Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 60
'60 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nátttröll ÉG VEIT ekki hvað- an þeir koma þessir blessaðir prestar úr Borgarfirðinum eða hvar þeir hafa lært sinn kristindóm. Greinar eftir þá sr. Þorbjörn Hlyn Árna- son og sr. Geir Waage birtast næstum á sömu síðu í Morgunblaðinu 14. apríl og fjalla um stríðið á Balkanskaga - og er Nató átalið fyrir loftárásir á Serbíu. Mikill er þó munurinn á þessum greinum. Sr. Þorbjörn Hlynur ræðir um málin af skynsemi og sanngimi, viðurkennir yfirgang Serba yfir óvopnuðum almenningi í Kosovo. Hann iýkur grein sinni með þessum orðum: „Lofthernaður Nató er nýjasta dæmið af mörgum um hugarfar eða afstöðu, sem segir að hernaður sé áhrifamesta aðferð- in til að leysa vandamál milli þjóða. Sagan kennir að ofbeldi stöðvar ekki ofbeldi. Meira púður er ávísan á frekari skelfingu og dauða hinna saklausu.“ Ég leyfi mér að efast um * að þessi röksemdafærsla sé alls kostar rétt og kem að því síðar. Grein sr. Geirs Waage er furðu- leg ritsmíð. Þar er hvergi minnst á Kosovo-Albana, nema sem banda- menn Serba, og að engu getið um þær þjóðernishreinsanir og morð sem Serbar vinna í Kosovo og er kveikjan að árás Nató, eftir margít- rekaðai' samningatilraunir, sem ekki báru árangur vegna þrjósku Serba. Hér er því einnig haldið fram að Nató hafi brotið gegn eigin - sáttmála og hafið styrjöld án sam- þykkis Sameinuðu þjóðanna, en þeirra samþykki þurfi ætíð til þess að svo sé gert. En hvað gerðu Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu- stríðinu? Réðust ekki Serbar inn á yfirlýst verndarsvæði þeirra í Sebrenitska og tóku þar höndum um tíu þúsund múslimska karlmenn, tóku þá alla af lífí og grófu í fjölda- gröf. Veit sr. Geir Waage ekki um þetta ódæði, eða er þetta Nató-lygi? Nei, sannleikurinn er sá, að Sameinuðu þjóðunum er vart að treysta, enda hver höndin upp á móti annarri þar, og þegar þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð, sem nú fer fram í Kosovo, er um að ræða, þarf að taka strax til höndum og koma höggi á árásarmanninn, og það var gert hér, þökk sé Nató fyrir það. Og svo skrifar presturinn: „Árás- in á Serbíu er siðlaus ofbeldisað- gerð gegn fullvalda ríki. Atökin eru persónugerð og logið látlaust um þá hluti sem hentar Vesturveldunum.“ En það er ekki siðlaus ofbeldisað- gerð að reka heila þjóð úr átthögum sínum, brenna heimili, nauðga kon- um og taka af lífi þúsundir eða tug- þúsundir manna! Þessi grein „guðs- mannsins" er eins og skrifuð af hrokafullum Serba sem ekkert á í huga sér annað en þjóðarrembing og fyrirlitningu á náunga sínum af því að hann er annarrar trúar og þjóðernis. Já, slík nátttröll eru til meðal vor. Ragnar Fjalar Lárusson HTVil 3 k1 ■! 1111 11111XS S..T.R.Æ.I.1. ..2 9 a, 23. apríl kl. 16:00 Ljóðalestur: Einar Ólafsson, Bragi Ólafsson, Kristín Björk Kristjánsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Andri Snær Magnason lesa ásamt þátttakendum úr Ljóðum unga fólksins- Ijóðasamkeppni atmenningsbókasafna og Máls og menningar. Félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni kveða og rapparar rappa. Kl. 17:30, atriði úr „Hótel Hekla : Ijóðleikur". IÉli’lftVfil JCBi SÓLHElMU M 27 23. aprfl kl. 16:00 Félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni kveða og rapparar rappa. Þátttakendur úr Ljóðum unga fólksins- Ijóðasamkeppni almenningsbókasafna og Máls og menningar lesa Ijóð. Þorgrímur Þráinsson les úr verkum sínum. LV/FJÖRGYN. 