Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ anna / OFRIÐARSKÝ hrannast upp yfir Kosovo og meirihluti íbúa héraðs- ins hefur flúið heimili sín undan árásum serbneskra hersveita. Serbar hafa eflt gífurlega liðsafnað sinn og árás- ir í Kosovo eftir að Atlantshafs- bandalagið (NATO) hóf loftárásir og beinast augu alþjóðasamfélags- ins að þessari spennuþrungnu at- burðarás sem ekki er séð fyrir end- ann á. Tala fómarlamba hækkar á degi hverjum og óbætanlegur skaði setur mark sitt á líf fólks í auknum mæli á þessu stríðshrjáða svæði í austurhluta Evrópu. I skjóli þessara hörmunga, að- draganda þeirra og eftirmála, herð- ir Slobodan Milosevic, forseti sam- bandslýðveldis Júgóslavíu, tökin heima í Serbíu. Verulegur hluti serbnesks almennings er andvígur Milosevic og þeirri hugmyndafræði sem hann stendur fyrir, þjóðemis- hyggjunni. Þetta fólk hefur í tæpan áratug háð stríð við eigin ríkisstjórn en við þær aðstæður sem nú ríkja og fara versnandi með degi hverjum verða mótmæli þeirra, sem til þessa hafa ekki hlotið verðskuldaða at- hygli, að kæfðu ópi sem sífellt erfið- ara verður að hlusta eftir. Því er svo ástatt í Serbíu í dag að ríkisstjórnin hefur sett í lög aðgerð- ir til að berja niður alla andstöðu við yfirvöld. Lögin, sem bæði eru óná- kvæm og á skjön við alþjóðlega sáttmála, fela í stuttu máli í sér ákvæði sem gera fjölmiðlum óhægt um vik að miðla óháðum fréttum auk þess sem akademískt frelsi há- skólanna hefur verið lagt niður. Án þessara homsteina lýðræðis- legs samfélags; tjáningarfrelsis og frelsi háskólanna, verða vonir um frið á Balkansskaganum, að mati sérfræðinga, loftkastalar einir og harðræði og þjóðernisrembingur munu koma til með að ríkja í Serbíu um ókomna tíð. Enda læra börnin það sem fyrir þeim er haft. Hér verður fjallað sérstaklega um háskólalöggjöfina sem gagn- rýnendur laganna segja að eigi sér ekki fordæmi í sögunni að undan- skilinni háskólalöggjöf sem komið var á á tímum nasismans í Þýska- landi. Andstaða við ofríki Milosevic Háskólar hafa löngum verið vett- vangur mótmæla í Serbíu. Slíkt var tilfellið í stjómartíð Josip Broz Títós, kommúnistaleiðtoga Jú- góslavíu, og hefur það ekki breyst Milosevics forseta meðal almennings í Serb- íu en við þær aðstæður sem ríkja í dag á fólk erfítt uppdráttar. Hrund Gunnsteins- dóttir komst að því að sífellt er erfíðara að hlusta eftir mótmælum þeirra, sem til þessa hafa ekki náð að vekja á sér athygli. síðan hann féll frá árið 1980. Af þeim sex ríkisreknu háskólum í Ser- bíu, sem rúmlega 100.000 nemendur sækja, er Háskólinn í Belgrad fjöl- mennastur og jafnframt miðpunkt- ur alls háskólastarfs í Serbíu. Hann sækja rúmlega 60.000 nemendur og þar starfa yfir fjögur þúsund kenn- arar. Frá því að Júgóslavíustríðið braust út árið 1991, hefur Háskól- inn í Belgrad verið vettvangur hvað mestrar andstöðu meðal almenn- ings í Serbíu við ríkisstjóm Milos- evic og þá stefnu og hugmynda- fræði sem hún boðar. I sama stað hefur ríkisstjómin sótt hvað harð- ast að þeim skóla og reynt eftir ýmsum misjöfnum leiðum að brjóta andstöðuna