Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 11 mblMorgunblaðið/Árni Sæberg hendi. Það má þó geta þess að ekki mældist marktækur munur á kynj- unum hvað varðar þessa niðurstöðu. En mikill marktækur munur reynd- ist á svari kynjanna þegar þau voru spurð að því hvort þau hefðu tæki- færi til að sýna öðrum væntum- þykju. Piltar töldu sig síður hafa tækifæri til að sýna væntumþykju en stúlkur og þeir álitu það heldur ekki eins mikilvægt og þær. Þetta stað- festir þá skoðun að drengir séu síður aldir upp við það að tjá tilfinningar en meiri áhersla lögð á það hjá stúlk- um. Þegar börnin voni spurð að því hvort þau teldu þessi réttindi mikil- væg og fyrir hendi í skólanum kom í Ijós að íslenskum bömum finnst það ekki mikilvægt að sýna væntum- þykju í skóla né tíðkast það þar. Heima þykir þeim þetta mikilvægt og til staðar. A það við um bæði kyn- in.“ Þær sögðu að í alþjóðlegu könnun- inni væru ákveðin lönd sem skæru sig úr þegar spurt var um væntum- þykjuna. „Við getum tekið Ung- verjaland og Kína sem dæmi um lönd þar sem böm telja að það sé hvorki mikilvægt né til staðar að sýna væntumþykju á heimili og í skóla. Ef þjóðirnar em bomar sam- an hvað þetta varðar þá er það á ís- landi sem flest bömin svara því ját- andi að þau hafi tækifæri til að sýna öðrum vætumþykju á heimili. Bendir þetta til þess að vel séð hlúð að þess- um þætti á íslenskum heimilum en lögð minni áhersla á þetta í skólun- um. ímynd stráka frekar bundin starfi en hjá stúlkum Ungmennin voru spurð að því hvort þeim fyndist mikilvægt „að stunda starf sem veitti lífi þeirra og annarra aukið gildi“. Þetta atriði er í þriðja sæti hjá piltum en í tuttug- asta og fyrsta sæti hjá stúlkunum. Má álykta að strax á unga aldri sé ímynd karlsins bundin starfinu í mun meira mæli en hjá stúlkum. Að lokum voru þau spurð að mikilvægi og tilvist þeirra réttinda að eiga sitt eigið nafn frá fæðingu. Almennt töldu þau þessi réttindi til staðar á íslandi en ekki mikilvæg og á þetta við bæði kynin. Nokkur munur var á svörum barna í hinum þátttöku- löndunum. í Ungverjalandi, Banda- ríkjunum og Litháen upplifðu börn- in að þessi réttindi væru hvorki mikilvæg né til staðar. í íran voru þessi réttindi hinsvegar talin mjög mikilvæg og til staðar. íslensk nafnahefð er mjög sterk hér á landi. Konur halda eftimöfnum sínum þegar þær giftast og algengt er að börn séu skírð í höfuðið á einhverj- um nákomnum þannig að nafnið virðist hafa þýðingu fyrir fjölskyld- una. Því koma þessar niðurstöður ekki á óvart.“ Þær Agústa og Maia sögðu að nið- urstöður könnunarinnar sýndu að ís- lensk böm telja mannréttindi sín bæði mikilvæg og vera fyrir hendi, þó í meira mæli á heimili en í skóla. Nokkur munur á mati barnanna á mikilvægi og tilvist réttindanna kæmi þó fram en þau teldu mikil- vægið að jafnaði meira en tilvist sem benti til þess að þau álitu réttindum sínum að einhverju leyti ábótavant. „Réttindum bama hefur verið sýndur vaxandi áhugi á undanförn- um áram. Til að bæta stöðu bama þarf að hafa upplýsingar um hvaða réttindi þau eiga að hafa samkvæmt alþjóðasáttmálum og hvemig þeim réttindum er framfylgt. Bamasátt- málinn var samþykktur af Samein- uðu þjóðunum árið 1989 og við gerð- umst aðili að honum í október 1992. Þar með skuldbatt ísland sig til að hafa löggjöf sem er í samræmi við sáttmálann og ábyrgist að ákvæði hans komist í framkvæmd. Einnig þarf Island að birta reglulega opin- berar skýrslur um hvemig sáttmál- anum sé framfylgt. Niðurstöður þessarar rannsóknar gætu nýst í þeirri umræðu.“ Könnunin var unnin með styrk frá Rannsóknarráði Islands, Bamaheill- um og Rauða krossi íslands, minn- ingarsjóði Sveins Bjömssonar. Einnig nutu rannsakendurnir vel- vildar Áslaugar Brynjólfsdóttur fræðslustjóra og höfðu aðstöðu á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurum- dæmis meðan þær unnu verkefnið. „Þá nefna þau atriði eins og „að hafa fæði, klæði og húsaskjól“. „Að eiga sitt eigið nafn frá fæðingu“ og „hafa stað til að læra á“. Tvö fyrstu atriðin nefna þau einnig þegar þau nefna mikilvægustu atriðin sem era fyrir hendi í skólanum en þriðja at- riðið er: ,A-ð geta haldið áfram í skóla eins og hæfileikar þínir og ástundun leyfa.