Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐBJÖRG MARÍA GÍSLADÓTTIR + Guðbjörg María Gísladóttir fæddist í Borg í Skötufirði hinn 12. aprfl 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. aprfl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. aprfl. Þú lagðir yfir land og sjó lífsbraut ævi þinnar. Gleði og orka í brjósti bjó. Það blessun saman tvinnar. Fallin er í valinn mikilhæf og góð vinkona mín. Frá þeim degi, er ég kynntist henni íyrst, hef ég hrifist af dugnaði hennar, þrautseigju og ekki síst styrk hennar bæði í mót- byr og meðbyr. Líf hennar var ekki dans á rós- um, en margir hefðu getað lært af henni. Engri manneskju hef ég ennþá kynnst á lífsleið minni, er haft hefur ólæknandi sjúkdóm frá fermingaraldri og tekið á móti ýms- um öðrum áfóllum í lífinu, sem eins ?rel nýtti hvert tækifæri til að gleðj- ast, fræðast og ferðast. Hún kunni þá list að gleðjast yfir litlu, jafnt sem stóru, það sem marga vantar í dag, en fóst gat hún verið fyr- ir, ef henni fannst gengið á sinn hlut. Drengirnir hennar, eins og hún oft kallaði þá, þó á fimmtugs ald- ur séu komnir vom henni ætíð efst í huga og nú seinni árin ekki síður barna- og langömmubörnin eftír að þau fæddust. Margar ánægju- stundir hef ég átt með henni á heimili hennar, svo og annars staðar síðustu 30 árin, en það er sá tími, sem leiðir okkar hafa legið saman. Börnunum mínum var hún af- skaplega góð og mundi ávallt eftir tímamótum í þeirra lífi. Undanfam- ir mánuðh- vora henni mjög erfiðir, en þá hrakaði heilsu hennar ört, en allan tímann var hún sama hetjan. Hún var kvödd frá Fossvogs- kirkju á afmælisdaginn sinn 12. apríl sl. Veðrið þann dag var ekki ósvipað lífi hennar, þar sem skipt- ust á skin og skúrir. Ég kveð þig, elsku Bubba mín, með þakklæti fyrir allt og allt og orðunum sem þú sagðir oft: „Guð geymi þig.“ Elsku Heiðdís, Villi, Smái-i og fjölskylda, þið hafið misst mest, en öll él birtir upp um síðir. Eygló Sigurjónsdóttir. Þegar ég var lítil stelpa og bjó í Garðahreppi - nú Garðabæ - kom Bubba oft í heimsókn til foreldra minna. Mér fannst Búbba alltaf vera ein úr minni fjölskyldu, hún var meira en einhver frænka. A þessum árum átti Bubba VW - hvíta bjöllu - hún kom í öllum veðrum, hún komst allt á bjöllunni, mér fannst bjallan stundum ansi kuldaleg og þegar ég fékk að fara með Bubbu heim í Skálagerði setti ég alltaf eitthvað undir mig því rauðu sætin voru stundum frekar köld. Móðir mín sem lést skyndilega í september 1994 hugsaði og sá mik- ið um Bubbu og aðstoðaði hana eins og hún gat og held ég að Bubba hafi vart getað hugsað sér betri manneskju - alltaf var mamma tilbúin að rétta henni hjálparhönd. Núna hvíla þær báðar úti á Alftanesi og geta tekið þráðinn upp að nýju. Eftir að mamma lést leit- aði ég meira til Bubbu, mér fannst Bubba eiga hlut í mér. Við Bubba töluðum mikið saman í síma, sér- staklega seint á kvöldin. Bubba var mikill nátthrafn og hringdi ég oft til hennar um miðnætti og voru símtölin stundum frekar löng en það var svo mikið að ræða. Ég fór + Þórður Thors fæddist í Reykjavik 5. janúar 1928. Hann Iést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 11. aprfl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Richard Thors for- stjóri í Rvík, f. 29.4. 1888, d. 6.4.1970, og Jóna Þórðardóttir Thors, f. 9.8. 1891, d. 9.10. 1968. Systk- ini Þórðar eru: Unn- ur Briem, f. 21.3. 1916, d. 7.1. 1992; Thor R. Thors, f. 5.6. 1919, d. 30.3. 1986; Richard Thors, f. 6.12. 1920, búsettur í Bandaríkj- unum; Jóna íris Thors, f. 11.12. 1929, búsett í Svíþjóð. Hinn 3.3. 1956 kvæntist Þórð- ur Svanhildi I. Thors, f. 25.11. 1936. Börn þeirra eru: 1) Lára Thors, f. 26.9. 1955. Fyrrverandi sambýlismaður: Steingrímur Ey- fjörð Kristmundsson, f. 5.2.1954, þeirra bam er Gylfi, f. 1.5. 1988. Sambýlismaður: Jón Aðalsteinn Á skólaárum okkar hét Þórður Thors aldrei annað en „Daddi“ Thors. Sjálfur var ég undirritaður af skólafé- lögunum í bamaskóla og menntaskól- anum sjaldan kallaður annað en ,Addi“. Steingrímur Hermannsson var alltaf kallaður „Denni“ og Guðjón Lárusson, læknir, var í bamaskóla kallaður „Lillibó", en því hættum við Þorgeirsson, f. 22.7. 1955. Þeirra barn: Freyr, f. 25.3. 1998. 2) Stúlka, f. 24.4. 1957, d. 9.6. 1957. 3) Iðunn Thors, f, 30.3. 1958. Fyrrverandi sambýlismaður: Ein- ar Amason, f. 3.2. 1956, þeirra böm em: Þóra, f. 24.4. 1986, og Kristján, f. 31.3. 1990. Gift Jak- obi Hagedor Olsen, f. 1.3. 1958, þeirra barn er Kjarían, f. 8.9. 1998. 4) Jóna Thors, f. 23.9. 1959. Fyrrverandi sambýlismaður: Jón Þórarinn Magnússon, f. 18.10. 1954, þeirra börn: Guðlaugur Freyr, f. 28.1. 1983, og Þórður, f. 23.11. 1984. 5) Öm Thors, f. 6.4. 1961. 6) Svanliildur Thors, f. 15.7. 1966, gift James M. Fletcher, f. 14.1. 1968, þeirra böm: Kai, f. 21.9. 1988, Pétur, f. 10.11. 1991, Jón Garpur, f. 16.5.1996. Útför Þórðar fór fram frá Fossvogskirkju 16. aprfl. félagamir, þegar í menntaskóla var komið. Eftir það nefndist hann „Gaui Lár“. Á skólaárunum skapaðist að sjálf- sögðu góður kunningsskapur með skólafélögum. Nokkra þeirra eignað- ist maður sem góða vini strax í upp- hafi. Daddi var einn þeirra. Segja má að aldrei hafi fallið neinn skuggi á þá vináttu. Þegar við tókum stúdentspróf vorið 1948, skildi leiðir okkai- flestara. Sumir fóm til náms í útlöndum, en aðrir urðu eftir hér heima, ýmist við nám í Háskólanum eða hreinlega réðu sig beint í vinnu án frekara náms. Eftir að leiðir skólafélaga skilur með þessum hætti verður samband þeirra alltaf minna og minna með ár- unum. Sönn vinátta, sem tekist hefur með mönnum á skólaárunun, bregst þó í raun aldrei. Daddi var einn af þessum vinum. Þótt við hittumst sjaldnar og sjaldnai- með ámnum, hittumst við þó alltaf af og til, einkum þó við hátíðleg tækifæri, svo sem á stúdentsafmæl- um o.s.frv. Margir, sem til þekkja, munu ef til vill segja, að Daddi hafí ekki farið nógu vel með sig í lífinu, og það kann að vera satt. Hann lifði hratt á köfl- um, en það var hans mál og fjöl- skyldu hans, og kemur ekki öðrum við, enda gerði hann trúlega aldrei neitt á annarra hlut. Ef svo hefði verið, hefði það örugglega ekki verið lengi að fréttast. Það er ekki oft, sem maður getur sagt um menn, að þeir hafí verið góð- menni eða heiðursmenn, sem ekkert illt hafi verið til í. Þó kemur það fyrir, og Daddi var einn þeirra. Okkur fé- lögunum þótti öllum vænt um Dadda til síðasta dags. Skólafélagamir hverfa nú hver af öðrum, eftir því sem aldurinn færist yfir. Mér finnst hins vegar of fljótt að þurfa að kveðja þá um sjötugt, eins og raunin er með Dadda. Ég kem til með að sakna hans sem eins úr bestu- vinahópnum. Þeir gerast ekki betii. Ég bið guð að blessa og styrkja eiginkonu Dadda og aðra ættingja í sorg þeirra. Om Clausen. ÞORÐUR THORS Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg dOLSTEINAK 564 3555 ^XIXIIIIiniIXII^ H H H H Erfisdrykkjur í P E R L A N H & Sími 562 0200 liiiiiiiiimmj H H H H LEGSTEIN A R I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; Í| S.HELGASON HF ISTEIMSMIÐ Jfl____________________ SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 oft með Bubbu í búðir að versla og einnig börnin mín. Þegar heim í Hátúnið var komið úr innkaupa- ferðunum fóra börnin alltaf beint í skápinn þar sem dótið var geymt. Þau gátu alltaf gengið að því vísu. í pokanum var m.a. íkon sem Bubba hélt mikið uppá enda búin að eiga það í mörg, mörg ár og passaði hún vel upp á það. I einni af mörgum innkaupaferðum vissi ég alltaf að Bubbu vantaði ruslapoka sem hún geymdi inni á baðherbergi. Við þurftum ekki að ræða saman, við bara litum hvor á aðra og þá skild- um við hvor aðra og alltaf komu raslapokar heim úr innkaupaferð- unum. Bubbu fannst mikil sóun að kaupa poka undir það sem hún keypti en þá hafði hún alltaf með sér. Það kom fyrir að ég skolaði af bílnum hennar og hafði Bubba sín- ar ákveðnu aðferðir við að þurrka bílinn, hún keyrði á „góðum“ hraða niður Breiðholtsbrautina og sagði svo: „Nú er hann þurr,“ og hló. Bubbu þótti gaman að ferðast, hún var líka alltaf á ferðinni, og það var sama hvernig viðraði, hún fór það sem hún ætlaði sér og er aðdáunarvert hvernig hún komst áfram í lífinu miðað við heilsu hennar. I nóvember sl. fór Bubba til Kanaríeyja í einn mánuð með vina- fólki sínu og var hún mjög ánægð með þá ferð. Ég útréttaði fyrir hana meðan hún var erlendis og launaði hún mér með gjöf sem ég á eftir að geyma vel. I desember síðastiðnum voru það jólainnkaupin. Við fómm búð úr búð, hentumst bæinn á enda því Bubba vildi bara fara í ákveðnar búðir til að kaupa jólakökurnar og því þurftum við að keyra bæinn á enda. Ég bauð Bubbu heim til mín í lok síðasta árs. Ég sótti hana um hádegið og vorum við saman fram á kvöld heima hjá mér. Þessi dagur er mér minnisstæður. Ég bauð henni í kaffi og síðan mat um kvöldið og vandaði ég mig mikið því ég vildi sýna henni að ég kynni meira en bara sparka bolta. Ég fylgdist vel með Bubbu síð,- asta mánuðinn. Ég heimsótti hana í Hátúnið síðasta kvöldið sem hún var heima hjá sér og þá var hún mjög hress. Á spítalanum horfð- umst við mikið í augu og blikkuð- um hvor aðra. Það síðasta sem við töluðum saman um var að sonur minn sagði mér að ná í Bubbu á spítalann, hann ætlaði að passa hana heima hjá sér. Börnin mín voru mjög hrifin af Bubbu enda var hún þeim góð og hafa þau alltaf tal- að mikið um Bubbu og gera enn þann dag í dag. Elsku Bubba mín, okkur var oft líkt saman - líkar og eins að við værum miklar frekjur, en við vor- um ánægðar með það því við viss- um báðar betur, þetta var ákveðni. Þín verður sárt saknað, elsku frænka og vinur. Hvíl þú í friði. Magnea Helga Magnúsdóttir. JOHANN SALBERG GUÐMUNDSSON + Jóhann Salberg Guðmundsson fæddist í Flatey á Breiðafirði 4. sept- ember 1912. Hann lést á Landspítalan- um 19. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 29. Þegar við systkinin fæddumst, áttum við fjórar ömmur og einn afa. Þar til fyrir rúm- um tveim vikum áttum við afa og ömmu, en nú er afi farinn yfir móðuna miklu. Einingin „amma og afi“ er dottin í sundur og Helga, amma okkar, er orðin ekkja. Einhvern veginn hefur manni fundist að afi og amma séu eins konar eilífðai'vél, sem gangi og gangi á meðan maður sjálfur er til. En forfeður eru ekki ódauðleg- ir, eins og okkur í barnaskap fannst. Afi var ódauðlegur að því er virtist, stundaði lögfræðistörf og fylgdist vel með því sem er að gerast á flestum sviðum. Nú hefur lífið sannað að hann er ekki ódauðlegur frekar en við sjálf. Afi var 86 ára þegar hann dó. Orkan sem í honum bjó var mögnuð og þar til hann lagðist inn á sjúkra- hús, þremur vikum fyrir andlát sitt, var hann ákveðinn í því að hann ætlaði að vera virkur í sam- félaginu, vinna, heimsækja annað fólk, aka bifreið og vera til með reisn. Sem honum tókst. Störf lögfræðinga eru fjöl- breytt, allt frá því að setja nöfn og kennitölur inn á stöðluð inn- heimtubréf og smyrja tugum þús- unda fyrir vikið á minni háttar fjárkröfur, upp í afar krefjandi málafærslur. Jóhann Salberg var ekki góður innheimtulögfræðing- ur, ef hann er borinn saman við marga af hinum metnaðarfyllstu á því sviði. Hann veitti fólki ríflegan greiðslufrest þegar svo bar undir og sló oft verulega af þóknun sinni, sem átti að vera samkvæmt taxta Lögfræðingafélags íslands. Hins vegar var hann mjög fær þegar kom að alvöru málflutningi og vann t.d. nokkur mál fyrir Hæstarétti á gamals aldri. Við minnumst ekki Jóhanns Salbergs Guðmundssonar sem lögfræðings, heldur afa. Hann er helming- urinn af „afa og ömmu á Víðigrund", Sauðár- króki. Á Rróknum áttum við líka „ömmu í Skógi“, Sigi-íði Han- sen, sem lést snemma árs 1992, en þegar fjölskyldan var á ferð norður skiptum við liði og vorum ýmist í Víðigi-und 5 eða Skógargötu 15. Alltaf var jafn sárt og leiðinlegt að kveðja og leggja af stað suður aftur, enda var yfirleitt ekki farið norður nema í mesta lagi tvisvar á ári þá. Afi stóð alltaf á hlaðinu og veifaði, þar til við hættum að sjá hann. Þeim sið hélt hann alla tíð; þótt tilefni heimsóknar tíl afa og ömmu, eftir að þau fluttu suður, væri ekki annað en að líta inn fyrir kaffisopa og spjall í stundaríjórð- ung, fylgdi afi manni alltaf til dyra og út, sama hvernig viðraði, stóð síðan á tröppunum og vinkaði með fingrunum á sinn sérstaka hátt, þangað til hann var kominn í hvarf. Þetta var þó einungis tákn um þá vináttu og kærleik, sem hann bar í brjósti til fólks, ekki bara okkar, niðja hans og fjöl- skyldu, heldur allra sem urðu á vegi hans á lífsleiðinni. Að Víðigrund 5 var ósjaldan bankað upp á síðla kvölds. Var þar á ferð fólk, sem leitaði ásjár hjá sýslumanni með ýmis vandamál sín. Fáir gengu þaðan bónleiðir til búðar, að minnsta kosti kvaddi þetta fólk afa okkar með sama hlýleika og það heilsaði honum þegar það kom, ef ekki meiri. Jóhann Salberg var sannarlega mannvinur. Mannvinur er í eðli sínu jákvæður gagnvart öðru fólki, gerir að fyrra bragði ráð fyrir að náungi hans sé vel innrættur, heiðarlegur og trúr sínu. Afi okk- ar var einmitt þannig. Blessuð sé minning hans. Helga Salbjörg og Sigui'ður Hrafn Guðmundarbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.