Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 31 ARAS NATÓ Á JÚGÓSLAVÍU Mælast til olíusölu- banns á Serba Brussel. Reuters. TALSMAÐUR NATO sagði í gær að bandalagið hefði mælst til þess við olíuútflutningsríki að þau hættu að selja Júgóslavíu olíu. Jamie Shea, formælandi NATO, sagði ennfremur að bandalagið væri að leita leiða til að koma í veg fyrir ol- íusendingar til Júgóslaviu. Shea sagði að olíuflutningar til Júgóslavíu, af sjó eða landi, væru ekki ólöglegir samkvæmt alþjóða- lögum, en slík viðskipti myndu að- eins draga átökin á Balkanskaga á Ianginn. „Við vonum að ríki alþjóða- samfélagsins [...] geri ekkert sem gæti framlengt stríðið með því að selja Júgóslavíustjórn fullunna ol- íu,“ sagði Shea á blaðamannafundi í Brussel í gær. lrÁ hinn bóginn verð- um við að hlíta alþjóðalögum [...] Hermálastjórnin mun huga að því með hvaða hætti við getum skrúfað fyrir kranann enn frekar.“ Eins og stendur eru engin við- skiptahöft til staðar sem mæla gegn olíusölu til Júgóslavíu. Víðtækt við- skiptabann á Júgóslavíu, sem m.a. bannaði olíusölu, var afnumið árið 1995 eftir að Slobodan Milosevic samþykkti Dayton-samninginn sem markaði endalok stríðsins í Bosníu. Shea sagði í gær að um 70% af ol- íubirgðum Serba hefði verið eytt í loftárásum síðustu 25 sólarhringa. Sagði hann að eftir nýjustu upplýs- ingum að dæma væru hersveitir Serba þegar farnar að fínna veru- lega fyrir eldsneytisskorti. BBC segir hálfgerða upplausn og stjórnleysi hafa ríkt á þessu svæði, jafnvel áður en Júgóslavíustríðið hófst. Ástandinu er nú líkt við skálmöld, bófaflokkar ganga um rænandi og ruplandi og margir flóttamannanna kvarta yfír því að hafa farið úr öskunni í eldinn er þeir yfirgáfu Kosovo. Berisha, sem nú er leiðtogi al- bönsku stjórnarandstöðunnar, er sjálfur fæddur i Tropoja-héraði og ríkisstjórn Pandelis Majkos, núver- andi forsætisráðherra, hefur af því áhyggjur að hægt yrði að beita flóttafólkinu, örvingluðu og heimilis- lausu sem það nú er, gegn stjórn- völdum í Tirana. Þennan ótta má ekki síst rekja til þess að Berisha hefur oft á tíðum sakað stjórnina um að standa ekki nægilega vel við bak- ið á Kosovo-Albönum. Albanar fagna auknum umsvifum NATO Qljóst hver áhrif stríðsrekstursins í Júgóslavíu verða á innanrfkismál Albaníu , Reuters BANDARISKIR hermenn koma til Rinas í Albaníu í fyrradag. Sjö þúsund og þrjú hundruð NATO-hermenn eru nú í Albaníu til að að- stoða við dreifingu matvæla til flóttafólks. Albanar sagðir upp á náð og miskunn NATO komnir SERBNESKIR hermenn og alb- anskir landamæraverðir skiptust á skotum á landamærum Júgóslavíu og Albaníu í gær. Engin meiðsl urðu í átökunum, sem stóðu í um fimmtán mínútur, og Serbar fóru ekki yfir landamærin eins og þeir gerðu í síð- ustu viku, þegar þeir áttu í hörðum bardögum við skæruliða Frelsishers Kosovo (UCK). Átökin eru engu að síður tU marks um vaxandi spennu í samskiptum ríkjanna en Serbar slitu á sunnudag stjórnmálasam- bandi við stjórnvöld í Tirana og sök- uðu þau um leið um að hafa gerst handbendi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Albönsk stjórnvöld hafa á hinn bóginn gagnrýnt Serba harð- lega fyrir innrásina í síðustu viku og fyrirskipaði Rexhep Meidani, forseti Albaníu, þá her landsins að nota öll ráð tiltæk til að verjast áhlaupum Serba og koma í veg fyrir að fleiri albanskir ríkisborgarar féllu í skær- um á norðurlandamærunum. Innrás serbneskra hersveita í norðurhluta Albaníu í liðinni viku beindi sjónum manna að því hversu illa albönsk stjórnvöld eru í stakk búin til að bregðast við slíkum áhlaupum Serba. Sérfræðingar segja að her Albaníu, sem er fátæk- asta land í Evrópu, sé svo illa vopn- um búinn og fámennur að Albanía sé í raun upp á náð og miskunn NATO komin. Stjómmál í landinu hafa auk- inheldur einkennst af mikilli óreiðu og ólgu síðustu árin og ýmsar blikur eru því á lofti nú, þegar flóttamenn streyma inn í landið frá Kosovo og óljóst