Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðbrögð í Þýzkalandi við stríðsaðgerðum Atlantshafsbandalagsins í Júgóslavíu Ný þolraun fyrir „rauð- græna“ stjórn- arsamstarfið W''\ ^' BAKSVIÐ Með árásum NATO á Júgóslavíu tekur her þýzka Sambandslýðveldisins í fyrsta sinn beinan þátt í hernaði í 50 ára sögu þess. Þjóðverjar virðast almennt hafa brugðizt við þessum atburðum með jafnaðargeði, sem að sögn Auðuns Arnórssonar vekur athygli, ekki sízt í ljósi sterkrar hefðar friðarhreyfíngarinnar í landinu og þeirrar staðreyndar, að fulltrúar hennar eru nú meðal „stríðsherranna“. GREININGUR innan þýzku stjómarflokkanna, Jafnaðarmannaflokksins (SPD) og græningja, um loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu og þátttöku Þjóðverja í þeim, hefur farið vaxandi allt frá því árásirnar hófust iyrir hálfum mán- uði. Fer ekki hjá því að innanflokks- gagnrýnin í báðum stjórnarflokkum er enn ein þolraunin sem þetta stjómarsamstarf lendir í á því tæpa hálfa ári sem liðið er frá því það hófst. í eldlínunni eru utanríkisráð- herrann Josehka Fischer, sem er einn leiðtogi græningja, vamarmála- ráðherrann Rudolf Scharping, sem um skeið var formaður SPD, og kanzlarinn Gerhard Schröder. Innan raða Græningjaflokksins, sem er sprottinn upp úr hreyfingu róttækra umhverfísvemdar- og frið- arsinna í Vestur-Þýzkalandi, hafa óá- nægjuraddir gerzt æ háværari. Gagn- rýnin úr þeirri áttinni hefur ekki sízt beinzt gegn utanríkisráðherranum Joschka Fischer. Fischer hefur vísað þessari gagmýni á bug. Hann beri mikla virðingu fyrir skoðunum þeirra sem hafni allri valdbeitingu, en vegna grimmdarstefnu Slobodans Milos- evics Júgóslavíuforseta hafi NATO ekki átt neins annars úrkosti en að grípa til hemaðaraðgerða. Sem dæmi má nefna að í mót- mælaskyni við þátttöku þýzka hers- ins í aðgerðum NATO hófu í vikunni nokkrir tugir róttæklinga mótmæla- setu á tröppum höfuðstöðva græn- ingja í Bonn. í yfii’lýsingu frá mót- mælendunum sagði: „Velkomin í klúbb stríðsæsingamanna“. Og Antje Radcke, einn talsmanna flokks- stjórnar græningja, gagnrýndi að vopnahléstilboði Júgóslavíustjórnar skyldi hafa verið vísað á bug. Hún „harmaði, að þetta tækifæri skyldi ekki hafa verið gi’ipið til að reyna einu sinni enn að snúa aftur að samningaborðinu“. Gagnrýniradda hefur einnig orðið vart í röðum jafnaðarmanna, og virð- ast þær hafa færzt í aukana í aðdrag- anda aukaflokksþings sem boðað hefur verið næstkomandi mánudag, þar sem ræða á stöðuna í Kosovo- deilunni. Flokksdeild SPD í Bremen hefur nú þegar, íyrst allra flokks- deilda í landinu, samþykkt yfirlýs- ingu þar sem þess er krafizt að loft- árásum NATO verði tafarlaust hætt. I yfirlýsingunni er ríkisstjómin hvött til að beita sér af alvöru fyrir því að aftur verði teknai- upp frið- samlegar samningaumleitanii- til lausnar deilunni. Vai’narmálaráðhen-ann, Rudolf Scharping, sem var kanzlaraefni SPD 1994, vildi að sögn Siiddeutsche Zeitung lítið gera úr innanflokks- gagnrýni á stefnu og ákvarðanir stjórnai’innar. Þar væri aðeins um stöku óánægjuraddir að ræða. I helztu bandalagsríkjum Þýzkalands Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 Itt Mál og