvirkur og handverk hans
ber honum fagurt vitni.
Guðmundur og Ingibjörg, eftir-
lifandi eiginkona hans, hafa alla tíð
borið hag fjölskyldu sinnar fyrir
brjósti og lagt sig fram við að fylgj-
ast með og aðstoða eftir mætti börn
sín, tengdabörn og barnabörn. Öll
börnin, utan eitt, hófu búskap sinn í
risinu hjá þeim. Ég á góðar minn-
ingar um einstaka alúð og gestrisni
þeirra hjóna þann tíma sem við
Þórunn Björg bjuggum í Sörla-
skjólinu og fyrsta bamið okkar átti
sín fyrstu spor í skjóli þeirra hjóna.
Skjólið er enn á sínum stað og núna
er eitt barnabarnið að hefja búskap
sinn þar.
Guðmundur miðlaði gjarnan af
reynslu sinni og mér eru minnis-
stæðar frásagnir hans af hornfirsk-
um hestum. Bestu stundir okkar
áttum við á þessum vetri þegar ég
leitaði í smiðju hans í tengslum við
viðhald og standsetningu á hest-
húsinu mínu. Þrátt fyrir veikindi
fylgdist hann grannt með þeim
verkum sem vinna þurfti. Hann var
oft fyrri til að hringja og velta upp
hugmyndum að því sem gera mætti
og þegar að standsetningunni kom
hafði hann á orði, í mikilli einlægni,
að verst þætti honum að geta ekki
hjálpað mér við smíðarnar.
Á kveðjustundu lít ég yfír farinn
veg með bæði þakklæti og söknuði.
Þakklæti fyrir þær samverustundir
sem við Guðmundur áttum og sökn-
uði vegna þess að hafa ekki náð að
nýta betur tækifærin sem gáfust til
samskipta.
Blessuð sé minning Guðmundar
Ásgeirssonar.
Runólfur Smári Steinþórsson.
Elsku afi. Nú ferðastu á nýrri
grund, nýtt ævintýri er hafið. Einu
sinni sagðir þú mér frá þvi að er
faðir þinn lá veikur á Höfn í Horna-
firði, hefði meðvitund þín ferðast
austur og heimsótt hann í herberg-
ið hans á vistheimilinu. Síðar er
faðir þinn var látinn fórstu í holdinu
á Höfn og heimsóttir vistheimilið
með móður minni. Er á vistheimilið
var komið gekkst þú rakleitt að
herberginu.
Þessi reynsla þín sannfærði þig
enn frekar um að tilvera vitundar
er ekki háð holdinu.
Þegar þú sagðir mér þessa sögu
varstu búinn að vera mjög veikur í
langan tíma, og þótt það sé lær-
dómsríkt að lifa í veiku holdi þá er
það um leið mjög erfitt, svo ég
spurði hvort þú hlakkaðir til að yf-
irgefa þennan heim en þú varst nú
ekkert á því.
Ég samgleðst þér, því fyrir mér
ertu ekki farinn, heldur kominn
heim.
Þinn dóttursonur,
Jón Þór Ólafsson.
Elsku afi, því miður á ég ekki
margar minningar með þér, en þær
sem ég á eru góðar.
Ég man einu sinni þegar ég sat
við hliðina á þér í Sörlaskjólinu og
þú varst að segja mér frá liðinni tíð,
þegar þú varst strákur á Höfn,
hvernig lífið var þá og hversu at-
orkusamir þú og vinir þínir voru,
alltaf úti um allt á fullu að bardúsa
eitthvað. I þetta sama skipti sagðir
þú þér frá því að barnaskólamennt-
unin hefði einungis verið mánuður
á vetri í nokkra vetur. En þið lærð-
uð ýmsar aðferðir í hugarreikningi
sem eru ekki kenndar núna í skól-
um því nú höfum við vasareikna.
Mér er mjög minnisstætt hvað
þú varst ætíð hress í anda og viður-
kenndir aldrei hversu veikur þú
varst í raun. Jafnvel þegar ég heim-
sótti þig nýlega á spítalann mikið
veikan og andstuttan, þá svaraðir
þú mér, þegar ég spurði þig hvern-
ig þér liði: „Það er ekkert að mér,
ég hef aldrei verið veikur." Þetta
viðhorf þitt, þrjóskan þín, hefur
vafalítið haldið þér hér hjá okkur
lengur en ella. Þú gafst aldrei upp á
meðan þú gast með nokkru mótið
dregið andann. Þrjóska getur líka
verið kostur.
Núna þegar ég heimsæki ömmu í
framtíðinni mun sófinn, sem þú lást
alltaf í, vera tómlegur og það verða
mikil viðbrigði fyrir ömmu að hafa
þig ekki þar til að færa þér mat og
annað sem þig vanhagaði um. Ég
og við öll munum sakna þín á
gamlárskvöld þegar fjölskyldan
kemur öll saman.
