Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.04.1999, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Karlakór Selfoss V ortónleikafer ð framundan Selfoss. Morgunblaðið. KARLAKÓR Selfoss er um þess- ar mundir að hefja sína árlegu vortónleikaröð og verða tónleik- ar kórsins á eftirtöldum stöðum: Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 23. apríl kl. 20.30, Þorlákskirkju Þor- lákshöfn sunnudaginn 18. apríl kl. 16, Fjölbrautaskóla Suður- lands 22. apríl kl. 20.30. Á Blönduósi tekur kórinn þátt í Húnavöku laugardaginn 24. apríl. Þeir verða síðan aftur á Selfossi, í Selfosskirkju föstu- daginn 30. apríl kl. 20.30. Tón- leikaferðinni lýkur í Félags- heimilinu Flúðum Iaugardaginn 1. maí. Einsöngvarar á tónleikunum eru Helgi Helgason og Gylfi Þ. Gíslason. Tvísöngur er í hönd- um þeirra Sigurðar Karlssonar og Jónasar Lillendahl. Á efnis- skrá tónleikanna er m.a. Iög eft- ir Björgvin Þ. Valdimarsson, Sigurð Ágústsson, Loft S. Lofts- son, Pálmar Þ. Eyjólfsson, Ólaf „Labba“ Þórarinsson og Ómar Ragnarsson. Söngstjóri kórsins er Ólafur Siguijónsson og píanóleikari er Helena Káradóttir. Morgunblaðið/Sig. Fannar. KARLAKÓR Selfoss ásamt Ólafi Sigurjónssyni, stjórnanda. Píanótónar á Háskólatónleikum Á SÍÐUSTU Há- skólatónleikum vetrar- ins í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30, leikur píanóleik- arinn Unnur Fadila Vil- helmsdóttir sónötu opus 31 nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven og Etu- de-Tableaux opus 39 nr. 2 eftir Sergei Rachman- inov. Beethoven (1770-1827) lauk við sónötuna árið 1802. Hún er í fjórum köflum og einkennist af léttleika og húmor, segir í írétta- tilkynningu. Rachmaninov (1873-1943) fæddist í Rússlandi. Etu- des-Tableaux op. 39 eru síðustu stóru verkin sem hann samdi áður en hann yfirgaf móðurland sitt. Unnur Vilhelmsdóttir hóf nám í píanóleik sjö ára gömul hjá Málfríði Konráðsdóttur í Barna- músíkskóla Reykjavík- ur. Að því loknu hóf hún nám við Tónlistarskól- ann í Reylg'avík og lauk píanókennaraprófi 1990 og einleikaraprófi ári síðar. Það ár hóf hún framhaldsnám í Cincinnati í Bandaríkj- unum undir handleiðslu dr. William Black og lauk þaðan doktorsprófi í píanóleik haustið 1997. Hún er kennari við Tónlistarskóla Kópa- vogs. Verð aðgöngumiða er 400 kr. Okeypis er fyrir handhafa stúdenta- skírteina. Unnur Fadila Vilhelmsdóttir Berkov sæmdur heiðursmerkjum PRÓFESSOR Valerij Berkov frá Sankti Pétursborg var sæmdur norska heiðursmerkinu „Ridder 1 av Kongens Foríjenstorden“ við hátíðlega athöfn í háskólanum i Ósló 15. apríl sl. Heiðursmerkið hlýtur hann fyrir framlag sitt til að efla þekkingu á norsku og nor- rænum málum og menningu í Rúss- Iandi og víðar, og fyrir framúrskar- andi fræðimennsku. Hann tók við stjórn norrænudeildar Leningrad- háskóla eftir Iæriföður sinn og Is- Iandsvininn Mikhaíl Ivanovitsj Steblin-Kamenskij, höfund bókar- innar Heimur Islendingasagna sem kom út hjá Iðunni árið 1981.1 lok apríl verður honum veitt rúss- nesk orða í Pétursborg fyrir vís- indastörf. Berkov er þekktur fyrir störf sín að orðabókafræði og orðabóka- gerð. Frumraun hans sem orða- bókarhöfundar var Islensk-rúss- nesk orðabók sem út kom árið 1962 og var hún samin með aðstoð Árna heitins Böðvarssonar. Árið 1987 kom út höfuðverk hans, stór rússnesk-norsk orðabók, sem hann hlaut verðlaun fyrir. Önnur útgáfa endurbætt kom út í Noregi 1994. Hann yfírfór handrit að Rússnesk-íslenskri orðabók sem út kom hjá Nesútgáfunni árið 1996. Nú stjómar Berkov samningu stórrar norsk-rússneskrar orða- bókar og er það verk langt komið. Berkov er meðlimur í Norsku vís- indaakademíunni. Valerij Berkov Borg’arsöiigur Forveri Drakúla vak- inn upp London. Morgunblaöiö. EFTIR 120 ár í glatkistunni kemur fyrsta saga Bram Stokers, höfundar Drakúla, nú