Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 75 BRÉF TIL BLAÐSINS Kvótinn séreign - Hvers vegna? Frá Baldri Hannessyni: ÉG GET ekki orða bundist lengur yflr þeim tvískinnungi og óréttlæti, sem ráðamenn þjóðarinnar hafa sýnt í verki á undanförnum árum og áratugum, sem er: Kvótaúthlutun til handa þeim er höfðu stundað fiskveiðar við Is- land í 3 ár á D- degi árið 1983. Nú gengur þessi kvóti kaupum og sölum og hver kaupir? Jú, lík- lega sá sem á kvóta fyrir og fékk gefins á sín- um tíma og hef- ur síðan leigt hann út fyrir okurfé árum saman. Oréttlætið felst fyrst og fremst í því að D-dag var ákveðið að gefa skyldi allan fisk á íslandsmiðum til framtíðar, til ákveðinna manna eða fyrirtækja einnar kynslóðar og ekk- ert hugsað um, að í framtíðinni yxu UPP nýjar kynslóðir af dugmiklu fólki, sem vildu fá tækifæri til að byggja upp sinn eigin rekstur í aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar og hafa jafnan rétt til nýtingar fiskimiðanna eins og aliir aðrir landsmenn. Við erum samt svo heppin, að saman fer, að til að hámarksafrakstur fáist af þjóðarauðlindinni, er bara að gefa unga fólkinu tækifæri til að sýna í verki að það geti gert betur, en gengin kynslóð og aukið verð- mætið og minnkað tilkostnað, með nýjum ferskum hugmyndum og dugnaði þess, sem er að byrja lífs- starf sitt. Hvernig verður þetta gert? Að- eins með því að bjóða upp t.d. viku- lega á fiskmörkuðum þann veiðirétt (kvóta), sem er til ráðstöfunar sam- kvæmt ráðleggingum fískifræðinga og þá mun koma í ljós, hver fær hæsta verðið fyrir fiskinn og sækir hann í greipar Ægis með minnstum tilkostnaði. Sá sem mun uppfylla bæði eða annað þessara skilyrða, mun ekki þurfa að kvíða framtíðinni og mig grunar að smábátaútgerð verði vel samkeppnisfær við togara- útgerðina. Væntanlega eykst einnig gildi þess að vera nálægt fiskimið- unum og því verða mörg sjávar- plássin betur sett en áður. Einhver mun segja, þetta er ekki hægt og mun setja marga á haus- inn. Kannske svo sé, en það er þá bara vegna þess, að þeir hafa í skjóli gjafakvóta verið að sækja sjó, á óhagkvæman hátt, ekki að- eins á óhagkvæman hátt fyrir sig, heldur fyrir þjóðarbúið í heild. Ef horft er um öxl til þess tíma er fiskmarkaðirnir urðu til og fisk- verkendur urðu allt í einu að kaupa fiskinn í samkeppni við aðra fisk- kaupendur, þá kostaði það vissu- lega fórnir, en þær fórnir hafa sannað gildi sitt og hver vill í dag hverfa til baka, til gamla kerfisins, sem hafði nánast enga örvun til þess að auka verðmæti þjóðarauðs- ins, hvorki um borð í skipunum, né í fiskverkuninni. Þá kemur vissulega upp í hugann sú spurning, hvers vegna á að mis- muna þeim, er draga fiskinn úr sjó og hins vegar fiskkaupendum. Ann- ar fær gjafakort um rétt á svo og svo miklu magni af fiski í sjó og ef hann svo nennir ekki að sækja hann sjálfur, þá fær hann stórfé árlega fyrir að iáta aðra sækja „þjóðar- eignina“ fyrir sig, en hinn (físk- kaupandinn) verður að gi-eiða hæsta verð, sem boðið er þann daginn, eða frá að hverfa allslaus og verkefna- laus að minnsta kosti þann daginn, nema að honum takist að minnka tilkostnað sinn og/eða fá hærra