Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 63
UMRÆÐAN
„Er skynsamlegt að breyta?“
NÚ STYTTIST óðum í að lands-
menn gangi að kjörborðinu og velji
fullti'úa sína til að leiða íslensku
jrjóðina inní nýtt árþúsund.
Abyrgð kjósenda er mikil og því
biýnt að þeir vegi og meti stefnu-
mál þeirra framboða sem gefa kost
á sér og taki ábyrga afstöðu til
þeirra.
Pólitíska landslagið er nú tölu-
vert frábrugðið því sem það var
við síðustu kosningai-. Nú hafa
kommar og kratar lagst í eina
sæng saman og koma fram undir
nafni Samfylkingar. Hér virðist
vera á ferðinni samkrull sem getur
ekki komið sér saman um veiga-
mikil atriði eins og hver eigi að
leiða hópinn eftir kosningar og
hver sé stefna þeirra í utanríkis-
málum. Því verður að teljast vafa-
samt að þessi hópur muni geta
leitt íslenska þjóð ef skoðanaá-
greiningur innan hans eigin raða
er þetta mikill.
Óábyrg gylliboð
Þegar stefnuskrá Samfylkingar-
innar er lesin birtist dökk mynd
verðbólgu, skattahækkana og at-
vinnuleysis. Öllu fógru er lofað en
ekkert er geilð upp
um hvaða afleiðing-
ar þessi loforð komi
til með að hafa.
Þannig boðar Sam-
fylkingin t.d. gífur-
lega aukningu á rík-
isútgjöldum en
minnist ekki á að
staðið yi'ði undir
þeim með auknum
álögum á einstak-
linga og fyrirtæki. A
endanum kæmi svo
þessi stefna til með
að bitna á lands-
mönnum í formi
verðbólgu, aukins
atvinnuleysis og
minna svigrúms fyrirtækjanna til
frekari launahækkana. Reynslan
sýnir okkur einnig að líklegt sé að
Samfylkingarmenn kæmu til með
að auka erlendar lántökur n'kisins
og senda þannig reikninginn á
komandi kynslóðir. Þegar öllu er á
botninn hvolft eru kosningaloforð
Samfylkingarinnar ekkert annað
en óábyrg gylliboð sem eru ætluð
til þess eins að slá ryki í augu kjós-
enda.
Árangur fyrir alla
Sé á hinn bóginn litið til þess
hvaða árangur hefur náðst á kjör-
tímabilinu undir forystu Sjálfstæð-
isflokksins sést að hann er mikill.
Þannig hefur tekist að tryggja
stöðugleikann sem hefur mikla
þýðingu fyrir bæði fólkið og fyrir-
tækin í landinu. Það að tekist hef-
ur að skapa góð skilyrði í efna-
hagslífinu skilar okkur sterkari
Stjórnmál
*
Islendingar, segja
þeir Pétur Björnsson
og Hallddr K. Högna-
son, mega ekki glutra
niður árangri undan-
farinna ára.
fyrirtækjum sem eru betur í stakk
búinn að greiða hærri laun og ráða
fleirí í vinnu. Sterkt atvinnulíf er
nefnilega forsenda áframhaldandi
hagvaxtar og aukinnar velmegun-
ar landsmanna allra. Þessu til við-
bótar hefur skattprósentan verið
lækkuð verulega sem að skilar sér
beint í vasa launþega. Stefna ríkis-
stjórnarinnar að greiða upp er-
lendar skuldir ríkisins er mjög já-
kvæð fyrir margar sakir. Þannig
er i senn búið í haginn fyrir fram-
tíðina og rennt styrkum stoðum
undir áframhaldandi góðæri. Með
þessu móti skapast möguleikar á
að auka framlög til mikilvægra
málaflokka eins og t.d. almanna-
trygginga, mennta- og heilbrigðis-
mála.
Áfram árangur
íslendingar mega ekki við því að
glutra niður árangri undanfarinna
ára. Þó að vel hafi til tekist er enn
mörgu ólokið. Með því að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn þann 8. maí
næst komandi er lagður grannur-
inn að því að hægt sé að halda
áfram á þeirri framfarabraut sem
hefur verið farin á kjörtímabilinu
og vinna þannig áfram að árangri
fyrir alla.
Pétur er formaður Týs - F.u.s. i
Kópavogi og Ihúhlór er varafor-
maður.
