Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vika bókarinnar í VIKU bókarinnar sem hefst í dag, þriðjudag, verður eftirfar- andi dagskrá: Súflstinn Bókmenntakvöld verður á Súfistanum, kaffihúsinu í Bóka- búð Máls og menningar, Lauga- vegi 18, í kvöld kl. 20.30. Þar verða fjórar nýjai- og væntan- legar ljóðabækur kynntar og lesið verður úr tveimur nýjum þýðingum. Gyrðir Elíasson les úr ljóða- bókinni Hugarfjallið; Sigur- björg Þrastardóttir les úr ljóða- bókinni Blálogaland; Sindri Freysson les úr bókinni Harði kjaminn og Svala Amardóttir lesið úr bókinni Okkar á milli eftir Arthúr Björgvin. Ennfremur verður lesið úr tveimur nýjum þýðingum, Vita Brevis eftir norska rithöfundinn Jostein Gaarder og Silki eftir ítalska höfundinn Alessandro Barrico. Bústaðasafn Sýningin Maturinn hennar mömmu verður opnuð í Borgar- bókasafni Reykjavíkur. Þar verður sýnt úrval matreiðslu- bóka, frá kl. 9-21, alla vikuna. Safnið verður skreytt með mat- aráhöldum, matarappskriftum og hollum húsráðum frá fyrri tíð. Bókabúðin Hlemmi Lesið úr bamabókum. Kl. 11. Bókabúðin Mjódd Lesið úr bamabókum. Kl. 11. Bókval, Akureyri Lesið fyrir böm úr íslenskum barnabókum. Kl. 11. Foldasafn Leikhúsið Tíu fingur verður með dagskrá fyrir böm kl. 15 í dag. Sögufélagið Bókamarkaður verður í húsi Sögufélagsins í Fischersundi 3 kl. 13-18. Þar verða á boðstól- um á tilboðsverði bækur Sögu- félagsins, Fræðafélagsins í Kaupmannahöfn, Þjóðvinafé- lagsins, Omefnastofnunar og fleiri útgefenda. Síðustu eintök ýmissa titla. Sértilboð verður í gangi hvern dag. Bókasamband Islands í félagsheimili Félags Bóka- gerðarmanna, Hverfisgögu 21 verða kl. 14 kynntar niðurstöð- ur úr lestrai-könnun. Könnunin var gerð af Félagsvísindadeild Háskólans fyrir Bókasamband Islands. Hlutverk Simons í lífínu KVl KMYJVPIR Kringlubfð SIMON BIRCH ★★★ Leikstjórn og handrit: Mark Steven Johnson. Aðalhlutverk: Ian Michael Smith, Joseph Mazzello, Oliver Platt, David Strathairn, Ashley Judd og Jim Carrey. SIMON Birch er önnur aðalper- sónan í samnefndri bíómynd, sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja. Simon fæddist með sjald- gæfan sjúkdóm og er ekki eins og aðrir krakkar en hann trúir á guð og er þess fullviss að hann hafi ákveðnu hlutverki að gegna í lífinu. Hann fæddist eins og hann er vegna þess að guð hafði í huga ákveðinn tilgang fyrir hann í lífinu. Hann er hetja, sem aðeins bíður þess að drýgja dáðirnar. Við höldum auðvit- að og besti vinur hans einnig, að þetta sé hans leið til þess að eiga við sjúkdóm sinn og hvemig hann hefur Sumargleði í Norræna húsinu SUMARGLEÐI Bama og bóka - íslandsdeildar IBBY verður haldin í Norræna hús- inu sumardaginn fyrsta og hefst klukkan 14. Veittar verða árlegar viður- kenningar félagsins fyrir menningarstarf í þágu barna og unglinga. Einnig verða veitt verðlaun í samkeppninni Ljóð unga fólks- ins, sem er á vegum almenn- ingsbókasafna. Framtíðarskáld lesa úr ljóð- um sínum. Aðgangur er ókeypis. gert hann utangarðs í tilverunni. En Simon Birch veit betur. Sagan um Simon er fallegt og sér- stakt ævintýri um litla og hugdjarfa hetju byggð á hugmynd úr verki rit- höfundarins John Irvings, er hefur talsvert fram að færa um vináttuna, en einnig líf þeirra sem á einhvem hátt era fatlaðir, og gerir það með þeim hætti undir leikstjóm