Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þinghúsið í Berlín tekið í notkun sem aðsetur þýska Sambandsþingsins Berlín. Reuters. GERHARD Scliröder, kanslari Þýskalands, lýsti því í gær yfír að tími nýs „Berlínarlýðveldis" væri runninn upp. Schröder sagði við hátíðlega athöfn sem fram fór í þinghúsinu í Berlín, Reichstag, að nágrannar Þýska- lands þyrftu ekki að óttast flutn- ing höfuðstöðva þýsku sam- bandsstjórnarinnar frá Bonn til Berlínar sem tók með formleg- um hætti gildi í gær. Flutning- arnir myndu á engan hátt hafa áhrif á þá lýðræðishefð sem Þýskaland hefði tamið sér á undanfömum fímmti'u áram. Um leið og flutningarair frá Bonn til Berlínar fóru fram með form- Iegum hætti vígðu Þjóðverjar þinghúsið í Berlín, sem verið hefur endurnýjað og betrumbætt. Þinghúsið var á sínum tíma aðsetur þings Weimarstjórnarinnar og bruni í húsinu, er rekja mátti til íkveikju, markaði upphaf valda- töku nasista. A tímum kalda stríðsins stóð þinghúsið autt í skugga Berlínarmúrsins. „Flutningurinn til Berlínar er afturhvarf til þýskrar sögu, til þess staðar þar sem tvær þýskar einræðisstjórair höfðu aðsetur, stjórnir sem færðu miklar hörm- ungar yfir þýsku þjóðina og aðra íbúa Evrópu,“ sagði Schröder. Kanslarinn bætti því hins vegar við að rangt væri að reyra saman þinghúsið í Berlín og tíma einræðisstjórnanna tveggja. „Sú lýðræðislega hefð, sem þýsk stjóramál nú byggjast á, verður áfram ríkjandi og hún er ekki í nokkurri hættu.“ Saga þinghússins er saga Þýskalands Enduraýjun þinghússins í Berlín, og framtíðarhlutverk þess sem heimili þýska þingsins, er sögð marka nýtt tímabil lýð- ræðis í Þýskalandi en sextíu og sex ár eru nú Iiðin síðan eldur- inn, sem lék þinghúsið grátt, markaði upphaf yfírráða nasista í þýsku höfuðborginni. Athöfnin í gær markaði hins vegar einnig lok ferlis sem hófst með falli Berlínarmúrsins árið 1989 og sameiningu Þýskalands í kjöl- farið. Þinghúsið í Berlín var byggt á árunum 1884-1894 undir LOFTMYND af þinghúsinu í Berlín en í miðju þess hefur verið sett risavaxin glerhvelfing. Reuters Schröder segir tíma nýs „Berlínarlýðveld- is“ runninn upp þingmenn keisaratímans. Heimsvaldastefnu keisaratíma- bilsins fylgdi hins vegar heims- styrjöld, og síðan uppreisn. Þýsku lýðveldi, oftast kennt við borgina Weimar, var lýst yfir í þinghúsinu árið 1918 en fór út um þúfur fímmtán árum síðar þegar Adolf Hitler komst til valda, í kjölfar innbyrðis átaka og sundrungar í stjórnmálum landsins. Nasistatímanum lauk þegar Sovétmenn drógu rauða fánann að húni á rústum þing- hússins í lok seinni heimsstyrj- aldarinnar árið 1945. Bonn var frá endalokum seinna stríðs höfuðborg Yestur- Þýskalands og þar hafði þing og ríkisstjóra áfram aðsetur eftir sameiningu þýsku ríkjanna. Það WOLFGANG Thierse, forseti þýska þingsins, heldur á „lykli“ að þing- húsinu nýja, sem hann fékk afhentan í gær við hátíðlega athöfn. Ger- hard Schröder, kanslari Þýskalands, stendur við hlið Thierses og í baksýn má greina Helmut Kohl, fyrrverandi kauslara landsins. var hins vegar á tröppum þing- hússins í Berlín sem sameiningu þýskra í eina þjóð á nýjan leik var lýst yfir 3. október 1990. Þessi saga var ofarlega í hug- um þeirra sem viðstaddir voru vígsluna í gær, ekki síst Wolf- gangs Thierses, forseta þýska Sambandsþingsins, Bundestag, en liann tók við lyklavöldum í þinghúsinu af þeim sljórnarer- indrekum sem séð hafa um end- urnýjun hússins. Sagði Thierse, sem ólst upp í Austur-Þýska- Iandi kommúnistatímans, að leiðtogar Þýskalands hefðu of oft stjórnað landinu í hróplegri mótsögn við hin lýðræðislegu einkunnarorð „Dem Deutschen Volke" (fyrir þýsku þjóðina), sem rist eru í vegg við aðalinn- gang þinghússins. „Þessi ein- kunnarorð ... eru nú í raun tákn- ræn fyrir þá ábyrgð sem hvílir á herðum fulltrúa á þýska þing- inu,“ sagði Thierse. „Öllum efa er nú stökkt á brott, öll mót- staða hefur verið yfírunnin, öll vandamál leyst.