Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Bretar á
Broadway
London. Morgunblaðið
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju fyrir utan Klettakirkjuna í Helsinki.
Mótettukór Hallgrímskirkju
Sungið inn í sumarið
í Hallgrímskirkju
BREZKIR fjölmiðlar gera mikið úr
því, að stór hluti þeirra leikrita, sem
nú er sýndur á Broadway í New
York, og reyndar utan Broadway
líka, sé brezkur og reyndar sé að-
eins eitt nýtt leikrit bandarískt þar
á fjölunum þetta leikárið, sem eigi
reyndar ákaflega erfítt uppdráttar
hjá áhorfendum.
Meðal leikrita sem nú eru sýnd á
Broadway er Closer eftir Patriek
Marber, sem Þjóðleikhúsið ætlar að
sýna, Via Dolorosa eftir David
Hare, The Weir eftir Conor
McPherson og nýlega hófust sýn-
ingar á Amys Wiew eftir David
Hare, þar sem Judy Dench fer með
aðalhlutverkið. Og þótt New York-
búar hafi tekið brezkum leikritum
og brezkum leikurum opnum örm-
um, þá tekur steininn úr þegar Judy
Dench er annars vegar. Hvorki
Maggie Smith né Diana Rigg hafa
hlotið aðrar eins viðtökur og hávað-
inn, sem varð í íyrra, þegar Nicole
Kidman kom nakin fram í leikriti
Davids Hare, Blue Room, er sem
hvísl í samanburði við þau fagnaðar-
læti sem Bandaríkjamenn hafa í
frammi við Judy Dench.
Judy Dench hlaut á dögunum
verðlaun brezku kvikmyndaaka-
demíunnar fyrir beztan leik í auka-
hlutverki í Shakespeare in Love
sem og Óskarinn áður. En heim til
London gat hún ekki komið til að
veita verðlaununum viðtöku, því
hún fékk ekki lausn frá Broadway
það kvöldið. Þetta minnir á, að í
fyrra, þegar hún var tilneftid til
Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í
Mrs. Browne, keyptu framleiðendur
kvikmyndarinnar upp tvö kvöld í
leikhúsinu í London, þar sem hún
þá lék í Amys Wiew. Öðru vísi
komst hún ekki til Hollywood.
Reyndar fékk hún ekki Óskar í það
sinni.
En Bretar eru að vonum stoltir af
velgengni síns fólks vestanhafs og
segja næsta víst að brezkir leikarar
og brezk leikritaskáld verði ein um
hituna, þegar kemur að keppni um
þau verðlaun, sem í boði eru á leik-
listarsviðinu.
En ekki er þetta nú allt á einn
veg. Á sviði í London leika nú
bandarísku leikararnir Marsha Ma-
son og Riehard Dreyfuss í leikriti
Neil Simon, Prisoner of Second
Avenue. Framleiðandi sýningarinn-
ar, Manny Azenberg, segir það mun
ódýrara að setja upp leikrit í
London en í New York og þessi
sýning muni ekki fara á Broadway,
nema hún slái rækilega í gegn hér.
En meðan brezkir leikarar slá í
gegn á erlendri grund fá enskir
ballettdansarar ekki að hleypa
heimdraganum vegna vaxtarlags-
ins. Enski þjóðarballettinn er farinn
í dansferð til útlanda og segir The
Sunday Times, að allir dansai'arnir
séu útlendingar, því Derek Deane,
stjórnandi ballettsins, segir enskar
ballerínur orðnar of perulaga og
karldansarana of luralega til þess
að hægt sé að bjóða upp á dans
þeirra með öðrum þjóðum. Kennir
hann mataræði og litlum sjálfsaga
um. Þessi ummæli hafa orðið deilu-
efni, en Deane lætur sig hvergi og
tekur engan enskan ballettdansara
með í ferðina.
