Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðræðuslit milli Framsóknarflokks og Borgarbyggðarlista í Borgarbyggð Fráfarandi bæjarstjóri segist halda launum til 2001 SLITNAÐ hefur upp úr viðræðum Borgar- byggðarlistans og Framsóknarflokksins um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Borgar- byggðar. Hefur Borgarbyggðarlistinn óskað eftir viðræðum við sjálfstæðismenn, sem fara væntanlega fram á morgun. Kristín Þ. Hall- dórsdóttir, oddviti Borgarbyggðarlistans, sagði í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að siíta form- legum viðræðum, að minnsta kosti um stundar- sakir, eins og hún orðaði það. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að upp úr viðræðunum slitnaði. Formlegar viðræður milli Borgarbyggðar- listans og Framsóknarflokksins hófust sl. sunnudag en upp úr þeim slitnaði svo síðdegis í gær. Ola Jóni Gunnarssyni, bæjarstjóra og bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokks, var sagt upp störfum í síðustu viku þegar slitnaði upp úr meirihluta- samstarfi sjálfstæðismanna og Framsóknar- flokksins. Oli Jón var ráðinn bæjarstjóri til tveggja ára í júní á síðasta ári og segir hann að það hafi þá þýðingu að hann muni halda launum sem bæjarstjóri þar til ráðningarsamningurinn rennur út í júní á næsta ári og í framhaldi af því taki hann biðlaun í sex mánuði samkvæmt ráðn- ingarsamningnum, eða fram í janúar árið 2001. „Eg er að sjálfsögðu tilbúinn að vinna mitt starf eins og ég hef gert en ef bæjarfulltrúum þykir ekki ástæða til þess þá held ég þessum launum og lít á það sem miskabætur fyrir það sem á undan er gengið,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Forseti bæjarstjórnar ósammála bæjarstjóra Guðmundur Guðmarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og forseti bæjarstjórnar, er á annarri skoðun en Óli Jón. Hann segir að bæjarstjóranum hafi verið sagt upp störfum frá og með 1. maí. Hann segist líta svo á að Óli Jón hafi verið ráðinn til tveggja ára með gagnkvæm- um sex mánaða uppsagnarfresti og hann verði því á launum í sex mánuði frá og með næstu mánaðamótum. „I samningnum var tekið fram að hann gæti hætt hvenær sem væri á samn- ingstímabilinu með sex mánaða uppsagnarfresti og ég lít svo á að það gildi,“ sagði hann. Sakar forseta bæjarsljórnar um brot á lögum Óli Jón hefur verið bæjarstjóri í Borgarnesi frá árslokum 1987. Hann hefur þegar látið af störfum en verður áfram fulltrúi fyrir sjálfstæð- ismenn í bæjarstjóm. Óli Jón segir að tillaga forseta bæjarstjóra hafi verið á þann veg að miðað yrði við að hann færi í leyfi þegar í stað. „Það er ljóst að forseti bæjarstjórnar braut fundarsköp og sveitarstjórnarlög við það verk- efni sitt að koma mér þegar í stað frá. Hann leyfði ekki umræður um tillöguna,“ sagði Óli Jón. Aðspurður sagði hann að enn væri þó óljóst hvort þetta myndi hafa eftirmál. Morgunblaðið/Magnús Finnsson Stillilogn á Skjaldbreið NOKKUR fjöldi manns hélt á jeppum á Skjald- Síðdegis á sunnudag var alveg stillt og þegar breið á sunnudag. Heiðskírt var og gott útsýni. kveikt var á eldspýtu bærðist loginn ekki. Hlaut meiðsl við að stökkva frá borði togara Þýskur drengur þolir illa hita Ætlar að búa hálft arið í Reykjavík FORELDRAR þýska drengs- ins Tilmans Bartschs, sem þjá- ist af sjaldgæfum sjúkdómi sem gerir það að verkum að hann þolir ekki hita yfir tutt- ugu gráðum, ætla að leigja eða kaupa húsnæði á höfuðborgar- svæðinu til þess að hann geti dvalist hér fimm til sex mánuði á ári, meðan of heitt er fyrir hann í heimalandinu. Tilman, sem er tólf ára gam- all, kom hingað sl. sumar og dvaldi þá á Patreksfirði ásamt móður sinni. I símskeyti sem faðir hans hefur sent Morgun- blaðinu