“ Risavaxin glerhvelfing yfír þingsalnum Breski arkitektinn Norman Foster hafði yfirumsjón með endurbyggingu þinghússins sem hófst árið 1995, skömmu eftir að listamaðurinn Christo hafði pakkað gervöllu húsinu inn; gjörningur sem vitaskuld þótti táknrænt fyrir sameiningarferl- ið í Þýskalandi. Endurbyggingin tók ljögur ár og hefur kostað rúmlega 20 milljarða ísl. króna. Foster reyndi að byggja sem mest á upphaflegum granni þinghússins, og ákvað liann t.d. að taka burt þær innanhús- skreytingar sem arkitektinn Paul Baumgarten lét setja í bygginguna á sjöunda áratugn- um. Foster hefur hins vegar gef- ið byggingunni nútímalegan blæ með því að setja stóra þakhvelf- ingu þvert yfir meginsal þing- hússins. Hvelfingin er úr gleri og setur mikinn svip á bygging- una. Schröder kanslari þakkaði Foster fyrir vel unnið starf í ræðu sinni í gær og lét þess sér- staklega getið að glerhvelfingin yfir þingsalnum yrði „tákn um hversu opið og gegnsætt lýðræði er í Þýskalandi nútímans". Reuters Eldhaf á Flórída Friðarsamkomulagið á Norður-Irlandi að renna út í sandinn teikn á lofti um að málamiðlun sé í London. The Daily Telegraph, Reuters. MIKLIR eldar geysuðu á Flórída í Bandaríkjunum um helgina og á sunnudaginn var brunnu eldar á næstum fimmtán kílómetra löngu svæði á Everglades-svæðinu, vestur af Fort Lauderdale. Urðu meira en sjötíu og fimm þúsund hektarar ræktarlands eldinum að bráð og um tíma þurfti að loka 1-75. þjóðvegin- um fyrir allri umferð, en vegurinn er megin þjóðbraut Flórída og teng- ir saman austur- og vesturströnd Suður-Flóriída. BERTIE Ahem, forsætisráðherra írlands, og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, funduðu í gær með leiðtogum helstu stjórnmálaflokka á Norður-írlandi í London í því augnamiði að reyna að leysa þann vanda sem nú steðjar að friðarum- leitunum í héraðinu. Enginn árang- ur náðist á fundinum og engin teikn á lofti um það í gær að málamiðlun í afvopnunardeilunni svokölluðu væri líkleg. ítrekaði Gerry Adams, leið- togi Sinn Féin, stjómmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), þá skoðun sína í gær að friðarsam- komulagið, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí í fyrra, væri að renna út í sandinn. Yfirlýsingar Adams um helgina gáfu ekki til kynna að lausn afvopn- unardeilunnar, sem reynst hefur akkilesarhæll friðarsamkomulags- ins, væri innan seilingar enda gekk hann svo langt að segja að sam- komulagið væri „dautt“ héldu stjómvöld á írlandi og Bretlandi áfram á lofti þeirri kröfu sambands- sinna að IRA verði að afvopnast áð- ur en Sinn Féin tekur sæti í n-írskri heimastjóm. Adams sagði að það Blair og Ahern standa enn ráð- þrota frammi fyrir afvopnunar- deilunni væru „meiriháttar mistök" hjá Blair og Ahern að hafa ekki sett heima- stjómina á laggirnar, hvað svo sem andstöðu sambandssinna líður. „Sambandssinnum er enn á ný leyft að beita neitunai-valdi um málefni N-íriands,“ sagði Adams, „og meðal lýðveldissinna ber mikið á skiljan- legri og réttmætri reiði." Standa frammi fyrir tveimur slæmurn kostum Haft var eftir háttsettum stjórn- arerindreka í The Daily Telegraph í gær að staðan í málefnum N-ír- lands væri svo alvarleg að það væru „í mesta lagi tíu dagar þar til setja yrði friðarsamkomulagið í öndunar- véi“. Takist ekki að finna málamiðlun í afvopnunardeilunni í þessari viku sjonmáli segja fréttaskýrendur að Blair og Ahern hafi um tvo kosti að velja. Sá fyrri er að þvinga fram stofnun heimastjórnarinnar, eins og Adams hefur krafist. Þetta myndi án efa valda uppnámi meðal sambands- sinna og líklegt er að David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP) og verðandi forsætisráðheira á N-írlandi, ætti í kjölfarið engan annan kost en segja af sér. Segði Trimble af sér væri friðarsamkomulagið örugglega úr sögunni í núverandi mynd. Seinni kosturinn, sem Blair og Ahem býðst, er engu álitlegri en sá fyrri. Þeir gætu sett heimastjórnina á laggirnar og útilokað Sinn Féin frá aðild þangað til IRA byrjaði af- vopnun. IRA væri ekki líklegt til að láta undan slíkum þvingunum, þvert á móti myndi herinn sennilega binda endi á vopnahlé sitt. Vegna þess hversu þessir tveir kostir eru óálitlegir segir frétta- skýrandi The Daily Telegraph að Blair og Ahern muni bregða á það ráð að „leggja“ samkomulaginu fram á haust, í þeim von að einhver lausn finnist í millitíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.