Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNB LAÐIÐ AKUREYRI Góðar viðtökur félagsmanna við skipulagsbreytingum hjá KEA Næstu skref að sameina afurðastöðvar á Norðurlandi NÆSTU skref varðandi þær skipu- lagsbreytingar sem nú standa yfír hjá Kaupfélagi Eyfirðinga eru að ljúka þeirri vinnu sem nú er í gangi varðandi sameiningu afurðastöðva á Norðurlandi. Þar á að leitast við að mynda sem sterkust tengsl við framleiðendur á svæðinu m.a. með eignatengingu og er markmiðið það að Norðlendingar verði í farar- broddi í afurðavinnslu og markaðs- setningu hér á landi. Aðalfundur Kaupfélags Eyfírð- inga var haldinn á laugardag og þar var þetta mál til umfjöllunar. Stjóm félagsins fagnaði þeim góðu viðtök- um sem skipulagsbreytingarnar sem kynntar voru á síðasta ári hafa fengið en nú er verið að hrinda þeim í framkvæmd. Telur stjórnin viðtök- umar ótvírætt vitni um að félagið sé á réttri braut. Auk þess sem megináhersla verð- ur lögð á að ljúka viðræðum um sameiningu afurðastöðva, er áhersla lögð á að KEA haldi áfram öflugri uppbyggingu á verslunum á dag- vöi-umarkaði með Nettó í farar- broddi. Lækka þarf skuldir móðurfélagsins Til viðbótar við skuldalækkun KEA samstæðunnar upp á tæpa tvo milljarða, sem náðst hefur frá síð- ustu áramótum þarf að lækka skuldir móðurfélagsins um að minnsta kosti einn milljarð og hyggst stjórn félagsins ná þeim með eignasölu. Þá mun KEA kanna möguleika á að færa hluta af höfuðstól sínum í nýjar atvinnugreinar með hærra framlegðarstigi en er að meðaltali innan félagsins nú og bjóða þar með aukna fjölbreytni atvinnu- tækifæra. A næstunni verður einnig farið í markvissa vinnu varð- andi framtíðarfyrirkomulag sam- vinnufélagsins KEA. Þar verður horft til hinna margslungnu hags- muna sem fléttast saman í félag- inu, sem nú er að nokkru verið að aðgreina hvað varðar rekstrar- þætti í yfirstandandi skipulags- breytingum. Horfa þarf til nokkurra þátta varðandi framtíðarskipulag sam- vinnufélagsins, m.a. þess að félagið skilgreini sig hér eftir sem hingað til sem byggðafestufélag sem beiti sér af afli til eflingar byggðar og mannlífs á félagssvæði sínu. Skil- greina þarf félagssvæði þess og rétt til inngöngu. Huga þarf að hagsmunum B-hluthafa, m.a. hvort þeim er ekki best borgið með því að bjóða þeim að flytja fjármuni sína í rekstrarþætti samstæðunn- ar. Morgunblaðið/Kristján EIRIKUR S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri og Jóhannes Geir Sigur- geirsson, stjórnarformaður Kaupfélags Eyfirðinga, á aðalfundi KEA á laugardag. Fíkniefnaneysla fer vaxandi á Akureyri Níu hand- teknir um helgina NIU manns voru handteknir um síðustu helgi vegna fjög- urra fíkniefnamála sem upp komu á Akureyri. Um fjögur aðskilin mál er að ræða. Af þeim níu sem handteknir voru viðurkenndu fímm aðild sína að þeim, en fjórir báru af sér alla sök. Rannsóknardeild Lögreglunnar á Akureyri lagði hald á rúmlega 10 grömm af kannabisefnum í þremur til- vikanna, en tæki og tól til fíkni- efnaneyslu fundust í því fjórða. Daníel Snorrason lögreglu- fulltrúi í rannsóknardeild sagði að frá áramótum hefðu komið upp 18 fíkniefnamál á Akur- eyri, en á sama tímabili í fyrra höfðu þrjú mál komið upp. Alls fékkst rannsóknardeildin við tæplega 40 mál allt árið í fyrra. „Það er engin spurning að fíkniefnaneysla fer mjög vax- andi hér í bænum eins og við höfum verið að benda á,“ sagði Daníel. Hann sagði aldur neyt- enda því miður fara lækkandi og lögregla hefði haft afskipti af börnum niður í 14 ára aldur vegna fíkniefnaneyslu. „Ég vil hvetja foreldra til að fylgjast virkilega vel með börnum sín- um, það er fyllsta ástæða til þess,“ sagði hann. KEIXIIXISLUFRÆÐI TIL KENIXISLURÉTTIIMDA Nám í kennslufræði til kennsluréttinda fyrir starfandi leiðbeinendur hefst á hausti komanda ef næg þátttaka fæst. Námið miðast við kennslu á framhaldsskólastigi og í efri bekkjum grunn- skólans. Til námsins er stofnað á grundvelli laga um lögverndun á starfs- heiti og stafsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, nr. 86/1998. Áskilinn er réttur til þess að takmarka fjölda innritaðra ef þörf krefur. