Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Frumkvæði og dugnaður vegur þyngra en fáguð framkoma í Madrid hefur í nokkur ár kynnt ís- lenska menningu á Spáni í samstarfi við sendiráðið í París. Kristinn er verkefnaráðinn og var okkur ómet- anleg hjálparhella, þegar norræna menningarkynningin fór fram á Spáni 1995. Hann þekkir vel til að- stæðn^J spönsku menningarlífi og hefur ekkert gefið öðrum. norræh- um menningai'ftiiltrúum í Madrid eftír hvað varðar frumkvæði og elju við að kynna menningu þjóðar sinn- ar. Það skiptir miklu máli að koma menningunni á framfæri og sendi- ráðin sinna því starfi vel, en vandinn er að það er oft erfitt að fá til þess fé. Þar nýtist norræn samvinna okk- ur mjög vel, því löndin taka sig oft saman um menningarkynningar. Sjálfur starfaði ég að undirbúningi Scandinavia Today, þegar ég var við sendiráðið í Washington 1978-1983 og veit af reynslu að bestu kynning- arnar á íslenskri menningu hafa ver- ið samnorrænar kynningar eða kynningar, unnSr með grónum aðil- um í móttökulandinu, sem sjá sér hag í að kynna ísland. Það sem oft ræður því hvort menningarkynning tekst vel eða illa er auglýsingaþátt- urinn, sem við einir ráðum illa við vegna kostnaðar. Núna eru uppi tillögur í Frakk- landi um umfangsmikla íslenska menningarkynningu 2001. Það verð- ur væntanlega gert með lausráðnu fólk í Frakklandi og heima ef úr verður. Það ætti ekki aðeins að stefna að því að kynna íslenska lista- menn erlendis, heldur einnig tungu og sögu. í Frakklandi hefur farið fram öflug kynning hjá málsmetandi írönskum rannsóknaraðilum á að kynna þá þætti. Það eru veittir styrkir til íslenski'a lektora, en það mætti gera enn frekar." Norræn samvinna sparar ís- lendingum tugi milljóna árlega Norræn samvinna er þýðingar- mikill liður í íslenskri utanríkis- stefnu. Hún er tæplega umdeild, en ýmsir efast um gildi hennar. Hver er þín skoðun á henni? „Við í utanríkisþjónustunni spör- um tugi milljóna árlega vegna nor- rænnar samvinnu. Eins og ég nefndi áður hef ég verið með fyrirsvar ís- lands hjá fimm ríkjum og þremur al- þjóðastofnunum. Hin Norðurlöndin hafa flest einn sendiherra í þessum embættum að frátöldu Andorra og FAO, svo þarna þaif sendiherra ís- lands í París að vera sex manna maki. Við hér í sendiráðinu komust ekki yfir að sinna öllum nauðsynlegum fundum, heldur veljum úr, en leitum oft aðstoðar hjá fulltrúum hinna Norðurlandanna. Ef sóst er eftir því fáum við góða og virka aðstoð nor- rænu fulltrúanna hjá alþjóðastofn- unum, sem auðveldar mjög ákvarð- anatöku. Norræna „skiptireglan" á setu í ráðum eða stjórnum alþjóða- stofnana kemur okkur mjög til góða. Samvinna norrænu utanríkisráð- herranna og sendiráðanna er mjög mikil. Islendingar eru ekki stórir og njóta því samstarfsins í ríkum mæli. Ef menn nýta sér samstarfið léttir það verulega á íslensku utanríkis- þjónustunni. Ef norræn samvinna væri ekki fyrir hendi þyrfti að stækka íslensku utanríkisþjónust- una verulega. Það er neyðarlegt að hugsa til þess að sumir þættir norrænnar samvinnu utan utanríkisþjónustunn- ar fari fram á ensku. Sambandið við Dani er til dæmis sérstaks sögulegs eðlis og ég tel að gera þurfi miklu meira í að tryggja að dönskukunn- átta f slendinga verði áfram almenn, líka vegna norræns samstarfs. Dan- ir hafa verið höfðinglegir gagnvart íslendingum, lagt fram miklar upp- hæðir til dönskukennslu á íslandi. Það væri mjög æskilegt að taka upp nemendaskipti í miklu ríkari mæli eri gert er á norrænum vettvangi nú. Það mætti til dæmis hugsa sér að um þúsund böm færu árlega í tvo mánuði til Danmerkur og kannski að dönsk