Morgunblaðið - 11.04.1999, Side 14

Morgunblaðið - 11.04.1999, Side 14
14 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ■ RÓBERT Julian Duranona var valinn í lið vikunnar í Handball Woehe í þriðja skipti, eftir að hann átti mjög góðan leik með Eisenach gegn Wuppertal. ■ KARL Karlsson, fyrrverandi leikmaður með Fram í handknatt- leik, sem var markakóngur danska liðsins Nyborg IF sl. keppnistímabil með 136 mörk, er genginn til liðs við 1. deildarliðið HF Odense, sem Bent Nyegaard þjálfar. Odense hefur áhuga að fá íslenska leikmenn til liðs við sig. ■ LEÓ Örn Þorleifsson, leikur ekki með KA næsta vetur. Leó ætlar að flytja til Reykjavíkur þar sem hann hyggur á nám í lögfræði við Há- skóla Islands. Norðanmenn leita nú að leikmönnum fyrir næsta tímabil. ■ CHE Bunce leikur með Breiða- bliki í efstu deild í knattspyrnu í sumar. Che, sem er Ný-Sjálending- ur, lék með liðinu í 1. deild í fyrra. ■ GÍSLI Sveinsson, markvörður í knattspymu, sem gekk til liðs við Islands- og bikarmeistara ÍBVI vet- ur frá Þór, er farinn frá liðinu og genginn í raðir Tindastóls. í staðinn hafa Eyjamenn fengið Kristin Guð- brandsson frá Val, og verður hann varamaður Birkis Kristinssonar, landsliðsmarkvarðar sem einnig er móðurbróðir Kristins. ■ GERHARD Aigner, fram- kvæmdastjóri Alþjóða knattspymu- sambandsins, FIFA, telur að leik- menn eigi að gangast undir dómara- próf áður en þeir skrifa undir sinn fyrsta atvinnusamning. Hann segir að leikmenn geti þannig gert sér grein fyrir hve starf dómara er erfitt. ■ PAUL Jones, markvörður Sout- hampton, er líklega úr leik það sem eftir er keppnistímabilsins. Jones meiddist í baki er hann æfði með velska landsliðinu fyrir leik gegn Sviss í EM. Southampton á í harðri fallbaráttu og má vart við að missa Jones það sem eftir er tímabilsins. ■ WILLEM Korsten, sem hefur verið í láni hjá Leeds undanfama mánuði, verður liklega keyptur til enska liðsins frá hollenska liðinu Vitesse Araheim á næstu vikum. Talið er að kaupverðið verði tæpar 200 milljónir íslenskra króna. ■ ZIEGE hefur m.a. verið orðaður við Herthu Berlúi en hann lék sem kunnugt er með Bayem Miinchen áður en hann fór til Mílanó. ■ BRASILÍSKI knattspymumað- urinn Claudio Reyna hjá Wolfsborg kom félögum sínum í opna skjöldu, þegar hann ákvað að skrifa undir samning við Glasgow Rangers. „Það var að hrökkva eða stökkva," sagði Reyna. „Tilboð Rangers var svo gott að því var ekki hægt að hafna.“ ■ WOLFSBORG var með Reyna á leigu frá Leverkusen. Wolfsburg fær 60 milljónir ísl. króna en Leverkusen 100 millj. ísl. kr. fyrir söluna. Sjálfur fær leikmaðurinn 420 millj. ísl. kr. fyrir fjögurra ára samning. Það var frekar talið að Reyna færi til Suður-Evrópu þar sem hann hefur margsagt að lofts- lagið í Þýskalandi væri of kalt fyrir sig. ■ REYNA æfir enn með Wolfs- burg, þar sem hann hefur ekki fengið atvinnuleyfi í Skotlandi. ■ ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Christian Ziege mun ekki leika með AC Miian næsta vetur. Þetta til- kynnti þjálfari liðsins á blaða- mannafundi um helgina. „Ziege heimtar fasta stöðu á vellinum og vill ekki leika það hlutverk sem ég ætla honum,“ segir Alberto Zaccheroni þjálfari. „Ég er með tuttugu og fimm atvinnumenn í lið- inu og ef allir heimtuðu fastar stöð- ur væri ég í vondum málum.“ vinnur Rosenborg í áttunda sinn í röð? HELGI Sigurðsson tryggði Stabæk sigur í bikarkeppninni sl. keppnistímabil - hér fagnar hann sigurmarki sínu á Rosemborg, 1:0. KEPPNI í norsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu hefst í dag og veðja flestir á að meistarar undanfarinna sjö ára, Rosen- borg frá Þrándheimi, verji titil sinn eitt árið enn. Liðið hefur ekki misst neinn leikmann frá því í fyrra og hafa leikmenn þess yfir gífurlegri reynslu að ráða sem hefur skipað þeim á stall meðal bestu félagsliða Evrópu. Helsta breytingin frá því í fyrra er sú að þjálfarinn Nils Arne Eggen er kominn á ný til starfa eftir eins árs leyfi. Hann er maðurinn á bakvið ótrú- lega sigurgöngu félagsins síð- ustu ár. Eggen tók við liðinu 1988 ■■■■■■■ og hefur gert það að Einar stórveldi bæði í Nor- Guðmundsson egj 0g Evrópu. Árni skrifarirá Gautur Arason landsliðsmarkvörður leikur með liðinu og var varamark- vörður í fyrra en í æfingaleikjunum í ár hefur hann leikið jafn mikið og hinn 33 ára gamli Jöm Jamtfall sem hefur verið aðalmarkvörður undan- farin ár. Það skýrist ekki fyrr en í dag hvor verður aðalmarkvörður í sumar. Molde Molde hafnaði í öðru sæti í fyrra og á kannski enn meiri möguleika á að skjóta Rosenborg ref fyrir rass. Liðið er frekar ungt en bráðefnilegt og hefur haldið öllum sínum leik- mönnum frá því í fyrra. Það leikur hraða og skemmtilega sóknarknatt- spymu. Styrkurinn liggur í mjög góðum miðjuleikmönnum sem hafa yfir góðri tækni að ráða og sterkum miðframherja, Andreas Lund. Molde hefur mjög sterka bak- hjarla í milljónamæringunum Kjell Inge Rökke og Björn Rune Gjeldst- en sem eiga meðal annars enska úr- valdsdeildarliðið Wimbledon. Þeir félagar létu byggja glæsilegan leik- vang fyrir félagið í fyrra og styðja þeir félagið dyggilega. Ætla þeir sér stóra hluti með það á alþjóða- vettvangi. Stabæk Bikarmeistaratitill og þriðja sæt- ið í deildinni í fyrra er besti árangur félagsins frá upphafi. Hefur verið mikill uppgangur hjá félaginu und- anfarin ár. Liðið hefur fengið til sín fjóra nýja leikmenn, þar á meðal Pétur Marteinsson, sem verður án efa mikill styrkur. I framlínunni hefur liðið fyrirliðann sinn, hinn 32 ára gamla Petter Belsvik, sem hef- ur skorað 129 mörk í úrvalsdeild- inni. Er hann þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Helgi Sigurðsson berst um hina framherjastöðuna við unglinga- landsliðsmanninn Tomas Helstad. Viking Viking var spáð döpru gengi í fyrra en kom á óvart og náði 4. sæti og lék mjög skemmtilega knatt- spyrnu. A það að hafa alla mögu- leika á að blanda sér verulega í toppbaráttuna í ár. Ríkharður Daðason og Auðun Helgason leika lykilhlutverk hjá liðinu, og varð Ríkharður meðal markahæstu manna í deildinni í fyrra á sínu fyrsta ári hjá félaginu. Þannig að það verður mun meiri „pressa“ á honum í ár, en Ríkharð- ur hefur ekki enn skrifað undir nýj- an samning við félagið og er því laus allra mála í haust. Viking leggur hart að honum að endurnýja samn- inginn því Ríkharður er mjög mikil- vægur í sóknarleik liðsins. Brann Það er aldrei lognmolla í kringum Brann, hvorki utan vallar né innan. Miklar væntingar eru alltaf gerðar til liðsins en félagið hefur ekki unn- ið deildina síðan 1963 og eru menn í Bergen orðnir langeygir eftir titli. Félagið keypti fjóra leikmenn á miðju tímabili í fyrra, þar á meðal Bjarka Gunnlaugsson og hefur síð- an bætt við fjórum öðrum leik- mönnum fyrir þetta tímabil þar á meðal Finnanum Mika Kottilla sem er 195 sm á hæð og mikill marka- skorari. Válerengen Egil „Drillo" Olsen, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins, tók við stjórnartaumunum hja Válerengen á miðju tímabili í fyrra er liðið var í bullandi fallhættu. Með komu hans gjörbreyttist leikur liðsins og það endaði í 7. sæti og stóð sig vel í Evr- ópukeppninni. Miklar væntingar eru gerðar til hins 18 ára gamla John Carew, en mörg af stærstu fé- lagsliðum Evrópu hafa sýnt þessum frábæra framherja mikinn áhuga. Ef Carew leikur vel og skorar mörg mörk getur Válerengen komist langt í ár. Válerengen er stærsta Óslóar-liðið og á stórkostlega stuðn- ingsmenn sem fylgja liðinu á alla leiki og stemmningin á heimaleikj- um liðsins er engu lík. Brynjar Gunnarsson fór frá félaginu í vetur til sænska liðsins Örgryte. Bodö/Glimt „Norðlendingarnir" í Bodö/Glimt hafa siglt lygnan sjó í deildinni undanfarin ár og sennilega verður það sama upp á teningnum í ár. Liðið hefur nokkra mjög góða ein- staklinga en skortir breidd til að geta náð enn lengra. Liðið hefur ráðið nýjan þjálfara sem aldrei hef- ur þjálfað úrvalsdeildarlið áður en náð góðum árangri í neðri deildum. Lykilmaður liðsins er miðjumaður- inn Arild Berg sem er einn besti miðjumaður deildarinnar og ef hann ásamt framherjunum As- mund Björkam og Bengt Sæternes nær að sýna sitt rétta andlit gæti liðið orðið „spútniklið" deildarinn- ar. Kongsvinger Kongsvinger hefur verið í úrvals- deildinni síðan 1983 án þess nokkum tímann að blanda sér í toppbaráttuna og oftar en ekki ver- ið nálægt falli en ævinlega bjargað sér. Á miðju tímabili í fyrra var hinn snjalli þjálfari Per Brugeland ráðinn til félagsins. Hans verk er að byggja upp heilsteypt lið. Kongsvinger hefur alltaf fengið á sig mörg mörk og nú hefur Brugeland keypt þrjá nýja vamar- menn, þar á meðal Steinar Adolfs- son frá Akranesi. Liðið hefur leikið vel í æfingaleikjunum og hefur Steinari sérstaklega verið hrósað fyrir sína frammistöðu. Stefán Þórðarson var keyptur til félagsins á dögunum og kemur hann til með að berjast um framherjastöðuna vid Calib Fransis sem var keyptm- til félagsins í haust, en hann varð markahæsti maður 1. deildar í fyrra. Odd-Grenland Nýliðar í deildinni. Þeir sigraðu í 1. deildinni í fyrra með yfirburðum og hafa styrkt liðið fyrir átökin í sumar. Fengu þeir meðal annars miðjumanninn Cristjan Flint-Bjerg ffá Viking. Liðið hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu og góð um- gjörð er í kringum félagið, þannig að liðið hefur alla möguleika á að standa sig vel í sumar. Lilleström Lilleström er félag með mikla hefð og hafa margir frægir kappar leikið með liðinu meðal annarra Hennig Berg, Ronny Johnsen og Gunnar Halle, sem allir leika nú í ensku úrvalsdeildinni. Teitur Þórð- arson þjálfaði liðið meðal annars fyrir nokki-um árum. Nú leika þeir Rúnar Kristinsson og Heiðar Helguson með liðinu. Félagið hefur staðið illa fjárhagslega en nú hefur það selt þrjá af sínum bestu mönn- um án þess að fá marga leikmenn í staðinn. Rúnar er besti maður liðs- ins og er því gífurlega mikilvægur. Lilleström hefur verið að leita að framherja að undanförnu til að leika við hlið Heiðars Helgusonar. Moss Moss vora nýliðar í fyrra og höfn- uðu í 9. sæti eftir að hafa byrjað mjög vel. Þjálfari liðsins er Tor- björn Eggen sonur Nils Arne Eggen, þjálfara Rosenborg, og á uppgjör þessara liða eftir að vekja mikla athygli vegna þess. Moss þyk- ir leika mjög svipaða knattspymu og Rosenborg, þ.e. með hröðum og beinum sendingum fram völlinn. Það hefur sýnt sig að annað árið í deildinni er oft erfiðara en það fyrsta en Moss ætti samt að eiga góða möguleika á að festa sig í sessi í deildinni. Tromsö Tromsö hafnaði í 11. sæti i fyrra en liðið hefur misst tvo góða leik- menn fyrir þetta tímabil, þannig að trúlega verður liðið að berjast í botninum í ár. Liðið hefur reyndar fengið nýjan þjálfara, Terje Skars- fjord, sem hefur náð mjög góðum árangri með lið í deildinni. Tromsö hefur mjög litla breidd og má illa við meiðslum lykilmanna. Tryggvi Guðmundsson leikur með liðinu vinstramegin i þriggja manna sókn- arlínu en fremstur er markaskorar- inn mikli, Rune Lange, sem Coventry reyndi að fá til sín fyrr í vetur. Strömsgodset Strömsgodset er Jostein Flo! Stomsgodset er eins og tvö ólík lið með og án Jostein Flo. Hann er gíf- urlega mikilvægur og mjög vinsæll í Drammen. Gallinn er bara sá að hann hefur ekki leikið nema um helming leikja Strömsgodset und- anfarin ár, vegna meiðsla. Ef Stomsgodset ætlar að bjarga sér frá falli í ár verður Jostein Flo að vera heill, þá getur allt gerst. Félagið á í fjárhagserfiðleikum og hefur misst átta leikmenn frá því í fyrra, og að- eins fengið einn í staðinn, en það er Stefán Gíslason sem kom frá KR. Stefán hefur leikið vel með liðinu í æfingaleikjum en Valur Fannar Gislason, bróðir hans, hefur átt erf- iðara uppdráttar. Óskar Hrafn Þor- valdsson hefur sem kunngt er lagt skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Skeid Skeid komst upp í fyrra og þetta verður þeim mjög erfitt ár i deild- inni. Allir spá þeim falli og í fljótu bragði virðast þeir ekki eiga sér viðreisnar von. Liðið hefur ekki leikið vel í vor og leikmannahópur- inn er lítill og félagið mjög lítið á norskan mælikvarða. Það kæmi ekki á óvart að Skeid yt'ði langneðst í deildinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.