Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 39 LISTIR „Slys“ í Borgar- leikhúsinu Morgunblaðið/Jón Svavarsson „SU leið sem hér er farin vinnur einfaldlega svo á móti sjálfum kjarna leikritsins að uppsetningin bíður tjón af,“ segir meðal annars í dómnum. LEIKLIST Leikfélag keykjavfkur STJÓRNLEYSINGI FERST AF SLYSFÖRUM eftir Dario Fo. íslensk þýðing: Hall- dóra Friðjónsdóttir. Leikstjórn: Hilm- ar Jónsson. Leikarar: Ari Matthías- son, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Gísli Rúnar Jónsson, Halldór Gylfason og Halldóra Geir- harðsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson. Búningar: Stefanía Ad- olfsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Borg- arleikhúsið, Stóra sviðið 17. aprfl STJÓRNLEYSINGI ferst af slysfórum tilheyrir þeim flokki leik- rita Dario Fo sem kennd eru við pólitískt leikhús. Verkið er kómedía með hápólitísku ívafi, byggir á sann- sögulegum atburði sem gerðist í Mflanó, þegar ítalskur jámbrautar- starfsmaður, yfirlýstur stjómleys- ingi, dó í haldi lögreglunnar, en hon- um var kastað út um glugga af fjórðu hæð og látið heita „sjálfs- morð“ í lögregluskýrslum. I leikrit- inu gerir Dario Fo makalaust grín að lögreglunni og valdamönnum þegar hann lætur brjálæðing nokkurn setja á svið rannsókn á málinu á sjálfri lögreglustöðinni og fletta ofan af samviskulausu ofbeldi og skjalafalsi lögreglunnar. Leikflétta Stjórnleysingjans er sett saman á einstaklega útsjónar- saman hátt; kómedían og hin snarpa pólitíska ádeila em órjúfanlega sam- fléttaðar á snilldarlegan máta og þessi eldfimi efniviður með sínum óborganlegu persónulýsingum býður leikumm upp á að fara á kostum, sem og áhorfendum upp á afbragðs skemmtun. Hilmar Jónsson leikstjóri lætur sér þetta þó ekki nægja. Hann prjónar bæði framan og aftan við verk Dario Fo; býr til ramma utan um verkið, leikhóp sem er að setja leikritið á svið og rýfur verkið sjálft síðan endurtekið meðan á framvindu þess stendur, m.a. með athugasemd- um (frá leikuranum) sem ég fæ ekki betur séð en miði allar að því að gera lítið úr og gelda ádeilu þess. Með „fyndnum" (lesist: aulalegum) at- hugasemdum (beindum til áhorf- enda) á borð við þær að „þetta sé nú svona leikrit" ... sem geri grín að lögreglunni og fari um hana ómjúk- um höndum, o.s.frv., er broddurinn tekinn úr alvöra verksins og Dario Fo tanndreginn. Ef það hefur verið tilgangur leikstjórans segir það okk- ur kannski margt um það á hvaða stigi pólitísk hugsun er í samfélaginu í dag, ef ekki þá hlýtur hér að vera um meiri háttar slys að ræða. Það skal tekið fram að undirrituð er síður en svo andstæðingur þess að hróflað sé við „gamalgrónum" leikhúsverkum og nýjar leiðir farnar í uppsetningu og túlkun. Slíkt getur verið afar frjósamt og endurlífgandi, bæði fyrir viðkomandi leikverk og ekki síður fyrir leikhúslífið í heild sinni. En sú leið sem hér er farin vinnur einfaldlega svo á móti sjálf- um kjarna leikritsins að uppsetning- in bíður tjón af. Og hér kemur reyndar fleira til en nefndai- „við- bætur“ leikstjórans við verk Darios Fo, eins og vikið skal að. Eggert Þorleifsson fer með aðal- hlutverkið, hlutverk brjálæðingsins réttsýna, sem leysir með lymsku upp svikavef lögreglunnar. Eggert leikur þetta hlutverk léttilega, eins og hann hefur margoft áður sýnt á