börn kæmu til íslands." SVERRIR Haukur sem aldursforseti OECD-ráðsins ásamt 29 sendiherrum OECD-ríkja í París, en hann var fastafulltrúi hjá ráðinu í 5 ár. Spurning um fjöida sendiráða þarf stöðugt að vera í skoðun Eins og þú nefndir hefur íslenska utanríkisþjónust- an þanist mjög út undan- farin ár og nú hafa íslend- ingar sextán sendiráð eða fastanefndir erlendis. Síðan 1990 hafa fimm bæst við. Margir býsnast yfír þessu. Er verið að gína yfir of miklu? ,A-uðvitað er þetta spuming, sem alltaf þarf að vega og meta og við henni er ekkert algilt svar. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ef íslend- ingar hafa ekki fyrirsvar í helstu viðskiptalöndum sínum þá komast hags- munir þeirra ekki alltaf til skila.“ En hafa íslendingar mannafla til að fylgja þess- ari þenslu eftir? „Við höfum á að skipa af- bragðsfólM og ég vænti miMls af unga fólMnu. Is- lenskur fulltrúi erlendis þarf að hafa góða yfirsýn og það kall- ar meðal annars á frumkvæði. Það er ekki nóg að kunna tungumál, ef við- komandi hefur ekki frumkvæði og kann hvorki að gæta hagsmuna ís- lands nægilega vel né koma þeim til sMla. Það skiptir miMu máli að átta sig á að starfið felst ekki aðeins í af- greiða hefðbundin mál, heldur einnig að sjá möguleikana í að koma ein- hverju til leiðar. Ef einhver getur sér þess til að fáguð framkoma sé aðalatriðið í ut- anríkisþjónustunni þá er það rangt. Samkvæmislífið er ekM aðalatriðið þar, þó það sé heppileg leið til að hitta fólk, enda þáttur í starfinu að ná tengslum og samböndum, sem gagnast málstaðnum, það er að segja Islandi. En besti starfsmaðurinn í utanríMsþjónustunni er sá sem hef- ur frumkvæði og dugnað. Þetta tvennt sMptir meira máli en fáguð framkoma.“ Hvernig getur stjórnandinn ýtt undir frumkvæði og góðan starfs- anda? „Stjórnandi á helst að skapa um- hverfi, þar sem menn geta notið sín. Það er lenska á Islandi að það megi ekM hrósa fólki um of, því þá fari allt úr böndunum. Þetta finnst mér sorg- legur missMlningur, því það er örvandi að fá hrós. Það ætti frekar að vera þannig að þeir, sem fá ekki hrós, fari að hugsa hvemig þeir geti bætt sig. Það er líka óhætt að leggja áherslu á að það er í lagi að taka áhættu. Samkeppni þýðir einfaldlega að menn verða að standa vel fyrir sínu.“ ViðsMptalífíð sækir fram og verð- ur æ meira áberandi þáttur í þjóðlíf- inu. Um leið dregur það að sér gott fólk og sjá má að ýmsir áberandi menn í æðstu stöðum utanríMsþjón- usta víða um heim koma þaðan, sam- anber Richard Holbrooke sérlegan sendimann Bandaríkjanna í Bosníu og Kosovo, sem er bankamaður. Keppið þið ekki við viðskiptalífið um besta fólkið, þar sem viðskiptalífið getur bæði boðið upp á áhrif, virð- ingu og há laun? „Ég lít ekM svo á að við séum nú að keppa við viðskiptalífið um gott fólk, enda eru yngri starfsmenn ut- anríMsþjónustunnar með þeim efni- legustu sem ég hef kynnst á mínum ferli. Þeir, sem sækja til okkar hafa ekki aðeins viðsMptamenntun, held- ur einnig menntun í lögfræði, reynd- ar mjög margir, svo og í stjómmála- fræði, sögu og fleiri greinum. Það er einfaldlega miMð framboð af góðu fólM. Ég held að frekar hafi verið um samkeppni að ræða hér áður fyrr, þegar minna var um vel menntað fólk. Þegar íslendingar tóku utanríkis- þjónustuna yfir eftir hernám Þjóð- verja í Danmörku í apríl 1940 var faðir minn Gunnlaugur Pétursson síðasti íslendingurinn í dönsku utan- ríkisþjónustunni. Á þeim tíma var þekking hans og starfsbræðra hans á utanríMsmálum sérþekking, sem fáir Islendingar höfðu. Núorðið hafa æ fleiri utan utanrík- isþjónustunnar þessa alþjóðaþekk- ingu og reynslu. Fyrirtækin