20. apríl kl. 15:00 Leikhúsið Tíu fingur sýnir „Englaspil". GERÐUBERGI 21. apríl kl. 15:00 Leikhúsið Tíu fingur sýnir „Englaspil". 23. aprfl kl. 15:00 Guðrún Helgadóttir rithöfundur les. Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína flytja lög af geisladiskinum „Berrössuð á tánurn". glÍf.’i'itl'lltf.-ftUM V/BÚSTAÐAVEG Vika bókarinnar 20. tll 26. apríl verður haldin hátíðleg með sýningu sem kallast „Maturinn hennar mömmu". Dregið verður fram fjölbreytt úrvat matreiðslubóka og safnið skreytt með mataráhöldum, mataruppskriftum og hollum húsráðum frá fyrri tíð. Sýningin stendur í eina viku en Degi bókarinnar 23. aprtl fagna starfsmenn á þjóðtegan hátt og bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og pönnukökur. B0 BORGARBOKASAFN REYKJAVÍKUR Kirkjunnar mönnum, prestum og öðrum sem þykjast tala í nafni kristindómsins hættir of oft til að vilja kaupa friðinn hvað sem það kostar. Samkvæmt því hefðu þjóð- irnar átt að sitja hjá og horfa á þeg- ar nasistar réðust inn í Pólland. En þá var loks Bretum og Frökkum nóg boðið og þeir sögðu Þýskalandi stríð á hendur og úr því varð heims- styrjöld sem stóð í tæp sex ár með öllum sínum hörmungum og fórn- um, en hin illu öfl voru lögð að velli. Hefðu kannski þjóðirnar átt að halda að sér höndum og horfa upp á það að nasistar legðu undir sig Evr- ópu og gerðu sínai- þjóðernishreins- anir, þá hefðu fleiri en sex milljónir gyðinga lent í gasklefunum. Hefði slíkt verið í anda kristindómsins? Það væri gott að borgfirsku prest- arnir svöruðu því. Til er danskt orð- tæki sem hljóðar svo „at gá pá akkord með sletheden“, þ.e.a.s. að láta undan illskunni og leyfa henni Balkanskagastríðið Kirkjunnar mönnum, prestum og öðrum sem þykjast tala í nafni kristindómsins, segir Ragnar Fjalar Lárus- son, hættir of oft til að vilja kaupa friðinn hvað sem það kostar. að fara sínu fram. Er það ef til vill hinn sanni kristindómur? Ég ætla að lokum að vitna til pré- dikunar eftir danska prestinn og skáldið Kaj Munk, sem hann nefndi Kristur og Danmörk, og fyrir þessa ræðu og aðrar prédikanir sínar þurfti hann að láta lífið fyrir böðlum nasista. Hann segii1: „Treystið ekki prest- unum of vel. Þeir eru aldir upp í manngæðum. Þeir hafa gleymt því eða aldrei lært það, hvað kristin- dómur er. Þeir hafa sogið kærleika inn með barnstúttunni. I hörðum heimi tala þeir oft máli linkunnar. Þeir prédika frið hvað sem það kostar, til uppbyggingar djöflinum, sem hefur síður en svo á móti því, að hið illa njóti friðar til þess að breiðast út. Treystu ekki prestun- um um of fyrr en þeir vakna og minnast þess, að þeir eru þjónar fagnaðarerindisins í heild, þjónar friðai’höfðingjans, sem ekki kom til að flytja frið, heldur sverð, hans sem er hógvær og af hjarta lítillátur en hafði þó djörfung til að reka út musterisdólgana." Væri ekki best sæmandi fyrir okkur íslendinga að styðja a.m.k. í orði þau öfl sem vinna að því að dólgarnir sem nú ráða í Kosovo verði reknir þaðan út, en að íbúarn- ir, Kosovo-Albanar, fengju að snúa aftur til heimkynna sinna. Eg vil að lokum þakka ríkisstjóm Islands hve samhent hún hefir verið í þessu máli, ekki síst utanríkisráðherra, Halldóri Asgrímssyni, hve vel og dyggilega hann vill hjálpa þessum minnstu bræðrum vorum og systr- um sem liðið hafa hörmungar í Kosovo. Höfundur er fr. prófastur. Milli fjalls og fjöru - Skógarsjóðurinn „BLIKAR í lofti birki þrasta sveimur, skógar glymja, skreyttir reynitrjám". Þannig lýsir Jónas Hallgrímsson, í ljóðinu Gunnarshólma, Islandi til forna