fjölum Borgarleikhússins er hann gaman- leikari fram í fingurgóma og kann vel þá list að kalla fram hlátur áhorf- andans. (Eggert virðist hafa tileink- að sér nokkra takta frá Jim Carrey). Hláturinn hefur þó oft verið hjartan- legri úr salnum og markast það kannski m.a. af því að „andstæðing- ar“ brjálæðingsins era allir aular upp til hópa sem gætu varla platað nokkurn mann. Leikstjórinn velur þá leið að sýna „þjóna réttvísinnar" sem fífl, háa sem lága, og virðist hafa verið meira í mun að búa til vísanir í alþekkta karaktera bíómynda en að sýna miskunnarlaust andlit valdsins. Þannig er lögi'eglustjórinn klæddur í Guðfóðurgervi Marlons Brando (nema snöggtum heimskari) og tókst Gísla Rúnari vel upp í þeirri eftir- hermu. Halldór Gylfason var einnig ágætur í sínu Super-Maríó-gervi samnefndrar bíómyndar (og tölvu- leiks). Þeir Ari Matthíasson og Bjöm Ingi Hilmarsson vora í ster- íótýpískum geiTum ítalskra töffara og vora mjög ámátlegir báðir tveir. I gervi Halldóra Geirharðsdóttur, sem leikur blaðakonuna Man'u Feletti, mátti greina vísanir til hinnar þekktu Oriönu Fallaci eða jafnvel til hinnar ítölsku stórstjörau Sophiu Loren (og hennar stóra gleraugna). Fyrir lítið fór þó greind hinnar íyrr- nefndu og kynþokki þeirrar síðar- nefndu í túlkun Halldóra. Það sem einkenndi uppfærsluna að öðra leyti vora ýkjur (bæði í leik og umgjörð: sbr. þrítekið atriði þar sem dúkku er kastað út um glugga í leikmynd) og farsakennd innskot (sbr. endurtekinn dans undir diskó- ljósum). Hvoragt var uppfærslunni til framdráttar. Sviðsmynd Finns Amars var ágætlega hönnuð inn í gefnar forsendur leikstjórans, lýs- ing Lárusar Bjömssonar var fag- mannleg, tónlist Margrétar Ömólfs- dóttur viðeigandi sem og hljóðvinna Ólafs Amar Thoroddsens. Búningar Stefaníu Adolfsdóttur vora unnir eftir forskrift íyrrgreindra gerva svo ekki var um villst. I heild er sýn- ingin fremur misheppnuð, ræð ég það af eigin mati svo og dræmum undirtektum áhorfenda á þeim tveimur sýningum sem ég sá. Að lokum má geta þess að leik- hópurinn styðst við nýja þýðingu verksins eftir Halldóra Friðjóns- dóttur. Þýðing Halldóru er vönduð en út af henni er mjög oft bragðið í þessari uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur. Soffía Auður Birgisdóttir London frá kr. 16.645 í sumar með Heimsferðum Heimsferðir bjóða nú beint Ieiguflug vikulega til London í sumar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða valið um eitthvert ágætis hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðviku- daga í sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið. Verðkr. 16*645 Verðkr. 19.990 M.v. hjón með 2 börn. 2-11 ára, flugsæti og skattar. Flug og skattur. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Léttiir og meðfærilegur GSM posi nieð iiiiihyggðuiii prentara 0point [^ sem notuð eru á íslandi. Hiíðasmára 10 [ Er með lesara fyrir Sími 544 5060 [ snjallkort og segulrandarkort. Fax 544 5061 ^■■■■■■■■■^■■■■■■■■1 __________[ Hraðvirkur hijóðlátur prentari. Verð: 1.6 T.S. 120 hestöfl. Kr.1.790.000 Vinsældum Alfa 156 á íslandi og í Evrópu má fyrst og fremst þakka glæsilegri hönnun og frábærum aksturseiginleikum. Kynntu þér þennan gullmola frá Alfa Romeo. Eigum bíla tll afgreiðslu fljótlega. GARDABÆ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.