alþjóða- væðast og sama má segja um stjóm- málamenn, en utanríMsþjónustan er áfram mikilvæg til að sinna sérverk- efnum. Áður fyrr töluðu fáir íslensk- ir stjómmálamenn vel erlend mál og þá helst norræn mál. Nú hefur orðið byltingarkennd breyting á þátttöku þeirra í alþjóðlegu samstarfi, sem hefur komið Islandi og hagsmuna- málum okkar mjög til góða og um leið eru gerðar meiri faglegar kröfur til utanríMsþjónustunnar. Ég álít æskilegt að meira væri um að fólk kæmi til starfa úr viðsMpta- lífinu í utanríMsþjónustunni og öf- ugt. Það er heilbrigt fyrir þjónust- una að fá inn þekMngu og reynslu á þennan hátt. Spumingin um kaup og kjör er hins vegar óleystur vandi.“ Frumkvöðlar og fótgönguliðar Á áram áður gat ungur maður - það vora oftast karlar - sem gekk í utanríkisþjónustuna átt von á að hann yrði á endanum sendiherra. Með útþenslu utanríkisþjónustunnar er útlitið annað. Hvaða áhrif hefur þetta á starfið innan þjónustunnar? „Yið skulum segja að það þurfi bæði á frumkvöðlum og fótgöngulið- um að halda, en þeir sem ætla að komast hratt áfram verða að sýna frumkvæði. En það er erfitt að segja um hvaða væntingar fólk hefur, þeg- ar það gengur í utanríkisþjónustuna. Hins vegar er ljóst að ekki verða all- ir sendiherrar.“ „Þú nefndir áður breytingar, sem orðið hefðu í utanríkisþjónustunni. Hvemig endurspeglast þær í mannaráðningum þar? „Þjóðfélagið verður æ sérhæfðara og sérhæfing skiptir því æ meira máli. „Generalistarnir" halda áfram að vera tíl, en áherslan er í þá vera að sérhæfa starfsmennina meira. Eins og er stendur til að efla veralega við- sMptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. Fram- kvæmd EES-samningsins er meginhlutverk hennar og því miMIvægt að ná til fólks, sem hefur góða reynslu og þekkingu á þessu sviði. Eftir sem áður verðui' að mínu mati bæði lögð áhersla á að ráða fólk beint frá prófborðinu og svo þá sem þegar hafa afl- að sér reynslu.“ Flutningar milli landa álag á fjölskylduna Það virðist víða vera vax- andi vandi í utanríkisþjón- ustum að fá maka starfs- manna til að flytja með þeim. Æ fleiri eiginkonur era í vinnu og eiginmenn kvenna í þjónustunni ekki ginnkeyptir iyrir flutningum. Hvern- ig er hægt að taka á því? „Það er rétt að þetta er vandi, sem við höfum ekki farið varhluta af frek- ar en aðrir. Starfsmenn okkar og fjölskyldur þeirra eru af sMljanleg- um ástæðum orðnir mun tregari að leggja þá miklu röskun á sig og sína nánustu, sem felst í því að flytjast með reglubundnu millibili milli ólíkra landa og menningarheima. I þessu felst álag og vinna fyrir alla hlutaðeigandi og þá geta skapast ýmis félagsleg, fjárhagsleg og sál- ræn vandamál, sem erfitt er að eiga við. Um þetta era töluverðar umræður meðal starfsmanna okkar og þetta hefur einnig miMð verið rætt innan ráðuneytisins. Að norrænni fyrir- mynd er meðal annars verið að ræða möguleika á að koma á lífeyrisrétt- indum fyrh' maka, svo þeir standi ekM réttlausir í þessum efnum efth- að hafa flust milli landa áram saman. Því miður er engin algild lausn til staðar, hægt að milda vissa þætti en aðra ekki. Flutningar hafa ávallt í för með sér miMa röskun.“ Konur hafa alltaf átt ríkt erindi í utanríkisþjónustuna Hlutfall kvenna í utanríMsþjónust- unni er lágt. Ætlarðu að beita þér fyrir að bæta úr því? „Það má ekki gleyma því að utan- ríMsráðuneyti og sendiráðin hafa frá byrjun haft úrvalslið ritara, sem era ómissandi við rekstur þjónustunnar. Því miður hefur það tekið mjög langan tíma að konur kæmu til starfa innan þjónustunnar sem emb- ættismenn í nægilega ríkum mæli. Nú er aðeins ein kona sendiherra, en það er Sigríður Snævarr, sem tekur við af mér í París. Alls era 21 kona diplómatískir starfsmenn í ut- anríkisþjónustunni nú, margar hafa verið ráðnar nýverið og ég vona svo sannarlega að á því verði framhald. Mín reynsla af starfandi konum, hvort sem þær era ritarar eða diplómatar, er að þær séu frábær og samviskusamur starfskraftur. Kon- ur eiga ríkt erindi í utanríkisþjón- ustuna.