menning Saga listarinnar eftir E.H. Gombrich er vinsælasta listasaga allra tíma og hefur verið þýdd á um 30 tungumál. „Þarf helstað veratil á hverju heimili." Morgunblaðið Reuters RUDOLF Scharping vamarmálaráðherra, Gerhard Schröder kanzlari og Joschka Fischer utanríkisráðherra sitja fyrir svömm á blaðamannafundi um Kosovo-átökin í kanzlarahöllinni í Bonn. Þremenningarair, sem all- ir eiga pólitískar rætur í friðarhreyfingu „68-kynslóðarinnar“ í V-Þýzkalandi, bera nú hitann og þungann af hinni daglegu ákvarðanatöku á bak við stríðsrekstur NATO í Júgóslavíu, að því er Þýzkaland varðar. innan NATO hefur rinnulag Scharp- ings hlotið lof. Einkum hafa Banda- ríkjamenn kunnað að meta hvernig hann hefur fram að þessu kunnað lagið á að kveða niður innanflokks- gagnrýni og þannig hjálpað til við að tryggja samstöðu stærstu NATO- ríkjanna í afstöðunni til framgöng- unnar í Júgóslavíu. Stjórnarandstaðan sýnir sam- stöðu með stjóminni Stjórnarandstöðuflokkarnir, kristilegir demókratar (CDU) og frjálsir demókratar (FDP), hafa lýst fullum stuðningi við ákvarðanir stjórnarinnar í Kosovo-málinu. Að sögn Die Welt gera forystumenn stjórnarandstöðunnar sér grein fyr- ir, að stríðstímar eru ekki hennar tími. Wolfgang Scháble, formaður CDU, Michael Glos, þingflokksfor- maður CSU, bæversks systurflokks CDU, Wolfgang Gerhardt, fomaður FDP, og Volker Rúhe, fyrrverandi varnarmálaráðherra og varaformað- ur CDU, segjast standa við bakið á ríkisstjóminni. Eina stjómmálaaflið í Þýzkalandi sem strax fordæmdi aðgerðir NATO og heldur uppi harðri gagnrýni á þær er PDS, flokkur íyrrverandi komm- únista Austur-Þýzkalands. „PDS þykist vera samsafnshreyfing friðar- sinna,“ skrifar Die Weit, og reynir að setja sig í spor græningjans í utanrík- isráðherrastólnum. „Vinstrimenn kalla hann „stríðsæsingamann". (...) Það er greinilegt, að [undir þessum kringumstæðum] fellur honum ekki létt að votta friðarsinnunum í röðum græningja virðingu sína opinberlega. (...) Það er því ekki að undra, að Fischer vísar vopnahléstilboði Milos- evics á bug með tilfinningaþrungnum undirtóni. Tilboðið sé „innihalds- laust“, svo lengi sem enn sé haldið áfi-am að myrða og reka fólk á flótta í Kosovo." „Við lærum stríð“ skrifa leiðarahöfundar Forystugreinar þýzkra fjölmiðla hafa frá því árásir NATO hófust ein- kennzt af vangaveltum um hvers vegna almenningur og ekki sízt vinstrisinnaðir menntamenn - sem hafa löngum gert tilkall til þess að vera „samvizka þjóðarinnar" og hafa í gegnum tíðina ekki hikað við að segja stjómvöldum til syndanna ef eitthvert stríðsbrölt hefur verið á dagskrá - hafa haft hljótt um sig og virðast taka atburðarásinni af meira jafnaðargeði en búast hefði mátt við. „Þegjandi heyr Þýzkaland stríð,“ skrifar leiðarahöfundm’ vikublaðsins Die Zeit og í dagblaðinu Die Welt stendur: „Það er stríð. Og það er hljótt í Þýzkalandi. Hvar eru áhyggjufullu prófessoramir okkar, rithöfundarnir? Virki hins æðri sið- ferðisboðskapar em tóm.