Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Arvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMSOKN FORSETA LETTLANDS GUNTIS Ulmanis, forseti Lettlands, er nú staddur í opinberri heimsókn á íslandi. Með heimsókninni er Ulmanis að endurgjalda heimsókn forseta íslands til Lett- lands á síðasta ári. Valdis Birkavs, utanríkisráðherra Lettlands,^ er einnig með í för og átti hann í gær fund með Halldóri Asgrímssyni, utanríkisráðherra. Á blaðamanna- fundi í gær þakkaði Birkavs íslendingum stuðninginn við sjálfstæðisbaráttu Letta á sínum tíma og sagði Letta hafa mikinn hug á að efla samstarf við íslendinga á sem flest- um sviðum. Nefndi hann sjávarútveg sérstaklega í því sambandi. Þessi heimsókn er kærkomið tækifæri til að efla enn frekar tengsl íslands og Lettlands. Það hefur mikil þróun átt sér stað í Eystrasaltsríkjunum frá því að þau öðluðust sjálfstæði árið 1991 eftir langa og erfiða baráttu. Þeim hefur á undraverðan hátt tekist að reisa við efnahag sinn og efla og treysta hinar lýðræðislegu stoðir samfélagsins. Lettland er ágætt dæmi þar um en á síðasta ári urðu Lettar fyrstir Eystrasaltsþjóðanna til að fá aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. Hefur Lettum tekist betur en flestum öðrum fyrrverandi Sovétlýðveldum að tryggja stöðugleika og byggja upp frjálst markaðshag- kerfi. Eins og hin Eystrasaltsríkin tvö stefna þeir einnig að því að öðlast aðild að Atlantshafsbandalaginu og Evrópu- sambandinu. I því yfirliti sem framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins gaf út sl. haust um stöðu og þróun mála í ríkjum þeim er sótt hafa um aðild er borið lof á frammi- stöðu Letta, en enn sem komið er eru Eistar eina Eystra- saltsþjóðin, sem hafa fengið vilyrði um aðild í næstu stækkunarlotu. Islendingar hafa sterk pólitísk tengsl og tilfinninga- bönd við Eystrasaltsþjóðirnar og gleðjast yfir þeim ár- angri sem náðst hefur á síðastliðnum árum. Líkt og utan- ríkisráðherra Lettlands bendir á er nú hins vegar einnig að myndast grunnur fyrir öflugum viðskiptalegum tengsl- um er koma myndu báðum aðilum til góða. ÁTAK í SORPFLOKKUN SORPHIRÐA og flokkun hefur mjög breyst til hins betra hér á landi, frá því sem áður tíðkaðist. Mikil framför varð í þessum efnum með tilkomu móttökustöðva fyrir sorp, þar sem ákveðin flokkun úrgangs, endurnýtanlegs og annars, á sér stað. Víða hefur verið komið fyrir gámum, þar sem hægt er að losna við dagblöð og annan endurvinnanlegan pappír. Sömuleiðis geta menn losað sig við plastflöskur og áldósir til Endurvinnslunnar án mikillar fyi’irhafnar, eða þá í þar til gerðar móttökuvélar og fengið fyrir ákveðna endurgreiðslu. Allt horfír þetta til bóta frá því sem áður var, en þó er ljóst, að enn þarf mikið átak til að koma, til þess að við ís- lendingar stöndum jafnfætis þeim sem fremstir standa í flokkun sorps og losun, eins og fram kom í úttekt hér í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Líklega eru Þjóðverj- ar þar einna fremstir í flokki, en þar í landi virðist flokkun sorps, heimilissorps, garðúrgangs sem annars, vera jafn sjálfsagður og eðlilegur hluti tilverunnar og blaðalestur og innkaup. Hér þarf að taka til hendinni að því er varðar stefnumótun og hvatningu til heimilanna, að standa jafn vel að flokkun sorps til endurvinnslu og þau gera nú þegar, að því er varðar skil til endurnýtingar á plastflöskum og áldósum, þar sem skil á slíkum umbúðum eru 86%, samkvæmt því sem fram kom í áðurnefndri úttekt. Til samanburðar má nefna að ein- ungis um 4,5% af fernum skila sér í grenndargáma á höfúð- borgarsvæðinu. Sennilega verður ekki