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Sækja ber um námið á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem fást á aðalskrifstofu Háskólans að Sólborg, kl. 8.00-16.00, sími 463 0900 og á deildarskrifstofum, Þingvallastræti 23, sími 463 0930 og Glerárgötu 36, sími 463 0961/0940. Afgreiðslutími deildarskrifstofa er frá kl. 8 00 til 12 10. Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri námsins í síma 463 0923 eða 463 0900 Háskólinn á Akureyri. AÐALFUNDUR Aðalfundur Sporisjóðs Svarfdæla, Dalvík, verður haldinn í veitinga- húsinu Brekku í Hrísey fimmtudaginn 29. apríl 1999 kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. Hríseyjarferjan fer fró Árskógsandi kl. 19.30. Dalvík, 19. apríl 1999. Stjórnin PENTAX FERMINGARTILBOÐ PENTAX PC-55 Date Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir 3 STK. FUJIFILM SUPERIA filmur fylgja Verð aðeins kr. 7.490 IJOSMYHDAVORUR Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 mAskóunim Á AKUPEYRI Morgunblaðið/Kristján FJOLA Berglind Hjaltadóttir sem er í Giljaskóla, fékk eins og önnur börn á Akureyri, Grenivík, Svalbarðseyri og Grímsey, sem fædd eru 1992, reiðhjólahjálm og veifu frá kiwanisfólki. Við borðið sitja frá vinstri: Pétur Ólafsson, Kaldbak, Júlía Björnsddttir, Emblu, Sigríður Sigurðardóttir, Emblu, og Þorgeir Jóhannesson, Kaldbak. Kiwanisfólk gaf 7 ára börnum reiðhjólahjálma Kirkjustarf L AUFÁSPRE STAKALL: Ferm- ingarguðsþjónusta í Svalbarðs- kirkju á sumardaginn fyrsta, 22. apríl kl. 13.30. Þessi börn verða fermd: Hrönn Helgadóttir, Stapasíðu lld, Akureyri. Jón Ragnar Guðmundsson, Sval- barði. Kirkjuskóli verður í Svalbarðs- kirkju á laugardag, 24. apríl kl. 11. Þetta er síðasta samvera vetrarins í kirkjuskólanum. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju á laugardag, 24. apríl kl. 13.30. Þetta er síðasta samvera vetrarins í kirkjuskólanum. KyiTðarstund í Grenivíkurkirkju kl. 21 á sunnu- dagskvöld, 25. aprfl. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Hátíðarguðsþjónusta í Bægisár- kirkju kl. 14 á fimmtudag, sumar- daginn fyrsta. Kór kirkjunnar syng- ur hátíðarsöngva Bjarna Þorsteins- sonar. Organisti er Birgir Helga- son. Ferming og altarisganga. Fermdur verður Hjalti Þórhallsson, Staðarbakka, Hörgárdal. ------fV*------ Eldur í potti SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kall- að að fjölbýlishúsi við Tjarnarlund sl. sunnudagsmorgun. Þar var nokkur reykur í íbúð, frá potti á eldavél. Ekki var um mikinn eld að ræða og lítil hætta á ferðum en reykræsta þurfti íbúðina. Skemmd- ir eru ekki taldar hafa verið miklar. ÞAÐ var handagangur í öskjunni í verslunarmiðstöðinni Sunnuhh'ð um helgina, en þrátt fyrir kulda og trekk stóðu þar yfir Vordag- ar. Líkt og venja er til á Vordög- um voru félagar í Kiwanisklúbb- unura Kaldbak og Emblu mættir í Sunnuhh'ðina og færðu þeir öll- um sjö ára börnum á Akureyri og nágrenni reiðhjólahjálma og veif- ur en þetta er ni'unda árið í röð sem Kaldbakur færir börnum reiðhjólahjálma, en Embla hefur verið með í þessu verkefni síð- ustu þrjú ár. Þar sem veðrið var ekki sérlega vorlegt var hætt við að grilla úti við, en gestir og gangandi fengu samt pylsur svo sem boðað hafði verið, en þær voru matreiddar innandyra. Þá buðu klúbbarnir upp á rómaðan Brynjuís og ávaxtadrykkinn Frissa fríska. Félögin afla fjár til verkefnisins með styrkjum en þeir sem styrktu verkefnið nú eru Akureyrarbær, Safagerði KEA, KEA-Sunnuhlíð, Utgerðarfélag Akureyringa, Bautabúrið, Tryggingamiðstöðin, Sjóvá-Almennar, Brynja, Krist- jánsbakarí, Islandsbanki, Merki- legt og Dekkjahöllin. Kútter Johanna Samstarfsaðilar um sumarsiglingar Kútter Johönnu með ferðamenn óskast. Eitthvert fjárframlag og reynsla í ferðamennsku æskileg. Upplýsingar veita Nlels J. Erlingsson, sími 462 2843 og Erlingur Níelsson, sími 461 3418 eftir kl. 18.00. Sigling-Níels J. Erlingsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.