Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum með afkomuviðvörun Meira tap en reiknað var með VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vest- mannaeyjum sendi í gærmorgun frá sér afkomuviðvörun þar sem ljóst er að afkoma félagsins fyrstu sex mán- uði rekstrarársins er langt undii- þeim væntingum sem gerðar voru til rekstrar þess á tímabilinu. Verð hlutabréfa í Vinnslustöðinni lækkaði í gær um 7,7% á Verðbréfaþingi Is- lands eftir að afkomuviðvörunin var birt. Sex mánaða uppgjör félagsins verður birt í næstu viku. Að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, er helsta ástæða fyrir lakari afkomu félagsins sú að loðnufrystingin brást algerlega og einnig gríðarleg verðlækkun sem orðið hafi á mjöli og lýsi. I afkomuviðvörun Vinnslustöðvar- innar er tekið fram að rekstrarleg uppbygging félagsins sé með þeim hætti að fyrri hluti rekstrarársins sé almennt lakari en síðari hluti þess. Aætianir hafí gert ráð fyrir tals- verðu tapi fyrir tímabilið, en nú sé ljóst að rekstrartapið sé mun meira en þær gerðu ráð fyrir. Auk áðurnefndra ástæðna fyrir lakari afkomu er tekið fram að veið- ar á bolfíski á tímabilinu hafí gengið verr en áætlanir gerðu ráð fyrir, af- koma í landvinnslu félagsins sé undir væntingum, umtalsvert gengistap hafí orðið á tímabilinu, rekstrar- kostnaður félagsins á ýmsum sviðum hafi verið hærri en vonir stóðu til og fyrirsjáanlegt sé að félagið muni tapa verulega á samstarfsverkefnum erlendis á yfirstandandi rekstrarári. „Getum ekki haldið svona áfram" Sigurgeir sagði í samtali við Morg- unblaðið að áætlanir um afkomu Vinnslustöðvarinnar fyrstu sex mán- uði rekstrarársins hefðu ekki verið gefnar út opinberlega og hann vildi að svo stöddu ekki fara út í grein- ingu á því hvernig áætlanirnar hefðu komið út. „Stóra frávikið er þó í loðnuveið- um og loðnuvinnslu. Bæði er það að skipin náðu ekki öllum kvótanum, og mjöl og lýsi lækkaði mjög mikið á þessu tímabili. Við vorum reyndar það lánsamir að við höfðum selt talsvert fyrirfram, þannig að það eru ekki í þessu nein áföll vegna birgðahalds eða þess háttar," sagði hann. Hvað framtíð félagsins varðar sagði Sigurgeir að það sem skilað hefði félaginu mestu hingað til væri loðna og síld. Hann kynni ekki að spá um ástand loðnustofnsins, en hins vegar sæi hann ekki fram á hækkanir á mjöli og lýsi á næstunni miðað við þær birgðir sem væru til innanlands og erlendis. „Við hljótum að verða að endur- skoða reksturinn því ekki getum við haldið honum svona áfram. Ég vil þó ekkert um það segja á þessu stigi hvort það þýðir einhvern samdrátt í mannahaldi. Það eru bara þessar al- mennu aðgerðir sem eru uppi við, en þegar það er rekstrarvandi þarf að byrja á því að skoða kostnað og síðan þarf að skoða einstakar deildir,“ sagði hann. Hjá Vinnslustöðinni fá samtals um 350 manns gi’eidd út laun vikulega, en þar er ekki um að ræða full stöðu- gildi heldur eru margir starfsmann- anna í hálfsdagsstörfum eða hluta- störfum. Morgunblaðið/Helgi Ólafsson Góð aðsókn: Nær 70 íbúar Raufarhafnar sóttu tölvunámskeið sem hald- ið var í tilefni stofnunar ijarvinnslufyrirtækisins Islenskrar miðlunar. Ný störf í fjarvinnslu Morgunblaöið/Raufarhöfn • Fjarvinnslufyrirtækið íslensk miðlun var opnað á Raufarhöfn á laugardag. Fyrirtækið er hlutafélag í eigu íslenskrar miðlunar ehf. og Raufarhafnar- hrepps. Það byggir starfsemi sína á fjarvinnslu og starfar sem útstöð íslenskrar miðlunar ehf. sem hefur aðsetur í Reykja- vík. íslensk miðlun Raufarhöfn hf. tengist beint og vinnur alfar- ið á þeim gagnagrunni sem byggður hefur verið upp hjá ís- lenskri miðlun í Reykjavík. St- arfsemin byggist á verkefnum er falla undir símaþjónustu, sem nær yfir sölumennsku í gegnum síma, úthringingar, skráningar- vinnu og fleira. Forsenda fyrir þessari starfsemi er sú þróun sem hefur átt sér stað að und- anförnu T gagnaflutningum með fjarskiptum í