Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 29 ERLENT Stórslysið í göngum undir Mont Blanc • • Ofugur blástur æsti eldinn París. The Daily Telegraph. ELDURINN, sem kom upp í jarð- göngum undir Mont Blanc í síðasta mánuði, varð jafn mikill og raun bar vitni vegna þess, að ítalskur loft- ræstistokkur dældi lofti inn í göngin í stað þess að blása því út. Kemur það fram í bráðabirgðaskýrslu franskra yfírvalda. Loftræstistokkar liggja inn í göngin beggja vegna frá og jafnað- arlega flytja þeir inn í þau ferskt loft. Komi upp eldur eiga þeir hins vegar að snúa loftstraumnum við. Þannig var það líka með franska búnaðinn en í skýrslunni segir, að 20 mínútum eftir að eldurinn kom upp hafí ítalimir reynt að snúa blæstrin- um við, jafnt með sjálfvirka búnað- inum sem með handafli. Það hafi þó ekki tekist og í stað þess að draga burt reykinn hafí blásturinn gert eldinn óviðráðanlegan á svipstundu. Eldurinn kom fyrst upp í belgískri flutningabiíreið í miðjum göngunum og læsti sig síðan í 34 bifreiðar aðrar Frakklandsmegin enda barst bálið allt þangað undan blæstrinum úr ítalska stokknum. Að minnsta kosti 41 maður týndi lífi og hugsanlega 45. Uppteknari af gjaldskrá en öryggismálum í skýrslunni kemur fram, að ör- yggisviðbúnaður í göngunum hafí verið ófullnægjandi og gagnrýnt er ónógt samstarf með franska og ítalska fyrirtækinu, sem eru með gangareksturinn. Sagt er, að fransk-ítalska yfirstjómin hafi verið uppteknari af gjaldskránni, vegtoll- inum, en öryggismálunum. Franska gangafyrirtækið er í eigu ríkisins og höfundar skýrsl- unnar franskir. Það kemur því ekki öllum á óvart, að skuldinni sé frem- ur skellt á Itali. Þar segir meðal annars, að ítalska fyrirtækið hafí ekki þjálfað starfsmenn sína í að berjast við eld og ekki haft neina menn á sínum vegum, sem veitt geta fyrstu hjálp. I þessum efnum hafí það reitt sig á þjónustu frá ná- lægum bæ, skíðabænum Courmaye- ur. Telja höfundar, að hugsanlega hefði betur tekist til ef vel þjálfað lið hefði farið inn í göngin frá Italíu strax og eldurinn kom upp. ------------------ Kabila undir- ritar vopna- hléssamning Kinshasa. Reuters. LAURENT Kabila, forseti Lýð- veldisins Kongó, og Yoweri Mu- seveni, forseti Uganda, undirrituðu um helgina samning um vopnahlé í átökum stjórnarhers Kabila og upp- reisnarmanna, sem njóta stuðnings Úgandamanna og Rúandamanna. Samningurinn var undirritaður eftir fund í Líbýu sem haldinn var fyrir milligöngu Muammars Gadda- fis, leiðtoga landsins. Kabila sagði samninginn mikilvægt skref í þá átt að koma á friði í Kongo en upp- reisnarmennirnir sögðust vilja semja sjálfír við forsetann. Stjórn- völd í Rúanda sögðu einnig að vopnahléssamningurinn væri til- gangslaus nema uppreisnarmenn- irnir undirrituðu hann. Auk hermanna frá Rúanda og Úganda hafa herir fjögurra annarra Afríkuríkja, Angóla, Tsjads, Namib- íu og Zimbabwe, dregist inn í átökin. Idriss Deby, forseti Tsjads, undir- ritaði einnig samninginn, sem kveð- ur á um að afrískir friðargæsluliðar verði sendir til Kongó og að erlend- ar hersveitir verði fluttar þaðan. Ráðgert var að Kabila skýrði frá samningnum í smáatriðum á þingi landsins í gær en því var frestað þar til í dag. WWH7109T GENERAL ELECTRIC ÞVOTTAVÉL •4,5 kg »1000 snúninga. Hotpmrt TL52PE HOTPOINT ÞURRKARI •5 kg »m/barka »veltir í báðar áttir. (*Miil Ek'cDh: TFG20JRX GENERAL ELECTRIC AMERÍSKUR ÍSSKÁPUR með klakavél og rennandi vatni •h:170, b: 80,d: 77,5 «491 lítra. mmm Hotpotnt hlbci lir / hjtpuirrt DF23PE HOTPOINT UPPÞVOTTAVEL • 12 manna »8 kerfi •b:60,h:85,d:60. TC72PE HOTPOINT ÞURRKARI 6 kg »barkalaus »m/rakaskynjara •veltir í báðar áttir. EJLECT’RIC RAFTÆKJAV E R S LU N HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 AÐRIR SÖLUAÐILAR: Heimskringlan Kringlunni •Rafmætti Miðbæ, Hafnarfirði «K Á Selfossi Austurvegi 3, Selfossi »Verslunin Vík Egilsbraut 6, Neskaupstað •Reynisstaðir Vesturvegi 10, Vestmannaeyjum »K.Þ. Smiðjan Garðarsbraut 5, Húsavík »Jókó Furuvöllum 13, Akureyri *Verslunin Hegri Sæmundargötu 7, Sauðárkróki *Verslunin Straumur Silfurgötu 5, ísafirði *Rafstofan Egilsgötu 6, Borgarnesi •Hljómsýn Stillholti 23, Akranesi..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.