Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 37 LISTIR MICHAEL Young; sófi. JASPER Morrisson; eimreið. HONNUN A ALÞJÓÐAVÍSU MY]\ÐLIST Kjarva Isstaði r HÖNNUN JASPER MORRISSON, MARC NEWSON, MICHAEL YOUNG Opið alla daga frá 10-18. Til 24. maí. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. MOTUN og hönnun hluta, far- tækja, bygginga og umhverfis er það sem hvert metnaðargjarnt nútíma- þjóðfélag leggur ómælda áherslu á nú um stundir og hefur farið stigmagn- andi alla öldina. Áður voru það að stórum hluta til forréttindi aðalsins og borgarastéttarinnar, en í neyzlu- og múgfélagi nútímans varðar hönnun alla, háa sem lága. Pess sér stað í samanlagðri manngerðri verkmennt allt um kring, jafnt hinum smæstu einingum notagildis sem skýjaldjuf- um, og allt þar á milli. I sumum tilvik- um getur sami maðurinn staðið að baki iðnhönnun, listhönnun og arki- tektúr, líkt og tilfellið er um Phillippe Starek í Frans, en verka hans sér áþreifanlega stað í París, New York og Tokyo. Hér á landi hefur skilningurinn á hönnun lengstum verið bágborin, ein- skorðast við afmarkað svið húsagerð- ar og skipulags og þar hafa menn oft- ar en ekM látið hinn lífræna þátt mót- unarinnar sitja á hakanum, gleymt sálinni í líkamanum. Reglustikan og köld verkfræðin ráðið ferðinni, sem er tvímælalaust höfuðorsök ótal slysa á vettvanginum bæði hér heima og er- lendis. Þá hefur hönnun í sinni altæk- ustu mynd mætt afgangi í kennslu- kerfinu og lengstum ekki verið við- urkend sem gilt fag til námslána. Hafa menn rétt verið að taka við sér á undanförnum árum, sem er helst því að þakka að dugmiklir einstaklingar hafa sannað sig rækilega allt frá mót- un húsgagna til hugbúnaðar og áhugi ungu kynslóðarinnar mikill og brenn- andi. Ekki var lengur hægt að loka augunum fyrir þessari veigamiklu hhð sjón- og skynræns þroska og nytsemi hennar fyrir þjóðarbúið, jafnvel ekki í verstöðva og tonnalandinu. Hefur skrifari í áratugi vísað til þess að ís- land eitt Norðurlanda er nær tekju- laust varðandi útflutning listiðnaðar sem er þar stór búgrein, ekki síst í Danmörku og Finnlandi. Enginn skal halda því fram, að okkur skorti hér hæfileikafólk né hugvit, séum meira hálfir en heilir á skapandi sviðum. Frekar að menntakerfið og hið opin- bera hafi ekki verið á upplýstari og sMlningsríkari nótunum um þá mikil- vægu þætti menntunar sem að augun- um og skynfærunum snýr og sjón- menntir nefnast. Vonandi er það svo angi vakningar sem boðar nýja tíma með blóm í haga, að Vestursalur Kjar- valsstaða hýsir um þessar mundir sýningu þriggja hönnuða af yngri kynslóð frá London, þeirra Jasper Morrisson, Marc Newson og Michael Young. Allir eru þeir hámenntaðir fulltrúar núviðhorfa, sem eru þó kannski ekki alveg spánný frekar öðru undir sólinni, sem listilega kvíslast frá frumformunum, skara þó ótvírætt tímana sem við lifum á sem telst veigurinn og inntakið. Þesslags sýningar hvaðanæva að úr heiminum eru sjálfsagður hlutur hvarvetna þar sem forvitnir um heimslistina leggja helst leið sína, eru með því áhuga- verðasta og lærdómsríkasta sem rekur á fjörur þeirra sem vilja vilja vera meðvitaðir