er það var viði vaxið milli fjalls og fjöru. Asýnd landsins hefur þannig verið all frábrugðin því sem er í dag. Sögulegar heim- ildir, skógarleifar og jarðfræðileg gögn sýna að landið hefur almennt verið skógi vaxið. Þrátt fyrir gríðarlegt átak síðustu ára í skógræktarmál- um, þá er Island enn í dag að stór- um hluta eyðimörk. Jarðrof og jarð- eyðing er gríðarleg. Uppgræðsla lands, heftun sandfoks og gróður- setning trjáa sækist seint. Hér er ekki verið að reifa ný sannindi. Skógarsjóðurinn Það er skoðun undirritaðs að meginverkefni á sviði skógræktar á komandi árum verði að afla aukins fjár til skógræktar og jarðnæðis til plöntunar trjáa. í því augnamiði hefur verið stofnuð sjálfseignar- stofnunin Skógarsjóðurinn. Meg- intilgangur sjóðsins er að stuðla að skógrækt á Islandi, m.a. með því að styrkja einstaklinga og fyrirtæki til plöntukaupa. Allir Islendingar sem uppfylla lágmarkskröfur geta sótt um styrk í sjóðinn, eða eins og seg- ir í stofnskrá sjóðsins: „Markmið sjóðsins er að stuðla að skógrækt á Islandi. Sjóðurinn styður hvers konar átak til að auka landgæði með ræktun trjágróðurs á Islandi. Sjóðurinn styrkir einstak- linga og félög til skógræktar með afhendingu trjáplantna. Sjóðurinn kaupir og leigir lönd á völdum skógræktarsvæðum á Islandi til úthlutunar til einstaklinga og fé- laga, sem vilja stunda skógrækt. Sjóðurinn stundar skógrækt í eigin nafni. Sjóðurinn styrkir óvenjuleg, sér- stök eða sérhæfð rann- sóknarverkefni á sviði skógræktar. Sjóðurinn styrkir gerð skógrækt- arskipulags einstak- linga og félaga.“ Rekstur sjóðsins mun að mestu byggja á öflugu fjáröflunar- starfi, en jafnframt sé ég fyrir mér að hann verði farvegur fyrir fjárframlög einstaklinga og fyrirtækja til skóg- ræktar. Allir þeir er starfa að sjóðnum gefa vinnu sína og er ekki gert ráð Skógrækt Markmið sjóðsins, segir Þórður Þórðar- son, er að stuðla að 7 skógrækt á Islandi. fyrir að af rekstri hans hljótist út- gjöld. Þannig verður tryggt að allt það fé er aflað verður til hans renni til plöntunar trjáa. Stjórnskipulag sjóðsins Þrír menn skipa stjóm sjóðsins á hverjum tíma og eru þeir tilnefndir af stjórn Skógræktarfélags Reykja- víkur. Núverandi stjóm skipa Þórður Þórðarson hdl., Ólafur Sig- urðsson, arkitekt, formaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur og Þor- valdur S. Þorvaldsson, forstöðu- maður borgarskipulags og stjórn- Þórður Þórðarson Helgi Hálfdanarson Vegna „Péturs Gauts“ GUÐMUNDUR G. Þórarinsson verkfræðingur ritar í Lesbók Morgunblaðsins 17. þ.m. grein um leikritið Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen og birtir þar mjög snjalla hugleiðingu um þetta merkilega skáldverk. Mig langar til að hafa orð á því, að tveimur ljóðlínum, sem hann vitnar til í þýðingu minni, hef ég breytt nokkuð frá því sem er í út- gáfutexta. Þar sem segir á frummáli í 911. og 912. línu: Derude, under det skinnende hvælv, mellem mænd det heder: Mand vær dig selv! læt ég koma: í heimi ljóssins um lönd og álfur er lögmálið: Maður, vertu þú sjálfur! Má ég geta þess í leiðinni, að lokalínur þýðingarinnar hafa brengl- azt í prentun. Þær áttu að vera: Sólveig (syngur hærra í bjarma dagsins): Eg skal gæta þín; ég skal vaka; - sofðu í draumi, sveinninn minn! Aðrar leiðréttingar skipta, að ég held, minna máli. Ekkert af þessu varðar sjálft efnið í grein Guðmundar G. Þórarins- sonar. En honum flyt ég beztu þakkir fyrir afbragðsgóð tök á þessu vandasama viðfangsefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.