Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 79

Morgunblaðið - 20.04.1999, Side 79
f ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 79, MORGUNBLAÐIÐ i ! FOLK I FRETTUM ^Morgunblaðið/Halldór ÓLAFUR Óskar Kristinsson, Gunnar Hreinsson og Ásgeir Kolbeins- son sáu 8MM í boði Mónó. Mónó býður í bíó I TILEFNI þess að útvarps- stöðin Mónó var að opna vef- síðu var gestum þeim sem kíktu á síðuna og skráðu sig boðið í bíó síðastliðið fímmtu- dagskvöld. Sýnd var mynd Nicolas Cage, 8MM og fengu þeir 200 fyrstu sem skráðu sig frítt í bíó. Á heimasíðunni verður boðið upp á ýmislegt sem mun eflaust gleðja unga fólkið svo sem bíóferðir, partí, tónleika, svo eitthvað sé nefnt. Slóðin er mono.is fyrir þá sem vilja keppa um að komast ókeypis í bíó í framtíðinni. ÞEIR Björn Jónsson, Ágúst Guðmundsson, Arnar Eggert Thoroddsen og Sigurður Finnsson slógu ekki hendinni á móti ókeypis bíómiðum. Sýning á hafna- boltamyndum Hafnaboltamaðurinn Joe DiMaggio varð strax í lif- anda lífi goðsögn meðal áhugamanna leiksins. Á ferli hans voru gefin út sjö hafnaboltamyndir með kappanum sem eru fágætir safngripir í dag. Á sýningu sem opnuð var í Metropolit- an-safninu í Bandaríkjunum nýverið verða myndirnar til sýnis næstu mánuðina, sú elsta frá nýiiðaári hans í boltanuin 1936. DiMaggio spilaði með New York Yankees en á heimavelli þeirra verður haldinn sér- stakur Joe DiMaggio-dagur þann 25. apríl, til að heiðra minningu hetjunnar. Danska stuttmyndin Valgaften hlaut Óskarinn í ár Stutt o g sterk saga - um kynþáttahatur DANIR hlutu Óskarinn í ár fyr- ir bestu stuttmyndina „ValgafL en“ eða „Kosninganóttin“ eftii’ Anders Thomas Jensen. Þetta er þriðji Óskarinn sem fellur frændum okkar í skaut, þrí áð- ur höfðu Bille August og Ga- briel Axel fengið Óskarinn fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Framleiðandi „Kosninga- næturinnar“ er Kim Magnus- son hjá M&M Productions í Kaupmannahöfn, og er hann þessa dagana einmitt að leggja seinustu hönd á stuttmyndina „Old Spice“ eftir Dag Kára Pétursson, en gaf sér þó tíma fyrir stutt símtal við vini sína á Islandi, á meðan hann virti fyr- ir sér Óskarinn sinn sem stóð á hillu fyrir framan skrifborðið hans. Tilnefndir í þriðja sinn Blm.: Kim, til hamingju með Óskarinn! Kim: Þakka þér kærlega fyr- ir. Blm.: Hvernig líður þér með þetta? Kim: Frábærlega vel. Blm.: Um hvað fjallar svo myndin? Kim: Kynþáttahatur. Sagan stutt og mjög sterk með alþjóðlega tilvísun. Kynþáttahatur fyrirfmnst alls staðar, svo myndin ætti að geta höfðað til all flestra. Blm.: Varstu bjartsýnn á Óskarinn efth- að hafa verið tilnefndur? Kim: Nokkuð, já. Þetta er þriðja Morgunblaðið/Jim Smart KIM og Dagur Kári á tökustað „Old Spice“ á Njálsgötu á sl. sumri. er árið í röð sem við erum tilnefndir fyrh- stuttmynd, og mér fannst við hafa mestu möguleikana í ár, því keppnin var býsna jöfn. I tvö fyrri skiptin fannst mér augljóst frá upp- hafi hver myndi vinna. Blm.: Var ekki skrýtið þegar þeir sögðu nafnið þitt? Kim: Jú, ótrúlega skrýtið, ég trúði því ekki. Blm.: Hvað gerðuð þið And- ers eftir á? Drukkuð ykkur fulla? Kim: Nei, ég verð aldrei fullur. Ég veit að ykkur íslendingum fmnst það voða gaman, en égt nenni því ekki. Við fórum samt'' auðvitað í Óskarspartfið og svo héldum við okkar einkapartí seinna um lcvöldið. Daginn eftir tók svo grár hversdagsleikinn við. Blm.: Ekkert breytt? Kim: Nei. Jú, auðvitað. Það voru allir að óska okkur til hamingju og allir voða glaðir, en það er ekki eins og skyndi- lega hafi verið ausið yfir okkur peningum. Blm.: Óskan'nn breytir þá engu fyrir ykkur viðskiptalega? Kim: Ekki strax, en það á ör- ugglega eftir að verða auðveld- ara að finna erlenda samfram- leiðendur, þeir munu líklega f taka fljótar við sér en áðm-. Hér í Danmörku mun Óskarinn ekki breyta neinu. Hins vegar er auð- vitað ennþá grundvallaratriði að vera með áhugavert verkefni til að ná að fjármagna það. Blm.: Sendirðu kannski „Old Spice“ í keppnina næsta ár? Kim: Ég er nú ekki byrjaður að hugsa svo langt fram í tímann. Von- andi á „Old Spice“ eftir að ganga vel á kvikmyndahátíðum á veraldarvísu, og þá er aldrei að vita hvað gerist., Við skulum sjá til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.