verð fyrir fullunna afurðina. Hvers vegna fékk hann ekki líka sinn fisk- kaupakvóta á D-degi árið 1983 á föstu fiskverði, því sama og alltaf hafði verið, sem hann gat svo leigt eða selt, þá hefði verið samræmi og jafnræði í hlutunum og engin fram- þróun og engin nýliðun í atvinnu- greininni og jafnframt lágmarks- afrakstur til þjóðarbúsins. Fyrst ég er farinn að tala um peninga, þá langar mig að nefna það að sú umræða, sem verið hefur í þjóðfélaginu um að skattleggja kvótann, er eitthvað það heimsku- legasta sem ég hef heyrt um mína daga, því það hvetur engan til neins og hleypir ekki nýrri kynslóð inn í atvinnugreinina, því þetta er bara flöt skattlagning án tilgangs og er aðeins skellt fram af hagsmunaaðil- um til þess að tryggja sitt eignar- hald á þjóðarauðnum, um alla fram- tíð. Sú hugmynd, sem einnig hefur verið sett fram, að láta alla lands- menn hafa jafnan hlut í auðlindinni, með einhverjum bréfum, er bara upphaf að nýju braski með kvótann og þar með bara tímaspursmál, hvenær hann verður kominn á fárra manna hendur. Með því að bjóða upp kvótann, skapast að vísu tekjustofn hjá ís- lenska ríkinu, en það er algjört aukaatriði í þessu máli, því frjáls viðskipti og jafn réttur landsmanna til nýtingar auðlindanna, um alla framtíð, er það sem öllu máli skipt- ir. Hvernig þessi tekjustofn yrði síðan nýttur nenni ég ekki að velta fyrir mér, en það verða líklega eng- in vandræði með tillögur í því efni. Núna eru kosningar framundan og mér finnst sárara en tárum tek- ur, að hugsa til þess að þessi vel menntaða þjóð, mun næstum ör- ugglega kjósa flokka kvótaeigenda, til að stýra þjóðarskútunni næstu fjögur árin og þar með tapar þjóðin líklega möguleikanum, jafnvel um alla framtíð, til að ieiðrétta þau mis- tök, sem stjórnmálamönnunum urðu á, á D-degi árið 1983 (og neita því miður að viðurkenna), því þarf greinilega nýliðun á Alþingi Islend- inga, eins og í útgerðinni, strax í næstu kosningum. BALDUR HANNESSON, Kóngsbakka 4,109 Rvk. Baldur Hannesson Hvatning’arávarp til borgarstjóra - vegna sérkennilegrar hegðunar kennara 15. apríl sl. Frá Hauki ísfeld: NÚ ER þér vandi á höndum og berst hér aðstoð úr óvæntri átt við lausn hans. Hin áður dagfarsprúða og lög- hlýðna stétt, grunnskólakennarar, kom þér vafalaust á óvart með því undarlega framferði sem hún sýndi í dag. Auðvitað ætti þetta fólk að fara að lögum og þegja þakklátt. Vandræðin stafa sjálfsagt af því að einhverjir langminnugir kennarar hafa lært í bernsku þá vafasömu fullyrðingu að nauðsyn brjóti lög. Kennurum finnst líklega nauðsyn að borgin okkar missi ekki til ann- arra sveitarfélaga þau stéttarsystk- in sem þeir telja að standi sig vel í starfi. Þú getur huggað þig við það að slíkt yrði aðeins til góðs. Þessir svokölluðu góðu kennarar eru nefni- lega oft orðnir fokdýrir vegna við- bótarmenntunar og reynslu. Borgin okkar þarf endilega að losna við slíkar ónauðsynlegar afætur. Skal það nú skýrt nánar. Til þess að spara í borgarrekstr- inum er auðvitað best að hafa sem allra ódýi-astan starfski-aft. Heppi- legast er því að fá til kennslu leið- beinendur með litla menntun sem hvergi fá vinnu