Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 79
f ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 79, MORGUNBLAÐIÐ i ! FOLK I FRETTUM ^Morgunblaðið/Halldór ÓLAFUR Óskar Kristinsson, Gunnar Hreinsson og Ásgeir Kolbeins- son sáu 8MM í boði Mónó. Mónó býður í bíó I TILEFNI þess að útvarps- stöðin Mónó var að opna vef- síðu var gestum þeim sem kíktu á síðuna og skráðu sig boðið í bíó síðastliðið fímmtu- dagskvöld. Sýnd var mynd Nicolas Cage, 8MM og fengu þeir 200 fyrstu sem skráðu sig frítt í bíó. Á heimasíðunni verður boðið upp á ýmislegt sem mun eflaust gleðja unga fólkið svo sem bíóferðir, partí, tónleika, svo eitthvað sé nefnt. Slóðin er mono.is fyrir þá sem vilja keppa um að komast ókeypis í bíó í framtíðinni. ÞEIR Björn Jónsson, Ágúst Guðmundsson, Arnar Eggert Thoroddsen og Sigurður Finnsson slógu ekki hendinni á móti ókeypis bíómiðum. Sýning á hafna- boltamyndum Hafnaboltamaðurinn Joe DiMaggio varð strax í lif- anda lífi goðsögn meðal áhugamanna leiksins. Á ferli hans voru gefin út sjö hafnaboltamyndir með kappanum sem eru fágætir safngripir í dag. Á sýningu sem opnuð var í Metropolit- an-safninu í Bandaríkjunum nýverið verða myndirnar til sýnis næstu mánuðina, sú elsta frá nýiiðaári hans í boltanuin 1936. DiMaggio spilaði með New York Yankees en á heimavelli þeirra verður haldinn sér- stakur Joe DiMaggio-dagur þann 25. apríl, til að heiðra minningu hetjunnar. Danska stuttmyndin Valgaften hlaut Óskarinn í ár Stutt o g sterk saga - um kynþáttahatur DANIR hlutu Óskarinn í ár fyr- ir bestu stuttmyndina „ValgafL en“ eða „Kosninganóttin“ eftii’ Anders Thomas Jensen. Þetta er þriðji Óskarinn sem fellur frændum okkar í skaut, þrí áð- ur höfðu Bille August og Ga- briel Axel fengið Óskarinn fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Framleiðandi „Kosninga- næturinnar“ er Kim Magnus- son hjá M&M Productions í Kaupmannahöfn, og er hann þessa dagana einmitt að leggja seinustu hönd á stuttmyndina „Old Spice“ eftir Dag Kára Pétursson, en gaf sér þó tíma fyrir stutt símtal við vini sína á Islandi, á meðan hann virti fyr- ir sér Óskarinn sinn sem stóð á hillu fyrir framan skrifborðið hans. Tilnefndir í þriðja sinn Blm.: Kim, til hamingju með Óskarinn! Kim: Þakka þér kærlega fyr- ir. Blm.: Hvernig líður þér með þetta? Kim: Frábærlega vel. Blm.: Um hvað fjallar svo myndin? Kim: Kynþáttahatur. Sagan stutt og mjög sterk með alþjóðlega tilvísun. Kynþáttahatur fyrirfmnst alls staðar, svo myndin ætti að geta höfðað til all flestra. Blm.: Varstu bjartsýnn á Óskarinn efth- að hafa verið tilnefndur? Kim: Nokkuð, já. Þetta er þriðja Morgunblaðið/Jim Smart KIM og Dagur Kári á tökustað „Old Spice“ á Njálsgötu á sl. sumri. er árið í röð sem við erum tilnefndir fyrh- stuttmynd, og mér fannst við hafa mestu möguleikana í ár, því keppnin var býsna jöfn. I tvö fyrri skiptin fannst mér augljóst frá upp- hafi hver myndi vinna. Blm.: Var ekki skrýtið þegar þeir sögðu nafnið þitt? Kim: Jú, ótrúlega skrýtið, ég trúði því ekki. Blm.: Hvað gerðuð þið And- ers eftir á? Drukkuð ykkur fulla? Kim: Nei, ég verð aldrei fullur. Ég veit að ykkur íslendingum fmnst það voða gaman, en égt nenni því ekki. Við fórum samt'' auðvitað í Óskarspartfið og svo héldum við okkar einkapartí seinna um lcvöldið. Daginn eftir tók svo grár hversdagsleikinn við. Blm.: Ekkert breytt? Kim: Nei. Jú, auðvitað. Það voru allir að óska okkur til hamingju og allir voða glaðir, en það er ekki eins og skyndi- lega hafi verið ausið yfir okkur peningum. Blm.: Óskan'nn breytir þá engu fyrir ykkur viðskiptalega? Kim: Ekki strax, en það á ör- ugglega eftir að verða auðveld- ara að finna erlenda samfram- leiðendur, þeir munu líklega f taka fljótar við sér en áðm-. Hér í Danmörku mun Óskarinn ekki breyta neinu. Hins vegar er auð- vitað ennþá grundvallaratriði að vera með áhugavert verkefni til að ná að fjármagna það. Blm.: Sendirðu kannski „Old Spice“ í keppnina næsta ár? Kim: Ég er nú ekki byrjaður að hugsa svo langt fram í tímann. Von- andi á „Old Spice“ eftir að ganga vel á kvikmyndahátíðum á veraldarvísu, og þá er aldrei að vita hvað gerist., Við skulum sjá til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.