um almenna vakningu að ræða á þessu sviði nema til komi einhvers konar umbun, eins og fólgin er í endurgreiðslunni, sem þeir fá sem skila plast- og áldósum til Endurvinnslunnar. Auk þess verða heimilin í landinu að hafa vissu fyrir því, að þau losni með reglulegum hætti við hinn flokkaða heimilisúrgang og að því fylgi ekki ómæld fyrirhöfn að losna við hann. Ekki er ágreiningur um að hagnaður af sölu á varanlegum ve Er hægt að söluhagnað v< Ríkisskattstjóri segir í svari til Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns að það sé flókið úrlausnarefni að setja reglur um skattlagn- ingu hagnaðar af sölu veiðiheimilda. Hann telur þó gagnlegt að fram fari nákvæm skoð- un á þessu viðfangsefni. Steingrímur sagði í samtali við Egil Olafsson að slíkar reglur ætti að setja meðan notast sé við núverandi kvótakerfí við stjórn fiskveiða. IÞEIM hörðu deilum sem staðið hafa um sjávarútvegsmál á síð- ustu árum virðast nær allir vera sammála um að það sé óeðlilegt að útgerðarmaður sem ræður yfír kvóta geti gengið út með milljóna- hagnað þegar hann hættir útgerð og selur veiðiheimildirnar. Óhætt er að fullyrða að sögur af hagnaði útgerðar- manna, sem selt hafa kvóta, eigi stærstan þátt í afstöðu margra sem gagnrýna núverandi stjórnkerfí fisk- veiða. Hægt er að taka dæmi af handahófí um skip sem tveir útgerðarmenn áttu og seldu nýlega fyrir einn milljarð. Skipið var orðið nokkuð gamalt og er talið að markaðsvirði þess sé 150-200 milljónir. Hagnaðurinn af kvótasöl- unni er því um 800 milljónir sem skipt- ist í tvennt milli útgerðarmannanna tveggja. Tveir flokkar vilja skattleggja kvótasölu Tveir stjórnmálaflokkar eru með það á stefnuskrá sinni fyrh- þessar kosningar að skattleggja sérstaklega þennan hagnað af sölu veiðiheimilda. í stefnuskrá Framsóknarflokksins er talað um nauðsyn sáttagjörðar um sjávarútvegsmál og í því sambandi er lagt til „að söluhagnaður þeirra sem selja frá sér og fénýta í eigin þágu af- notarétt að auðlindum hafsins verði skattlagður sérstaklega“. I kosningastefnuskrá Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs segir: „Koma verður í veg fyrir óhæfílega gróðasöfnun í skjóli einokunar- eða fá- keppnisaðstöðu einstakra fyi-irtækja og skattleggja sérstaklega gróða sem sprettur af nýtingarrétti atvinnurek- enda á sameiginlegum auðlindum." A kosningafundi á Akranesi var Da- víð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, spurður sérstaklega út í þetta stefnumarkmið Framsóknar- flokksins. Davíð svaraði því til að hann teldi að stjórnarski-áin heimilaði ekki að tiltekin atvinnugrein yrði tekin út úr og skattlögð með öðrum hætti en aðrar atvinnugreinar. Hann sagði að Halldór Asgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hefði í umræðum inn- an stjórnarliðsins um þetta mál sett ákveðna fyrirvara við þessa hugmynd. Halldór var spurður út í þessi um- mæli Davíðs í Morgunblaðinu daginn eftir. Halldór sagði þar að hann skildi ummæli forsætisráðherra þannig að hann teldi að ekki væri hægt að hafa aðrar reglur um meðferð hlutabréfa í sjávarútvegi en giltu varðandi hluta- bréf í öðrum atvinnugreinum. Halldór bent hins vegar á að samkvæmt gild- andi skattalögum væri kvóti með- höndlaður með sérstökum hætti. Það væri ekki hægt að afskrifa veiðiheim- ildir eins og lausafé og fastafjármuni. Ef fyrirtæki seldi veiðiheimildir kæmi hagnaðurinn til skattlagningar í við- komandi fyrirtæki sem hagnaður og ef einstaklingur seldi kvóta borgaði hann skatt af sölunni eins og um fjár- magnstekjur væri að ræða. „Eg er þein’ar skoðunar að það sé vel hægt að hafa aðrar reglur um hagnað af