þar á bak aftur. Sem viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þessari andstöðu og í samræmi við opinberan þjóðernisáróður, tók háskólalöggjöfin gildi 28. maí 1998, en ríkisstjómin hefur verið að leggja grunninn að henni sl. níu ár. Með þessum aðgerðum hefur endi verið bundinn á sjálfstjórn há- skólanna þar sem rektorar, deildar- forsetar og kennarar, hliðhollir boð- skap þjóðemissinna, era ráðnir til starfa af meðlimum ráðandi stjóm- málaflokka og hafa þeir nú mun meira vald en áður. Á sama tíma hefur fjölda háskólakennara, sem gagnrýnt hafa stjómvöld, verið sagt upp störfum eða látnir hætta eftir ýmsum vafasömum leiðum með þeim afleiðingum að fjölmargir hafa flúið land. Enn aðrir, sem ekki hafa verið reknir, búa við þann ótta að brátt verði þeir atvinnulausir og út- skúfaðir af ráðamönnum, leggi þeir ekki boðskap stjórnarinnar lið. Háskólar eigi ekki að vera vett- vangur pólitískra skoðanaskipta Ráðandi stjómmálaflokkar í Ser- bíu eru þrír talsins, Júgóslavneski vinstriflokkurinn (JUL), sem eigin- kona Milosevic, Mira Markovic, er í forsæti fyrir; flokkur öfgaþjóðernis- sinna (SRS), sem Vojislav Seselj, aðstoðarforsætisráðheira Serbíu, leiðir og að lokum flokkur Milos- evics, Jafnaðarmannaflokkur Ser- bíu (SPS). Fulltrúar yfirvalda og stjórnend- ur í háskólum, sem hliðhollir eru ríkisstjórninni, segja að með lög- gjöfinni sé verið að festa ríkið í sessi. Ríkið sé „stofnandi" háskól- anna og að framvegis eigi háskólar ekki að vera vettvangur pólitískra skoðanaskipta og mótmæla. Á hinn bóginn telja margir að Reuters NÁMSMENN við háskóla í Serbíu hafa veitt auknu ofríki Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, andspyrnu og hafa fyrir vikið þurft að þola aukna kúgun af hálfu stjórnvalda. með löggjöfinni sé Milosevic að treysta völd sín og leggja grunninn að því að háskólakennsla í Serbíu verði byggð á öfgaþjóðernishug- myndum að hans smekk. Ef nafnalisti nýskipaðrar fimmt- án manna miðstjómamefndar Há- skólans í Belgrad er skoðaður, koma mörg nöfnin kunnuglega fyrh' sjónir. Þar er fyrstan að nefna öfga- þjóðernissinnann Seselj, aðstoðar- forsætisráðherra Serbíu, sem al- ræmdur er fyrir þjóðemishreinsan- ir sem hann er sagður hafa staðið fyrir sem leiðtogi sérsveita Serba í stríðinu í Bosníu og nú í Kosovo. Seselj situr einnig í stjórnarnefnd- um Laga- og hagfræðideildar. Ráðherra fyrir hönd nemenda í miðstjórnarnefnd Samkvæmt skýrslu Human Rights Watch (HRW) frá janúar sl. eru fimmtán af sextán nýskipuðum deildarforsetum innan háskólans úr röðum ráðandi flokka og í fimmtán manna miðstjómarnefnd háskólans sitja níu af ráðherram Serbíu og Jú- góslavíu. Svona mætti áfram telja. Tveir til þrír nemendur sitja í hverri nefnd og segir í skýrslunni að sumir „nemendanna“ séu komnir á fertugsaldur en fái sæti í nefndun- um vegna þess að þeir hafi ekki lok- ið námi. Þeirra á meðal er Miljkan Karlicic, aðstoðarupplýsingaráð- herra Serbíu, en hann situr í mið- stjórnamefnd háskólans fyrir hönd nemenda. Lögunum mótmælt víðs vegar Löggjöfin hefur vakið reiði meðal mannréttindasamtaka