“ Skipun stjórnmálamanna í sendiherrastöður er umdeild Frá upphafi íslensku utanríkis- þjónustunnar hefur verið algengt að stjórnmálamenn kæmu þar inn í æðstu embættin. Er eðlilegt að svo sé? „Um þetta eru mjög skiptar skoð- anir innan utanríkisþjónustunnar og það er hvorki hægt að svara spurningunni játandi né neitandi. Það má minna á að fyrsti íslenski sendiherrann, sem var sMpaður eft- ir apríl 1940, var Thor Thors alþing- ismaður, svo þetta hefur tíðkast frá upphafi. Þetta á sér stað að vissu marki í Noregi og Svíþjóð. Flestir stjórnmálamenn, sem orðið hafa sendiherrar hafa verið fyrrverandi utanríkisráðherrar, forsætisráð- herrar og/eða formenn stjórnmála- flokka. Það verður að segjast eins og er að í móttökuríkjunum þykir oft fengur að fá fyrrverandi ráð- herra sem sendiherra. Mín skoðun á þessu er almenns eðlis. Það getur til dæmis komið upp kynslóðabil, sem nauðsynlegt er að brúa með fólki utan frá, en meginreglan er að það verður að hafa reynt verulega á starfsgetu væntanlegs sendiherra, til dæmis með því að hann hafi verið skrif- stofustjóri á einni eða fleiri sM'if- stofum utanríkisráðuneytisins. Stjórnunarhæfileikar hvers sendi- herra skipta afar miklu máli. Sér- stakar aðstæður og verkefni geta komið upp, sem kalla á undantekn- ingar. Hér má minna á vel heppn- aða skipun Sigurðar Nordals sem sendiherra í Danmörku, sem reynd- ar var ekki stjórnmálamaður, þegar handritadeilan stóð yfir. Hlutfallslega voru fleiri sendi- herrar úr röðum stjómmálamanna áður fyrr, þótt aukning hafi orðið enn á ný upp á síðkastið. Stjórn- málamenn með þekkingu og áhuga á alþjóðamálum geta vissulega og hafa unnið þarft starf innan utan- ríkisþjónustunnar. MiMlvægt er hins vegar að halda ákveðinni kjöl- festu embættismanna innan henn- ar.“ Tjáningarfrelsi sendiherra ber oft á góma og þá vaknar spurningin hvað eðlilegt sé að þeir tjái sig um? „Það eru engar skriflegar reglur um slíkt, en í Vínarsáttmálanum um diplómatísk samskipti er teMð fram að starfsmenn utanríkisþjónustunn- ar megi ekki hlutast til um innan- ríkismál ríkis, sem þeir starfa í. Síð- an verða menn að styðjast við heil- brigða skynsemi um hvað þeir megi og vilji segja. Menn verða til dæmis að hafa það hugfast að segja aldrei neitt, sem gæti móðgað opinbera aðila í mót- tökulandinu, því þar með eru þeir ekki lengur trúverðugir aðilar og þá ekki trúverðugir fulltrúar íslands. Ef íslenskur blaðamaður hringir í starfsmann utanríkisþjónustunnar verður viðkomandi að fara varlega í að lýsa til dæmis pólitísku ástandi og mati sínu á því, en það verður hver og einn að finna hvar mörkin liggja.“ En eru ekki mefri líkur á að blaðamenn hafi til dæmis áhuga á að vita hvað fyrrverandi stjórnmála- maður og núverandi sendiherra segir um ástandið? Og eru þá ekki meiri líkur á að stjórnmálamaður segi sína skoðun, því hann hefur einfaldlega vanist því? „Auðvitað verða sendiherrar að geta svarað fyrirspurnum um ís- land, en síður um móttökulandið, ef þær eru viðkvæmar. Almennt eiga sendiherrar ekki að gegna störfum fréttaritara erlendis. Hins vegar verður hver og einn að finna þetta hjá sér og þá taka afleiðingunum ef einhverjar verða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.