veiðiheimildum en lausa- fjármunum. Hér er um að ræða af- notarétt sem er sameign þjóðarinnar og ég tel að það stangist á engan hátt á við stjómarski-ána,“ sagði Halldór. I umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu um helgina tók Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfíngarinnar, undir þetta sjónarmið og vitnaði til bréfs frá ríkisskattstjóra, en þar bend- ir hann ekki á neitt atriði sem útilokar að skattleggja kvótahagnað sérstak- lega þó hann taki fram að vissulega sé þetta flókið viðfangsefni. Frumvarp lagt fram 1997 Steingrímur lagði fram frumvarp á Alþingi árið 1997 þar sem lagðar eru fram tillögur um tvær meginbreyting- ar í sjávarútvegsmálum og skattamál- um sjávarútvegsins. Annars vegar lagði hann til að öll viðskipti með veiðiheimildir yrðu að fara fram á markaði eða viðurkenndu opinberu kaupþingi. Steingrímur sagði á blaðamanna- fundi sem hann efndi til í gær vegna þessa máls, að þetta þýddi t.d. að ef sameina ætti tvö fyrirtæki mættu veiðiheimildirnar ekki fylgja með í pakkanum heldur yrði að setja þær á markað og yfirtökufyrirtækið yrði að kaupa þær eða sambærilegar veiði- heimildir á markaði eftir þörfum. Þar með lægi ávallt fyrh’ hvert verðmæti veiðiheimildanna væri sem auðveldaði að skattleggja þær. Hin meginbreytingin í frumvarpinu var tillaga um brúttóskattlagningu á söluhagnað veiðiheimilda innan árs allt að 50%. Steingrímur sagði að þetta hefði haft í för með sér að veru- legu leyti upptöku á hagnaði af sölu veiðiheimilda. Frumvarp Steingríms, sem hann flutti ásamt Hjörleifi Guttormssyni og Ragnari Arnalds, var lagt fram áður en ákveðið var að breyta lögum um af- skriftarreglur veiðiheimilda, en i þeim var bannað að afskrifa kvóta. Stein- grímur sagði að þetta hefði falið í sér einfalda nálgun á flóknu viðfangsefni. Hann sagðist því hafa haft áhuga á að skoða þetta betur og flytja nýtt og endurbætt frumvarp um málið á næsta þingi. Þess vegna hefði hann óskað eftir upplýsingum frá ríkis- skattstjóra um málið. Hann sagðist hafa átt fund með honum og starfs- mönnum hans til að ræða þetta álita- mál. Bréf hefði borist frá ríkisskatt- stjóra 28. október 1998, sem hann hefði ætlað sér að birta sem fylgiskjal með nýju frumvarpi. Vegna anna við önnur verkefni og vegna þess að hér væri um flókið og erfitt skattalegt við- fangsefni að ræða hefði sér ekki gefist tími til að ijúka við gerð nýs frum- varps um málið. Æskilegt að sérgreina kvótaverð í bókhaldi I svari ríkisskattstjóra kemur fram að hann telur það vera til bóta að sér- greina verðmæti veiðiréttinda í bók- haldi fyrirtækja. Það einfaldi málið. Steingrímur spurði ríkisskattstjóra einnig um sölu á veiðiheimildum á op; inberum markaði eða kaupþingi. í svarinu segir að ríkisskattstjóri hafi áður lagt fram þá túlkun að ávallt skuli liggja fyrir verðmæti kvóta ann- ars vegar frá öðru því sem verið er að selja eða kaupa. Ut frá hagsmunum skattayfirvalda væri stofnun opinbers kaupþings með varanlegar veiðiheim- ildir jákvætt skref. I bréfi skattstjóra er velt upp ýms- um viðangsefnum sem taka þyrfti á í lögum af þessu tagi. Þai- er um að ræða spurningar um hvernig eigi að skilgreina söluhagnaðinn, hvort eigi að leyfa að færa hagnaðinn milli ára, hvort leyfa eigi gamalt tap til frádrátt- ar á móti og fleira. I bréfi Steingríms er spurt sérstak- lega um hvernig fara ætti með sölu- hagnað veiðiheimilda við sameiningu fyrirtækja. Þar bendir ríkisskattstjóri á að þessi hugmynd Steingríms sé í al- gem andstöðu við 56. og 57. grein tekjuskattslaganna sem fjalla um sameiningu fyrirtækja. Hann bendir jafnframt á að