Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Heilbrigð sál í hraust- um líkama Sóknarkirkjan þín er aldrei langt und- an. Þú þarft ekki að leita langt yfír skammt, segir Stefán Friðbjarnarson, að hollri leiðsögn á lífsleiðinni. ÖLL þekkjum við spakmælið: Hver er sinnar gæfu smiður. Staðhæfíngin er rétt, svo langt sem hún nær. Sérhver einstak- lingur hannar eigin velferð að drjúgum hluta. Spakyrðin segja samt sem áður ekki söguna alla. Það skiptir verulegu máli inn í hvers konar samfélag barn fæðist. Lífslíkur barns sem fæðist á Is- landi eru mörgum áratugum meiri en þess sem fæð- ist í vanþróuðu ríki. Möguleikar þess til menntun- ar eru aðrir og meiri, sem skiptir meginmáli, þar eð menntun og þekk- ing eru árangurs- ríkustu vopnin í lífsbaráttu ein- staklinga og þjóða. Heilbrigð- isþjónusta, hús- næði, atvinna og aðrir ráðandi þættir um lífskjör og velferð fólks eru og mjög mis- munandi eftir heimshlutum og þjóðfélagsgerð. Það skiptir ekki síður máli inn í hvers konar fjölskyldu barn fæðist; við hvers konar aðstæður það elst upp og þroskast. Barn, sem elst upp við ást og öryggi, samhliða hóflegum aga, lærir farsælli leikreglur og lísvenjur á fram- tíðarvegferð en barn sem er vanrækt. Það er stundum talað um börn á mótunaraldri, jafnvel „viðkvæmum mótunaraldri". Sá sem mótar er uppalandinn, fyrst og fremst foreldrar. Fleiri áhrifaaðilar koma við sögu, einkum kennarar og raunar nánasta umhverfi allt. Og lengi býr að fyrstu gerð. Þrátt fyrir þessa fyrirvara, sem byggðir eru á mismunandi ytri aðstæðum einstakling- anna, felur spakmælið, hver er sinnar gæfu smiður, drjúg sannindi í sér. Sérhver einstak- lingur hefur, svo dæmi sé tek- ið, ríkuleg áhrif á eigið heil- brigði með lífsmáta sínum, hreyfingu og mataræði, en heilsan er dýrmætasta eign sérhvers manns. Með aukinni menntun og þekkingu kunnum við betri skil á mikilvægi holl- metis og líkamsræktar. Meðal- ævi Islendinga á seinni hluta 20. aldar er áratugum lengri en hún var fyrir aðeins 100 árum. Það er vel. Breytt aldurssam- setning þjóðarinnar, ört vax- andi fylking „eldri borgara“ kallar hinsvegar á stóraukna félags- og heilbrigðisþjónustu. Samfélagið verður að laga sig að þegar orðinni og fyrirsjáan- legri framvindu í þessum efn- um. Okkur gleymist hins vegar á stundum að við höfum einnig og engu síður þörf á að rækta innri mann okkar, hug og sál, en líkamann. Hamingja okkar og velferð byggist ekkert síður á andlegu heilbrigði en líkam- legu. Þess vegna tölum við gjarnan um heilbrigða sál í hraustum líkama. Mannrækt má stunda með margvíslegum hætti; námi og þekkingarleit, lestri góðra bóka, hlustun á fagra tónlist, heimsóknum í leikhús og á myndlistarsýning- ar - og glímu við margs konar leiki og viðfangsefni sem reyna á hugann með einum eða öðr- um hætti. Síðast en ekki sízt felst sönn mannrækt í trúar- legri ástundun, viðleitni til að nálgast hann sem er ljós heims- ins, vegurinn, sannleikurinn og lífið. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að samastað til trúarlegrar ástundunar. Sókn- arkirkjan þín er sjaldan langt undan. Hún er vin í „eyðimörk" hraða og streitu, sem setja mark sitt á samfélög fólks á okkar dögum. Hver sá sem þangað leitar - og tekur þátt í því sem þar fer fram með já- kvæðum og opnum huga - öðl- ast hugarró og sálarfrið; verður skárri maður eftir en áður. Það er óþarfi að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Skrifandi um sóknarkirkjuna, sem við öll eigum eða getum átt ríkulega hlutdeild í, fer vel á því að staldra við ljóðbrot eftir Stef- án frá Hvítadal, en hann lofsöng fagurlega höfuðsmið himins og jarðar í kvæðum sínum: Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf, þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrir málmsins mál. Lofið Guð, sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljómahaf. Höfundur er fyrrverandi blaðu■ maður við Morgvnblaðið. Félagsvanda- mál fanga MIG hefur langað til að fá umræðu í loftið er vai'ðar fanga og félagsvanda þeirra, bæði innan veggja fangelsisins og eins hvað tekur við þeim að lokinni refsivist, sem er í raun uppgjör þeiira við það þjóðfélag sem við Islend- ingai' nú byggjum. Eg spyi' sjálfan mig hvað sé hægt að gera fyrir unga menn sem lenda í vítahring afbrota og vímu- efnaneyslu sem leiðir til fangelsisvistar þar sem mai'gir ungir menn hafa í raun vaxið og orðið full- orðnir menn á stað eins og Litla-Hrauni og eru nú í dag þess mörg dæmi. Er ekki komið nóg af þeirri vitleysu er ríkir á Litla-Hrauni? Það er þörf á meiri umræðu og jafnvel breytingu á lögum um að fangelsi verði refsi- og betrunarvist í stað ein- göngu refsivistar eins og lög okkar Islendinga kveða á um í dag. Það er kominn timi til að vaxa upp úr þeirri miðaldahugsun er virðist ríkja hjá ráðamönn- um þessarar þjóðar og horfast í augu við þann fé- lagslega vanda sem steðjar að ungum mönnum og þeirri köldu staðreynd að þjóðfélagið þarf að taka við þeim að lokinni vist þeirra. Því spyr ég hvort ekki sé kominn tími til að huga að fleiri möguleikum til að VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Við Smáraskóla. Mogrnublaðið/Kristinn betrumbæta þessa ungu menn og bæta við fleiri möguleikum fyrir fanga. Til dæmis með meiri fé- lagslegri aðstoð og jafnvel að hleypa öðrum möguleik- um inn í umræðuna í sam- bandi við nám. Mjög lítil prósenta af föngum á þess kost og hefur það sem til þarf til að ganga í mennta- skóla sem er það nám sem á Litla-Hrauni býðst. Auk þess er starfsnám í rafsuðu sem fjórir menn af þeim sjötíu til áttatíu föng- um sem hér eru eiga kost á á ári hverju (þar að auki er starfsnámið ekki metið til réttinda lengur). Nú er þjóðfélagið að breytast og margar nýjar leiðir í atvinnulífi þess, þá spyr ég; væri ekki mögu- leiki að hefja einhverslags stai'fsnám í fleiri geirum atvinnulífsins fyrir þá sem vilja og hafa löngun til að verða hagnýtir þegnar þessa þjóðfélags, því ekki eru þetta nú allt vondir menn og kannski hægt að nýta þá sem skattgreið- endur í stað þess kostnað- ar er fylgir því að hýsa þá, og ef vel er að gáð er sá kostnaður mikill og hugs- anlega óþarfur í tilvikum þegar um er að ræða end- urkomur og dvöl í fangelsi jafnvel svo áratugum skiptir. Tapað/fundið Gullkross tapaðist GULLKROSS tapaðist í eða við sundlaug Akureyr- ar fimmtudaginn 8. aprfl. Krossinn er eiganda sínum mjög dýrmætur. Finnandi vinasmlega hringi í síma 462 2529. Fundarlaun. Skíðapoki tekinn í misgripum SVARTUR og gulur skíða- poki var tekinn í misgi'ip- um úr rútu sem fór úr Blá- fjöllum laugardaginn 3. april ld. 18. Ef einhver veit um pokann þá hringi hann í síma 5611139, SKÁK llnisjón Margeii' l’élursson Kgl - De3+ 29. Kg2 - De2+ 30. Kh3 - Rf2+ og Van Wely gafst upp, því hann tapar báðum hrókum sínum og verður mát stuttu síðar. Staðan kom upp á árlega Melody Amber atskák- og blindskákmótinu í Mónakó. Staðan kom upp í blind- skák. Loek Van Wely (2.632), Hollandi, var með hvítt, en Anatólí Karpov (2.710), FIDE-heimsmeist- ari, hafði svart og átti leik. 26. - Bxf2+! 