fyrir almenningssjónir á ný. I grein í The Sunday Times segir að þessa fyrstu sögu sína, sem kalla má Hæg er leið til helvítis (Primrose Path), hafi Stoker skrifað, þegar hann var 27 ára, röskum tveimur áratug- um áður en Drakúla greifi leit dagsins ljós 1897. Sjá megi mörg líkindi með þessari sögu og sögunni um Drakúla. Sagan birtist sem framhaldssaga í írsku tímariti og nú hefur starfsmönnum Trinity College í Dublin tekizt að hafa upp á öll- um sex eintökunum, sem sagan birtist í, og þá er leiðin til bókar greið. Söguhetjan er írskur tré- smiður, Jerry O’Sullivan, sem fer til starfa í leikhúsi í London. Sjálfur flutti Stoker til London, þegar hann var beðinn um að taka að sér forstöðu Lyceum- leikhússins, þar sem hann starf- aði í næstum 30 ár, til 1905. Trésmiðurinn O’Sullivan verður til þess að vekja upp ára úr neðra og síðan nær drykkju- brjálsemin tökum á honum og steypir honum í helvíti niður. Bram Stoker hafði skrifað margar sögur, en aðeins fengið eina birta, þegar honum tókst að selja tímaritinu The Sham- rock söguna Hæg er leið til hel- vítis. Drakúla færði honum frægðina, en lítið fé, og varð sú eina af 18 bókum hans, sem náði einhverri hylli. TOIVLIST Fella- og Ilólakirkja KÓRTÓNLEIKAR Borgarkórinn og einsöngvararnir Sigurður Bragason og Anna Margrét Kaldalóns fluttu íslensk og erlend lög, Jón Sigurðsson lék á píanó, Sig- valdi Snær Kaldalóns stjórnaði. Sunnudagskvöld kl. 20.30. BORGARKÓRINN er nýr bland- aður kór í kóralandslaginu hér; er að ljúka þriðja starfsári með öðrum opinberu tónleikum sínum. Borgar- kórinn nýtur þeirrar sérstöðu að vera hvorki kirkjukór, skólakór né óratoríukór, heldur bara venjulegur blandaður kór, sem syngur það sem hugurinn stendur til. Það auðgar flóruna að hafa slíkan kór á meðal þeirra sem upp voru taldir. Á tón- leikum á sunnudagskvöldið söng Borgarkórinn undir stjóm Sigvalda Snæs Kaldalóns, lög af ýmsu tagi, klassík og dægurlög, gömul lög og glæný, en eftir hlé var efnisskráin helguð tónlist Sigvalda Kaldalóns eldri. Verk Mozarts, Ave verum corpus, er meðal standarda í kór- söng. Það vantaði kraft í flutning þessa lags, það var dauft og tilþrifa- lítið. Miklu meira var lagt í lag stjórnandans, Sigvalda Snæs, Hátt ég kalla, við sálm eftir Matthías Jochumsson, en það var frumflutt á tónleikunum. Lag Sigvalda var prýðisgott og hæfði kórnum vel. Þar var margt nokkuð erfitt í flutn- ingi, litríkt hljómaferli var fallega sungið og músíkalskt. Utsetning Sigvalda Snæs á lagi Sigfúsar Hall- dórssonar, Við tvö og blómið, var líka fín og og sungin af innileik. Ást- arsæla Gunnars Þórðarsonar var hins vegar brokkgeng, píanóleikar- inn dró niður tempóið og hægði á, og synkópurnar í laginu urðu fyrir vikið stirðar og ekki nægilega fljót- andi. Slagarinn vinsæli úr Fiðlaran- um, Sól rís, sól sest, galt einnig til- hneigingar píanóleikarans til að hægja á framvindu lagsins, en kór- inn söng ljómandi vel. Frönsku ást- arsæluna, Plaisir d’amour, eða Næturljóð eins og það heitir í ís- lenskri þýðingu, vantaði kraft og hljóm og var ekki nógu hreint. Vor- ljóð eftir Wilhelm Friedemann Bach í útsetningu hins fræga for- sprakka Swingle singers, Ward Swingle var létt og glaðlegt, og bar þess merki að kórnum þætti gaman að syngja það. Þar vantaði sópran- inn hins vegar hæðina á efstu tón- um. I lagi Sigvalda Snæs við ljóð Tómasar Guðmundssonar í Vestur- bænum söng ágætur kvennasextett úr kórnum á móti restinni af kórn- um, í léttstígum vesturbæjarvalsi. í hléi skemmti hópur karla úr kóm- um með rakarastofusöngvum. Eftir hlé var komið að einsöngvurum kvöldsins. Sigurður Bragason söng með Jóni Sigurðssyni Þú eina hjart- ans yndið mitt, Brúnaljós þín blíðu, Svanurinn minn syngur og Eg lít í anda liðna tíð. Þetta var virkilega fallega gert hjá Sigurði, þar til kom