þetta myndi valda mikl- um erfiðleikum í framkvæmd og virka hamlandi á samruna fyrirtækja, bæði hreinna útgerðarfélaga og félaga sem eru í blandaðri starfsemi. Eftir að hafa svarað fjórum afmörk- uðum spurningum Steingríms um skattlagningu söluhagnaðar kvóta segir ríkisskattstjóri: „I umfjöllun rík- isskattstjóra hér á eftir um skattlagn- ingu söluhagnaðar aflaheimilda þegar þetta kemur fram sem hluti af verð- mæti hlutabréfa kemur fram að mjög erfitt væri að koma að slíkri skattlagn- ingu af ýmsum ástæðum. Út frá jafn- ræðissjónarmiðum virðist það hins vegar varla fá staðist að ætla að fram- kvæma sérstaka skattlagningu við samruna félaga ef það er ekki gert við sölu hlutabréfa. Hér hlýtur sama regla að þurfa að gilda.“ Lokaorð í bréfinu eru þessi: „Ríkis- skattstjóri vill taka fram að um margt er hér að ræða skattalega mjög flókið úrlausnarefni sem gagnlegt væri að fengi mjög nákvæma skoðun áður en þetta yrði að lögum.“ Ríkisskattstjóri útilokar ekki þessa skattlagningu Steingrímur sagði að það væri nokkuð ljóst út frá svari ríkisskatt- stjóra að það væri hægt að búa til reglur sem skattlegðu hagnað af sölu veiðiheimilda frá og með gildistíma laganna. „Það er hins vegar eðlilegt að menn spyrji; hvað með þann hagnað sem menn eiga í pípunum ef svo má að orði komast í formi hlutafjáreignar í sjávarútvegsfyrirtækjum? Er hægt að ná til hans og þarf ekki að ná til hans til að gæta jafnræðis og sanngirni? Svarið er auðvitað, jú, það væri betra, en það er vissulega flókið mál. Það við- urkenni ég og hef alla tíð gert. Það er að mínu mati alls ekki óleysanlegt. Ég vil fara varlega í að túlka bréf ríkisskattstjóra, en mér sýnist að í því sé frekar vísað i þá átt, að í staðinn fyrir að reyna að verðleggja hverja einstaka sölu í slíkum tilvikum yrðu búnir til einhvers konar verðmætis- stuðlar sem stuðst yrði við og notaðir til að finna út almennar skattprósent- ur sem stuðst væri við þegar slíkur söluhagnaður væri reiknaður út og skattlagður," sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að lokaorð bréfs ríkisskattstjóra segðu sér, að ríkis- skattstjóraembættið sæi ekki nein óyfirstíganleg vandamál í sambandi við þessa skattlagningu. Embættið benti hins vegar á að þetta væri flókið skattalegt viðfangsefni. Steingrímur sagði að allir sæju að þetta væri flókið viðfangsefni, en menn mættu ekki láta það stöðva sig. Það hefðu áður verið sett flókin skattalög á Islandi. Steingrímur sagði að á meðan stuðst væri við núverandi stjórnkerfi fiskveiða vildi hann að það yrði farið í þá vinnu að semja skattareglur sem gerðu hagnað af sölu veiðiheimilda upptækan. Hann tók fram að þar með væri hann ekki að leggja til óbreytt kerfi fiskveiða um aldur ævi. Það væri einmitt hægt að hugsa sér að skatta- reglur, sem hann væri að mæla fyrir, gætu verið hluti af nýju fyi’irkomulagi sem gæfi mönnum svigrúm til að laga sig að nýju kerfi. Aðspurður sagðist Steingrímur hafna rökum þeirra sem segðu að ekki væri hægt að setja almennar reglur um skattalega meðferð hagnaðar af sölu veiðiheimilda sem næðu með sama hætti til sjálfstætt starfandi út- gerðarmanna og sjávarútvegsfyrir- tækja. Vandamálið væri ekki hvort fyrirtækið væri lítið eða stórt, rekið af einum manni eða af mörgum. Vanda- málið sneri að þegar innleystum hagn- aði í formi hlutabréfa fyrirtækja á markaði. Það væri mjög æskilegt að geta náð utan um þann þátt málsins einnig. Steingrímur sagði að það lægi fyrir að kvóti væri meðhöndlaður með sér- stökum hætti í lögum í dag. Þetta væri ekki fyrnanleg fjárfesting og ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.