“ Bent er á, að með hina „rauð- grænu“ stjóm við stjómvölinn hafi málsvörn friðarhyggju og her- mennskuafneitunar færzt yfir til PDS, arftaka austur-þýzku komm- únistanna, sem talar aðeins fyrir hönd lítils minnihluta landsmanna. Mönnum á borð við Joschka Fischer, sem á sínar pólitísku rætur í friðar- hreyfingu „68-kynslóðarinnar“ í Vestur-Þýzkalandi, finnst mönnum sem áður stóðu með hlaðnar byssur við Berlínarmúrinn og ræktuðu hernaðaranda af kappi í uppeldi austur-þýzkrar æsku, ekki fara vel að setja sig í siðferðilegt dómarasæti yfir aðgerðum NATO, sem gripið var til í nafni mannréttinda og mannúðar gegn glæpsamlegu athæfi gerræðis- legrar einræðisstjórnar. Leiðarahöfundur Zeit segir þetta mjög athyglisvert með tilliti til hálfr- ar aldar hefðar valdbeitingarlausrar utanríkisstefnu Sambandslýðveldis- ins og ekki síður með þá útbreiddu friðarhyggju sem flestir álitu hafa skotið föstum rótum í hinu þýzka lýðræðisþjóðfélagi nútímans, sem ávallt er sér meðvitandi um skugga hinnar nazísku fortíðar. Lærdómar þýzkra vinstri- og menntamanna Spurt er hvort þetta sé merki um að Þýzkaland sé loks að verða „eðli- legt“ fullvalda ríki, í jákvæðum skilningi þess orðs. Þegar Persaflóastríðið stóð yflr árið 1991 tóku Þjóðverjar engan þátt í hern- aðaraðgerðum bandamanna, þótt ríkisstjórnin „skrifaði ávísanir" fyr- ir allnokkrum hluta kostnaðarins af þeim. En jafnvel þótt þýzk hernað- arþátttaka hefði verið engin, vett- vangur átakanna lá langt frá Evr- ópu, aðgerðirnar voru framkvæmd- ar með fullu umboði öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og stjórnvöld í Kreml hefðu ekki talið sér troðið um tær með nándar nærri eins af- gerandi hætti og tilfellið er í Jú- góslavíu, ætlaði t.d. meðal þýzkra háskólanáma og vinstrisinnaðra menntamanna almennt allt af göfl- unum að ganga í mótmælaaðgerðum gegn hemaðinum gegn Irak. Frið- arhreyftngin tók af öll tvímæli um að hún væri afl sem ráðamenn yrðu að taka með í reikninginn. Nú, átta árum síðar, þegar flokkur friðar- sinna er í stjórn, víkur öðru við. Hvað veldur? Bent er á að í milli- tíðinni hafa geisað skelfileg borgara- stríð innan iandamæra gömlu Jú- góslavíu, sem ekki tókst að stöðva fyrr en NATO hóf bein afskipti. I seinasta lagi eftir fjöldamorð Bosníu- Serba á múslímum í Srebrenica í Bosníu hafi þýzkir vinstrimenn reynt að gera það upp við sig, hver sé hin rétta sögulega ályktun af yfirgangi og þjóðannorði nazistanna: ,Aldrei aftm’ stríð!“ eða: ,Aldrei aftur þjóðarmorð í Evrópu". Mannskæð- ir skýstrók- ar í Ohio AÐ minnsta kosti sex manns létu lifið í miðríkjum Bandarfkjanna þegar skýstrókar gengu þar yfir á fimmtudag og föstudag. Rúm- lega 30 manns slösuðust og hund- mð húsa eyðilögðust eða skemmdust í óveðrinu. 68 íbúðarhús skemmdust í þorpinu Montgomery, nálægt Cincinatti í Ohio, og um þriðjung- ur þeirra var talinn ónýtur. Tjón- ið í þorpinu nam 14 milljónum dala, andvirði milljarðs króna. Vindhraðinn var áætlaður um 320 km á klukkustund. Um 400 hús í þremur sýslum Ohio skemmdust eða eyðilögðust og 40.000 hús og fyrirtæki vom enn án rafmagns á svæðinu á föstu- dagskvöld. Bob Taft, ríkisstjóri Ohio, lýsti sýslurnar þrjár ham- farasvæði. Óveðrið olli fjómm dauðsföllum í Ohio og tveimur í Illinois. fbúi Montgomery virðir hér fyr- ir sér rústir heimilis síns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.