V elferðar-
þjóðfélag?
EINS iengi og við
mannskepnurnar höf-
um verið til höfum við
safnast saman í hópa
og myndað samfélög.
Tilgangurinn er ekki
aðeins að hafa félags-
skap hvert af öðra,
heldur einnig að búa
til samtryggingu, að-
stoða hvert annað og
skipta með okkur
verkum og ábyrgð.
Þegar við þroskumst
sem einstaklingar
hljótum við að velta
því fyrir okkur hvern-
ig samfélagi við vilj-
um búa í, hvað við
viljum leggja af mörkum, hvar og
hvernig.
Nú höfum við, í velferðarþjóðfé-
lögum norðurálfu, náð svo langt að
koma okkur upp kerfi sem á að
tryggja að allir hafi jafnan og
óheftan aðgang að þeim gæðum
sem samfélag okkar hefur að
bjóða. Innan þessa samfélags eig-
um við að hafa frelsi til að mennta
okkur, frelsi til að sinna hugðar-
efnum okkar, njóta lista, menning-
ar, heilbrigði og hamingju.
En til eru þeir sem vilja annars
konar frelsi. Það frelsi felst í því
að kaupa sér aðgang að grannein-
ingum samfélagsins, keppa um
lífsgæðin og höndla með hamingj-
una.
Síðustu ár hefur verið að vaxa
úr grasi ný kynslóð frjálshyggju-
manna. Þetta er fólk af sömu kyn-
slóð og ég en hefur hlotið eitthvert
annað uppeldi eða orðið fyrir ein-
hverri annarri innrætingu. Þetta
er hópur sem í dag sendir frá sér
ályktanir gegn byggingu tónlistar-
húss og menningarhúsa á þeim
forsendum að hinn frjálsi markað-
ur eigi að ráða menningunni eins
og öðra. Menning á' þannig að vera
munaður fyrir hina fáu heppnu og
svipað er upp á teningnum varð-
andi menntun. Að mati þessa
frjálshyggjuliðs, þessara boðbera
frelsisins, á heilbrigðisþjónusta að
vera fyrir. alla, en GÓÐA þjónust-
an á að vera fyrir þá sem eiga
aura.
Ástæðan fyrir því að ég tilheyri
ekki frjálshyggjuhópnum er sú að
ég neita að vera sett í
þá aðstöðu í framtíð-
inni að þurfa að velja
hvort barnið mitt
hlýtur góða menntun
sem kostar mig líf-
eyrissparnaðinn, eða
hvort það hlýtur laka
menntun í ríkisrekn-
um skóla, af því að
mamman hefur lífs-
viðhorf sem slá ekki í
takt við þjóðfélagið.
Eg neita að vera
sett í þá aðstöðu að
þurfa að velja á milli
þess hvort ég held
heilsunni eða íbúð-
inni.
Eg neita að vera sett í þá að-
stöðu að þurfa að kaupa mér ham-
ingjuna, því hvað er lífshamingja
annað en heilbrigði, menntun og
menning?
Stjórnmál
Ég vil ekki þurfa að
velja um hvort barnið
mitt hlýtur góða
menntun sem kostar
mig lífeyrissparnaðinn,
segir Drífa Snædal,
eða laka menntun
í ríkisreknum skóla.
Ég vil vera þátttakandi í því
þegar mín kynslóð, í samvinnu við
þær eldri, stöðvar þá niðurrifs-
starfsemi sem frjálshyggjuöflin,
hvar í fiokki sem þau standa, hafa
beitt velferðarkerfið.
Ég vil eiga þátt í að hefja jafn-
rétti, félagslegan jöfnuð, lýðræði
og réttlæti til vegs og virðingar í
þágu fegurra mannlífs og betri
framtíðar. Þess vegna vel ég
Vinstrihreyfinguna - gi-ænt fram-
boð.
Höfundur er tækniteiknari og skip-
ar fjórða sæti á lista Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs í
Reykjavík.
Drífa
Snædal
Suðurland
Árangur
eoa upplausn
H. Haarde
fjármálaráðherra og
varaformaður Sjálfstæðisflokksins
fundar með Sunnlendingum
á Laufafelli á Hellu í dag kl. 21.00
Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi taka þátt í umræðum.
Allir velkomnir