Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 8

Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 8
8 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR _ Blótti í góðæri í fyrsta lagi Fátt kom meira á óvart á málþingi Háskóla íslands um búsetu á íslandi en upplýsingar Stefáns Ólafssonar, forstöðumanns Félagsvísindastofnunar, um að íslendingar hafi í stórum stíl fliitt til útlanda í góðærinu. LANDIÐ færi í auðn ef við hefðum ekki hr. Poul Pedersen til að fylla í skörðin. d < i w Hana-nú með dagskrá í Salnum Láttu ekki segja þér hver þú ert Amanudag klukkan 16.00 verður í Sal Tón- listarhúss Kópavogs dag- skráin Smellur ... lífið er bland í poka, sem Hana- nú hópurinn hefur veg og vanda af. Hana-nú hópur- inn skilgreinist vera hóp- ur aldraðra í Kópavogi, þótt allir megi taka þátt í starfi hans, að sögn Ás- dísar Skúladóttur. „Eitt af markmiðum hópsins er að brúa allt kynslóðabil." Asdís er að eigin sögn „rótari“ hópsins og tengiliður. Hún er leik- stjóri sýningarinnar Smells ... lífið er bland í poka. Hvemig sýning er þetta? „Þetta er gráglettin kómedía um efri árin með þungri undiröldu. Þetta er spreh með al- varlegu ívafi. Hana-nú fagna ári aldraðra fremur á léttum nótum, enda líta þeir á efri árin fyrst og fremst sem spennandi og ögrandi lífsskeið og bregða í sýningunni fyrir sig betri fætinum, syngja, dansa, leika og lesa af Ust. HUn Gunnarsdóttir aðstoðar við útUt sýningarinnar, ritgyðjur Hug- leiks störfuðu í hópvinnu með Hana-nú fólki við að skrifa verkið og það er enginn annar en Magn- ús Randmp sem þenur nikkuna á sviðinu. Að lokinni sýningu verða pallborðsumræður. Olafur Olafs- son fyrrum landiæknir er vernd- ari sýningarinnar og mun hann ásamt Sigurði Geirdal bæjar- stjóra Kópavogs, Aðalsteini Sig- fússyni félagsmálastjóra Kópa- vogs, Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og fleirum taka þátt í pallborðsumræðunum undir stjóm Sigurbjargar Björg- vinsdóttur forstöðumanns Gjá- bakka og Gullsmára. - Hvers vegna er Hana-nú hóp- urínn að standa fyrir svona dag- skrú? - Okkur finnst oft, ekki síst núna á ári aldraðra, líta helst út íyrir að það að eldast og elUn sem slík sé ekkert nema vandamál. Stundum virðist manni eins og aldraðir, þessi 15% þjóðarinnar, sé einn stór vandamálapakki. Það gleymist í þessari umræðu að stór hluti þess fólks sem komið er á efri ár lifir góðu og gjöfulu Ufi, bæði fyrir sjálft sig og aðra. Auðvitað vitum við að vandamál eldra fólks em oft mikU, en yngra fólk á líka oft við ekki minni vandamál að stríða. Það er ekki gefið hvenær fólk lifir sín bestu ár. Lífið er „bland í poka“. Eitt versta vandamál sem eldra fólk á íslandi á við að stríða er að af- staða samfélagsins til þess að eldast, hún er aUtof neikvæð - slík afstaða skyggir á Ufsgleðina, ég segi stundum, ____________ „Láttu ekki segja þér hver þú ert“. Mörgum verður orðfall við spuminguna: „Hverjir eru kostir þess að eld- ast?“ Hvers vegna verður fólki orðfall? Vita menn ekki að efri árin ná yfir allt að 30 ára tímabil, sem er stór hluti ævi- skeiðsins? - Hvað gera Hana-nú félagar fleira til þess að hregða lit á til- veru eldra fólks í Kópavogi? „Hana-nú er aðeins lítill angi af því starfi sem félagsmálastofn- un Kópavogs býður eldri borgur- um upp á í Gjábakka og GuU- smára. Starfandi er einnig öflugt Félag eldri borgara. Við í Hana- Ásdís Skúladóttir ►Ásdís Skúladóttir er fædd á Eskifirði 30.6.1943. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964 og lauk kennaraskólaprófi árið eftir. Leiklistarskólaprófi lauk Ásdís 1967. Árið 1977 lauk hún BA- prófi í stjómmálafræði frá Há- skóla íslands. Ásdís hefur lengst af starfað sem „lausakona“ á vinnumarkaði, hún hefur kennt t.d. í Melaskóia, Kvennaskóla, hefur unnið að skipulagi öldrun- armála í Skagafirði, Skagafjarð- arsýslu og Neskaupstað, svo og hjá Rauða krossi íslands og í Kópavogi. Einnig hefur hún leikið fjölda hlutverka á leik- sviði hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, svo og leikstýrt heima og er- lendis. Þá em ótalin ýmis störf hennar hjá Ríkisútvarpinu um árabil. Maður Ásdísar er Sig- urðar Karlsson leikari. Ásdís á tvö börn og tvö stjúpbörn, bamabörnin em tvö. Sýnir í hnotskurn viðhorf félaga í Hana-nú nú era hins vegar afskaplega lausbeisluð og stundum það að gera hið óvænta. En þótt við sé- um óformleg í starfi höfum við kosið að vera formlegri í tali; við eram með gönguklúbb og heims- klúbb (fórum m.a. til Færeyja og erum á leið til Póllands), bók- menntaklúbb og síðan er undir- búningsnefnd að vinna að stofn- un „grínaraklúbbs" Hana-nú, en stofnfundur var haldinn í síðustu viku, en ekki tókst að stofna klúbbinn af því að mikill ágrein- ingur og fjaðrafok varð útaf nafni hans. Hins vegar ber þess að geta að hlegið var stanslaust á fundinum, sem stóð hátt á þriðja tíma. Við stundum líka menning- arlíf af mikilli hörku, við höfum þá skoðun að menning sé fyrir alla. Við förum í leikhús, á hljóm- leika, í gallerí og á listsýningar. Við höfum farið í heimsókn á staði sem hin íslenska þjóð á í sameign en almenningur hefur _________ ekki góðan aðgang að, t.d. Hæstarétt, Rannsóknastofu Há- skólans, Alþingi. Nú síðast fór harður _________ kjarni Hana-nú og heimsótti Hið ís- lenska reðrasafn. Dagskráin í Salnum sem frumsýnd verður á morgun sýnir í hnotskum viðhorf og afstöðu félaga í Hana-nú klúbbnum. En innan um og sam- an við eram við í dagskránni að spyrja alvarlegra spuminga sem varða tilvist og tilveru okkar Is- lendinga þegar við eldumst. Það má ekki gleyma því að lífið er þrátt fyrir allt „bland í poka“ og við ráðum miklu um innihaldið sjálf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.