Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 53 ir því að geta ekki tekið til hendinni í garðinum þínum í vor eins og áður. Með mikilli eljusemi komst þú upp góðu æðarvarpi við Bessastaða- tjörn, en þekkingu til þess hafðir þú öðlast þegar þú varst vinnukona á Prestbakka í Hrútafirði. Yfir varp- inu varstu vakin og sofin á varptím- anum. Þú varst mjög bókhneigð kona. Þú kunnir ógiynni af ljóðum og varst mjög hagmælt. Þú safnaðir bókum og umgekkst bækur þínar af mikilli virðingu. Þú hvattir mig til lesturs góðra bóka og þegar ég var í vist hjá ykkur afa sem unglingur fékk ég að fara eftir hádegismatinn inn í stofu og lesa meðan afi lagði sig. Það var þér afar þungbært þeg- ar þú vegna sjóndepru hættir að geta lesið. Það var þér þvf mikils virði þegar lesið var fyrir þig og mikið naustu upplesturs úr bókum Böðvars Guðmundssonar. Þú varst ættmóðir og barst mjög fyrir brjósti hag bama þinna og fjöl- skyldna þeirra. Þú fylgdist með öllu þínu fólki til síðasta dags. Þegai' þú fluttist á Sólvang fyrh' rúmu ári þá sagðir þú mér að þér fyndist þú hafa átt góða ævi og varst sátt við vista- skiptin. Á Sólvangi leið þér vel og þér fannst starfsfólkið vera þér mjög gott. En þú saknaðir heimilis- ins þíns og naust þess mjög að fara í heimsókn heim. Þú varst umvafin fjölskyldu þinni eftir þú veiktist um miðjan mars sl. til hinstu stundar. Það eru mikil forréttindi að hafa átt þá löngu samleið sem ég hef átt með þér, elsku amma. Að leiðarlok- um vil ég þakka þér alla þína ást og umhyggju fyrir mér og fjölskyldu minni. Gerða. Látin er Júlíana Bjömsdóttir heiðursfélagi í Kvenfélagi Bessa- staðahrepps og elsti Álftnesingur- inn. Ung kom hún að Breiðabólsstöð- um á Alftanesi. Sú ferð hafði farsæl- an endi. Hún giftist bóndasyninum Sveini Erlendssyni. Hann var sonur Erlends bónda og hreppstjóra á Breiðabólsstöðum Bjömssonar. Bræðumir Bjöm og Sveinn tóku við búinu eftir hans dag. Sveinn og Júh'ana bjuggu sér hús við Breiðabólsstaði er þau nefndu Grund. Þar bjuggu þau í farsælu hjónabandi og þar ólust börnin þeirra þrjú upp. Eftir að bömin fóra að heiman, byggðu þau sér minna hús er hlaut nafnið Garðshom. Sveinn lést árið 1986. Júlíana bjó áfram í húsi sínu með hjálp bama sinna, þó aðallega Man'u er bjó á næstu grösum við hana, á Jörfa. Þegar ég fluttist á Álftanesið, haustið 1941, ásamt eiginmanni og elsta barni, vora Júlíana og Sveinn með þeim fyrstu er ég kynntist á Alftanesi, fyrir utan tengdafólk mitt. Maðurinn minn var fæddur og upp- alinn á Álftanesi og þekkti því Svein og fólkið á Breiðabólsstöðum frá blautu barnsbeini. Leiðir okkar áttu eftir að liggja saman alla tíð og vekur því lát Júlíönu upp mai-gar góðar og skemmtilegar minningar frá sam- verustundum og samvinnu okkar. Hjónin voru bæði miklar félagsver- ur, vora samstillt í störfum, gestris- in og skemmtileg heim að sækja. Hreppurinn okkar var mjög fá- mennur á þessum áram, hann átt erfitt með að lifa það af og fylgja straumi tímans. Fyrá- samheldni íbúanna og gott félagslíf getum við nú horft ánægð til baka. Sveinn varð hreppstjóri eftir föð- ur sinn. Hann var formaður sóknar- nefndar og meðhjálpari í Bessa- staðakirkju. Við Júlíana vorum í