eins og Hum- an Rights Watch (HRW) í Evrópu og Bandaríkjunum, UNESCO, Belgrad Circle, Academic Freedom Gommittee, meðai háskólakennara og annarra fræðimanna og félaga- samtaka um heim allan. I yfirlýsingu fræðimanna víða um heim sem birtist í The New York Review of Books 5. nóvember sl., kemur m.a. fram: „Stefna Milosevie hefur kostað líf hundraða þúsunda og skaðað líf milljónir manna. Hann hefur eyði- lagt efnhagskeifi landsins og mögu- leika Serbíu á að standa jafnfætis öðram þjóðum og njóta virðingar meðal þeirra. Hann hefur kúvent lýðræðisþróuninni með því að beita óháðum fjölmiðlum valdbeitingu og hvað eftir annað hagrætt kosning- arúrslitum sér í hag.“ Trúnaðaryfirlýsing við stefnu Milosevic Það, sem ber hæst í gagnrýninni á háskólalöggjöfina, er, að hún felur í sér að öllum háskólakennuram hefur verið gert skylt að undirrita nýjan starfssamning við háskólana óháð því hvort eldri starfssamning- ar þeirra séu útrunnir. Margir há- skólakennarar líta á samninginn sem trúnaðaryfirlýsingu við þjóð- emisstefnu stjórnvalda og þrátt fyrir að eiga á hættu að missa starf sitt höfðu yfir 150 kennarar neitað að skrifa undir hann í janúar sl., af því er segir í skýrslu HRW. í skýrslunni kemur einnig fram að a.m.k. fimmtán kennarar við Há- skólann í Belgrad hafa verið reknir, 46 hefur verið sagt upp störfum eða refsað á annan hátt og hefur Mili- voje Simonovic, menntamálaráð- herra Serbíu, varað þá kennara, sem ekki hafa skrifað undir samn- inginn, við því að þeir eigi á hættu að vera reknir fyrir vikið. Það hefur einnig borið við að samningar hafi ekki verið endumýj- aðir við suma kennara og kemur það e.t.v. ekki á óvart að margir þeirra eru ekki af serbnesku bergi brotnir. Róttækar breytingar á námsefni Töluverð breyting hefur orðið á námsefni háskólanna þar sem vest- rænt námsefni hefur minnkað gífur- lega. Þess i stað hefur mikið borið á námsbókum sem bera með sér sterkan þjóðernisblæ og hafa sögu- bækur verið skrifaðar á nýjan leik með þjóðemismarkmið Serba um Stór-Serbíu í huga. I sumum deildum Háskólans í Belgi-ad hafa nýskipaðir deildarfor- setar nýtt sér völd sín til hins ýtrasta og ekki aðeins þröngvað sumum kennurum til að segja af sér, heldur einnig breytt kennslu- fyrirkomulaginu í grundvallaratrið- um. Sumar róttækustu breytinganna, sem gerðar hafa verið, eru á fyrir- komulagi Málvísindadeildar háskól- ans, sem Radmilo Marojevic, flokksbróðii' Seseljs, er í forsæti fyrir. Sú ákvörðun hefur verið tekin innan deildarinnar, þar sem til þessa hafa verið kennd erlend tungumál, bókmenntafræði og mál- fræði, að „öll erlend áhrif skuli fjar- lægð úr deildinni," af því er segir í Time Atlantic. Þó hefur rassneskukennsla verið efld og neyðast nú margir nemend- ur til að læra tungumálið og sögu Rússlands. Króatísk bókmenntafræði er samkvæmt nýjustu breytingum ekki til, heldur heitir námsgreinin nú „kaþóls-serbnesk bókmennta- fræði“. Fjölmargir kennarar hafa Frelsi serbneskra stj órnvalda til kúgunar Mikil andstaða er við þjóðemishyggju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.