að síðasta laginu, Eg lít í anda liðna tíð. Þar var túlkunin yfírdrifín, allt of hæg og jaðraði við að vera væm- in. í þeim tilþrifum dró Sigurður hins vegar upp úr pússi sínu afar fallegan veikan tón sem þó var hljómmikill og þýður. Anna Mar- grét Kaldalóns söng Mánann og Svanasöng á heiði. Þetta var of átakalítill flutningur, skorti þrótt, og það vantaði áþreifanlega rytmískt jafnvægi í píanóleikinn í Svanasöng á heiði. Karlar kórsins og konur sungu hvor sitt lag; karl- arnir Erlu, og konurnar Vorvind. Karlarnir sungu ekki nógu hreint, og tenorarnir voru of flatir og klemmdir. Konurnar sungu Vor- vindinn hins vegar mjög fallega; lagið rann eins og mjúkur vorþeyr. Það var virkilega gaman að heyra syrpu fjögurra laga Sigvalda Kalda- lóns úr sjónleiknum Dansinum í Hmna eftir Indriða Einarsson. Plágan er rytmískt og kraftmikið lag í þjóðlegum danskvæðastíl. Einn dunandi dans er í sama anda, drynjandi af syndsamlegu fjörinu í Hruna. Andstæðurnar eru dregnar fram í lögunum sem jómfrúin syng- ur, Skógurinn vænn og völlurinn grænn, og þekktast þessara fjög- urra laga, Ave María. Anna Mar- grét Kaldalóns söng með kórnum í þessum lögum og kom björt og þýð rödd hennar eins og englasöngur inn í ólgandi og hvellandi dansana sem kórinn söng vel. Borgarkórinn er ungur, og vantar nokkuð á að hljómur hans sé orðinn fullþroska. Hljómurinn milli radda er í góðu jafnvægi, en heildarsvip- urinn nokkuð flatur og vantar dýpt og fyllingu. Það vantar líka nokkra klingjandi háa tenora og sóprana til að hljóma vel í hæðinni. Það er margra ára verk að ná upp góðum kórhljómi og kostar mikla æfingu. En margt hefur þessi kór þó sér til ágætis sem heyra má af árangri hans eftir aðeins þriggja ára starf. Bergþóra Jónsdóttir. Rökkurkór- inn fagnar sumri RÖKKURKÓRINN úr Skaga- firði heldur í sína árlegu vorferð og heldur tónleika í Reykholtskirkju fimmtudaginn 22. apríl kl. 21. Þá heldur kór- inn tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 23. april kl. 20.30, þá í Hlégarði, Mosfellsbæ, ásamt Reykjalund- arkórnum, laugardaginn 24. apríl kl. 14 og um kvöldið syng- ur kórinn á Jörvagleði í Dala- búð kl. 20.30. Á efnisskránni eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda; riissnesk, amerísk, grísk, frönsk og ítölsk lög, auk fjölda íslenskra laga. Einsöngvarar með kórnum enj Gerður Geirsdóttir, Hall- fríður Hafsteinsdóttir, Einar Valur Valgarðsson, Hjalti Jó- hannsson og Stefán Reynisson. Einnig kemur fram kvenna- sönghópur kórsins sem í eru Gerður Geirsdóttir, Jóiunn Árnadóttir, María Angantýs- dóttir, Lára Angantýsdóttir, Sigurlaug Maronsdóttir, Guð- rún Jóhannsdóttir, Steinunn Árnadóttir, Herdís Fjeldsted og Kristrún Ragnarsdóttir. Söngstjóri er Sveinn Árnason. Undirleikari er Páll Szabo. Yarúlfaminn- ið í miðalda- bókmenntum AÐALHEIÐUR Guðmunds- dóttir bókmenntafræðingur heldur erindi í Skólabæ annað kvöld, miðvikudag, kl. 20.30, er nefnist „Um dýrið innra. Var- úlfar í íslenskum midaldabók- menntum". Aðalheiður fjallar um helstu einkenni varúlfa- minnisins í íslenskum miðalda- bókmenntum og er á það litið frá ýmsum sjónarhornum. Fjallað verður um upptök minnisins og uppruna hér- lendra sagna, þ.á m. skyldleika við berserki. Gerð verður grein fyrir innlendum heimildum og íslenskar sögur bornar saman við erlendar sögur, einkum frá öðrum Norðurlöndum. Aðalheiður Guðmundsdóttir lauk cand.mag.-prófi í íslensk- um bókmenntum árið 1993. Hún vinnur nú að útgáfu á Ulf- hams sögu og Vargstökum fyrir Stofnun Áma Magnússonar á Islandi. Aðalheiður hefur einnig dvalið á Árnastofnun í Kaup- mannahöfn þar sem hún stund- aði rannsóknir á þjóðkvæðum. Eftir framsögu Aðalheiðar verða almennar umræður. Það er Félag íslenskra fræða sem boðar til þessa fundar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.