Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
AGUSTA KRISTIN
BASS
+ Ágústa Kristín
Bass fæddist á
Akranesi 21. maí
1945. Hún Iést á
heimili sínu 7. apríl
siðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Hallgrímskirkju
í Saurbæ 17. aprfl.
Nú er dag tekur að
lengja og gróður fer að
vakna úr vetrardvala,
ber skyndilega skugga
á tOvem okkar. Enn á
ný erum við minnt á
dauðann. Stína vinkona er kölluð
burt svo fljótt sem örskot. Við sitj-
um eftir sem lömuð.
Stína var náttúmbarn, fædd í
maí, og var vorið hennar tími. Hún
fæddist á Akranesi og ól allan sinn
aldur á Brekku hjá fósturforeldram
sínum, meðan þeirra naut við, við
ást og hamingju, sem hún deildi
síðan til ástvina og kunningja. Hún
var félagslynd manneskja, kát og
hress - svolítið stríðin. Stína vann
við afgreiðslu í Ferstikluskála yflr
30 ár og svo vel unni hún starfi sínu
að betri starfskraftur er vandfund-
inn. I vinnunni eignaðist hún marga
og góða kunningja sem sakna henn-
ar sárt.
Stína bjó á Brekku með honum
Ella sínum, þar sem þau ráku fjár-
bú. Föðursystir hennar, Jórunn,
bjó hjá þeim og reyndist Stína
henni sem besta dóttir. Stína var
daglegur gestur eða heimamann-
eskja á heimili okkar, allan okkar
búskap og munum við sakna henn-
ar sárt. Margt var rætt og skrafað
við eldhúsborðið. Samgangur var
mikill á milli bæjanna og áhugamál-
in svipuð. Fjöraferðir á vorin,
berjaferðir á haustin og svo allt í
kringum kindurnar. Stína unni
garðrækt og hannyrðir vora henni
kærar. Oft kom hún með eitthvað
nýtt sem búið var að búa til. Vöggu-
settin era orðin mörg sem yngstu
vinirnir hennar eiga, eða teppi sem
hún saumaði. Stínu varð ekki barna
auðið, en fáir áttu fleiri börn en
Stína. Þar á meðal eru synir okkar
sem nutu vináttu og kærleika
Stínu.
Elsku Stína, ég veit að þú verður
með okkur áfram, en frá öðra sjón-
arhorni.
Öllum þeim sem unnu og elskuðu
Stínu, sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Elsku Elli,
Jóa, Helga, Magga og fjölskyldur,
missir ykkar er mikill. Megi Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Þitt bros og blíðlyndi lifir
og bjarma á sporin slær,
það vermir kvöldgöngu veginn
þú varst okkur stjarna skær.
Við þökkum þá ástúð alla,
sem okkur þú njóta lést,
í sorgum og sólarleysi
það sást jafnan allra best.
Þín milda og fagra minning
sem morgunbjart sólskin er,
þá kallið til okkar kemur
við komum á eftir þér.
(F.A.)
Við kveðjum kæra vinkonu.
Blessuð sé minning Stínu á Brekku.
Kolbrún og Sigurjón,
Bjarteyjarsandi.
Hún Stína er dáin. Þessar fréttir
virtust svo ótrúlegar og óraunveru-
legar þegar þær bárast okkur
systkinunum daginn sem hún dó.
Að þessi lífsglaða kona, sem maður
sá svo auðveldlega fyrir sér bros-
andi og með gamanyrði á vör, hefði
verið kölluð burt svo skyndilega.
Ósjálfrátt verður okkur hugsað til
baka til þess tíma, þegar við vorum
að hefja þátttöku okkar á vinnu-
markaðnum og urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að njóta hand-
leiðslu Stínu fyrstu skrefin.
Við systkinin hófum
bæði þátttöku okkar í
atvinnulífinu með því
að fara á unglingsaldri
til vinnu í Ferstiklu-
skála í Hvalfirði. Þeg-
ar unglingar era að
feta sín fyrstu skref á
meðal vinnandi fólks
getur gengið á ýmsu á
meðan verið er að að-
lagast þessum heimi
fullorðinna. Þá er mik-
ilvægt að hafa einhver
haldreipi að grípa í,
einhverja fasta punkta
í tilveranni sem hægt
er að treysta á að séu sannir og
heilir, sama hvað á gengur. Fyrii'
okkur var það Stína á Brekku sem
frá upphafi var þetta haldreipi,
vinnufélaginn sem alltaf var hægt
að leita ráða hjá og leggja traust
sitt á. Henni virtist alltaf ljúft að
kenna nýliðunum allt sem þeir
þurftu að læra, og aldrei nokkurn
tíma kom fyrir að hún missti þolin-
mæðina eða góða skapið þótt tilefn-
in hafi verið ærin.