kirkjukór Bessastaðakirkju í nær aldarfjórð- ungr samstarf mitt við hjónin var því náið. Við Sveinn vorum lengi saman í nefndum, sóknarnefnd, skólanefnd o.fl. Nánast var samstarf okkar Júlíönu í Kvenfélaginu. Þegar ég gekk í Kvenfélagið 1944, var Júlíana ritari. Ennfremur átti hún eftir að verða formaður, varaformaður og vararitari. Hún var gerð að heiðurs- félaga á 70 ára afmælisdegi sínum. í afmælisriti Kvenfélagsins er kom út 1996 í sambandi við 70 ára afmaeli þess stendur orðrétt: „Júlí- ana hefur unnið vel fyrir félagið í gegnum árin og er ein af þeim styrku stoðum er héldu lífi í Kvenfé- laginu á erfiðum tímum þess [vegna fámennis].“ Júlíana sótti félagsfundi á meðan heilsan leyfði og fylgdist með störfum þess eftir að ný kyn- slóð hafði tekið við. Hún gekk í Kvenfélagið árið 1989. Hún var sú er lengst hafði verið í félaginu, enn- fremur var hún lengi elsti íbúi hreppsins. Það var skemmtilegt að vera í 90 ára afmælisveislu Júlíönu 2. febrúar 1998, er afkomendur og tengdafólk héldu henni. Þar var hún hress og ljómaði af gleði. Júlíana vai- mynd- arleg húsmóðir, vel verki farin og vandvirk. Hún var dugleg að hverju sem hún gekk, hvort sem var úti eða inni. Hún var góð búkona og mikill skepnuvinur. Júlíana var ennfremur natin við blóm, trjárækt og æðar- varpið. Júlíana var fróð um mai'ga hluti, námfús og las mikið þegar stundir gáfust. Hún var hlý og góð kona. Júlíana fékk að lifa lengi og naut þeirrar ánægju að fá að búa á heim- ili sínu fram yfir nírætt. ég kveð Júlíönu með virðingu og þakklæti og bið Guð að blessa þá er henni vora kærastir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarlmoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Margrét Sveinsdóttir. Fallin er frá okkar elsta félags- kona og heiðursfélagi, Júlíana K. Bjömsdóttir. Minning okkai' um Júlíönu er sérstaklega ljúf. Hún var hin sanna kvenfélagskona, sem vann öll þau störf sem hún tók að sér fyr- ir félagið okkar, með bros á vör, og aldrei hvörfluðu að henni önnur laun en að gleðjast yfir vel unnu verki. Meðan heilsan leyfði, sótti hún flesta fundi og hafði hún sérstaka ánægju af kvenfélagsferðunum. Júlíana tók að sér mörg ábyrgðarstörf fyrir fé- lagið, m.a. sem ritari og formaður félagsins og meðal félagskvenna lifa enn vísur og kvæði, sem hún orti fyrir okkur við ýmis tækifæri. Það var okkur yngi'i félagskonum sér- stök ánægja að heyra hana segja frá félagsstörfum fyrri ára, þá kom gleðiglampi í augun og andlitið ljóm- aði. Hún var alltaf mikill gleðigjafi og lífskraftur hennar og lífsgleði sýndi sig ljóslega allt þar til yfir lauk. Hún var okkur góð fyrirmynd og við minnumst hennar með þökk og virðingu. F.h. Kvenfélags Bessastaða- hrepps, Svanhvít Jónsdóttir, fonnaður. Klukkan slær tólf á hádegi: „Nú verða sagðar fréttir." Þetta eitt - klukknahljómur og hádegisfréttir kalla nú fram ótal minningar; trega- blandnar tilfinningar. Einhvem veg- inn finnst manni fráleitt að hægt sé að segja hádegisfréttir án þess að amma hlusti á þær; standi með krosslagðar hendur við eldhús- vaskinn og fylgist með fólkinu sínu nærast um leið og hún fræðist um stöðu heimsmálanna. Hvað henni fannst um það sem hún heyrði vissi í raun enginn - nema þegar henni var gjörsamlega ofboðið; þá muldraði hún einhver mótmæh; fiissaði svolít- ið og sveiaði og strauk síðan lófan- um upp eftir andlitinu svo skrölti í hringjunum tveimur sem hún bar á höndunum. Þessar hádegissamkom- ur eru í minningunni heilagar stund- ir sem nærðu bæði líkama og sál. Þetta snerist um annað og meira en kjötbollur og kartöflur - og í seinni tíð brauð með áleggi. Þessar stundir þjöppuðu kynslóðunum ósjálfrátt saman; styrktu böndin og gáfu til- finningum okkar hvers til annars meiri dýpt. Hvort amma gerði sér gi'ein fyrir því hversu ómetanlegar þessar stundir áttu eftir að verða okkur krökkunum er ekki gott að segja. Hitt er víst að henni leið vel með öll barnaböm sín í kringum sig. Væntumþykja ömmu var umvefj- andi. Samt ræddi hún sjaldan um til- finningar sínar - hún kaus að láta verkin tala. Hún var að mörgu Ieyti barn síns tíma; hafði upplifað meh'i sorg og erfiðleika fyrstu tuttugu ár- in en flestir gera á langri ævi. Það var samt ekki fyrr en við fórum að þroskast og gáfum okkur tíma til að hlusta á sögubrot úr lífi hennar sem fortíðin lifnaði við og við gerðum okkur grein fyrir hversu miskunnar- laus örlög hennar höfðu verið. Þá fyrst jókst skilningurinn; þá fyrst fórum við að skilja manneskjuna í heild; skilja sjálfa persónuna. Fjórt- án ára missti hún, elst fjögurra systkina, mömmu sína. Þá lagði hún ein út í lífið, vann í fiski á ísafírði en ákvað síðan að halda til Reykjavík- ur. Skömmu síðar réð hún sig_ sem vinnukonu á Breiðabólsstað á Álfta- nesi. Þar gekk þessi fínlega kona jafnt í þau verk sem vinna þurfti innandyra sem utan. Það var á Álftanesi sem hún fann sinn lífsföru- naut, Svein Erlendsson, og eftir nám í húsmæðraskóla reistu þau hjónin býlið Grand. Amma var í raun ofurkona - löngu áður en það hugtak var fundið upp. Heimili hennar var alltaf hreint og fágað; hver hlutur á sínum stað og frystildstan alltaf full af alls kon- ar heimabökuðu góðgæti. En hún stóð ekki bara og tók á móti gestum. Þessi fínlega kona vflaði ekkert fyrir sér; hún þrammaði um móana í vað- stígvélum - byggði upp og hlúði að æðarvarpinu; hún bograði klukku- stundum saman úti í kartölfugarði og tók upp uppskerana; hún var „Ijósmóðh' lambanna“ og sú sjón er okkur ógleymanleg þegar þessi fín- gerða kona bretti upp ermar, ein- beitt á svip og togaði lömbin í heim- inn. Hún vann á við fjóra í hey- skapnum; rakaði saman í sátur - staðráðin í að bera sigur úr býtum í kapphlaupinu við skúrimar. Oftar en ekki gekk það eftir enda var amma veðurglögg með eindæmum. Þó oft hafi verið handagangur í öskj- unni í heyskapnum gaf hún sér alltaf tíma til að „hafa sig til“ áður en hún fór út á tún að vinna; stolt hennar og sjálfsvirðing hefði aldrei leyft annað. Amma vann öll sín störf af ein- stakri alúð og umhyggju. Þetta var ekki hvað síst áberandi þegar lífið sjálft var annars vegar. Natni henn- ar og nærgætni við gróðurinn var aðdáunarverð og undruðust margir hvernig henni tækist að koma til alls konar framandi blómum frá fjarlæg- um slóðum í litlu giúðurhúsi í hrjóstragu landslagi á Álftanesi. í hugum okkar krakkanna var gróð- urhúsið heilt ævintýri enda blómin mörg hver hærri en við. Kjarkur