Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 33
ERLENT
Stjórn Indlands féll með aðeins eins atkvæðis mun
Kongress kveðst geta
myndað nýja stjórn
Nýju Delhí. Reuters.
KONGRESSFLOKKURINN á Ind-
landi kvaðst í gær geta myndað rík-
isstjórn með flokkunum sem felldu
stjórn Atals Behai-is Vajpayees for-
sætisráðherra á laugardag.
Kongressflokkurinn, undh' stjórn
Soniu Gandhi, gat þó ekki sýnt fram
á að hann gæti tryggt sér meiri-
hlutastuðning á þinginu eftir tveggja
daga samningaumleitanir fyrir lukt-
um dyrum.
Forystumenn Bharatiya Janata,
flokks Vajpayees, skoruðu á Kon-
gressflokkinn að sanna strax að
hann gæti myndað starfhæfa stjórn.
Þeir sögðu að forseti landsins yrði
annaðhvort að fela Vajpayee að
mynda nýja stjórn eða boða til kosn-
inga. „Nú eru liðnir tveir sólarhring-
ar síðan þeh-, sem ráðskuðust með
þingið, sögðust geta lagt fram nýjan
kost fimm minútum eftir fall stjórn-
arinnar. Hvar er hann nú?“
Stjórn Vajpayees, sem hafði verið
við völd í þrettán mánuði, féll á laug-
ardag þegar þingið hafnaði yfirlýs-
ingu um stuðning við stjórnina með
aðeins eins atkvæðis mun, 270 at-
kvæðum gegn 269.
Vinstriflokkar hafna stjórn
undir forystu Kongress
Forystumenn Kongressflokksins
héldu fundi með leiðtogum vinstri-
flokka og svæðisbundinna flokka og
sögðu það engum vandkvæðum
bundið að mynda nýja stjórn, þá
sjöttu frá 1996, innan tveggja til
þriggja daga. „Við teljum ljóst að
engin þörf sé á kosningum og að
hægt verði að mynda nýja og sterka
stjórn," sagði talsmaður flokksins.
Tveir litlir vinstriflokkar virtust
þó standa í vegi fyrir stjórnarmynd-
un og sögðust ekki geta stutt stjórn
undir forystu Kongressflokksins.
Flokkaimh- eru samanlagt með sjö
þingmenn, en Kongressflokkinn
vantai' 127 þingsæti til að geta
myndað meirihlutastjórn.
Kongressflokkurinn hefur hingað
til ekki viljað eiga aðild að sam-
steypustjórn og verður nú annað-
hvort að falla frá þeirri afstöðu eða
styðja minnihlutastjórn svæðisbund-
inna flokka og vinstriflokka eins og
hann gerði eftir kosningamar 1996.
Takist Kongressflokknum að
tryggja starfhæfan meirihluta á
þinginu gæti forseti Indlands krafist
þess að hann sannaði það skriflega.
Stjórnin yrði þá einnig að sýna fram
á meirihluta sinn í atkvæðagreiðslu
um stuðningsyflrlýsingu í neðri deild
þingsins innan 15 daga. Verði yfir-
lýsingin felld er talið líklegt að for-
setinn rjúfi þing og boði til kosninga.
Leiðtogi AIADMK, flokks sem
varð stjórn Vajpayees að falli með
því að segja sig úr henni í vikunni
sem leið, kvaðst í gær vera hlynntur
þein-i hugmynd að Jyoti Basu, leið-
togi Kommúnistaflokks Indlands -
marxista, yi'ði næsti forsætisráð-
herra landsins.
Naglasprengja særði 48 í Brixton í London
Hægri-öfgasamtök segjast
ábyrg fyrir ódæðisverkinu
tjölbreytt ihrcd qf
dömuhárkolliim
Erlendur sérfrœðingur veitir
allar upplýsingar,
ífullum ti'únaði
dagana 20.-25 apríl.
ApoUohárstúdíó
Nánari upplýdngar og tímapantanii' ísíma 5522099.