Maður hefði ekki getað fengið
betri starfsfélaga og kennara, því
að hún varð strax miklu meira en
eingöngu vinnufélagi, hún varð góð
vinkona. Og sá vinskapur hélst
alltaf upp frá því. Þrátt fyrir að
leiðir skildu síðar meir, þegar við
systkinin fóram að leita okkar far-
vega í lífinu, þá gleymdum við
aldrei Stínu og hún aldrei okkur.
Eftir að hafa einu sinni orðið svo
náinn Stínu sem við urðum, þá
rofnuðu þau tengsl aldrei. Svona
vinskap myndaði hún við alla sem
hún vann með og þeir vora ekki fá-
ir. Það sem öðra fremur gerði Stínu
að einstökum vinnufélaga og vini
var að hún var alltaf heil. Ef henni
mislíkaði eitthvað, þá gat maður
alltaf treyst henni til að segja það
hreint út, vafningalaust, en þó á
þann hátt að maður gat ekki með
nokkra móti orðið henni reiður.
Maður vissi að ef Stína sagði eitt-
hvað, þá hlaut að vera eitthvað til í
því, og þá var það líka sagt á þann
hátt að maður þurfti ekki að taka
það nærri sér. Hún sagði meiningu
sína, og ekkert meira en það.
Þeir viðskiptavinir Ferstiklu-
skála sem þangað hafa komið oftar
en einu sinni muna öragglega flest-
ir eftir henni. Hún var alltaf svo
vingjarnleg og eðlileg í samskiptum
sínum við fólk, og ef hún sá sömu
andlitin oftar en einu sinni þá heils-
aði hún þeim eins og gömlum kunn-
ingjum og fór að spjalla við þá um
daginn og veginn. Hún var búin að
vinna í „Skálanum" nánast frá upp-
hafi Islandsbyggðar að manni
fannst. Hún var sálin í Ferstiklu-
skálanum. Stína er öllum ógleym-
anleg sem fengu að kynnast henni,
hversu mikil eða lítil þau kynni
voru.
Elsku Stína. Við systkinin þökk-
um fyrir að hafa fengið að kynnast
þér og þinni óbilandi bjartsýni og
lífsgleði, sama hvað á gekk. Við
þökkum þér fyrir að hafa leitt okk-
ur og stutt á mikilvægum stundum
og við þökkum þér fyrir það sem
þú lagðir af mörkum til að reyna
að gera okkur að betri manneskj-
um. Vonandi berum við gæfu til
þess að fara eftir öllum þínum
góðu ráðum, héðan af sem hingað
til.
Rósa og Valgarður á Miðfelli.
Kveðja frá skólasystrunum
á Varmalandi
Þú áttir líf, áttir augnablik.
Þú áttir kjark, þú sýndir aldrei hik.
Þú áttir styrk, þú hafðir hreina sál.
Þú áttir ljós, þú áttir barnsins mál.
Þinn tími leið, þú kvaddir lífið skjótt.
Það komu él, það dimmdi eina nótt.
Þú barðist vel, þú lagðir lífi lið.
Þú loksins fannst hjá Guði einum frið.
(Höf.ók.)
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 49
MINNINGAR
í dag kveðjum við kæra vinkonu
og skólasystur, Agústu Kristínu
Bass. Stína, eins og hún var kölluð,
var ein í hópi fjöratíu og tveggja
ungra stúlkna víðsvegar að af land-
inu, sem komu til náms í Hús-
mæðraskólanum á Varmalandi í
Borgarfirði veturinn 1962 - 63 og er
önnur úr þessum hópi sem kveður
þetta jarðneska líf. Hennar er sárt
saknað af okkur hinum sem eftir
lifum.
