Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
88. TBL. 87. ÁRG.
Reuters
Þýski Ríkis-
dagurinn
endurvígður
ÞÝSKA þingið var formlega flutt
frá Bonn til Berlínar í gær er
gamla þinghúsið þar, Ríkisdagur-
inn eða Reichstag, var tekið í
notkun eftir endurnýjun og
breytingar, sem kostuðu rúmlega
23 milljarða ísl. kr. I ræðu, sem
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, flutti við athöfnina
lýsti hann yfir tilkomu nýs
„Berlínarlýðveldis" og sagði, að
nágrannar Þjóðverja hefðu ekk-
ert að óttast þótt þýska ríkis-
stjórnin væri nú aftur sest að í
hinni gömlu höfuðborg keisar-
anna, nasista og kommúnista.
Þýskaland væri lýðræðisríki, sem
Iegði áherslu á góða samvinnu
við nágranna sína.
■ BerlínarlýðveIdi/28
Aldamótavandinn
Herinn
við öllu
búinn
New York. The Daily Telegraph.
í HELSTU borgum í Banda-
ríkjunum er verið að koma upp
leynilegum stjórnstöðvum og
ganga frá áætlunum um að
kalla út vopnaða hermenn af
ótta við, að aldamótaveiran
svokallaða valdi verulegri rösk-
un í samfélaginu. Er þá meðal
annars átt við víðtækt raf-
magnsleysi, sem hefði síðan
áhrif um allt þjóðfélagið.
í New York eru stjómstöðv-
arnar, sem kosta næstum 900
millj. ísl. kr., næstum fullbúnar
en þær geta hýst um 100 æðstu
embættismenn borgarinnar. I
Ohio eru stjórnstöðvarnar í
neðanjarðarbyrgi og þær verða
einnig neðanjarðar í Los Ang-
eles.
Þótt stjómvöld í Bandaríkj-
unum geri ekki mikið úr vand-
anum þá eru margir á öðra
máli og vilja því búa sig undir
það versta. Olíulampar og við-
arofnar eru uppseldir á sumum
svæðum og sumir era þegar
farnir að viða að sér þurrmat.
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Serbar hafa smalað saman um 840.000 manns á fímm stöðum í Kosovo
Búist við miklum flótta-
mannastraumi næstu daga
Skopje, Washington, Moskvu. Reuters.
ÓTTAST er, að allt að 840.000
manns verði rekin frá Kosovo á
næstu tíu dögum, en þessu fólki
hafa Serbar smalað saman á
nokkram stöðum í héraðinu og
halda því í gíslingu með stórskota-
liðsvopnum. Ekki er vitað hvað orð-
ið hefur um mikinn fjölda albanskra
karlmanna, á bilinu 100-600.000, en
þeir hafa ekki komið með fjölskyld-
um sínum tii nágrannalandanna.
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
sagði í gær, að Rússar myndu ekki
leyfa NATO að leggja undir sig Jú-
góslavíu en virtist þó sáttfús líka og
sagði, að ekki yrðu fleiri rússnesk
herskip send inn í Adríahaf.
Lindsey Davis, talsmaður Mat-
vælahjálpar Sameinuðu þjóðanna,
sagði í Makedóníu í gær, að búist
væri við gífurlegum flóttamanna-
straumi frá Kosovo á næstu dögum.
Serbar væru nú búnir að smala
saman um 840.000 manns á
nokkrum stöðum í héraðinu og
héldu hópunum saman með stór-
skotaliðshríð. Talsmaður NATO,
Giuseppe Marani hershöfðingi,
sýndi í gær kort þar sem fram kem-
ur hvar fólkið er niður komið. Eru
hóparnir fimm, frá 100.000 manns
og upp í fjórðung milljónar.
Ekki er vitað um 100-500.000 al-
banska karlmenn í Kosovo en þeir
hafa ekki skilað sér með fjölskyld-
um þeiira, sem flúið hafa landið.
Upplýsingar um margar fjöldagraf-
ir í landinu vekja illan gran en lík-
legast er talið, að Serbar hafi skilið
þá flesta frá fjölskyldum sínum, í
hvaða tilgangi, sem það var gert.
Jeltsín harðorður
Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í
gær, að Rússar myndu aldrei líða,
að NATO gerði Júgóslavíu að
bandarísku verndarsvæði. Átti hann
síðan um klukkustundarlangt síma-
viðtal við Bill Clinton, forseta
Bandaríkjanna, og var þá öllu mild-
ari. Skoraði hann á Clinton að leysa
Kosovo-deiluna með því að stöðva
loftárásir á Júgóslavíu og hvatti til
viðræðna um víðtækt sjálfræði
Kosovo innan landamæra Júg-
Reuters
FLÓTTAMENN frá Kosovo bíða í slagveðursrigningu eftir að fá matarskammtinn sinn. Þeir eru í borginni
Kukes í norðurhluta Albanfu en nú er unnið að því að flytja fólkið til annarra hluta landsins.
óslavíu. Sagði hann, að Rússai1 væru
reiðubúnir að bera sáttarorð á milli
og myndu ekki senda fieiri herskip
að Balkanskaga.
