Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAYÍU Serbneskur almenningur óttast mengun og eiturgufur af völdum loftárása NATO 500 árásar- ferðir á einum degi Reuters REYKMENGUN hvílir yfir Belgrad eftir loftárás NATO á efnaverksmidju í bænum Pancevo nærri höfuðborginni. Hinn 25. dag árásanna var ráðist á olíuhreinsistöðvar og efnaverksmiðjur í Belgrad, Pancevo, Uzice og Novi Sad. ARASIRNAR Belgrad, Brussel. Reuters. LOFTÁRÁSUM Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á skotmörk í Júgóslavíu var haldið áfram í gær eftir árásir helgarinnar sem voru harðasta árásarlotan í stríðinu á Balkanskaga til þessa. Talsmenn NATO sögðu á sunnudag að yfír 500 árásarferðir höfðu verið farnar á einum sólarhring og að ráðist hefði verið á herflutningabfla, júgóslavneskar MiG-21 orrustuþot- ur á jörðu niðri, auk olíu- og vopna- verksmiðja. I gær var sprengjum vai'pað á efnaverksmiðju í Novi Sad, annarri stærstu borg Serbíu, og í Baric, um 17 km suðvestur af Belgrad, höfuðborg landsins. Ser- bneskar fréttastöðvar fuflyi-tu að stjómarbyggingar í Novi Sad hefðu verið sprengdar í loft upp. Serbneskar sjónvarpsstöðvar sögðu ennfremur frá árásum á borgimar Ki-aljevo í miðju lands- ins, Subotica nærri landamærun- um við Ungverjaland, og Pristina héraðshöfustað Kosovo. Þrjú flug- skeyti lentu á herskálum júgóslav- neska hersins í borginni Paracin, í suðausturhluta Serbíu. Þá var brú yfír Dóná við landamæri Serbíu og Króatíu eyðilögð en brúin, sem stendur við borgirnar Palanka í Serbíu og Uok í Króatíu, er aðal- samgöngutenging ríkjanna. Serbnesk stjórnvöld leituðust við að hughreysta almenning vegna óttans við mengun og eiturgufur sem stigið hafa upp af olíu- og efnaverksmiðjum sem sprengdai’ hafa verið. Sögðu þau að enn staf- aði fólki ekki hætta af menguninni en að miklar varúðarráðstafanir yrðu viðhafðar. Tanjug-fréttastof- an sagði frá því í gær að íbúum í borginni Novi Sad, hefði verið ráð- lagt að halda sig innan dyra og anda í gegnum vasaklúta sem bleyttir hefðu verið með vatni og matarsóda. Er talið að austlægir vindar beri reykmengun yfir borg- ina. Loftárásum NATO hefur oft verið beint að olíuvinnslustöð í út- jaðri borgarinnar. Apache-árásarþyrlurnar berast til Albaniu Júgóslavneskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að fjórir slökkviliðsmenn hefðu orðið fyrir alvarlegri reykeitmn í borginni Pancevo, þar sem þeir reyndu að slökkva elda eftir eina árásina. Þá var greint frá því að í Batajnica- hverfí Belgradborgar hefðu nokkrir einstaklingar slasast al- varlega í kjölfar flugskeytaárásar, þ.á m. þriggja ára gömul stúlka sem síðar var sögð hafa látist af sárum sínum. Serbneskir embætt- ismenn hafa fullyrt að um 500 Júgóslavar hafí farist og 4.000 hafí særst alvarlega fyrstu þrjár vikur árásanna. Þá telja þeir að um 100.000 manns hafí misst störf sín í kjölfar árásanna en atvinnuleysi var um 20% áður en til loft- árásanna kom. Um 500 bandarískar orrustuþot- ur og herflugvélar taka um þessar mundir þátt í hemaðaraðgerðum NATO í Júgóslavíu og er talið að sú tala geti hækkað í 800 á næst- unni. Fyrstu Apache-árásar- þyrlurnar hafa nú verið að berast til Albaníu og hefur Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagt að þær verði notaðar til árása í vik- unni. finndu frelsið í fordfiesta á aðeins milljón og tólf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.