Við skólasysturnar komum úr
ólíku umhverfi og aðstæður okkar
vora mismunandi en við voram
ungar, framtíðin brosti við okkur
og við ætluðum okkur stóra hluti í
lífinu. Það einstaka samfélag sem
aðeins getur myndast í heimavist-
arskóla er engu öðra líkt og við
hefðum flestar ekki viljað missa af
því að upplifa það. Þennan vetur
bundumst við traustum vináttu-
böndum og nú höfum við haldið
hópinn í 36 ár.
Þess er skemmst að minnast að
við eyddum saman ógleymanlegii
helgi á Varmalandi síðastliðið vor á
35 ára skólaafmæli okkar. Sungum,
hlógum og dönsuðum saman eins
og forðum daga. Þessi helgi er nú
ennþá dýnnætari fyrir það að
þetta voru síðustu samverastundir
okkar með Stínu, en hún átti stór-
an þátt í undirbúningi og skipulagi
helgarinnar ásamt öðrum Borgfirð-
ingum.
Hún Stína okkar var vinsæl,
frjálsleg í fasi og glaðvær. Hún var
músíkölsk og hafði góða söngrödd.
Oft spilaði hún á gítar og söng þeg-
ar við skemmtum okkur saman,
bæði á kvöldvökum í skólanum og
þegar við seinna hittumst á nem-
endamótum. Hún var náttúrubarn
sem unni sveitinni sinni. Þar vildi
hún lifa og starfa og þar átti hún
heima alla ævi. Hún hafði alist upp
við mikið ástríki og kærleika hjá
fósturforeldram sínum, þeim Guð-
mundu og Gísla á Brekku, og það
duldist engum sem kom á það
heimili að þar var samhent fjöl-
skylda sem bar hlýjar tilfinningar
hvert til annars. Þangað var gott að
koma.
Sagt er að lengi búi að fyrstu
gerð og það var aðdáunarvert hve
vel hún hugsaði um fósturforeldra
sína er þau tóku að eldast. Og í
skjóli hennar dvöldu þau á Brekku
til dauðadags og launaði hún þeim
sannarlega vel fóstrið. Hún var
einnig sérlega notaleg við allt ann-
að eldra fólk sem hún átti sam-
skipti við og spurði ævinlega um
líðan þess og heilsu og vora gamlir
sveitungar henni ávallt ofarlega í
huga þótt brottfluttir væra. Einnig
höfum við heyrt að þeir mörgu
unglingar sem unnu með henni í
Söluskálanum á Ferstiklu, en þar
starfaði hún í mörg ár, tali um hve
notaleg og hjálpsöm hún hafi verið
við þá og er þeim afar hlýtt til
hennar.
Að leiðarlokum viljum við þakka
þér, elsku Stína, af öllu hjarta fyrir
það sem þú vart okkur og allar okk-
ar samverustundir. Það er okkar
íTkidæmi að hafa átt vináttu þína
öll þessi ár og við munum ávallt
minnast þín með virðingu og þökk.
Hópurinn okkar verður ekki samur
án þín.
Við sendum Ella, Jórunni og öll-
um öðram aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að vera með ykkur í
sorginni.
F.h. skólasystranna á Varma-
landi,
Sóley Sveinsdóttir.
Snert hörpu mína himinborna dís
svo hlusti englar guós í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinboma dís
og hlustið englar guðs í Paradís.
(Davíð Stef.)
Elsku Stína vinkona okkar er dá-
in. Söknuður okkar er mikill. Að fá
ekki að njóta vináttu og elsku þinn-
ar lengur er okkur óskiljanlegt. Þú
sem varst okkur alltaf svo góð. Við
þökkum fyrir að hafa fengið að
kynnast þér.
Góði guð, styrk þú Ella, Jóu og
aðra aðstandendur í þeirra sorg.
Missir ykkar er mestur.
Minning þín lýsir hjörtu okkar í
sorginni.
Þínir vinir,
Signrður Víðir, Samson
Bjarni og Dofri.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Með örfáum orðum langar mig
að minnast og kveðja Stínu frænku
á Brekku. Mér fannst alltaf sem
hún Stína væri líka frænka mín,
eins og mannsins míns, vegna
tengsla hennar og móðurafa míns.
En blóðtengd var hún hvoragu okk-
ar. Stína átti alveg sértakan sess í
hjörtum okkar. Ef við höfðum ekki
hist lengi átt hún það til að hringja
til að spyrja frétta af dætrunum og
frænda sfnum, heilsufarinu á bæn-
um og hvað væri á döfinni, hún vildi
fá fréttirnar frá fyrstu hendi.