Mark Steven Johnsons að nokkra aðdáun vekur. Myndir frá Hollywood um viðkvæmt efni sem þetta eiga til að leiðast út í væmni og tilfínningavellu en hér hefur öllu slíku verið sópað burtu og eftir stendur einlæg og Ijúfsár frásögn af vináttu tveggja drengja og kraftaverkinu sem annar þeirra bíður eftir. Simon Birch er stórkostlega vel leikinn af Ian Michael Smith, sem gerir úr honum hversdagshetju er hefur sínar aðferðir til að takast á við fötlun sína og finnur þá hlýju á heimili vinar síns sem honum er neitað um heima hjá sér. Joseph Mazzello leikur þennan vin hans og gerir marga góða hluti sem eins- konar utangarðsmaður sjálfur þar sem hann er óskilgetinn í litlu bæj- arfélagi. Þannig eiga þeir eitt og annað sameiginlegt sem styrkir vin- áttu þeirra. Fjöldi þekktra leikara kemur við sögu, Oliver Platt helst- ur, Ashley Judd sem leikur móður Josephs, David Strathairn sem er presturinn og Jim Carrey sem byrj- ar og endar myndina sem sögumað- urinn Joseph á fullorðinsárum. Myndin gerist á öndverðum sjö- unda áratugnum og leikstjórinn Johnson finnur rétta tóninn í smá- atriðum við endursköpun tímabils- ins, smábæjarlífínu, pælingum drengjanna ekki síst um stelpur og sársaukanum sem þeir upplifa hvor um sig. Simon Birch er góð mynd á marga vegu en kannski fyrst og fremst af því að hún virkar á ein- hvem hátt sönn. Arnaldur Indriðason Njósnir um eigið líf BÆKUR Ljóð HARÐI KJARNINN (NJÓSNIR UM EIGIÐ LIF) eftir Sindra Freysson. Forlagið 1999 - 104 bls. EINN meginkostur nútímaljóðs- ins er sá að þar ræður ímyndunar- aflið ríkjum. Við verðum að líta á það sem sjálfstæðan heim handan veruleikans. Samt má alveg eins segja að ljóðin séu veruleikinn sjálf- ur í búningi ljóðsins. Þegar Sindri Freysson yrkir um draumkennda skynjun sína á vera- leikanum í nýrri ljóðabók sem hann nefnir Harði kjarninn (njósnir um eigið líf) er ekkert öraggt. I eins konar ástarljóði ræðir hann það hvernig heimurinn leysist í sundur í draumlífi næturinnar og breytist í örsmáar flísar. Svo dagar: Því hefur verið spáð að einn morguninn muni flísamar ekki raðast saman í fyrri mynd einsog þó hefur gerst undantekningarlaust allar götur síðan jörðin tók þessa þungu sótt Og þá verði kannski afrísk sandalda við hlið íslensks smalakofa og brim skelli á efstu hæðum upplýstra skýjakljúfa Þennan morgun, skömmu fyrir dögun, vil ég halda fast í hönd þína nývaknaða Hér er sleginn tónn sem kallast á við margt það besta úr módernísk- um kveðskap. Veröld skáldsins lýtur innri lögmálum en þrátt fyrir leik ímyndunaraflsins er kjarni ljóðsins einföld ástarjátning. Þótt ástin sé hér til umræðu og í kvæðum Sindra gæti oft aðdáunar og hrifningar á hinu kyninu er önn- ur hlið samskipta kynjanna meira áberandi. Hann yrkir ekki síður um öryggisleysi í slíkum samskiptum, ótta við skuldbindingu sem virðist einkenna dálítið yngstu skáldakynslóðina og ekki síst óvissu um hlutverk. I fyrstu bók sinni Fljótið sofandi konur vakti Sindri athygli mína með góðum tökum svo ungs skálds á ýms- um stílbrögðum og til- vísunum. Nokkuð voru kvæðin þó fyrnd sum hver og torræð á köfl- um. í þessari bók er allt miklu ljósara. Skáldið hefur betri tök á ljóð- málinu og kvæðin verða fyrir bragðið bein- skeyttari. Sindri stundar í þessari bók njósnii' um eigið líf eins og hann orð- ar