um hjartaslátt dags- ins. Ekki síst hinar stærri sem'settar eru upp í sögulegt samhengi, hins vegar getur gesturinn étið yfir sig af nýjungum á hinum stóru fram- kvæmdum núviðhorfa líkt og Þríær- ingnum í Mílanó, jafnvel í þá veru að hann er lengi að ná áttum eftir and- legar meltingartruflanirnar við skoð- un þeirra. Úpp í hugann kemur einnig sýn- ing á hönnun í Brooklyn safninu 1988, ameríska draumnum, sem var nýopnuð er mig bar að garði. Láðist mér að kaupa hina viðamiklu sýning- arskrá sem var í hraukum hvar- vetna, en svo er ég hugðist panta hana er leið á sýningartímabilið vegna greinar sem ég var beðinn um að skrifa, var hún uppseld og ófáan- leg, sem má vera til vitnis um áhuga almennings vestra á þessari hlið°sjónmennta. Það er ekki aðeins að hlutirnir á sýningunni að Kjarvalsstöðum séu áhugaverðir heldur er uppsetningin á þann veg að sérstaka athygli vekur en hún stigmagnast og kórónast í innsta hólfi sem er jafnframt gætt mestri hlýju og nálgun. An þessarar hnitmiðuðu stigmögnunar og sveigj- anleika, flexibilitet, hefðu áhrifin orðið allt önnur og og er hér um nokkurn lærdóm að ræða fyrir mör- landann. Ekki svo að skilja að þetta sé fyrsta sýning nútímahönnunar sem rekst hingað, og vel er ég með á nót- unum um það sem vel hefur verið gert varðandi kynningu á samtíma- hönnun á landi hér. Það er sitthvað, en margt á sýningunni vekur athygli fyrir nýstárleika auk þess að arid- rúmið kringum framkvæmdina er mjög sértækt. Ekki hyggst ég fara út í samanburð né faglegar vanga- veltur í þessu skrifi, hér skyldi öðru fremur vakin athygli á framkvæmd framsækinna hönnuða af hárri gráðu. Verk þeirra hliðstæða þess nútímalegasta sem gert er um þess- ar mundir í heimi hér, hvað varðar form, efni, fegurð og hagnýti. Líkast til mun einhverjum þykja sum verk- anna full köld og vélræn, eru þó í anda samtímans, en mönnum hættir til að taka ekki jafn vel eftir þeim úti í daglega lífinu og í slíkri hnitmiðaðri samantekt. Öðru fremur er um að ræða samræðu, dialogu, á vettvangi formrænnar mótunar sem að falla að hagnýtri nýtingu, sem sér stað um heim allan og í hverjum einasta lis- tíðaskóla sem stendur undir nafni. Löngu er kominn tími til að taka skipulega á þessum málum á landi hér, því bæði reisn þjóðarinnar sem ómældir fjármunir eru í húfi. Gefin hefur verið út Iit.il. handhæg og upplýsandi sýningarskrá, sem er einnig lofsverð hönnun útaf fyrir sig um uppsetningu og niðurröðun efnis. I hana ritar Guðmundur Oddur Magnússon stutta hugleiðingu um hugmyndafræðilegan bakgrunn hönnunar, þjóðleg og alþjóðleg ein- kenni, og Marcus Field tekur fyrir hönnuðina sjálfa, þróun þeirra, vinnuferli og innbyrðis skyldleika. Komast þeir báðir vel frá sínu hver á sinn hátt og afar mikilvægt að gestir nálgist lesmálið, kynni sér hvað inn- vígðir leggja til málanna. Bragi Ásgeirsson MARC Newson; arm- bandsúr. Eger ánœgðwr meðlífið" ...og Ajyotto harið HAIR sysxE>4S Erlendur sérfrœðingur veitir allar upplýsingar, ífullum trúnaði dagana 20.-25 apríl. Apottohárstúdíó Nánmiiqjplýsingarogtímcqxmtanir ísíma 5522099.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.