annars staðar því að kennarar hafa alls engin úrslitaá- hrif á árangur nemenda samkvæmt nýlegri útkomu úr rannsókn tveggja stúlkna. Þær fundu út að hið eina sem potar einkunnum nem- enda upp á við sé að foreldrarnir hafi orðið sér úti um háskólapróf. Það skiptir enda engu máli hvaða einkunnir nemendur fá í samræmd- um prófum samkvæmt því sem fræðslustjórinn okkar sagði í út- varpi allra landsmanna þann 3. febrúar s.l. og ég vii bara undir- strika það að það er alveg út í blá- inn að halda að skóli sem fær háar einkunnir að meðaltali, hann sé betri skóli en annar sem fær lægri útkomu." Hlýtur þetta að flokkast undir hin æðstu sannindi. Lausnin er fólgin í því að þú hald- ir þínu striki og látir þessa heimtu- freku stétt ekki spilla þeirri mark- vissu stefnu borgarinnar okkar að reka aðdáanlega ódýran grunn- skóla, - skítt með gæðin. Einhver verður að vera aftastur á merinni. HAUKUR ÍSFELD, kennari í Hvassaleitisskóla. Opið bréf til Tryggingastofnunar riTisins, heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis Frá Elísabetu Árnadóttur: MÉR FINNST orðin full ástæða til að láta heyra frá mér, þar sem með- ferðin á örýrkjum er orðin algjörlega óviðunandi í þessu velferðarríki. Ég er 38 ára gömul og er 75% ör- yrki. Ég er mikill gigtarsjúklingur með hrygggigt og vöðvagigt ásamt því að vera asmasjúklingur. Einnig er ég einstæð móðir með þrjú börn á framfæri. Nú standa málin þannig að ég hef þurft nauðsynlega á því að halda að liggja inni á sjúki’astofnun frá því 1. mars síðastliðinn. Þann 1. apríl er örorkulífeyrh’ minn og tekju- trygging felld niður án nokkurrar viðvörunar. Þegar spurst var fyrir um ástæðuna var mér sagt að það væri vegna þess að ég hafi legið of lengi inni á sjúkrastofnun árið 1997. Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef fyrir utan framfærslueyi'i bama sem ekki er hár þar sem ég hef engan líf- eyi'issjóð á bak við mig. Þetta eru um 47.000 krónur og lifir enginn neinu sældarlífi á þeirri upphæð hvað þá heldur ef hún er felld niður. Ég kem heim um helgar og dvel þai' í tvo sólarhringa í hverri viku og hef ekki fyrir brýnustu nauðsynjum svo sem mat. Hvað þá heldur fyrir nauðsynlegum reikningum sem þarf að borga þrátt fyrir að ég liggi inni á sjúkrahúsi. Einnig þarf ég að kom- ast ferða minna þó ekki væri annað en á milli heimilis og sjúki-ahúss. Nú spyr ég, hver er ástæða þess að fella þurfi niður bótagreiðslu til þeirra sem nauðsynlega þurfa þeirra með og geta enga aðra björg sér veitt? ELÍSABET ÁRNADÓTTIR, Hrísmóum 4, Garðabæ. -RÓSTVERSLUNIN- C* I /A flfl Stangarhyl 5 1 # #1 f\f f\f * pósthólf 10210, 110 Reykjavík, r^f «f VI sími 567 3718 - fax 567 3732 VORVÖRURNAR KOMNAR GLÆSILEGT ÚRVAL MARGIR LITIR STÆRÐIR 36-52 Sendum pöntunarlista út á land, sfmi 567 3718 Qpið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-14. Atlfinnur og efnahagsmal Kosningafundir í Reykjavík í dag kl. 17.30 mun Geir H. Haarde fjármálaráðherra flytja erindi í Kosningamiðstöðinni, Skipholti 19. Allir velkomnir Iktííf« ÁRANGUR/i r/r/V LLA Kosningamiðstöðin, sími: 562-6353. netfang: x99@xd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.