Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDSfRÆGT ÚRVAl ÚHVAI 11» Á IM HIIASÍDÚ fl»KHA-K, WWW.IHKI-A.li’ Tvöföldun Reykjanesbrautar Aætlun nær til ársins 2010 Á VEGAÁÆTLUN til næstu fjögurra ára er gert ráð fyrir 228 milljónum vegna fram- kvæmda við tvöföldun Reykja- nesbrautar. Samkvæmt lang- tímaáætlun er gert ráð fyrir að mest verði veitt til fram- kvæmdanna á árunum 2007 til 2010 eða 1,467 milljónum. Haft var eftir Davíð Odds- syni, forsætisráðherra og for- manni Sjálfstæðisfiokksins, að hann styddi baráttumál fram- bjóðenda flokksins um að tvö- fóldun Reykjanesbrautar yrði flýtt og henni lokið á næsta kjörtímabili. Mest fé veitt 2007 til 2010 Að sögn Jóns Birgis Jóns- sonar, ráðuneytisstjóra í sam- gönguráðuneytinu, er á vegaá- ætlun til næstu fjögurra ára gert ráð fyrir 228 milljónum til framkvæmdanna en áætl- aður heildarkostnaður er um 2,5 milljarðar. Samkvæmt vegaáætlun er gert ráð fyrir 21 millj. á þessu ári og sömu upphæð árið 2000, en 62 millj. árið 2001 og 124 millj. árið 2002. Að sögn Jóns er í lang- tímaáætlun um vegafram- kvæmdir gert ráð fyrir að veita 780 millj. á tímabilinu frá árinu 2003 til ársins 2007 og 1.467 millj. á tímabili sem nær frá árinu 2007 til 2010. „Þannig að mest er veitt til þessara framkvæmda á árun- um 2007 til 2010,“ sagði Jón Birgir. „Það er auðvitað hægt að skipta framkvæmdinni í áfanga, til dæmis suður fyrir álverið og síðan ofan við Keflavík. Þetta verður allt unnið í einhverjum áföngum." Sagði hann að ef flýta ætti framkvæmdum myndi það koma fram við endurskoðun á vegaáætlun, sem hæfist í haust en miðað við núverandi áætlun væri ekki gert ráð fyr- ir að þeim yrði hraðað. Undirbúningur áætlunar að heíjast Eymundur Runólfsson, for- stöðumaður áætlunardeildar hjá Vegagerðinni, segir að undirbúningur að hönnun brautarinnar sé að hefjast. „Að okkar mati er þetta ekki alveg hinum megin við horn- ið,“ sagði hann. „Aðalfjái-veit- ingin samkvæmt gildandi áætlun verður á áranum 2007 til 2010“ Morgunblaðið/Kristinn unblaðshúsinu í gær og er ekki annað að sjá en að hann hafí verið sáttur við farartækið. Samkomulag milli Astra-Zeneca og rannsóknarhóps Þorsteins Loftssonar Leita leiða í baráttu við sjúkdóma í miðtaugakerfí LYFJARISINN Astra-Zeneca hefur hafið samstarf við Þorstein Loftsson, prófessor í lyfjafræði, og rannsóknarhóp hans hjá Háskóla íslands og var samkomulag þar að lútandi handsalað í seinasta mán- uði. Tilgangur samstarfsins er að leita að nýjum aðferðum í barátt- unni við ýmsa sjúkdóma í mið- taugakerfinu, þar á meðal MS- sjúkdóminn og alzheimer, með notkun svokallaðra sýklódextrína. Þorsteinn Loftsson segir að sýklódextrín séu náttúraleg efna- sambönd sem hann hafi rannsakað með tilliti til notkunar í lyfjafræði í allmörg ár, eða síðan 1986. Fjárhagslegur og faglegur ávinningur „Ég hef unnið að þróun ýmissa lyfja sem tengjast þessum rann- sóknum, þar á meðal með Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækn- ingum, og hafa þær notið stuðnings til dæmis Rannsóknarráðs Islands, bæði tæknisjóðs og vísindasjóðs. Við höfum aflað okkur ákveðinnar þekkingar og færni sem þetta lyfjafyrirtæki er að sækjast eftir. Fulltrúar fyrirtækisins komu í nóv- ember á seinasta ári og buðu mér út í kjölfarið, sem leiddi til að við rannsökuðum tvö lyf fyrir það. Ætlunin er að annað þeirra verði alzheimer-Iyf og hitt á að nota gegn MS-sjúkdómnum. Þetta starf gekk mjög vel og fyrir vikið komu hingað til lands tveir menn í sein- asta mánuði og bundu þetta sam- starf fastmælum,“ segir Þorsteinn. Hann segir um viðurkenningu á starfi rannsóknarhópsins að ræða og sýni samkomulagið að hægt sé að vinna rannsóknarstarf hérlendis sem sé á heimsmælikvarða. Þá sé um fjárhagslegan ávinning að ræða enda styrki Astra-Zeneca rann- sóknir hópsins með fjárveitingum og með því að veita honum aðgang að sérhæfðum og fullkomnum tækjabúnaði í höfuðstöðvum fyrir- tækisins í Svíþjóð. ,,Einn maður á rannsóknarstofu HI kostar aldrei undir þremur