Árásir NATO í gær beindust fyrst
og fremst að verksmiðjum og ok'u-
hreinsunarstöðvum og geta Júgósla-
var ekki lengur hreinsað neina olíu í
landinu að mati sérfræðinga. Flytja
þeir inn um tvo þriðju allrar hi’áolíu
og er NATO nú að kanna leiðir til að
stöðva olíusölu til landsins.
Stjómvöld í Svartfjallalandi era
nú að kanna ásakanir um, að
serbneskir hermenn hafi rekið fólk
af albönskum upprana, sem bjó f
þremur þorpum innan landamæra
Svartfjallalands, burt frá heimilum
sínum. Ef rétt er þá er þetta í fyrsta
sinn, sem ráðist er gegn Albönum,
sem þar búa.
Adnan Merovci, aðstoðarmaður
hins hófsama leiðtoga Kosovo-Alb-
ana, Ibrahims Rugova, kom til
Makedóníu í gær með leyfi
júgóslavneskra stjórnvalda og sagði
við komuna, að Rugova væri fangi
Serba í Pristina. Sagði hann það
rangt, sem Serbar segðu, að Rug-
ova hefði hvatt til, að loftárásum
yrði hætt skilyrðislaust. Hann hefði
þvert á móti lagt áherslu á, að Serb-
ar fiyttu fyrst her sinn frá Kosovo.
Sagði Merovci, að Rugova hefði ver-
ið fluttur á fund Milosevic en það
hefði aðeins verið gert í áróðurs-
skyni og ekki verið rætt um eitt eða
neitt.
Talsmaður Kofi Annans, fram-
kvæmdastjóra SÞ, sagði í gær að
hann myndi fara til Moskvu undir
mánaðarlok til að ræða Kosovo-deil-
una að ósk Rússa.
■ Sjá á bls. 30, 31 og 32.
Skýringar NATO á dauða óbreyttra borgara í tveimur árásum í síðustu viku
Töldu að herbil-
ar væru á ferð
Brussel. Reuters.
FRAM kom á fréttamannafundi í
Brassel í gær, að hugsanlegt væri,
að óbreyttir borgarar hefðu fallið í
tveimur árásum NATO-flugvéla á
skotmörk skammt frá Djakovica í
Kosovo á miðvikudag í síðustu
viku. Flugmennirnir hefðu þó talið
sig vera að ráðast á hernaðarleg
skotmörk og margt væri enn mjög
óljóst í þessu máli.
Daniel Leaf, foringi í bandaríska
flughernum, sagði, að upplýsingar
um þennan atburð bentu til, að í
fyrri árásinni fyrir norðan Dja-
kovica hefði verið um að ræða
„hemaðarlegt skotmark" þar sem
farartækin hefðu verið notuð við að
brenna hús og allt benti til, að í
seinni lestinni hefðu líka verið her-
bílar. Sagði Leaf, að málið væri
mjög flókið og hugsanlega fengist
aldrei endanleg skýring á því.
Leaf sagði, að í fyrri árásinni
hefðu flugmennirnir varpað níu,
500 punda, leysistýrðum sprengj-
um, annars vegar á lest, sem flug-
maðurinn taldi vera herbíla, og
hins vegar á farartæki, sem vora
inni í garði stórrar, hálfmánalag-
aðrar byggingar. Sagði hann, að
sprengingarnar, sem fylgt hefðu
þeirri árás, bentu til, að eldsneyti
hefði verið geymt í byggingunni
þótt það væri ekki vitað. I síðari
árásinni, suðaustur af Djakovica,
hefði verið ráðist á fremstu vagn-
ana í langri lest, sem í voru meira
en eitt hundrað farartæki.
Sáu herbfla
með sjónaukum
Sagði Leaf, að flugmennimir
hefðu verið vissir um, að þarna
væra hervagnar á ferð, m.a. vegna
þess hve þeir vora stórir og fóra
hratt yfir. Auk þess hefðu þeir
fengið um það upplýsingar frá
AWACS-könnunarflugvélum, að
skotmarkið væri hernaðarlegt.
Flugmennirnir hefðu þó ekki gert
aðra árás af ótta við, að óbreyttir
borgarar væra einnig á ferð þama
en flugmenn á A-10-vélum, sem
fara hægar yfir, hefðu staðfest það
með því að nota sjónauka, að her-
vagnar væra í lestinni.
Vegna þessa atburðar leyfðu
Serbar erlendum fréttamönnum að
fara til Kosovo en þó ekki fyrr en
daginn eftir. Að sögn Serba féllu
um 80 óbreyttir borgarar en frétta-
mennirnir sáu aðeins 20 og virtust
sum líkin ekki bera þess merki að
hafa orðið fyi’ir sprengjum, heldur
vélbyssuskothríð.
Leaf nefndi einnig, að flóttafólk,
sem komið væri til Albaníu, hefði
sagt fulltrúum ÖSE, Öryggis- og
samvinnustofnunar Evrópu, að
flugvélar í lágflugi hefðu ráðist á
lestina en NATO-vélamar voru í
15.000 feta hæð.