VORFERÐ UM
NORÐUR-EVRÓPU
Farið verður í
rútuferð um
Norður-Þýskaland,
Danmörku,
Svíþjóð og Noreg.
Flogið verður til
Hamborgar 4. júní
og siglt heim frá
Bergen 15. júní
með viðkomu í
Færeyjum.
Komið verður
heim að kvöldi
þjóðhátíðardagsins.
Verð 104.250 krónur
London. The Daily Telegraph, Reuters.
BRESKA lögreglan sagði í gær að
samtök hægri öfgamanna sem kalla sig
„Combat 18“ hefðu lýst yfir ábyrgð á
sprengjutiiræði í Brixton-hverfinu í
London á laugardag, en þá sprakk
naglasprengja í erilsömu vöruhúsi
Ieeland-verslunarkeðjunnar með þeim
afleiðingum að fjörutíu og átta manns
særðust. í gær voru íjórtán enn á
sjúkrahúsi, þai' af tæplega tveggja ára
gamall drengur sem fékk nagla í höf-
uðið og tveh' menn sem læknar óttast
að muni glata allri sjón.
„Combat 18“ hefur staðið fyrir
nokkrum minniháttar ódæðisverk-
um í London á undanförnum árum
en að öðru leyti er ekki vitað mikið
um samtökin. Engin viðvörun barst
vegna sprengjunnar og kallaði Jack
Straw innanríkisráðherra verknað-
inn á laugardag „hneykslanlegt og
vitfirringslegt athæfi".
Rannsókn málsins hélt áfram í
gær og sögðu fulltrúar lögreglunnar
að þeir myndu halda öllum mögu-
leikum opnum, þrátt fyrir yfírlýs-
ingu „Combat 18“ en ekki er vitað til
þess að samtökin hafi áður staðið
fyrir sprengjutilræði í Bi-ixton-
hverfi. Brixton er eins konar hjarta
samfélags svartra manna í Bretlandi
og sögðust margir íbúar hverfisins í
gær sannfærðir um að kynþáttafor-
dómar lægju að baki verknaðinum.
Aðrir héldu á lofti þeirri kenningu
að Serbar, búsettir í Bretlandi,
hefðu staðið fyrir ódæðinu, með það
að markmiði að mótmæla hernaði
Atlantshafsbandalagsins í Jú-
góslavíu.
Lögi-egla telur ekki útilokað að
ódæðismennirnir hafi ætlað að koma
sprengjunni fyrir annars staðar en
síðan neyðst til að skilja hana eftir í
Gaul-slysið rann-
sakað upp á nýtt
London. Morgunblaðið.
BREZKA rfldssijórnin hefur
ákveðið að rannsaka það upp á
nýtt þegar 36 manns fórust með
togaranum Gaul frá Hull, sein
sökk fyrir 25 árum norður af Nor-
egi, án þess að frá honum heyrð-
ist neyðarkall eða bitastætt brak
fyndist nokkurn timann. Allar
götur síðan hafa gengið sögur um
að áhöfn togarans hafi stundað
njósnir og að sovézki flotinn hafi
sökkt togaranum og hljóðnuðu
þær sögur ekki við raimsókn
1974, sem leiddi til þeirrar niður-
stöðu að togarinn hefði sokkið í
ofsaveðri með allri áhöfn.
John Prescott aðstoðarforsætis-
ráðherra tilkynnti um nýju rann-
sóknina. I ársbyrjun 1998 fól hann
rannsóknanefnd sjóslysa að kanna
málið að nýju. Hún fann flakið,
rannsakáði það og komst að
þeirri niðurstöðu, að togarmn
hefði sokkið á 10 mínútum eftir
að hafa hvolft í 50 feta háum öld-
um. Nefndin segist ekki hafa
fundið neinar sannanir þess, að
togarinn hafi öðrum þræði verið
njósnaskip, ekkert bendi til bruna
eða sprengingar eða þess að tog-
arinn hafi verið skotinn í kaf. Gat
á skrokknum, sem sumir vildu
rekja til árekstrar við annað skip,
segir nefndin hafa orðið vegna
sjávai'þrýstings. Neðansjávar-
myndir, sem teknar voru, sýndu
að lestarop og vatnsþétt skilrúm
voru opin. Prescott sagði, að í
skýrslu rannsóknanefndar sjó-
slysa væru áður ókunn atriði og
þess vegna hefði hann ákveðið að
slysið yrði rannsakað upp á nýtt.
