Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðstefna Reykjavíkurlistans um skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins Reykjavík tryggður vöxtur til norðurs með Sundabraut Morgunblaðið/Kristinn RÁÐSTEFNUGESTIR fylgjast af áhuga með inngangserindi Guðrún- ar Ágústsdóttur, formanns skipulags- og umferðarnefndar Reykjavík- ur, á ráðstefnu Reykjavíkurlistans um skipulagsmál höfuðborgarsvæð- isins um helgina. í HVAÐA átt vex höfuðborgar- svæðið á næstu árum? Til norðurs eða til suðurs? Borgar sig að hefja landfyllingar í Reykjavík og hver verður framtíð Reykjavíkurflug- vallar? Þessar spurningar og fleiri voru ræddar á ráðstefnu Reykja- víkurlistans sem haldin var í Nor- ræna húsinu sl. laugardag undir yf- irskriftinni „Byggðastefna í borg“. í framsöguerindi Sigfúsar Jóns- sonar, ráðgjafa og landfræðings, kom fram að erlendir ráðgjafar sem vinna að svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins muni leggja fram meginlínur varðandi skipu- lagið snemma árs árið 2000. I svæðisskipulaginu er unnið að helstu áherslum í samgöngumál- um, landslagsskipulagi, umhverfís- málum, skipulagi landnotkunar, heildaryfirbragði byggða og fleiru, en átta sveitarfélög standa að skipulaginu. Einn eða fleiri „miðbæir“ á höfuðborgarsvæðinu? Ráðgjafarnir hafa mismunandi skipulagskosti til athugunar og má þar nefna landfyllingar, þéttingu núverandi byggðar og uppbygg- ingu á einum eða fleíri „miðbæj- um“ á svæðinu. Einnig er til at- hugunar hvort leggja eigi meginá- herslu á uppbyggingu byggðar til suðurs með því að flytja Reykja- víkurflugvöll og byggja brú yfir til Alftaness, eða til norðurs með því að byggja Sundabraut og leggja áherslu á byggð í Álfsnesi og Kjal- arnesi m.a. Þá skoða þeir hversu mikla áherslu skuli leggja á græn svæði sem felur í sér varðveislu Elliðaárdalsins, Fossvogsins og strandlengju höfuðborgarsvæðis- ins og hvaða aðferðum skuli beitt til að ná fram markmiðum um sjálfbæra þróun á svæðinu. Blanda af þessum kostum verður valin með það markmið að samræma skipulag sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu eftir fremsta megni. FlugvöIIur í Kapelluhrauni Umræða um framtíð Reykjavík- urflugvallar og nauðsyn uppfyll- inga var áberandi á ráðstefnunni. Trausti Valsson, skipulagsfræðing- ur og dósent við Háskóla Islands kynnti hugmyndir um flugvöll á uppfyllingu í Skerjafirði sem hann setti fyrst fram árið 1974. Sagði hann að svæðið sem rætt er um að fylla upp fyrir flugvöllinn hefði til langs tíma verið eyja og því væri um að ræða endurgerð hennar. Trausti kynnti einnig hugmyndir sínar um uppbyggingu flugvallar í Kapelluhrauni og hafnar í Straumsvík. Varðandi vöxt höfuðborgar- svæðisins til suðurs eða norðurs sagði Trausti að hann teldi það sigur hjá Reykjavíkurborg að fá Sundabraut inn á bráðabirgðaá- ætlun hjá Vegagerðinni. Sagði hann að með því hefði borgin tryggt vöxt sinn til norðurs. Það væri heillavænlegt fyrir höfuð- borgina því með því hefði henni tekist að festa miðpunkt höfuð- : borgarsvæðisins í sessi innan borgarmarkanna en ekki í sveitar- félögum í kring. Efast um landfyllingar Trausti Baldursson, sviðsstjóri. vistfræðisviðs Náttúruverndar rík- isins kvaðst efins um að landfyll- ingar á höfuðborgarsvæðinu va;ru nauðsynlegar. Alfheiður Ingadótt- ir, líffræðingur, tók í sama streng og sagði að nauðsynlegt væri að skoða ítarlega hvaðan efni væri tekið til uppfyllinga. Hún lagði þó áherslu á að skoða ætti vel mögu- leika á uppfyllingum. Sigurður Guðmundsson, for- stöðumaður byggðaþróunaiTnála Þjóðhagsstofnunar benti á mikinn vöxt mannfjölda á höfuðborgar- svæðinu og byggðaröskun innan svæðisins. Sagði hann að mikilvægt væri að hafa slíkar breytingar í huga þegar framtíðarskipulag svæðisins væri skoðað. Ingibjörg Sólrán Gísladóttir, borgarstjóri, tók undir þetta með Sigurði og lagði jafnframt áherslu í samantekt sinni á að ekki yrði anað að neinu varðandi framtíðarskipulag svæð- isins. Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar Heildsöluálagn- ing á Islandi ekki óeðlilega há JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., segir í viðtali nú um helgina að afkomutölur úr heild- sölu á íslandi séu of háar. Hann telur að heildsölumarkaðurinn verði að taka sig á og að miklar breytingar séu framundan. „Sá tími er liðinn að menn fái eitthvert umboð og lifi góðu af fáránlega hárri heildsöluálagningu," segir Jón. Smásalan geti ekki borið uppi heildsölu sem er með 20-25% álagningu. Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, segir að heildsöluálagning sé ekki óeðlilega há. í viðtalinu, sem birtist í Morg- unblaðinu á sunnudaginn var, seg- ir Jón Ásgeir að afkoma í heildsölu hafi verið tvö- til þreföld á við af- komu í smásölu. Annars staðar í hinum vestræna heimi sé hún hins vegar aðeins fjórðungur af smá- sölu. Taki heildsölumarkaðurinn sig ekki á að þessu leyti fari „inn- kaupabatterí" eins og Baugur að kaupa erlendis frá. Haukur Þór Hauksson segir ummæli Jóns hafa komið sér að óvörum. „Bæði Hagkaup og Bónus voru að hluta til byggð upp og fjár- mögnuð í nánu samstarfi við inn- flutningsverslunina og heildsala. Jón veit mætavel að bestu vörum- ar hans eru vörur sem innflytjend- ur og heildsalar hafa markaðssett sjálfir á sinn kostnað og framleið- enda. Þannig að þetta kemur okk- ur nokkuð á óvart. Hótun Jóns um beinan innflutn- ing er svo sem ekki gild af því að bæði þessi fyrirtæki hafa í mörg ár verið með samhliða innflutning á sambærilegum vörum og sömu vörum og heildsalar," segir Hauk- ur. „Ef Baugur vill frekar versla við norska heildsala þá gerir hann það og allt markaðsféð verður eftir í Noregi í stað þess að nýtast á ís- landi.“ Haukur segii- það enga launung að hagnaður í heild- og innflutnings- verslun hafi verið með ágætum. Hann aftekur þó að hann hafi verið óeðlilega hár. „í nýjustu tölum Þjóð- hagsstoftiunar frá 1996 kemur fram að hagnaður af blandaðri heildsölu er 3% af veltu sem varla getur talist óeðlilegt," segir Haukur. Haukur bendir á að í rannsókn sem framkvæmd var af Félagsvís- indastofnun Háskólans, hafi komið fram framleiðniaukning í heild- verslun hafi orðið meiri heldur en í mörgum öðrum greinum á síðustu árum. Ástæðuna fyrir þessari fram- leiðniaukningu kvað Haukur vera skilvirkni. „Menn hafa lengi spáð þessum klassíska heildsala illa en það hefur ekki gengið eftir vegna þessarar skilvirkni sem knúin er fram af samkeppni. Heildsalan er „dýnamísk" grein og lagar sig að markaðsaðstæðum og hún hefur verið mjög dugleg við að koma inn nýjungum, bæði í sambandi við tækni og lífsháttabreytingar. Við vonum að Baugur og aðrir smásal- ar vilji vera áfram í samstarfi við okkur við að koma nýjungum til neytenda." Haukur telur að áhyggjur neyt- enda og bii-gja ættu að beinast að smásölukeðjum með markaðsyfir- burði. „Varðandi þróun í verslun er vert að benda á að t.d. Bretar hafa miklar áhyggjur af því að 4 stórar keðjur hafi þar náð yfir 50% af markaðinum og telja að hvorki neytendur né birgjar njóti góðs af því hagræði sem þessar keðjur njóta. En svo vil ég bara óska Jóni til hamingju með sína velgengni. Við í versluninni sjáum engum of- sjónum yfir henni,“ segir Haukur. Morgunblaðið/Kristinn Verðlaun afhent í mynda- samkeppni fréttaritara ALLS fengu sautján fréttaritarar og ljósmyndarar Morgunblaðsins á landsbyggðinni verðlaun og við- urkenningar í samkeppni um bestu ljósmyndir frá árunum 1997 og 1998. Verðlaun voru afhent við athöfn í anddyri Morgunblaðs- hússins síðastliðinn laugardag, í tengslum við aðalfund Okkar manna, félags fréttaritara Morg- unblaðsins. Okkar menn og Morgunblaðið efndu til Ijósmyndasamkeppni í Ijórða sinn. Að þessu sinni tóku 23 fréttaritarar þátt og sendu inn liðlega 720 myndir. Dómnefnd veitti verðlaun og viðurkenningar fyrir 30 myndir alls, í níu efnis- flokkum, og hafa myndirnar verið settar upp á sýningu í anddyri Morgunblaðshússins. Myndirnar verða þar til sýnis á afgreiðslu- tírna til 6. maí næstkomandi. Hátt uppi, mynd sem Guðlaug- ur Wíum, fyrrverandi fréttaritari Morgunblaðsins í Ólafsvík, tók uppi í loftnetsmastrinu á Gufu- skálum, var valin mynd keppninn- ar og afhenti Hallgrímur Geirs- son, framkvæmdastjóri Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, Guðlaugi aðalverðlaunin. Á stærri myndinni sjást höfund- ar verðlaunamyndanna, frá vinstri: Ingimundur Ingimundar- son í Borgarnesi, Svavar B. Magn- ússon á Olafsfirði, Theodór Kr. Þórðarson í Borgarnesi, Jón Sig- urðsson á Blönduósi, Guðlaugur Wíum frá Ólafsvík, Hafdís E. Bogadóttir á Djúpavogi, Sigurður Aðalsteinsson á Vaðbrekku, Hrönn Hafliðadóttir, sem tók við viðurkenningu bróður síns, Guð- mundar Þórs Guðjónssonar á Ólafsfirði, Anna Ingólfsdóttir á Egilsstöðum, Eyjólfur M. Guð- mundsson úr Vogum, Sigurður Sigmundsson í Hrunamanna- hreppi, Jónas Erlendsson í Fa- gradal, Egill Egilsson á Flateyri, Atli Vigfússon á Laxamýri og AI- bert Kemp á Fáskrúðsfirði. Tveir höfundar verðlaunamynda voru ekki viðstaddir, Halldór Svein- björnsson á Isafirði og Pétur Kri- stjánsson á Seyðisfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.