27. Kxf2 - Rg4+ 28. SVARTUR leikur og vinnur Yíkveiji skrifar... VÍKVERJA hefur borist eftir- farandi bréf frá Gunnari Pórð- arsyni, formanni Skíðafélags Isfirð- inga: „Isafirði 8. apríl, 1999. Vegna skrifa Víkverja 7. apríl sl. um fjöl- miðlagleði forseta Islands, vil ég taka eftirfarandi fram. Skíðafélag Isfirðinga stóð fyrir skíðaviku og skíðalandsmóti íslands í páskavik- unni sl. Mikið var vandað til þessa og allt lagt undir til að gera hátíðina sem glæsilegasta. Samið var við Sjónvarpið um útsendingu á efni frá skíðalandsmóti, til að vekja á því at- hygli, sem er forsenda þess að fyrir- tæki sjái sér hag í að styrkja fram- tak sem þetta með auglýsingum. Ásamt Ríkisútvarpinu sendi Morg- unblaðið fréttaritara sinn til að fylgjast með mótinu, sem undanfar- in ár hefur vakið litla athygli lands- manna. Markmiðið var að gera skíðaíþróttinni hærra undir höfði, enda um bæjaríþrótt Isfirðinga að ræða. Vinsamlegast var farið fram á það við forseta Islands, verndara íþróttahreyfingarinnar á Islandi, að setja skíðalandsmótið ásamt skíða- viku okkar Isfirðinga, enda Olafur Ragnai' Gímsson ávallt aufúsugest- ur í heimabæ sínum Isafirði. Af einstakri vinsemd þáði forset- inn boð Skíðafélagsins og dvaldi hér í tæpan sólarhring en gaf sér þó góðan tíma til að skoða sig um og minnast gamalla tíma þegar skíða- vikan átti sér, eins og í dag, drjúgan sess í hjörtum bæjarbúa. Það er óhætt að segja að heimsókn forset- ans hafi vakið upp allt það besta hjá ísfirðingum þennan tíma ásamt bjartsýni á ft-amtíðina. Isfirðingar eru ákaflega þakklátir forseta sínum fyrir að gefa sér tíma • í miklum önnum fyrir hans framlag í þessari miklu hátíð sem skíðavikan er. Undirrituðum finnst það hrein- lega fáránlegt að láta sér detta í hug að Ólafur Ragnar Grímsson hafi heimsótt sveitunga sína í þeim til- gangi að vekja athygli fjölmiðla á sér, enda úr mörgu öðru betra að moða í þeim efnum. Sú gleði og bjartsýni sem forsetinn flutti okkur hingað var mikil og tel ég það verð- ugt hlutverk forseta lýðveldisins, að gefa sér tíma til þess að stappa stáli í íbúa byggðarlags sem orðið hefur fyrir miklum áföllum undanfarið og hefur meðal annars komið illa við skíðaíþróttina." xxx SVO mörg voru þau orð og ekki lítið hjartnæm. Væri Víkverji ekki það hjartalausa hörkutól sem hann er, hefði hann allt eins getað tárast yfir bréfi formanns Skíðafé- lags ísfirðinga. Annars, að öllu gamni slepptu, þá finnst Víkverja sem það sé ekkert annað en ofurvið- kvæmni þegar brugðist er við á þann hátt sem formaður Skíðafélags Isfirðinga gerir, þótt Víkverji leyfi sér að hafa þá skoðun að forsetinn sé fullfjölmiðlaglaður fyrir hans smekk. Víkverji ætlar áfram að leyfa sér að hafa þá skoðun, en þakkar formanni Skíðafélagsins að sjálfsögðu fyrir hans innlegg, sem hefði ekki verið hjartnæmara þótt það hefði komið beint frá skrifstofu sjálfs forseta Islands!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.