kemur fram að hann hafi verið mjög ánægður með dvölina og læknar telji að heilsa hans hafi verið góð þeg- ar hann kom heim til borgar- innar Aachen. Kennari hans hrósaði líka enskukunnáttu hans og fram kemur að Tilman sé nú að læra íslensku með hjálp tölvudisks sem fjölskyld- an keypti í Reykjavík. „Nú ætlum við að reyna að finna lítið, gamalt hús eða íbúð í Reykjavík eða nágrenni borgarinnar, og leigja það eða jafnvel kaupa, ef það reynist ekki of dýrt,“ segir í símskeytinu. Þar kemur einnig fram að nokkrir fjölskylduvinir ætli að heimsækja Tilman hér á landi í sumar. TALSVERÐUR erill var hjá lög- reglunni í Reykjavík í gær vegna mála af margvíslegum toga sem komu upp á borð hennar. Um klukkan 21 stukku tveir skipverjar frá borði portúgalsks togara, sem var að láta úr Reykja- víkurhöfn. Yngri maðurinn sem er 24 ára gamall fótbrotnaði á báðum fótum að því er talið var við fallið sem var mjög hátt, að sögn lög- reglu. Hann var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hinn maðurinn, sem er tæplega fertugur að aldri og ætlaði að stinga af frá borði, var fluttur ómeiddur í útlendingaeftirlit á lög- reglustöð. Að sögn lögreglu kom togarinn til nokkurra klukkustunda viðgerð- ar í Reykjavíkurhöfn áður en hann skyldi halda í þriggja mánaða út- hald á sjó. Eftir óhappið var togar- anum siglt út að 6-bauju þar sem ljúka átti viðgerðum. í gær fótbrotnaði karlmaður í Júdógym í Einholti og var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík- urv f gærkvöld var búið að bóka 13 árekstra auk annarra smæri'i verk- efna sem komu til kasta lögregl- unnar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason s Ibúðarhús í Stykkishólmi stórskemmdist 1 bruna Stykkishólmi - íbúðarhús við Að- algötu 17 í Stykkishólmi stór- skemmdist í eldi í gærmorguii. Þrennt var í húsinu er eldurinn kom upp, kona með tvö börn, og björguðust þau öll úr brunanum. Tilkynnt var um brunann klukkan 8.43 og var allt slökkvi- lið kallað út ásamt lögreglu. Mik- ill eldur var kominn í húsið þeg- ar lögregla og slökkvilið komu á staðinn og myndaðist mikill liiti þegar eldurinn læstist í einangr- un hússins. Húsið er stórt einbýl- ishús og er þar einnig rekin myndbandaleiga. Veður var gott í Stykkishólmi, hægviðri, og gekk slökkvistarf vel. Engum verðmætum tókst að bjarga úr húsinu og er ljóst að það er allt meira og minna skemmt. ----------------- Vilja fá flóttamenn sem fyrst FLÓTTAMANNARÁÐ vill að tekin verði ákvörðun um komu næsta flóttamannahóps til landsins sem fyrst. Vonast er til þess að málið skýrist á fundi ráðsins í dag. Að sögn Guðjóns Bragasonar, rit- ara Flóttamannaráðs, er vilji til þess að móttöku flóttamanna ljúki sem fyrst. Er það í fyrsta lagi vegna mannúðarsjónarmiða, að koma fólki úr yfirfullum flóttamannabúðum í Makedóníu. í öðru lagi vegna þess að það einfaldar allt skipulag að ekki líði of langt á milli hópanna og í þriðja lagi að í dag á að fljúga með flóttamenn til nokkurra Evrópu- landa: Frakklands, Austuiríkis, Tyrklands, Belgíu og Póllands. Koma flóttamanna hingað til lands veltur á Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna sem hefur þá stefnu að senda flóttamenn fyrst til nær- liggjandi landa Júgóslavíu og síðan til landa sem liggja fjær. Að sögn Guðjóns er vilji til þess að ísland komi sér framar í röðina og er von til þess að málið skýrist á fundi ráðsins í dag. A ÞRIÐJUDÖGUM Ha^@Prk ferð^pf^husta Með Morgun- blaðinu í dag er dreift 8 siðna blaði frá Ferðaþjónustu Akureyrar. ; Einvígi Manchester United ; og Arsenal/B7 • ••••••••••••••••••••** I Varnarmúr FH hrundi í I Mosfellsbænum /B4 í dag www.mbi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.