flutningskerfi Landssímans. Starfsmenn fyrirtækisins munu verða alit að 14 og vinna á tví- skiptum vöktum. Framkvæmda- stjóri íslenskrar miðlunar Raufar- höfn hf. hefur verið ráðin Guðrún Magnúsdóttir. Tæknival hf. og Smith og Norland hf. sjá um tæknilegu hlið rekstrarins en búnaður sá sem notaður er við reksturinn kemur frá þessum fyr- irtækjum. Gunnlaugur Júlíusson sveitar- stjóri á Raufarhöfn rakti í stuttu máli á opnunarhátíóinni forsögu þess hvernig þau tengsl komust á sem urðu til þess að þessi starfsemi var sett niður á Raufar- höfn. Einungis rúmlega 3 mánuð- ir liðu frá því formleg tengsl komust á milli aðila og undirbún- ingur hófst fyrir alvöru þar til fyr- irtækið var opnað. í tengslum við stofnun fyrirtækisins var íbú- um Raufarhafnar boðið upp á 6 daga tölvunámskeió og sóttu það nær 70 manns. Tilkoma þessa fyrirtækis til Raufarhafnar getur haft mikil áhrif inn í samfé- lagið, bæði hvað varðar að geta boðið upp á fjölbreyttari atvinnu- starfsemi og einnig felast miklir framtíðarmöguleikar í þeirri þekkingu sem kemur með rekstr- inum, bæði beint og óbeint. Almennt hlutafjárútboð í Baugi hf. Telur verðið of hátt Breytingar á vísitðlu neysluverðs Maí 1988 =100 Frá mars til apríl ’99 01 Maturogóáfengardrykkjarvörur(16,8%) Q -0,2% 0115 Olíur og feitmeti (0,4%) \ \ -2,7% 0116 Ávextir (1,0%) I ] -4,8% 02 Áfengi og tóbak (3,3%) | -0,1 % 03 Föt og skór (5,8%) +2,6% || | 031 Föt (4,7%) / m X +2,9% II ] 032 Skór (1,1 %) LJJ 1 i +1,2% □ 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,6%) œœ +1,5% 1 1 042 Reiknuð húsaleiga (8,6%) ■ —1 +3,0% W 1 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,4%) +0,3% 0 06 Heilsugæsla (3,1 %) +0,1% 1 07 Ferðir og flutningar (17,7%) á; +0,7% □ 0722 Bensín og olíur (3,8%) y +2,7% EZZI 08 Póstur og sími (1,7%) □ -0,5% 09 Tómstundir og menning (13,2%) +0,3% 0 10 Menntun (1,0%) C >,0% 11 Hótel og veitingastaðir (5,2%) +0,2% Q 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,2%) +0,5% □ VÍSITALA NEYSLUVERÐS í APRÍL: 186,4 stig +0,6% i Yerðbólgan mælist nú 3,5% ✓ Ibúðaverð hefur hækkað umtalsvert VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í aprílbyrjun 1999 var 186,4 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í apríl var 188,3 stig og hækkaði um 0,3%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 1,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,9% sem jafngildir 3,5% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs í api-íl 1999, 186,4 stig, gildir til verðtryggingar í maí 1999. Vísitala fyrir eldri fjár- skuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.680 stig fyrir maí 1999. „Stærstu breytingar á vísitölu neysluverðs felast í breytingum á markaðsverði húsnæðis," segir Rósmundur Guðnason, deildar- stjóri vísitöludeildar hjá Hagstofu Islands, en hækkun á markaðs- verði húsnæðis var 3,0% og olli 0,25% hækkun vísitölunnar. „Bens- ínhækkun og seinustu áhrif þess að nú eru fataútsölur hættar eru hinir stóru liðimir í þessari hækkun vísi- tölunnar," segir Rósmundur, en verðhækkun á fötum og skóm um 2,6% leiddi til 0,15% hækkunar á vísitölu neysluverðs, og 2,7% hækkun á verði bensíns og olíu hafði í för með sér 0,10% hækkun vísitölunnar. Aukið vægi GSM-símtala Grunnur vísitölunnar hefur verið endurskoðaður. „Utgjöld vegna bíla- og símaútgjalda hafa vei’ið endurmetin í neyslukörfunni. Sam- setning þeirra liða er ný þar sem teknar eru inn nýjar gerðir bíla og tillit tekið til þess hve bílainnflutn- ingur hefur aukist mikið, auk þess sem GSM-símtöl fá aukið vægi í símtalshluta neysluvogarinnar," segir Rósmundm-. Verðbólga í EES-ríkjunum frá febrúar 1998 til febrúar 1999, mæld á samræmda vísitölu neyslu- verðs, en þar er ekki tekið tillit til verðs á eigin húsnæði, var 1,0% að meðaltali. A sama tíma var verð- bólga á Islandi samkvæmt sömu vísitölu 0,5% en 1,2% í helstu við- skiptalöndum Islendinga, en