“ Það atriði sem börnin töldu sig flest ekki finna á heimili eða í skóla í íslensku könnuninni var „að geta leikið sér og farið í þykjustuleiki“. Þetta atriði var einnig lægst í alþjóð- legu könnuninni. Líklegt er að það að leika sér sé ekki eitthvað sem unglingar á aldrinum 13-14 ára telja áhugavert. Fleiri þættir geta komið til eins og að foreldrar leitist við að gera börnin sjálfbjarga of snemma og því séu þau ekki vön að tjá sig í leik. Útivinna foreldra getur líka hafa gert það að verkum að foreldrar hafa ekki haft tíma til að leika við börnin frá unga aldri. Þykjustuleikir barna eru hluti af barnamenningu, þ.e. bam lærir af barni. Hér áður fyrr léku allh' aldurshópar sér saman og lærðu hver af öðram en nú era börnin hætt að leika sér nema ald- ursskipt og þá gjarnan undir stjóm leikskólakennara meðan þau era yngri. Þegar börnin era orðin eldri eyða þau þeim tíma sem þau notuðu til leikja fyrir framan sjónvarp og tölvur.“ Er ekki tekið tillit til skoðana íslenskra barna? í könnuninni voru börnin spurð nokkurra spuminga sem fjölluðu um það hvort þau teldu að þau fengju sanngjarna meðhöndlun þegar þau vildu tjá skoðanir sínar eða fá ákveðnum réttindum fullnægt? Kom fram í niðurstöðum svaranna að meðalbarnið upplifir misræmi á milli mikilvægis þess að fá slíkan stuðning og raunhæfs stuðnings,- „Misræmið telja þau mest varðandi atriði eins og „að fá sanngjama meðhöndlun þegar fólk álítur þau hafa rangt fyrir sér“ og „hvort að réttindi þeirra eru studd af ráðamönnum". Niðurstöðumar í skólanum era í sama dúr, þar er misræmið mest á atriðum er varða réttindi og stuðn- ing. í skólanum er ennfremur mikið misræmi milli mikilvægis réttarins, „að vera vemdaður fyrir fólki og að- stæðum sem gætu sært tilfinningar þínar“ og tilvistar hans. Má álykta af þessu að böm telja sig berskjaldaðri fyrir andlegu ofbeldi svo sem stríðni og einelti í skóla en á heimili. Þegar á heildina er litið gætir minnsta misræmis í atriðum sem varða grunnréttindi, það er mögu- leika barna á fæði, fatnaði, húsnæði og læknishjálp og tjáningu á um- hyggju. Þetta eru réttindi sem má ætla að flest íslensk börn njóti í daglegu lífi. Þannig gefa niðurstöð- urnar til kynna að grunnréttindum barna sé almennt fullnægt hér á landi en að bömin telji helst að mis- ræmi sé á réttindum er varða tján- ingu þeirra á skoðunum og óskum og framgangi þeirra. Og hafa ein- hvern sem talar máli þeirra þegar þau þarfnast þess. Af þessu má ráða að íslensk börn telja sig ekki fá sanngjarna meðhöndlun þegar aðrir álíta þau hafa rangt fyrir sér. Einnig virðist þeim fínnast að ekki sé hlustað á þau né að skoðanir þeirra séu virtar.“ Nokkur munur á svörum kynjanna Þær Ágústa og Maia sögðu að nokkur munur hefði verið á svörum kynjanna í könnuninni. Hefði mun- urinn verið meiri hér en í flestum hinna þátttökulandanna, þá ekki hvað síst er varðaði réttindi í skóla. „Þegar börnin voru spurð að því hvort þau teldu „að réttindin að velja í samræmi við aldur hvemig þú hegðar þér“, væri fyrir hendi töldu piltar þessi réttindi til staðar í meira mæli en stúlkur bæði á heim- ili og í skóla. Mismunur á svörum stúlkna og pilta gæti bent til þess að stúlkur séu meira bráðþroska en piltar og geri meiri kröfur til at- hafnafrelsis. Einnig gæti skýringin verið sú að foreldrar séu hræddari um dætur sínar og þær hafi því minna athafnafrelsi til dæmis hvað varðar útivist. Þyrfti að kanna þetta atriði frekar og þá ekki síst viðhorf foreldra til útivistar barna og sjá hvort kynjunum sé mismunað að þessu leyti. Þegar við spurðum börnin hvort þau gætu eytt peningum sínum eins og þeim þóknaðist, voru piltarnir fleiri sem töldu þessi réttindi íyrir HJÚL 0G LÍKAMSRÆKT ÞAR SEM Þð SKIPTIR MÁLI Einnig tilboð á 3 mánuðum í líkamsrækt og 10 tímum í ljós: 9.990 kr. Eróbikk, Spinning, Yoga, Kickbnxing, Body Pump, kvennaleikfiini, karlaleikfimi, glæsilegur Hammer Strengih tækjasalur, aðgangur að sundlaug Garðabæjar. Einnig býður Betrunarhúsið fitubrennslunámskeið, Jiu Jitsu námskeiö, einkaþjálfun, ljósastofu og bamagEesla Leiðbeinendur ávallt til staöar og sjúkraþjálfari 4 sinnum í viku. Betrunarhúsið er í glæsilegu l.OBO fm. húsnæöi og alltaf næg bílastæði. Allar nánari upplýsingar í síma: 5G5 8898 og 565 8872 eða á staðnum: Garðatorgi 1, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.