Morgunblaðið - 11.04.1999, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 11.04.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 59 mm 7 L-j f \ L.* J j, \ i ] , \ ALVÖRUBfÓ! mpoiby '■ — —=. STAFRÆIMT stærsis tjalðib með ===£=== = HLJÓÐKERFI í luv = ~ = =—= ÖLLUM SÚLUIVI! /DD/I „Ómótstæðilega drepfyndin“. Thomas-LOS ANGELES TIMES illll Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Nö MORE MR.NICE GUY.I ★ ★ ★ Al Mbl 0 ★ ★ ★ ÁS DV MELGiBSON PAYBACK Sýnd kl. 9 og 11 . B.i. 16. MIGHTY JOE Sýnd kl. 2.55. m* n m msm r „Hún er þrælskemmtileg. Hundurínn er algjört krútt | t Cindy Peariman/ CHICAGO SUN TIMES Sýnd kl. 4.45, 6.45, 9 og 11.15. I Sýnd kl. 5, 7, 9og11.B. i. 16. SUM LEYNDARMAL MUNU ASÆKJA ÞIG ALLA ÆVI fy ..1KKOW !' LAS’l" ^LAÍMhR } mynd frábær fyrir alla krakka." Shep Morgan/JEANNE kWOLF'S HOLLYWOOJ ' Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. www.biastmovie.com luat Dog IL Sýnd kl. 3, 5 og 7. Kr. 500. TVÆR gamlar konur á gangi í Vilníus. Önnur er svo hjólbeinótt að dönsur- unum þótti með ólíkindum að hún gæti gengið. En þær stauluðust áfram við stafínn og tóku sér bara sinn tíma. www.stjornubio.is Islenski dansflokkurinn í Litháen Stóðust kraftaverkalækninu snúning og fylltu húsið ÍSLENSKA dansflokknum var boðið til Litháen á dögunuin til að opna danshátíð í Vilníus þann 15. mars síðastliðinn. Sýndi hóp- urinn fjögur verk á hátíðinni, en tvö þeirra hafa verið sýnd í Borgarleikhúsinu að undan- förnu, þau Diving og Flat Space Moving eftir Rui Horta, en auk þeirra voru sýnd verkin Minha Maria Bonita eftir Láru Stefáns- dóttur og Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, en þau voru bæði frumsýnd á Dans- höfundasamkeppni Islenska dansflokksins sem haldin var í október. Guðmundur Helgason, dansari í íslenska dansflokknum, segir að þegar dansflokkurinn hafí komið til Litháen liafí skipu- leggjendur hátíðarinnar, þeir Victoras Schtutze og Adronis Imbrasas, tekið á móti hópnum. „Við vorum þarna í fyrra og þeir voru svo hrifnir af dansflokkn- um að þeir vildu endilega fá okk- ur aftur. Þeir eru mjög metnað- argjarnir og vinna ótrúlega gott starf þarna þótt aðstæður séu ekki upp á sitt besta og fjármun- ir af skornum skammti.“ - Hvernig er að dansa i Lit- háen? „Aðstaðan þar er kannski ekki jafn góð og við eigum að venjast hér heima og maður komst að því að Borgarleikhúsið er í hæsta gæðaflokki leikhúsa. En áhorfendurnir eru mjög þakklát- ir og það er alltaf gaman að dansa fyrir þannig áhorfendur. f Vilníus fannst okkur eins og fólk næði þræðinum í dansverkunum strax og það var alltaf hlegið á réttum stöðum. Okkur fannst eins og skilningur á nútímadansi væri mikill þarna.“ Daginn eftir sýninguna í Vilní- us fór dansflokkurinn til bæjar- ins Klaipeda og héldu aðra sýn- ingu. „Þar var rosalega mikil að- sókn og sögðu heimamenn okkur að hún hefði ekki verið meiri í tvö ár en þá hafði víst krafta- verkalæknir nokkur fyllt húsið,“ segir Guðmundur hlæjandi. „En sviðið var minna en við áttum von á og það var talsvert annar andi í þessum bæ heldur en í Vilníus. Þegar við hófum sýning- una lá við að það heyrðust and- köf í salnum og við fundum að áhorfendur voru ekki vanir að sjá nútímadans og höfðu eflaust búist við einhverju klassískara. En í austantjaldslöndum er nú- timadans oft það sem við köllum neóklassískan ballett í vestrænni Iöndum." Aðspurður um hvernig upplif- un það sé að koma til Litháen segir Guðmundur að dansflokk- urinn hafi greint svolitla breyt- ingu frá því árinu áður. „Þróun- in er í átt, að vestrænu samfélagi þótt hægt fari. Við fengum smá- vegis sjokk í fyrra þegar við komum af því margt var svo ólíkt því sem við áttum að venj- ast. Til dæmis er ískalt í leikhús- unum og það hafði reyndar ekk- ert breyst. Við fundum illilega fyrir því þegar við dönsuðum Di- ving eftir Rui Horta en þar kem- ur vatn talsvert við sögu. Vatnið sem við fengum á okkur í leik- húsunum í Litháen var svo ískalt að ég er viss um að það hafi ver- ið fsklakar í því.“ - Það hefur enginn kvefast? „Nei, ég held nú ekki. En þetta er ólíkt því sem maður á að venj- ast í leikhúsi. Samt fannst okkur mai-gar aðrar aðstæður hafa breyst til hins betra á þessu ári og þarna er mjög fallegt um- hverfi og vingjarnlegt fólk og mikil upplifun að sækja Litháa heim.“ íslenski dansflokkurinn er með sýningu í Borgarleikhús- inu í kvöld klukkan 20 og verða þar þrjú verk sýnd: Div- ing og Flat Space Moving eft- ir Rui Horta og Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur. Þetta er næstsíðasta sýning flokksins á þessum dans- verkum því lokasýningin er um næstu helgi, 18. apríl. Því ' fer hver að verða síðastur að sjá þessa sýningu flokksins sem hef- ur hlotið afar lofsamlega dóma. JULIA Gold við veggspjaldið sem kynnti Is- lenska dansflokk- inn í Klaipeda. HILDUR Ótt- arsdóttir, Chad Adam Bantner og Júlía Gold í miðborg Vilmus. KATRÍN Ingvadóttic og Katrín Johnson mála sig fyr-. ir sýninguna í Vilníns'.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.