verðbólgan mældist 0,1% í Þýskalandi og 0,2% í Svíþjóð á sama tíma. Slippstöðin hf. á Akureyri með 12 milljónir í hagnað 1998 Aukning’ í slipp- tökum á árinu „VERÐLAGNING á hlutabréfum í Baugi er að mínum dómi vei’ulega há,“ segir Albert Jónsson, forstöðu- maður verðbréfamiðlunar hjá Fjár- vangi, um verðlagningu á 10% hluta- fjár í Baugi hf. að nafnverði 100 millj- ónir króna á genginu 9,95, en almennt útboð á hlutabréfum í Baugi hf. hófst í gær. Markaðsverð bréfanna er því 995 milijónir króna og markaðsvirði félagsins tæpir 10 milijarðar. Söluað- ilar í útboðinu eru Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, Kaupþing og Eignai’- haldsfélagið Hof sf. Albert nefnir nokkrar ástæður fyrir skoðun sinni. I skýringum FBA og Kaupþings hafí verið vísað til þess að verðlagningin væri byggð á sjóðstreymi Baugs hf. en veltufé frá rekstri nam 529 milljónum króna ár- ið 1998. Albert bendir á að nú sé al- mennt talið að Islendingar séu í toppi hagsveiflunnar, og mætti ef til vill gera ráð fyrir einhverri niður- sveiflu í framtíðinni. Albert segh’ að erfítt sé að bera Baug saman við svipað fyrirtæki hérlendis en tekur Samherja hf. sem dæmi, en bæði eru í fararbroddi á sínu sviði. „Fjármunamyndun frá rekstri Samheija var um 1.400 millj- ónir á síðasta ári, en 529 milljónir hjá Baugi hf. A sama tíma er mark- aðsvirði Samherja um 14 milljarðar en markaðsvirði Baugs um 10 millj- arðar. Ef maður ber saman þessa tvo kosti íyrir aðila sem ætti í hvor- ugu fyrirtækinu ætti hann frekar að kaupa í Samherja en í Baugi, sam- kvæmt þessum forsendum, þótt þetta séu ekki sambærileg fyrirtæki þar sem sjávarútvegsfyrirtæki eru almennt talin sveiflukenndari en matvörufyrirtæki,“ segir Albert. Albert bendir einnig á að fjárfest- ingar hafí verið 1.477 milljónii' króna á síðasta ári, og voru fjármagnaðar að verulegu leyti með skammtímalánum, en fjárfestingar voru 449 milljónir samanlagt næstu tvö ár þar á undan, og fór fjárfesting síðasta árs að miklu leyti í fasteignir, innréttingar og ann- að slíkt. „Það virðist hafa kostað tölu- vert að setja verslanirnar í þennan búning og maður hlýtur að velta fýrir sér hvort það komi fram í aukinni framlegð," segir Albert. Aðspurður segir Albert að miðað við áætlaðan hagnað og sjóðstreymi fyrirtækisins finnist honum ekki óeðlilegt að verðmæti Baugs liggi á bilinu 5-6 milljai’ðar, sem vísar á gengi milli 5 og 6 samkvæmt hans forsendum, en að sjálfsögðu skipti þar miklu máli vaxtarmöguleikar fyrirtæksins til lengri tíma litið. SLIPPSTÖÐIN hf. á Akureyri skilaði 12 milljóna króna hagnaði árið 1998, en það er fímmta árið í röð sem hagnaður verður af starf- seminni. Heildai’velta félagsins var 758 milljónir króna, rekstrargjöld námu um 734 milljónum króna og hagnaður fyrir skatta var 16,8 milljónir króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meginþættir í starfsemi félagsins voni sem fyrr slipptökur og al- mennar viðgerðir og viðhald físki- skipa, ásamt smíði og uppsetningu á fiskvinnslubúnaði. Ekkert var unnið við nýsmíðai’ skipa á árinu. Minna var um stór breytingaverkefni á skipum en árið áður, en fyrirtækið vann á árinu í nokkrum stórum verkefnum í stóriðju og virkjunum. Verkefnastaðan var talsvert erf- ið framanaf en glæddist þegai’ leið á árið. Samdráttur var í verkefnum fyrir erlenda aðila á milli ára, en Slippstöðin á Akureyri hélt hlut sínum fyllilega innanlands og var aukning milli ára í slipptökum og almennri skipaþjónustu. Eignir Slippstöðvarinnar í árs- lok 1998 námu um 487 milljónum króna og heildarskuldir voru um 282 milljónir. Eigið fé var um 205 milljónir króna og hafði aukist um 7,3%, og var eiginfjárhlutfall 42% í lok ársins 1998. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að verkefnastaðan sé ágæt um þessar mundir og séu horfur nokkuð góðar fyrir komandi mán- uði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.