Henni var annt um sitt fólk og lét
sig varða hvað það var að fást við.
Hún hvatti okkur óspart þegar illa
gekk og samgladdist þegar vel
gekk.
Andlát Stínu * var okkur öllum
sem reiðarslag. Svo óvænt, snöggt
og óréttlátt. I raun trúum við því
ekki enn að hún sé farin. Það var
fyrir aðeins fáeinum dögum að við
Gústi, stelpurnar okkar, Brynja,
Valdi og Stína sátum saman í eld-
húsinu á Kalastöðum. Við hlustuð-
um á Stínu segja gamansögu úr
sveitinni, hláturinn glumdi, kvöldið
leið hratt og alltof fljótt var komið
að kveðjustund. Þá faðmaði Stína
og kyssti alla fjölskyldumeðlimi vel
og innilega, en því miður í síðasta
sinn. A heimleið var haft á orði hve
Stína væri alltaf hress og skemmti-
leg og hversu vel hún hefði náð sér
eftir mikil veikindi sem hún átti í
fyrir nokkrum árum. Og ekki var
ánægja og hrifning stelpnanna á
þessari frænku sinni minni þar sem
hún hafði sýnt þeim fullan skilning
á þvi að þær yrðu að fá hvolp,
hundur væri nánast ómissandi á
hverju heimili. Og þær vinkonurnar
Brynja og Stína eyðilögðu margra
mánaða varnarbaráttu foreldranna
með að lýsa því yfir að þær gætu
ekki hugsað sér lífið án hunds.
Þessi kvöldstund verður okkur
öllum ógleymanleg og við þökkum
Guði fyrir að hafa fengið að eiga
þessa yndislegu stund með henni.
Elsku Elli, Jóa og aðrir aðstand-
endur, almáttugur Guð blessi ykk-
ur og styrki. Elsku Stína, að lokum
vil ég þakka þér íýrir það sem þú
varst okkur í gegnum árin og
kveðja þig með einu uppáhaldsljóði
mínu eftir Jóhannes úr Kötlum:
Blessi þig blómjörð,
blessi þig útsær,
blessi þig heiður himinn!
Elski þig alheimur,
eilífð þig geymi,
signi þig sjálfur Guð.
Úrsula.
í dag kveðjum við Kristínu Bass
frá Brekku. Það var eins og reiðar-
slag þegar okkur barst það til
eyrna að hún Stína okkar væri öll.
Hvers vegna Stína? Hvers vegna
tekur skaparinn hana frá okkur
svona fljótt? Við sem áttum eftir að
gera svo margt skemmtilegt saman
bæði í leik og starfi. Stína var mér
meira en bai'a vinnufélagi, hún var
okkur í fjölskyldunni tryggur og
góður vinur sem studdi okkur í
gegnum súrt og sætt. Þegar ég lít
um öxl koma margar góðar sam-
verastundir upp í hugann. Smala-
mennskur á Brekku, saumaskapur,
berjaferðir eða bara setið yfir kaffi-
bolla, ýmist á Brekku eða heima
hjá okkur.
Þær vora oft skemmtilegar
morgunvaktirnar okkar á Fer-
stiklu, þá var spjallað og skrafað
um hvað væri að gerast í sveitinni.
En nú verður hún ekki með okkur
oftar og það er sárt að þurfa að
sætta sig við að það komi engin
Stína á vaktina. En ég veit að hún
verður ekki langt undan og á ef-
laust eftir að vera með okkur á
vaktinni þótt við sjáum hana ekki.
Elsku Stína, við munum alltaf
minnast þín, þú varst okkur góð.
En þótt söknuðurinn sé mikill vilj-
um við þakka þér allar stundirnar
sem við áttum saman, þær munum
við geyma um ókomna framtíð.
Elsku Elli, Jóa og aðrir aðstand-
endur, við vottum ykkur okkar
innilegustu samúð.
Sárterrinaraðsakna
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjai'ta,
lýsir upp myrkrið svarta
vinur þó faí frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma,
þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf.ók.)
Þórdís og fjölskylda.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mblis) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgi'eina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali
eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka smiðjumó.
í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á iæk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil böm.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.