hverjar afleiðingar átakanna í Júgóslavíu verða. Flóttafólki beitt gegn stjórnvöldum í Tirana? Flestir flóttamannanna frá Kosovo hafa komið inn í Albaníu í Tropoja-héraði, sem er í norðaustur- hlutanum, en þetta hérað er einmitt eitt fátækasta hérað landsins. Það hefur ekki komið í veg fyrir að íbúar héraðsins hafí reynt að veita flótta- fólkinu skjól yfir höfuðið og mat að borða en óvíst er að Albanar ráði til lengdar við sívaxandi straum flótta- fólks komi ekki til mjög aukin aðstoð alþjóðasamfélagsins. Mun Alþjóða- bankinn nú hafa tilkynnt að hann hygðist lána Albaníu meira en sjötíu milljónir Bandaríkjadaga til að bregðast við vandanum. Margir hafa ekki síður áhyggjur af því að pólitískum stöðugleika í Al- baníu, sem þó var ekki beysinn fyrir, verði ógnað haldi flóttafólk áfram að streyma til landsins. Þótt nú séu lið- in tvö ár síðan ríkisstjóm Salis Ber- ishas, fyrrverandi forseta Albaníu, var velt úr sessi era nefnilega enn svæði - ekki síst í norðurhlutanum - þar sem yfirráð stjórnvalda í Tirana eru ekki ýkja traust. Fréttamaður Berisha hrökklaðist frá völdum þeg- ar mikið fjármálahneyksli komst í hámæli í Albaníu og í kjölfarið liðað- ist her landsins nánast í sundur. Hluti vopna hans lenti í höndum óbreyttra borgara og jafnframt keyptu skæraliðar Frelsishers Kosovo (UCK) nokkuð af vopna- bh'gðunum. Vopnavistir hafa gjarn- an verið geymdar í Albaníu, en erfítt er að halda úti umfangsmiklu landamæraeftirliti í norðurhluta landsins, og þangað hefur UCK hörfað þegar Serbar hafa látið til skarar skríða gegn hernum. Hér hafa albönsk stjórnvöld átt við nokkurn vanda að glíma því al- þjóðasamfélagið hefur gert kröfu um að þau stemmdu stigu við aðstoð við UCK en almenningsálit í Alban- íu hefur hins vegar gjarnan verið hliðhollt því að skæraliðunum yrði veitt einhvers konar aðstoð í barátt- unni við öryggissveitir Serba. Það flækir stöðuna vitaskuld að Kosovo-Albanar standa sjálfir alls ekki sameinaðir. Skæruliðar UCK og hópur flokka undir stjórn Rex- hep Qosaj hafa lengi talið Ibrahim Rugova, leiðtoga Lýðræðishreyfing- ar Kosovo og eiginlegan forseta Kosovo-AIbana, of hófsaman. Senni- lega hafa hinir fyrrnefndu nú náð yfirhöndinni, ekki síst þar sem Ser- bar virðast halda Rugova í gíslingu, en eins og staðan er núna ber lítið á innbyrðis deilum enda hafa Kosovo- Albanar svo sem um nóg annað að hugsa, flótti íbúa Kosovo til ná- grannaríkja og áhlaup Serba gegn UCK veldur því að innbyrðis deilur eru úr sögunni, a.m.k. í bili. Á sama hátt virðist sem ekki muni sjóða upp úr albönskum stjórnmálum fyrst um sinn, hvað svo sem síðar verður. Staðreyndin er sú að Albanar fagna í reynd auknum umsvif NATO í landinu þótt þeir óttist vitaskuld að dragast inn í átökin í Júgóslavíu. Þeir vona nefnilega að herliðsflutn- ingar til Albaníu verði til þess að byggðir verði nýir vegir og flugvell- ir, samskipti í landinu verði bætt veralega og varnir landsins efldar; í stuttu máli að vera NATO í Albaníu yrði til að draga landið upp úr því feni fátæktar og óstöðugleika sem það nú er sokkið í, sannkallað fram- faraskref. „Við héldum illa á spilunum hér áður fyrr þegar við voram banda- menn Rússa og Kínverja,“ sagði majór Vladimir Avdia, sem flýgur MiG-19 herþotum fyrir albanska herinn. „En nú erum við að tala um NATO. Við deilum aðstöðu okkar með NATO núna og seinna mun NATO aðstoða okkur við uppbygg- ingu. Þetta er jákvætt skref fyrir Albaníu." Árás Serba inn í Albaníu á þriðju- dag styrkti enn frekar trá venju- legra Albana á að samstarf við NATO væri heillaskref fyrir Alban- íu. Þeir vita sem er að komi til land- hernaðar þari NATO áfram aðstoð heimamanna og það myndi þýða enn frekari uppbyggingu í Álbaníu, tækifæri til að bæta eigin varnir og efnahag en jafnframt til að styrkja sjálfsvirðingu Albana, sem svo lengi hafa verið olnbogabamið á Balkanskaga. HAGKAUP Meora úrvai - betrí kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.