Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 51 í DAG BRIDS llmsjóii IIii0iiiiiiiiliir l'áll Arnarson SPILAMENNSKA sem miðar að því að halda öðrum mótherjanum úti í kuldanum hefur sérstakt heiti á enskri tungu - „avoidance play“. Islenskir spilarar hafa ekki lagt sig eftir að finna orð við hæfi yfir slíka „sniðgöngu- spilamennsku", en tæknin sjálf er vel þekkt hér sem annars staðar. Skoðum fal- legt dæmi sem kom upp á spilakvöldi hjá Bridsfélagi Reykjavíkur fyi-ir skömmu: Suður gefm-; allir á hættu. Norður A Á92 V ÁD952 ♦ D1087 A 10 Austur A D1087 V KG106 ♦ 32 * G52 Suður A KG53 ¥ 743 ♦ ÁK9 AKD7 Gylfi Baldursson og Guðni Sigurbjarnarson voni í NS gegn Sigtryggi Sigurðssyni og Braga L. Haukssyni. Gylfi og Guðni spila Precision af gömlu gerðinni: Sigtr. Guðni Bragi Gylfi - - 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Laufopnunin er sterk og hjartasvarið jákvætt. Gylfi spyr þá um hávöld (ása og kónga), fær upp fjögur (ás- inn er tvö og kóngurinn eitt), og lætur þá geim duga. Sigtryggur kom út með smátt lauf og Gylfi drag gosa Braga með kóng. í þessu spil er greinilega nauðsynlegt að sniðganga austur, svo hann komist ekki inn til að spila laufi í gegnum drottninguna. Gylfi byrjaði þvi á að spila spaða á ásinn og svína spaðagosa í bakaleiðinni. Það gekk, en hins vegar henti Sigtryggur laufi þegar Gylfi lagði næst niður spaðakóng. Þá var orðið tímabært að prófa tígulinn. Gylfi tók þar þrjá efstu og endaði heima til að geta svínað hjai-tadrottn- ingu ef með þyrfti. En þegar í Ijós kom að vestur átti fjór- litinn í tíglinum, sá Gylfi betri kost. Hann spilaði hjarta á ásinn (!) og tígli úr borði. Nú mátti vestm- eiga hjartakónginn - hann yrði þá að gefa slag á hjarta- drottningu blinds eða á lauf- drottningu sagnhafa heima. En aukamöguleikinn fólst í því að vestur ætti aðeins eitt hjai-ta og gæti ekki annað en gefið suðri slag á lauf. Fallegt spil, en ef einhver hefur tillögu um góða þýð- ingu á „avoidance play“ þá er hér með óskað eftir henni. Vestur A 64 V8 ♦ G654 *Á98643 Arnað heilla Q/AÁRA afmæli. I dag, tj v/sunnudaginn 11. apr- fl, verður níræð Hlíf Böðvarsdóttir, Dalbraut 20, Reykjavík. Hún verður stödd í London á afmælis- daginn. ur Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum Seyðis- firði, áður til heimilis í Vestmannaeyjum níræður. Hann og kona hans, Jó- hanna Magnúsdóttir, taka á móti gestum í Félagsheimil- inu Herðubreið, Seyðisfirði, milli kl. 16 og 19 á afmælis- daginn. O/V4RA afmæli. Mánu- O Vfdaginn 12. apríl verð- ur áttræð, Else Þorkelsson, Funafold 48, Reykjavík. Hún verður að heiman. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsima 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. HÖGNI HREKKVÍSI ,/'þesst fefur&^LLagt þtjBlnyi/ ORÐABÓKIN Tvær buxur ÉG hrökk við, þegar ég fyrir nokki-u gekk niður Laugaveginn og sá eftir- farandi handskrifaða auglýsingu í búðar- glugga með stóru letri: Buxur. Tvær fyrii- einar. Ég hugsaði með mér að það væri þó ágætt að ekki skyldi hafa staðið: Tvær fyrir eina [buxu], en það hefði verið í fullu samræmi við villuna; tvær buxur. Ekki er ósennilegt að fleiri en ég hafi séð þessa auglýsingu og jafnvel hnotið um orðalagið. Ég vona að minnsta kosti að svo hafi verið. Ef ekki, er máltil- finning manna fyiár svo- nefndum fleirfaldstölum orðin verulega brengluð og þær tölur á undan- haldi í máli okkar. Því miður hefur þessa orðið vart í ýmsum sambönd- um, og dæmi um það hafa áður verið nefnd í þessum pistlum. Þessar tölur eru bundnar við nafnorð, sem einungis eru notuð í fleirtölu. Nú eru buxur eitt þessara orða. Því er talað um ein- ar buxur eða tvennar buxur, aldrei eina buxu eða tvær buxur. Sama gildir um fót, þegar átt er við alklæðnað. Hann á tvenn fót, þrenn eða fern. Enginn talar um tvö, þrjú eða fjögur fót í þessu sambandi. Annað væri uppi á teningnum, ef átt væri við fat undir mat. Tónskáldið semur eitt lag eða tvö, þrjú eða fjögur, en Alþingi ein lög eða tvenn, þrenn eða fern. Þá er talað um tvennar kosningar, en ekki tvær kosningar, svo sem vissulega hefur bæði heyrzt og sézt í fjölmiðl- um. -J.A.J. STJÖRIVUSPÁ cftir Frances llrakc HRUTUR Afmælisbai-n dagsins: Þú ert hugrakkur bjai-tsýnis- maður en þolinmæði og háttsemi eru ekki þínar sterku hliðar. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Þér mun reynast auðveldara að koma hugmyndum þínum á framfæri en þú hugðir. Það þýðir þó ekki að eftirleikurinn verði auðveldari. Naut (20. aprfl - 20. maí) Þótt þú viljir helst vera einn um hituna kemstu ekki hjá því að taka höndum saman við samstarfsmenn þína. Það eitt tryggir framgang mála. Tvíburar _ (21. maí - 20. júní) M Orðatiltæki og málshættir eru uppistaðan í skemmilegum leik sem þú skalt bjóða vinum þínum til. Þetta er saklaust gaman og skemmtilegt og fræðandi í senn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Gættu þess að stökkva ekki upp á nef þér af minnsta til- efni. Sýndu eðlilegri viðbrögð og miðaðu þau við eðli máls- ins. Það tryggir að mark verði tekið á orðum þínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú hefur látið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin fostum tökum. Láttu alla sjálfsmeðaumkun lönd og leið. Meyja (23. ágúst - 22. september) (SðSL Það er margt sem bendir til breytinga hjá þér og þótt nokkurs kvíða gæti máttu ekki láta hann ná tökum á þér því þessar breytingar geta reynst þér mikil gæfa. Vog (23. sept. - 22. október) Þú þarft að verja sjálfan þig betur og hætta að hafa svona miklar áhyggjur af fólki sem þér finnst einblína á þig. Haltu bara þínu striki eins og það sé ekki til. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú stendur frammi fyrir vali sem getur haft mjög örlaga- ríkar afleiðingar í framtíðinni. Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta málunum fyiir þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) íítf Þú þarft að finna leið til þess að vinna hugmyndum þínum brautargengi. Varastu flókinn málatilbúnað þvi einfaldleik- inn er oft áhrifamestur. Steingeit (22. des. -19. janúar) *Sf Þig langar til þess að skjóta nokkrum málum á frest en það hefur ekkert upp á sig heldur skaltu bara afgreiða þau strax í dag. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) QSnl Það eru svo margir möguleik- ar í stöðunni að þér fallast hendur og þú vilt helst enga ákvörðun taka. Það er þó versti kosturinn að gera ekki neitt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) H»«> Það er affarasælast að vita gjöria með hverjum maður deilir sínum innstu skoðunum. Fljótfærni í þeim efnum getur reynst afdrifarík. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GLERLISTARNAMSKEID Námskeið í glerbræðslu, kristalssteypu og steindu gleri hefjast í vikunni 19. - 23. apríl. Leiðbeinandi er myndlistarmaðurinn Jónas Bragi. Innritun og nánari upplýsingar í símum 554 6001 og 895 9013 á milli kl. 14:00 og 20:00 alla daga. Rýmingarsala á eldri vörum í viku. TfSKUVERSLUNIN Rýmum fyrir c jmartGhi nyjum vorum. Grímsbæv/Búsfaðaveg Sími 588 8488 Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-15 ÞRÍR VINIR Ævintýri litlu selkópanna eftir Karvel Ögmundsson Þessi fallega og fróðlega bók er nú fáanleg í stærri bókabúðum í Reykjavík. Brúðhjón Höfum sérmerkt glös, hnífa, hringapúða og gestabœkur. Hringið ogfdið sendan bœkling. 10% afsldttur af glösunum í apríl > ineðan birgðir B ÍSltu, endast * **"'*'* Sendingarkostnaöur v» PÖNTUN ARSÍMI Afhendingartími virka daga kl 16-19 7-14dagar _______ ^ 5571960 Hraðnámskeið í tungumálum Næstu námskeið hefjast I apríl Enska • Danska • Sænska • Norska Þýska • Franska • Spænska • ítalska Rússneska • Japanska • Kínverska r Portúgalska • Islenska fyrir útlendinga Myndlistar- og enskunámskeið fyrir börn í júní og ágúst. c □ E ] □ □ Itómstundaskólinn | Grensásvegi 16A • Sími 588 7222 • www.mimir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.