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju
kveður veturinn með tónleikum að
kvöldi siðasta vetrardags í Hall-
grímskirkju, miðvikudaginn 21.
apríl kl. 20. Eingöngu verða flutt
kórverk án undirleiks; mótettur eft-
ir Bruckner, Brahms og Mendels-
sohn, auk verka eftir Arvo Part og
íslenska höfunda. A meðal íslensku
kórverkanna er kói-perlan Requiem
eftir Jón Leifs, Maríuvers Atla
Heimis Sveinssonar og Heyr himna
smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Efnisskrá samanstendur af
kirkjutónlist rómantíska tímabils-
ins í Þýskalandi og kirkjutónlist
okkar tima. Mótettukórinn hefur
oft haft mótettur Mendelssohns og
Bruckners á efnisskrám sínum, en
flytur nú í fyrsta skipti þrjár
mótettur ópus 110 eftir Johannes
Brahms. Eistneska tónskáldið Arvo
Part er höfundur tveggja verka,
Tribute to Ceasar og Magnifícat,
en síðara verkið er eitt af vinsæl-
ustu kórverkum hans. Kórinn
syngur verkin Laudate Dominum
og Kvöldbænir eftir Þorkel Sigur-
björnsson svo og Requiem eftir Jón
Leifs. Auk þessa verða flutt sálma-
lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón
Hlöðver Áskelsson og Þorkei Sig-
urbjömsson. Með tónleikaferðum
sínum erlendis hefur Mótettukór
Hallgrímskirkju það ávallt að
markmiði að kynna íslenska
kirkjutónlist, sem á undanförnum
ámm hefur verið í miklum upp-
gangi, segir í fréttatilkynningu.
Kórinn flytur sömu efnisskrá á
tvennum tónleikum í Holmens-
kirke í Kaupmannahöfn og Dóm-
kirkjunni i Lundi dagana 23. og
24. apríl. Tónleikaferð þessi er
eins konar framhald Norðurlanda-
ferðar kórsins á síðasta ári, en þá
varð Kaupmannahöfn útundan, ein
höfuðborga Norðurlandanna. Kór-
inn er samhliða undirbúningi tón-
leikaferðarinnar að æfa H-moll-
messu Bachs, sem flutt verður á
Kirkjulistahátíð um miðjan ágúst.
Tónleikarnir í Hallgrímskirkju
eru Iiður í dagskrá Listvinafélags
kirkjunnar. Stjómandi
Mótettukórs Hallgrímskirkju er
Hörður Áskelsson.
Hverju vilja flokkarnir breyta?
Er möguleiki á sátt?
Talsmenn flokkanna í Háskólabíói
miðvikudaginn 21. apríl kl. 20.30
Áhugahópur um auðlindir í almannaþágu gengst fyrir kappræðu-
fundi um fiskveiðistjórnun. Fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka og
samtaka sem bjóða fram til Alþingis í vor munu greina frá stefnu
flokkanna, einkum með tilliti til breytinga, en sitja síðan fyrir
svörum á pallborði.
Formlegar fyrirspurnir verða á hendi fulltrúa Áhugahópsins,
Alþýðusambands íslands, Samtaka iðnaðarins og Sjómannasamb-
ands (slands. Einnig verða spurningar úrsal.
Fyrirspyrjendur verða:
I Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur fyrir hönd Alþýðusambandsins,
I Haraldur Sumarliðason formaður Samtaka iðnaðarins,
I Sævar Gunnarsson/Hólmgeir Jónsson fyrir hönd Sjómannasambands íslands,
I Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor fyrir hönd Áhugahópsins.
Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir.
Drungi
TÖJVLIST
Kirkjuhvoll
KAMMERTÓNLEIKAR
Sjostakovitsj: Tríó í e-moll Op. 67;
Schubert: Tríó í B-dúr Op. 99. Sigrún
Eðvaldsdóttir, fíðla; Anssi Karttunen,
selló; Gerrit Schuil, pianó. Kirkju-
hvoli í Garðabæ, laugardaginn
17. aprílkl. 17.
SÍÐUSTU kammertónleikar
vetrarins í Garðabæ undir listrænni
stjóm Gerrits Schuils fóru fram á
laugardaginn var í velhljómandi sal
safnaðarhúss VídaKnskirkju,
Kirkjuhvoli, við fjölmenni. Auk of-
angetinna verka var á vetrarskrá
ónefnt verk eftir Haydn, sem virðist
hafa fallið niður.