það og kafar í þann harða kjarna sem inniheldur sjálf hans. Þótt hann sé langfórall í ljóðunum líkt og áður, horfi á ský í líkingu manns yfir New York úr flugvél á leið í dauðann, vari við því að vera ljóshærður og í spari- fótum í Stalíngrad og líki ævinni við tilvera á brautarpalli er þó megin- svið ljóðanna Reykjavík og veruleik- inn þar. Þetta era borgarljóð en þau fjalla ekki um hina fógra veröid heldur lif- ir borgin okkar „tvöföldu lífi / konu sem á grimman elskhuga/ og holdið sem hún felur / er illa lýst og atað blóði“. Við fylgjum skáldinu inn í til- vistarkreppuna, framandleikann, einsemdina og hin tættu mannlegu sambönd sem duga ekki til að slá á einmanaleikann þótt alltaf sé vonin fyrir hendi: Við erum endurtekning að hálfu kannski en líka vonin um iðandi og eilífa fylgd að síðasta degi því hjá öðrum erum við jafn einmana ogein En óvissan um hlut- verkið og sambandið og átök kynjanna er ekki síður nærtækt yrkisefni. Þannig er ort um konu sem elsk- ar ekki „en neitar að / leyfa þeim sem ekki er elskaður / að elska aðra“ og í kaldhæðni ávarpar skáldið konu og segir hana vilja vald yfir umbreytingum, að „endurskapa mann að fullu / og hann á að ausa þig sæði, ást og gjöfum sem engin önn- ur fær“. Konan hnoðar manninn sem leir, gerir hann að vofu og ósk- ar að „vofan breytist í viljugan upp- vaskara / með þróað tímaskyn“. Við slík átök verður „heimili mitt í gær“ að „óvinaríki í dag“. Sindri er ekki einn um að yrkja um átök kynjanna, upplausn fjöl- skyldunnar og tætt sambönd. Kon- ur hafa verið drýgri við að nálgast þessa áraun en karlar að undan- förnu og raunar karlar margir eins og hálfhikandi við slík yrkisefni, enda hafa karlleg sjónarmið átt lítt upp á pallborðið. En í þessari bók er reynt að takast á við þessa upplausn og sársaukann sem fyigir. Hér er á ferðinni ljóðabók sem verðskuldar nána íhugun. Hún er margbrotin og vönduð og tekst á við veruleikann þótt ímyndunaraflið gæði hann lit. Sindri er óhræddur við að segja hug sinn og ýmis við- horf hans era sett fram með ögrandi hætti svo að þau kalla á umræðu. En umfram allt er í bókinni góður skáldskapur og mörg kvæðin eftir- minnileg. Skafti Þ. Haiidórsson Sindri Freysson Meistaraverk í kyrrþey TOiMJST Hásalir KÓRTÓNLEIKAR Ymis erlend kórverk. Hljómeyki u. stj. Bernharðs Wilkinssonar. Einleik- ur á flautu: Eyjólfur Eyjólfsson. Tón- listarskóla Hafnarfjarðar, sunnudag- inn 18. apríl kl. 17. Sigrún Sturla Laxdal Friðriksson Nýjar bækur • HJÓNASVIPUR er eftir hjónin Sturlu Friðriksson og Sigrúnu Laxdal. Bókin er safn vísna og gaman- kvæða sem hjónin, Sturla og Sig- rún, hafa ort í ferðum á hrossum um hálendi landsins í fylgd félaga sinna. í bókinni era hestavísur og ýmsar aðrar ferskeytlur, stökur og kviðlingar. í formála segir að vísurnar séu eins og svipmyndir, gerðar á svip- stundu á hraðri ferð eftir reiðgöt- um, eða þeim hnoðað saman í troðningum, á kindaslóðum, á veg- leysum, á úfnum hraunum og í jök- ulám eða á svipuðum slóðum. Útgefandi er Varði. Islendinga- sagnaútgáfan/Muninn bókaútgáfa sér um dreifmgu. Bókin er er 86 bls. í bandi. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentvinnslu. Verð: 1.490 kr. ÓDAUÐLEG orð Churchills um RAF eftir orrastuna um England 1940 hafa áður orðið manni umrit- unarsnið útlegginga. Nú í tilefni tónleika Hljómeykis á sunnudag- inn var í hljómmiklum sal nýja tón- listarskólahúss Hafnarfjarðar: „Aldrei hefur jafngóður kór sungið jafnforvitnilega dagskrá jafnum- mælalaust!" Hér er að sjálfsögðu átt við tón- leikaskrána, er lagði ekki til auka- tekið orð um 11 stutt en afar vel valin kórverk eftir 10 jafnólíka höf- unda og Pablo Casals, Pien-e Vil- lette, Knut Nystedt, William Byrd, Purcell, Costeley, Hassler, Gesu- aldo, Messiaen, John Tavener og Gorecki. Kom það satt að segja undirrituðum ekki lítið á óvart. Því þó að tímaskeið höfunda væru að- eins tvö, endurreisn 16. aldar og okkar öld, buðu viðfangsefnin upp á umfjöllun sem hefði leikandi get- að fyllt litla bók. En kannski var það einmitt verkurinn. Engu að síður leyfir undirr. sér að efast um, að margir meðal hinna fjölmennu hlustenda hafi vitað, að bæði sellósnillingurinn Casals og framsækni 16. aldar eigin- konumorðinginn Gesualdo skyldu hafa tónsett O vos omnes, eða hver Villette væri, af hvaða tilefni „Peace I leave with you“ eftir Ny- stedt væri samið, hvers konar verk mætti kalla „O, all ye people“ eftir Purcell (anthem?) og „Mignonne, allon voir si la roze (Costeley), eða hvað lægi að baki „The lamb“ (Ta- vener) eða „Totus tuus“ Goreckis (burtséð frá augljósri trúarlegri til- höfðun), enda ekki heldur borið við að tilgreina söngtexta. Ekki einu sinni ártöl var neins staðai' að finna. Hvort sem kenna má fjár- skorti, tímaleysi eða öðra, hlýtur einn og annar meðal hlustenda að hafa furðað sig á einkennilega metnaðarlausri upplýsingafátækt tónleikaskrár um þæði vandað og forvitnilegt efnisval Hljómeykis umrætt sunnudagssíðdegi. Sagt hefur verið að vísu, að góð tónlist útskýri sig alltaf sjálf. En ef því væri fylgt út í æsar, er hætt við að tónleikaprógrömm yrðu lítið annað en nafnalistar. Allt um það var söngur hins nú 19 manna Hljómeykis að vanda samstilltur og tær, og viðfangsefnin, er flest virtust trúarlegs eðlis, nánast öll svo vel og jafnt flutt, að erfitt er að draga eitt fram á kostnað annars, nema þá ef vera skyldi lokaatriðið, mótettuna[?] „Totus tuus“ eftir Henryk Gorecki, sem var sérlega einlægt en tilhöfðunamkt og seið- andi trúarverk, þó að ítrekaðar hendingar í lokakafla væra e.t.v. aðeins of margar. Einnig mætti nefna verk Nystedts, sem líkt og höfundar á við Holmboe og Nordal virðist oft hafinn yfir stað og tíma í klassískri gegnsærri hógværð. Jafnvægi milli radda var víðast gott. Stöku sinni mætti að vísu heyrast aðeins meh-a í tenór og agnarögn minna í sópran í 4-rödd- uðum satzi, þó að brezka drengja- birtan, sem eflaust vakir fyrir stjórnandanum, sé vissulega hríf- andi í trompetkenndu gotnesku hvelfingasvifi sópransins, þar sem hæstu nóturnar virðast koma hvaðanæva líkt og silfurslegið lúðrakall í skógi. Þeir er meta heil- steypt jafnvægi umfram annað, munu þó síður líklegir til að kunna slíku alræði sópransins vel. Og enn má, líkt og í flestum öðram kóram landsins í fremstu röð, skerpa sam- hljóðaframburðinn. Eyjólfur Eyjólfsson kórtenór sá um einleiksflautuinnslag í stuttu verki eftir Nielsen og Syrinx eftir Debussy og lék snoturlega, en hefði mátt gæla aðeins meira við rúbatóin og ki-ómatísku hnígandi hendingamar í döpi-um vatna- dísaróð franska impressjónistans. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.