hennar og þrjóska urðu til þess að hún fór að stunda trjárækt á nesinu og lét sem vind um eyra þjóta allar kenningar um áhrif sjávarseltu á trjágróðui'. Og enn og aftur hafði amma rétt fyrir sér. Amma var „kraftaverkakona" - virtist hafa óþrjótandi orku, vilja og kraft - en hún bjó líka yfir listræn- um hneigðum. Þegar hún var ekki að baka, heyja eða hlúa að æðai'- varpi eða blómunum sat hún og prjónaði lopapeysur og „sjónvarps- sokka“, sem hún seldi svo. Hún saumaði líka fjölmargar gullfallegai' myndir - og orti ljóð fyrir sjálfa sig - og einstöku sinnum okkur, sína nánustu. Hún var mikill ljóðaunn- andi og hafði bæði gaman af að lesa og segja sögur. En nú er saga henn- ar öll - eða öllu heldur; það er komið að kaflaskiptum. Sagan hennar ömmu mun þó lifa áfram með okkur; allt sem hún kenndi okkur með for- dæmi sínu og fyrirmynd. Hún sýndi okkur fram á að það er hægt að varðveita sálarfriðinn þó lífið leiki mann stundum grátt, hún kenndi okkur að njóta smáatriðanna og að styrkur og stærð manneskjunnar fer ekki efth' líkamsburðum hennar. Við þessi kaflaskil er missirinn okk- ar; en það er þó huggun harmi gegn að nú er hún komin til afa - og við vitum að þar líður henni vel. Elsku amma, ástarþakkir fyiár allt sem þú hefur gefið og verið okk- ur. Þínar Salbjörg og Anna María. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR BALDVINSSON stýrímaður, Álfaskeiði 36, Hafnarfirði, lést laugardaginn 17. apríl á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 23. apríl kl. 13.30. Sigríður Þorleifsdóttir, Baldvin Halldórsson, Ragnhildur Lýðsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Björgvin Halldórsson, Ragnheiður B. Reynisdóttir, Helga Halldórsdóttir Sur, Rafael Vito Sur, Oddur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, afi og langafi, STURLA PÉTURSSON, Hrafnistu C Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 21. april kl. 15.00. Haukur Dór Sturluson, Dóróthea Sturludóttir, Pétur Sturluson, Hrafnhildur Oddný Sturludóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllúm þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför MARGRÉTAR INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR kaupkonu, Óðinsgötu 1, Reykjavík. Sérstaklega sendum við hjartans þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Vífilsstaðaspítala fyrir einstaka umönnun, vinsemd og alúð. Reynir Þorgrímsson, Rósa G. Gísladóttir, Viðir P. Þorgrímsson, Jóhanna I. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, ÓLAFAR BJARNADÓTTUR, Tjarnargötu 22, Reykjavfk. Anna Agnarsdóttir, Ragnar Árnason, Áslaug Agnarsdóttir, Óskar Árni Óskarsson, Bjarni A. Agnarsson, Sigríður Jónsdóttir, Anna Bjarnadóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, sonar og bróður, JÖKULS ÆGIS FRIÐFINNSSONAR. Laufey Rut Jökulsdóttir, Eyvindur Árni Jökulsson, Ólafur Ægir Jökulsson, Friðfinnur Guðjónsson, Sævar Friðfinnsson, Hörður Friðfinnsson, Garðar Friðfinnsson, Rut Friðfinnsdóttir, Björk Friðfinnsdóttir, Viðar Friðfinnsson. Hanna Eyvindsdóttir, Lára Hannesdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Tómas Sigurðsson, Jón Óskar Hauksson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.