Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, gagnrýnir harðlega stjórn Læknafélags fslands LÆKNAFELAG Islands lagði ísíðustu viku í Chile spui-ningar fyrir fund Alþjóðasambands lækna um gagnagrunn á heil- brigðissviði. Kári Stefánsson, for- stjóri Islenskrar erfðagi-einingar, segir að í ályktun Alþjóðasam- bandsins, þar sem lýst er yfir and- stöðu við lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sé erfitt að finna haldbærar röksemdir gegn því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa ákveðið um rekstur gagnagrunns- ins hér á landi. Hann segir að ekki verði annað séð en stjórn Lækna- félags Islands hafi blekkt erlenda starfsbræður sína til fylgilags við sig með afar villandi upplýsingum. Kári segir jafnframt að baráttan gegn Islenskri erfðagi’einingu sé komin inn á það svið að fulltrúar Mannverndar hafi gengið á fund fjármálastofnana í Reykjavík til þess að níða fyrirtækið og grafa undan því trausti sem fjár- málaumhverfið hafi á fyrirtækinu. Islensk erfðagreining hefur boðið formanni Læknafélags íslands og fonnanni Mannvemdar til opins umræðufundar um rekstur gagna- grunns í samræmi við íslensk lög. „Stéttarfélagsleg samstaða" Kári segir að Alþjóðasamband lækna sé regnhlífarsamtök lækna- félaga um allan heim og hafi það sýnt stéttarfélagslega samstöðu með stjóm Læknafélags Islands en fámennur hópur íslenskra lækna hafí um leið stefnt hags- munum íslensks samfélags og sjúklinga í voða. Kári segir að hann hafi aldrei efast um það að Alþjóðasamband- ið myndi ljá eyra við máli aðildar- félagsins frá Islandi. Athyglisvert væri skoða málið út frá því sjónar- miði að málflutningur íslenskra lækna naut stuðnings norrænu læknafélaganna, þar á meðal þess sænska. I Svíþjóð starfi fyrirtæki sem heitir Eurona sem hafi á síð- ustu áram keypt lífsýni úr þremur milljónum Svía og spyrt þau við heilsufarsupplýsingar frá þremur milljónum _____________ Svía. Fyi-irtækið hafi gert þetta með fullri vitund og samþykki sænska læknasamfé- lagsins. „I Svíþjóð er líka til miðlægur gagnagrannur á heilbrigðissviði yfir allt Svíaiíki þar sem allar upp- lýsingar era geymdar undir nöfn- um og kennitölum. Hvemig í ósköpunum eiga fulltrúar sænsku læknasamtakanna að geta séð eitt- hvað ósiðlegt og rangt í íslenskum lögum um gagnagrann sem er Erlendir starfs- bræður blekktir til fylgilags Islensk erfðagreining efndi til blaða- mannafundar í gær til að koma fram sjón- armiðum sínum um málaleitan Læknafé- lags Islands fyrir Alþjóðasambandi lækna, sem hefur lýst andstöðu sinni við lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Guðjón Guðmundsson var á fundinum. Reyna að vernda valdastöðu margfalt betur var- inn en sænski grann- urinn Og er settur í margfalt meira sam- hengi við hin alþjóð- legu viðmið í vís- indasiðfræði en sá gagnagrannur sem þeir hafa heima hjá sér. Læknasamtökin íslensku era nú í her- ferð gegn Islenskri erfðagreiningu þar sem þau flytja af- skaplega afskræmt mál og er alveg ljóst að þau vega mjög harkalega gegn sam- keppnismöguleikum okkar við svipuð fyrirtæki erlend- is og era á þann hátt alls ekki að hlúa að hagsmunum ís- lenskra sjúklinga, ís- lensks samfélags al- mennt, heldur era fyrst og fremst að reyna að vernda valdastöðu innan þess ákveðna samfélags sem vinnur að læknis- fræði og læknisfræðilegum rann- sóknum á Islandi. Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að sam- keppni í þeim heimi sem við störf- um í er mjög hörð,“ sagði Kári. Spurningar Læknafélagsins Hann sagði að herferðin gegn Islenskri erfðagreiningu miðaði alls ekki að því að færa fyrirhugaða starfrækslu miðlægs gagnagrunns til sam- ræmis við það sem gerist erlendis. Ljóst væri að gagna- grannslögin viðhéldu ákveðnum grandvall- aratriðum í því hvem- ig unnið er að rann- sóknum. Þessi grand- vallaratriði séu ekki til staðar t.a.m. hjá sænska fyrirtækinu Eurona. „Við höfum Kári ekki aðeins haldið í Stefánsson yið það sem gerist best erlendis heldur sett okkur hæm viðmið en þekkj- ast í alþjóðlegu rannsóknarsamfé- lagi,“ sagði Kári. Hann segir að Alþjóðasamband lækna hafi ekki verið sett í góða aðstöðu miðað við hvernig Læknafélag Islands undirbjó málið í þeirra hendur. íslensk erfðagreining og fulltrúar heil- brigðisráðuneytisins, sem fóra einnig til fundarins í Chile, geti tekið undir öll grandvallarsjónar- mið í umfjöllun Alþjóðasambands lækna, að því undanskildu að Al- þjóðasambandið styður andstöðu Læknafélagsins við gagna- grannslögin án þess að rökstuðn- ingur liggi fyrir. „Nær allar spumingar sem Læknafélagið lagði fyrir Alþjóða- samband lækna era án nokkuma tengsla við það framvarp sem varð að lögum 17. desember. Ein spurningin hljóðar svo: „Á að kasta lögum um persónuvemd fyrir róða til þess að einstök fyrir- tæki geti hagnast?" Hvað á svona spuming að þýða og í hvaða sam- bandi er hún við gagnagrannslög- in? Þarna gefa menn sér ákveðnar forsendur, sem sér engan stað í þessum lögum, til þess að fá fram ákveðið svar. Læknafélagið held- ur áfram að rægja fyrirtæki okkar og ala á gninsemdum í okkar garð með því að lauma því inn hjá þess- um samtökum að það sé eitthvað óheiðarlegt í þeim samningi sem við höfum við Hoffmann-La Roche. Sá samningur hafi ekki verið birtur sem opinbert plagg. Eg hvet ykkur til þess að sýna mér einn einasta samning milli tveggja fyrirtækja um viðskipti, bæði innanlands og milli Islend- inga og erlendra iyrirtækja. Þetta þekkist ekki,“ sagði Kári. Islensk erfðagreining segir að í erindi Læknafélagsins hafi verið spurt hvort siðlegt sé að selja eða gefa upplýsingar frá opinberri eða einkarekinni heilbrigðisþjón- ustu til fyrirtækja í líftækniiðnaði án þess að fá upplýst samþykki sjúklinga. I athugasemd Islenskr- ar erfðagreiningar segir að svar Aiþjóðasambandsins -------------- byggist á því að um sé að ræða persónuupp- lýsingar sem eigi að selja eða gefa. Því sé __________ nauðsynlegt að fá upp- lýst samþykki. Tilvitnanir til stuðnings svarinu undirstriki þetta en sem kunnugt er verði upplýsingar í fyrirhuguðum gagnagranni ekki persónugrein- anlegar. Læknafélagið spyrji hvort rannsóknir rekstrarleyfis- hafa eigi að vera undanþegnar umfjöllun óháðra vísindasiða- nefnda, sem settar eru á stofn til að uppfylla skilyrði Helsinkisam- þykktarinnar. Islensk erfðagrein- Spurningar án tengsla við frumvarp ing segir að um þetta sé enginn ágreiningur og í lögum um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði sé skýrt tekið fram að óháð vísindasiðanefnd muni fjalla um rannsóknir í gagnagrunninum. Spurt sé hvort siðlegt sé að veita einu einkafyrirtæki einkarétt til að setja á stofn, reka og hagnast á miðlægum gagnagrunni á heil- brigðissviði, og breyta þannig al: mannaverðmætum í einkaauð. I athugasemd Islenskrar erfða- greiningar segh-: „Alþjóðasam- bandið hefur ástæðu til að gefa sér að verið sé að spyrja um einkaleyfi til að kortleggja erfða- mengi og einkaleyfi í framhaldi af því. Vitnað er í Yfirlýsingu um erfðamengi mannsins, þar sem segir að ekki skuli veita einka- leyfi fyrir erfðamengi mannsins eða hlutum þess. Oþarfi ætti að vera að taka fram eftir alla þá umfjöllun sem gagnagrunnshug- myndin hefur fengið að hér er verið að blanda saman rannsókn- um á erfðamengi mannsins ann- ars vegar og vinnslu heilsufars- upplýsinga í gagnagrann hins vegar. Enn hefur stjórn LÍ leitt WMA, [Alþjóðasamband lækna], á villigötur með leiðandi spurn- ingu og bjöguðum bakgrunns- upplýsingum þannig að þetta svar samtakanna fjallar ekki um miðlægan gagnagrann á heil- brigðissviði heldur erfðarann- sóknir.“ Kári segir að þrátt fyrir and- stöðu meðal lækna eigi Islensk erfðagreining stuðning stórs meirihluta íslensks læknasamfé- lags. Þeir sem hafi undirbúið þau plögg sem farið var með til Chile tilheyri litlum hópi manna sem Kári telur að sé tilbúinn að beita miklum öfgum til þess að koma fram sínum málum. „Þegar fram- varpið var upphaflega lagt fram þótti stjórn Læknafélagsins sem hún hafi verið sniðgengin þar sem það var ekki fyrst lagt fyrir hana. Mér hefur einnig verið sagt að stjórn Lækna- félagsins hafi fundist hún hafa verið snið- gengin þegar framvarp um réttindi sjúklinga var lagt fram vegna þess að skyndilega vora læknar ekki í miðpunkti þeiixar ákvörðunai'- töku sem býr að baki laga sem fjalla um heilbrigðisþjónustu. Mér finnst að töluvert af þeirri and- stöðu sem hefur komið frá stjórn Læknafélagsins megi rekja til þess að stjórninni hafi verið mis- boðið að hafa ekki það vald í þess- ari ákvörðunartöku sem þeir vildu hafa,“ segir Kári. Flóttamenn frá Kosovo þakka íslensku þjóðinni Kir kj an bioji íyrir íriði í Kosovo ALBÖNSKU flóttamennirnir sem búsettir eru hér á landi af- hentu biskupi íslands þakkar- bréf um helgina, þar sem ís- lensku þjóðinni er m.a. þakkað fyrir hlýlegar móttökur. Þeir Osman Haziri, Sedji Shillona, Nazni Beciri og Selim Poros- hica hittu Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, í Breiðholts- kirkju á laugardaginn. Afhentu þeir honum bréf í nafni allra flóttamannanna þar sem þeir þökkuðu íslensku þjóðinni fyrir framlag sitt til albanskra flótta- manna og báðu kirkjuna að biðja fyrir friði og öryggi Al- bana í Kosovo. Á sunnudaginn var hópnum svo boðið í strætisvagnaferð og í mat á veitingastaðnum McDonald’s. Hópurinn hafði gaman af ferðinni og lærði á strætisvagnakerfið í leiðinni. Yngsta kynslóðin hafði sérstak- lega gaman af þessari tilbreyt- ingu eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd, en þar skemmta As- dís Magnea, Mexhide Shillova, Adelina Beciri, Bedri Shillova og Fitim Beciri sér greinilega vel. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.