milljónum króna á einu ári, þar af um tvær milljónir í laun fyrir unga menn, nýtútskrifaða úr námi. Þannig að um stórar fjárhæðir er að ræða, þótt ekki sé ljóst hversu mikið. Þá greiða þeir hugsanlega einkaleyfistöku á ákveðinni þekk- ingu sem er mjög kostnaðarsöm. Ekki er óalgengt að umsókn um eitt slíkt leyfi kosti á milli 15 og 20 milljónir króna,“ segir Þorsteinn. „Eins og vítamín- sprauta" Hann kveðst telja um ánægju- lega viðurkenningu að ræða. „Þetta eflir mann á allan hátt og virkar eins og vítamínsprauta." Lyfjafyrirtækið Astra-Zeneca er í hópi tíu stærstu lyfjafyrirtækja Evi'ópu að sögn Þorsteins, afleið- ing sameiningar sænska fýrirtæk- isins Astra og enska fyrirtækisins Zeneca, sem á sér stað um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum frá Astra íslandi, umboðsaðila fyr- irtækisins hérlendis, segir dr. Ola Camber, framkvæmdastjóri lyfja- þróunarsviðs Astra, að rannsóknir Þorsteins séu einstakar í heimin- um. Komið hafi forsvarsmönnum fyrirtækisins þægilega á óvart að uppgötva að íslenskir rannsóknar- aðilar væra svo framarlega á þessu sviði. „Ekki hefur tekist að þróa nægj- anlega góða aðferð til að koma lyfj- um á tilraunastigi á réttan stað í líkamanum. Sýklódextrín gætu hugsanlega verið farartækið sem mætti nota til að koma framtíðar- lyfjum á hárréttan stað í líkaman- um á hagkvæman og ódýran hátt, til dæmis í töfluformi. Við vonum að Þorsteinn geti hjálpað okkur að bæta aðgengi lyfjanna, þannig að frásogið frá meltingai-vegi út í blóðið batni, auk þess sem unnt verði að sprauta þessum lyfjum í vatnslausn inn í líkamann," segir Camber. Sótt um einkaleyfi Alls era um sjö manns í rann- sóknarhópnum sem Þorsteinn fer fyrir ásamt Má Mássyni dósent og kveðst Þorsteinn telja hópinn mjög virkan, þar á meðal í birtingu gi-eina um rannsóknir sínar í al- þjóðlegum vísindaritum. „Þá höf- um við tekið þónokkuð mörg einka- leyfi og eram að vinna að öðram, t.d. með Einari Stefánssyni að nefúða. Við höfum nýlega sótt um leyfi fyrir honum í Bandai-íkjunum, Evrópu og víðar, og eram bjart- sýnir á framhaldið," segir Þor- steinn. Morgunblaðið/Kristinn Vorhugur kominn í endurnar „NÚ gerast vorkvöldin græn og hlý“ segir í einni snilldarþýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og sann- arlega er kominn vorhugur í endurnar sem vetrarlangt hafa unað sér undir vegg Ráðhússins eins og ljósmyndari Morgun- blaðsins festi á filmu nýverið. Léttari og hljóðlátari blaðakerrur VERIÐ er að taka í notkun nýjar kerrur fyrir biaðbera Morgun- blaðsins sem gera þeim starfið auðveldara og tryggja ótruflaðan nætursvefn áskrifenda því þær eru léttari og hljóðlátari en þær gömlu. Verið er að dreifa kerrunum til blaðbera þessa dagana en þær eru ætlaðar þeim sem bera út meira en þrjátíu blöð. Um sjö hundruð blaðberar bera út Morgunblaðið á höfuðborgar- svæðinu en samtals koma um þús- und manns nálægt dreifingu þess á hverjum útgáfudegi. Ungur maður tók að sér að prufukeyra eina kerruna í Morg- Til sölu MMC Gatant 2000, ekinn 39.000 km, sjálfskiptur, rafmagnsrúöur, spoiler, álfelgur. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu í símum 569 5500 og 569 5660. opnunartimi: rnanud.- föstud. kl. 9-18, laugardagar kl. 12-16. BILAÞINGREKLU N O T A Ð I R Jlfei B f L A R LAUGAVEGI 174 * SÍMI 569 5660 • FAX 569 5662 . Unglingar viður- kenna árás TVEIR unglingspiltar, 14 og 15 ára, hafa viðurkennt að hafa ráðist á konu um áttrætt í Bökkunum í Breiðholti í síð- ustu viku og rænt hana. Við árásina tóku sig upp gömul meiðsl konunnar og þurfti hún að leggjast á sjúkrahús í kjölfarið. Piltamir höfðu komið auga á konuna í verslun og séð að hún hafði handbært reiðufé. Þeir eltu hana frá verslun- inni, felldu hana og hrifsuðu af henni veskið. Höfðu þeir 2.300 krónur upp úr krafsinu. Grunur féll á ákveðna aðila og við yfirheyrslur hjá lög- reglunni í Reykjavík viður- kenndu piltarnir að hafa veist að konunni með fyrrgreind- um hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.