Ásamt Píanókvintettnum í g Op.
57 er Píanótríóið í e Op. 67 talið
merkasta kammerverk Sjostakovit-
sj frá seinni stríðsárum. Stríðsátök
og harmur setja mark sitt á anda
verksins. Það var samið 1944 og til-
einkað vini tónskáldsins, tónfræð-
ingnum Ivan Sollertinskíj, er bar
beinin í dauðabúðum nazista.
Drungi og sorg gera viðvart þegar í
fyi-sta þætti, Andante moaerato,
með makalausum hæggengum
gerviflaututónum strengjanna, sem
koma hárum til að rísa á höfði
áheyrandans af hryllingi. Örvinglan
og réttlát reiði brjótast út með
miklum átökum síðar í verkinu, er
m.a. vitnar í þjóðlagastef rúss-
neskra gyðinga í III. þætti og man-
ar fram e.k. dauðadans með
draugalegu tiplandi síhreyfí IV.
þáttar, áður en allt fjarar út á sárs-
aukafullu en ofurveiku líðandi nið-
urlagi. Verkið var ágæta vel flutt;
oftast mjög samtaka eins og vænta
mátti hjá þessum eldfæru kammer-
leikurum með Schuil í stýrihlut-
verki, og voru nefndir inngangs-
staðir og niðurlags meðal há-
punkta. Um píanóleikinn þarf ekki
að tala; hann var ávallt í því jafn-
vægi sem bezt gegndi á hverjum
og dýrð
stað. Anssi Karttunen reyndist
hörku sellisti, og þó að miðsviðið
hefði stundum mátt koma betur í
gegn - sígilt vandamál í píanótríó-
leik - var pizzicatóið með því
skýrasta og jafnasta sem maður
hefur heyrt í slíku samhengi. Sig-
rún Eðvalds lék af sinni alkunnu
innlifun, en hefði stöku sinni mátt
gæta sín betur á inntónun og tón-
gæðum á átakastöðum, þar sem
tónninn átti til að verða ofkeyrður
og jafnvel klesstur.
Tríó Schuberts í B Op. 99 er tví-
mælalaust með alfegurstu perlum
píanótríógreinarinnar eins og hún
leggur sig. Líkt og í Silungakvin-
tettnum er mikið um merlandi átt-
undarrunur í píanói, sem Schuil lék
eins og herforingi (að stökum pp-
“loftnótum" slepptum, er virðast
fylgja Fazioli flyglum öðrum frem-
ur) í hnífjöfnu jafnvægi við streng-
ina, þó að miðsvið sellósins ætti enn
sem oftar í nokkrum vandræðum
með að komast í gegn, mest í I.
þætti. Blæðandi melódík Schubei’ts í
meistaralegri útfærslu skein hvað
björtust í II. við stefíð mí-re-fa-mí
(hugsanlega undir áhrifum frá do-
re-fa-mí stefínu kunna í IV. þætti
,,Júpíter“-sinfóníunnar). Túlkunin
var einkar eftirminnileg, kannski
burtséð frá fullbröttum crescendó-
risum hér og þar, að ekki sé minnzt
á kankvíst spígsporandi menúett-
kenndan tríókaflann. Scherzóið (III)
glampaði af eldfjörugu rytmísku lífi,
og hinn glæsilegi en samt fislétti
lokaþáttur, fullur af hnitmiðuðum
hermikontrapunkti, var sérlega
skýrt og skemmtilega mótaður og
gekk ljómandi vel upp í samspili,
þótt heitið væri stundum svolítið á
slembilukkuna í vímu innlifunar.
Það má með sanni segja, að
kammertónleikavetur þeirra Garð-
bæinga hafi endað vel, og eftir öllu
að dæma ekki of snemmt að hlakka
til haustsins komanda í þessu menn-
ingarmeðvitaða bæjarsamfélagi.
Ríkarður Ö. Pálsson