Ættingjar þeirra, sem fórust
með Gaul, hafa tekið ákvörðun
Prescott vel, en notuðu um leið
tækifærið til að gagnrýna skýrslu
sjóslysanefndarinnar fyrir það, að
hún tæki ekki af öll tvímæli um
endalok áhafnar Gaul, en í flakinu
fundust engar vísbendingar um
afdrif áhafnarinnar. I þeirri rann-
sókn, sem nú fer af stað, mun þess
m.a. verða freistað að fara í graf-
ir þriggja sjómanna, sem rak á
land í Kússlandi skömmu eftir að
Gaul fórst og sögusagnir gengu
um að væru úr áhöfn togarans.
Það hefur þó aldrei verið rann-
sakað, en nú hafa rússnesk stjórn-
völd veitt Bretum leyfí til þess að
grafa líkin upp og framkvæma
DNA-rannóknir til að ganga úr
skugga um, hvort þau eru af
brezku sjómönnunum eða ekki.
Iceland-versluninni. Er enn vonast
til að hægt verði að greina þann sem
skildi sprengjuna eftir á myndbandi
sem tekur upp allt það sem fram fer
í versluninni.
Það var fjórtán ára gamall piltur,
Gaiy Shilling, sem fann sprengjuna
og sprakk hún í þann mund sem
hann hugðist reyna að koma henni í
burtu frá mannmergðinni sem var í
versluninni. Shilling slapp sjálfur
ótrúlega vel, risastór nagli hafði
grafist í fót hans en að öðru leyti leið
drengnum ágætlega.
Innifalið í verði er tlug til Hamborgar, flugvallarskattur, sigling frá
Noregi til íslands, gisting í tveggja manna herbergjum á
gististöðum og í fjögurra manna klefum með baðherbergi á
Norrænu, morgunverður og kvöldverður í Danmörku og Noregi,
allur akstur og íslensk fararstjórn.
Feröaskrtfstofa
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF.
Borgartúní 34, sími 511 1515
r
Tamaka
LIMGERÐISKLIPPUR
íslenskir garöyrkjumenn
nota Tanaka klippur
THT262 fyrir
atvinnumanninn
THT 1800 fyrir garð-
og sumarbústaðaeigandann
VETRARSÓL,
Hamraborg 1-3, norðanmegin
Sími 564 1864
FUNDUR MEÐ FRAMBJOÐENDUM
STJÓRNMÁLAFLOKKA
Samtök verslunarinnar - FÍS - efna til morgunverðarfundar á morgun, miðviku-
daginn 21. aprfl nk., í Sunnusai á Hótel Sögu kl. 8.00.
Gestir fundarins verða:
Finnur Ingólfsson frá Framsóknarflokknum, Ágúst Einarsson frá
Samfylkingunni, Geir H. Haarde frá Sjálfstæðisflokknum og Steingrímur J.
Sigfússon frá Vinstri hreyfingunni - Grænu framboði.
Munu þeir skýra helstu áherslur sinna flokka, um málefni verslunarinnar og
svara fyrirspurnum fundargesta.
Félagsmenn samtakanna eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti og kynna
sér helstu stefnumál flokkanna fyrir Alþingiskosningamar sem fram fara 8. maí
nk. Fundarstjóri verður Margret ICristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff hf.
Almennt þátttökugjald með morgunverði er kr. 1.800, en kr. 1.400 fyrir félags-
menn samtakanna og nemendur Háskóla íslands.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til skrifstofu Samtaka verslunarinnar - FÍS - í
síma 588 8910.
FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN.