Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 29

Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 29 ERLENT Stórslysið í göngum undir Mont Blanc • • Ofugur blástur æsti eldinn París. The Daily Telegraph. ELDURINN, sem kom upp í jarð- göngum undir Mont Blanc í síðasta mánuði, varð jafn mikill og raun bar vitni vegna þess, að ítalskur loft- ræstistokkur dældi lofti inn í göngin í stað þess að blása því út. Kemur það fram í bráðabirgðaskýrslu franskra yfírvalda. Loftræstistokkar liggja inn í göngin beggja vegna frá og jafnað- arlega flytja þeir inn í þau ferskt loft. Komi upp eldur eiga þeir hins vegar að snúa loftstraumnum við. Þannig var það líka með franska búnaðinn en í skýrslunni segir, að 20 mínútum eftir að eldurinn kom upp hafí ítalimir reynt að snúa blæstrin- um við, jafnt með sjálfvirka búnað- inum sem með handafli. Það hafi þó ekki tekist og í stað þess að draga burt reykinn hafí blásturinn gert eldinn óviðráðanlegan á svipstundu. Eldurinn kom fyrst upp í belgískri flutningabiíreið í miðjum göngunum og læsti sig síðan í 34 bifreiðar aðrar Frakklandsmegin enda barst bálið allt þangað undan blæstrinum úr ítalska stokknum. Að minnsta kosti 41 maður týndi lífi og hugsanlega 45. Uppteknari af gjaldskrá en öryggismálum í skýrslunni kemur fram, að ör- yggisviðbúnaður í göngunum hafí verið ófullnægjandi og gagnrýnt er ónógt samstarf með franska og ítalska fyrirtækinu, sem eru með gangareksturinn. Sagt er, að fransk-ítalska yfirstjómin hafi verið uppteknari af gjaldskránni, vegtoll- inum, en öryggismálunum. Franska gangafyrirtækið er í eigu ríkisins og höfundar skýrsl- unnar franskir. Það kemur því ekki öllum á óvart, að skuldinni sé frem- ur skellt á Itali. Þar segir meðal annars, að ítalska fyrirtækið hafí ekki þjálfað starfsmenn sína í að berjast við eld og ekki haft neina menn á sínum vegum, sem veitt geta fyrstu hjálp. I þessum efnum hafí það reitt sig á þjónustu frá ná- lægum bæ, skíðabænum Courmaye- ur. Telja höfundar, að hugsanlega hefði betur tekist til ef vel þjálfað lið hefði farið inn í göngin frá Italíu strax og eldurinn kom upp. ------------------ Kabila undir- ritar vopna- hléssamning Kinshasa. Reuters. LAURENT Kabila, forseti Lýð- veldisins Kongó, og Yoweri Mu- seveni, forseti Uganda, undirrituðu um helgina samning um vopnahlé í átökum stjórnarhers Kabila og upp- reisnarmanna, sem njóta stuðnings Úgandamanna og Rúandamanna. Samningurinn var undirritaður eftir fund í Líbýu sem haldinn var fyrir milligöngu Muammars Gadda- fis, leiðtoga landsins. Kabila sagði samninginn mikilvægt skref í þá átt að koma á friði í Kongo en upp- reisnarmennirnir sögðust vilja semja sjálfír við forsetann. Stjórn- völd í Rúanda sögðu einnig að vopnahléssamningurinn væri til- gangslaus nema uppreisnarmenn- irnir undirrituðu hann. Auk hermanna frá Rúanda og Úganda hafa herir fjögurra annarra Afríkuríkja, Angóla, Tsjads, Namib- íu og Zimbabwe, dregist inn í átökin. Idriss Deby, forseti Tsjads, undir- ritaði einnig samninginn, sem kveð- ur á um að afrískir friðargæsluliðar verði sendir til Kongó og að erlend- ar hersveitir verði fluttar þaðan. Ráðgert var að Kabila skýrði frá samningnum í smáatriðum á þingi landsins í gær en því var frestað þar til í dag. WWH7109T GENERAL ELECTRIC ÞVOTTAVÉL •4,5 kg »1000 snúninga. Hotpmrt TL52PE HOTPOINT ÞURRKARI •5 kg »m/barka »veltir í báðar áttir. (*Miil Ek'cDh: TFG20JRX GENERAL ELECTRIC AMERÍSKUR ÍSSKÁPUR með klakavél og rennandi vatni •h:170, b: 80,d: 77,5 «491 lítra. mmm Hotpotnt hlbci lir / hjtpuirrt DF23PE HOTPOINT UPPÞVOTTAVEL • 12 manna »8 kerfi •b:60,h:85,d:60. TC72PE HOTPOINT ÞURRKARI 6 kg »barkalaus »m/rakaskynjara •veltir í báðar áttir. EJLECT’RIC RAFTÆKJAV E R S LU N HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 AÐRIR SÖLUAÐILAR: Heimskringlan Kringlunni •Rafmætti Miðbæ, Hafnarfirði «K Á Selfossi Austurvegi 3, Selfossi »Verslunin Vík Egilsbraut 6, Neskaupstað •Reynisstaðir Vesturvegi 10, Vestmannaeyjum »K.Þ. Smiðjan Garðarsbraut 5, Húsavík »Jókó Furuvöllum 13, Akureyri *Verslunin Hegri Sæmundargötu 7, Sauðárkróki *Verslunin Straumur Silfurgötu 5, ísafirði *Rafstofan Egilsgötu 6, Borgarnesi •Hljómsýn Stillholti 23, Akranesi..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.