Kvöldið áður en þú kvaddir kom-
um við fjölskyldan í heimsókn til
þín upp á spítala. Ég kom í raun til
að kveðja þig. Ég vissi að þetta
yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig
hérna megin. Þú varst sofandi
þann tíma sem við vorum hjá þér.
Ég fékk þó tækifæri til að halda í
höndina á þér og kyssa þig bless.
Sjúkrahúsprestur kom líka inn og
við áttum öll saman litla bæna-
stund, sorglega en samt yndislega
og ég er mjög þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga þessa stund með þér
og ömmu.
Gangi þér allt í haginn, afi minn.
GUÐMUNDUR
ÁSGEIRSSON
Ég veit að þér líður vel þar sem þú
ert núna. Laus við þau höft sem lík-
aminn setur okkur.
Björg.
Langri ferð sem hófst fyrir tæp-
um áttatíu árum lauk á skírdag.
Hornafjörður, fæðingarsveit Guð-
mundar heitins frænda míns, er af
mörgum talinn einn fallegasti stað-
ur landsins. Þar átti Guðmundur
sín æskuspor, einkasonur góðra
foreldra. Þau áttu einnig stúlku,
Katrínu, einu ári eldri. Hún andað-
ist árið 1993.
Ég tel að bæði hinar fallegu
æskuslóðir og ættargeirinn frá
Þinganesættinni, sem við af þeirri
ætt teljum mjög sérstakan, hafi
mótað líf og störf Guðmundar.
Hann var mjög handlaginn og
einnig var hann fagurkeri sem kom
ekki síst fram í einstaklega fallegu
heimili sem þau Ingibjörg mótuðu
saman af smekkvísi. Guðmundur
hafði gaman af vel gerðum falleg-
um hlutum, safnaði bókum og átti
gott bókasafn og var vel lesinn.
Handlagnin kom vel fram í starfi
hans og var hann afbragðs fagmað-
ur í iðn sinni. Blómagarðurinn við
hús þeirra hjóna bar eigendum sín-
um gott vitni, sérstaklega á þeim
árum sem þau bæði voru við góða
heilsu.
Söngmaður var hann góður og
saman áttum við þátt í stofnun
Söngfélags Skaftfellinga. Margar
góðar minningar eru frá þessum
árum í tengslum við kórinn. Og-
leymanleg er ferð þegar kórinn
söng við opnun hringvegarins aust-
ur um sanda. Guðmundur ók þá
nýjum bíl sínum. Hann var góður
bflstjóri og þurfti auðvitað að sýna
hve fljótt við kæmumst austur. Ég
hef aldrei síðan farið þessa leið á
skemmri tíma, enda er slíkur
ferðamáti kannski ekki til eftir-
breytni.
Guðmundur átti í mörg ár við
nokkra vanheilsu að stríða og fór
hann í margar spítalalegur og að-
gerðir en alltaf reis hann upp aftur
eins og ekkert væri. Eflaust fór
hann offari í þeim málum en hann
var vinnusamur maður. Síðustu ár-
in voru honum erfið og hygg ég að
hann hafi að síðustu verið orðinn
sáttur við að setja lokapunktinn í
lífsbók sína og ganga til móts við
skapara sinn og hitta aftur ættingja
og vini, því í hjarta sínu var hann
trúmaður.
Guðmundur skilar góðu lífsstarfi
en stærsti fjársjóður hans var góð
eiginkona og vinur sem annaðist
hann af nærgætni og hlýju í veik-
indum hans. Börnin og barnabörnin
þeiraa öll eru einnig sá fjársjóður
sem á eftir að skila góðum vöxtum
á komandi árum. Synir mínn- minn-
ast og þakka hin mörgu áramót
sem fjölskylda okkar átti með
frændfólkinu í Sörlaskjólinu. Við
biðjum þess heilshugar að algóður
Guð gefi frænda góða fylgd á veg-
um almættisins og þökkum honum
samfylgdina. Hjartanlegar samúð-
arkveðjur til Ingu og fjölskyldunn-
ar allrar.
Orn Þór Karlsson,
Soffía og synir.
Jæja, núna heldur ferðin þín
áfram og nú veist þú eitthvað nýtt
sem ég veit ekki. Ékki ennþá alla-
vega. Manstu eina uppáhaldsstund
sem ég átti með þér, þegar þú rifj-
aðir upp með mér söguna þína og
við röbbuðum lengi saman? það var
svo gaman að heyra hvernig líf þú
hafðir átt og hvernig tímarnir voru
hjá þér og ömmu, þá lærði ég
margt sem ég vissi ekki áður, ég er
mjög þakklát fyrir þá stund. Það er
eitt sem ég vil koma til skila til þín
og reyndi það nú undir það síðasta
áður en þú fórst og fæddist, von-
andi tókst mér það. En það er að
snúa alltaf í beina átt að ljósinu og
snúa þér aldrei við, lifa í ljósinu, því
þá eru skuggarnir ekki. þetta er
það mikilvægasta sem ég vil segja
við þig.
Vegni þér vel um alla framtíð.
Þín „frænka",
Margrét.